Tíminn - 13.07.1983, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLI1983
7
umsjón: B.St. og K.L.
■ Fólk virðist scint fá nóg af fréttum af einkalífi Elizabeth
Taylor.
SJÓNVARPSÞÆTTIR UM EINKfl-
LÍF LIZ TAYLOR MEÐ HENNI
SIÁLFRI í AÐALHLUTVERKI?
■ Þó að sýningar á leikriti
Noels Coward „EinkaliT' með
þeim Elízabeth Taylor og Ric-
hard Burton í aðalhlutverkum
hafi hvorki fallið gagnrýnend-
um né öðrum áhorfendum í
geð, er Elízabeth ekki af baki
dottin. - Það er ekki við því að
búast, að áhorfendur hafi
áhuga á þessu hundgamla
leikriti, segir hún. - En þeir
hefðu áreiðanlega áhuga á sýn-
ingum á mínu einkalífi.
Þar hafði Liz rétt fyrir sér.
Þó að engin kona hafi trúlcga
fengið eins mikla umfjöllun í
fjölmiðlum fyrr eða síðar og
hún, virðast aðdáendur hennar
seint verða fullsaddir á því að
fylgjast með henni, 7 hjóna-
böndum með 6 mönnum og
öðru fjölskrúðugu ástarlífí
hennar. Það var því ekki að
ófyrirsynju, að sjónvarpsfyrir-
tæki eitt sýndi málinu áhuga,
þegar Liz lýsti sig reiðubúna til
samstarfs.
Heldur fóru þó að renna
tvær grímur á framleiðend-
urna, þegar Liz setti fram
kröfur sínar. Eimm milljónir
króna vill hún fá fyrir hvern
þátt, enda ætlar hún að sjálf-
sögðu að fara sjálf með aðal-
hlutverkið. Þar við bætist, að
hún er því frábitin, að þættirnir
verði fleiri en 12. - Ég tek
aldrci í inál að leika í 13.
sjónvarpsþættinum. Til þess er
ég of hjátrúarfull, segir hún.
Það bendir því allt til, að
ekkert verði úr fyrirhuguðum
sjónvarpsþáttum um einkalíf
Elizabeth Taylor, að sinni
a.m.k.
það gengið alveg þokkalega, þó
sólina vanti eins og er. Nú höfum
við verið með seglagerð fyrir
ýmis fyrirtæki svo sem Landsím-
ann og Rafmagnsveiturnar en
þetta eru fyrirtæki sem mjög
mikið þurfa á svona útbúnaði að
halda. Þá er mikill hluti af starf-
semi okkar bundin við skipin og
bátana þó það sé af sem áður var
þegar þilskipaútgerðin var upp á
sitt besta því þá var seglasaumur-
inn mun yfirgripsmeiri en nú er,
og mikið um handsaum sem
varla þekkist núna. Þetta byggist
að sjálfsögðu allt á vélsaumi
enda handsaumur nánast úr sög-
unni.“
Hvernig gengur svo rekstur-
inn?
„Hjá fyrirtækinu vinna nú í
dag um 15 manns en sumt af því
eraðvísusumarfólk. Reksturinn
hefur gengið alveg þolanlega
með mikilli vinnu og góðu starfs-
fólki. Við bindum miklar vonir
við tjaldagerðina en hún hefur
verið töluvert umfangsmikill
þáttur í starfsemi okkar. Það er
auðvitað samkeppni í þessu eins
og öðru en ég held að við
stöndum þokkalega að vígi.
Samt er ekki um annan markað
að ræða en innanlandsmarkað
því að allt okkar hráefni er
innflutt og nóg framboð erlendis
á svipuðum afurðum. Þá miðast
okkar afurðir við íslenskar að-
stæður og kröfurnar verða því
meiri. Ég gerði það að gamni
mínu nú fyrir skömmu að aug-
lýsa í Færeyjum framleiðslu okk-
ar til að sjá hvað kæmi út úr því.
Þá kom í ljós að ekki var um
neitt slíkt að ræða því nóg virtist
framboðið vera þar. Það er samt
allt í lagi að vera með augun opin
ef einhver markaður skapast.
Annars man ég það núna að
ég var að bjóða ykkur á Tím-
anum að kaupa blaðburðarpoka
frá okkur nú fyrir skömmu. Ég
hef selt Þjóðviljanum og Dag-
blaðinu með góðum árangri
undanfarið úrvals blaðburðar-
poka sem þeir hafa verið salla-
ánægðir með. Ég held að það
væri alveg við hæfi að þið slægj-
ust í hópinn og sannfærðust um
ágæti afurða okkar,“ sagði Jón
Barðdal seglasaumari að lokum.
- ÞB
erlent yfirlit
■ MORGUNBLAÐIÐ skýrir
frá því í gær, að Paul Volcker,
scðlabankastjóri Bandaríkj-
anna. hafi dvalizt hér á landi í
síðastliðinni viku við laxveiði í
Vatnsdalsá. Hann hafi verið hér
í boði Seðlabankans. Hingað
hafi hann komið á miðvikudag-
inn, en farið utan ásunnudaginn.
Skömmu eftir heimkomu Volc-
kers fór sá orðrómur eins og
eldur í sinu víða um heim, að
Volcker hefði í hyggju að hækka
vextina. Margirauðjöfrar brugð-
ust við á þann hátt að auka kaup
á dollurum með þeim afleiðing-
um, að gjaldmiðill flestra
Evrópuríkja féll í verði miðað
við dollara.
Hérlendis hafði þetta þó ekki
teljandi áhrif. 6. júlí var dollar-
inn skráður á 27.59 krónur, mið-
að við sölu, en 11. júlí á 27.66.
Það fylgdi ekki þessum orð-
rómi, hvort hann ætti rætur að
rekja til laxveiðanna í Vatns-
dalsá og þeirra viðræðna, sem
þar kynnu að hafa farið fram.
Sennilegt er þó, að Volcker hafi
ekki verið hvattur til þess að
hækka vextina.
Vafalaust hefur Volcker fallið
það vel að fá sér nokkurra daga
hvíld við veiðarnar í Vatnsdalsá.
Nýlega er nefnilega lokið miklu
baktjaldamakki í Washington,
■ Paul A.Volcker.
legra væri að grípa til nokkurrar
gengisfellingar, en reyna síðan
að halda genginu föstu. Þetta
leiddi til gengisfellingarinnar
1971.
Þetta leiddi þó ekki til þess
árangurs, sem stefnt hafði verið
að. Gengi dollarans var aftur
fellt 1973 og komst þá á sú
skipan, sent síðan hefur verið
fylgt. að hafa gengið fljótandi,
eins og það er kallað.
Árið 1975 var Volcker skipað-
ur af Ford forseta yfirmaður
útibús Federal Rescrve Board í
New York, en það er langstærst
af tólf útibúum bankans.
Þessari stöðu gegndi Volcker
til 1979, en Carter skipaði hann
seðlabankastjóra eða chairntan
of Federal Reservc Board, eins
og staða hans er kölluð. Carter
hafði áður aflað sér rækilegra
upplýsinga um hver kæmi helzt
til greina, og var að lokum
staðnæmzt við Volcker.
Sumir fréttaskýrendur telja,
að Volcker hafi ekki launað Car-
ter vel upphefðina og valdið.
Eitt af fyrstu verkum hans var að
hækka vextina, sem léiddi til
þess í fyrstu. að bæði atvinnu-
leysið og verðbólgan jukust.
Þetta átti vafalítið sinn þátt í
ósigri Carters í forsetakosning-
unum 1980.
Volcker er annar voldugasti
maður Bandaríkjanna
Hvaða áhrif hafði veiðin í Vatnsdalsá?
sem snerist um það, hvort hann
yrði endurskipaður í embætti
seðlabankastjórans, en skipun-
artími hans átti að renna út 6.
ágúst.
í fyrstu virtist Reagan vera
því mótfallinn og flestir ráðu-
nautar hans. Þeir höfðu það
m.a. á móti Volcker, að hann
hefði upphaflega verið skipaður
af Carter og að hann hefði verið
demokrati.
Margir voru tilnefndir sem
hugsanlegir eftirmenn hans,
m.a. Friedman, en bráðlega fór
sá hópur að þynnast. Enginn
þótti sérstaklega álitlegur, og
voldugir menn í fjármálalífinu
studdu endurráðningu Volckers.
Sjálfur lagði hann mikið kapp á
að halda starfinu áfram.
Það hjálpaði honum, að dreg-
ið hefur úr verðbólgu síðustu
mánuði og hagvöxtur hefur held-
ur aukizt, Þetta þakka margir
stefnu Volckers í peningamál-
um. Hitt hefur horfið í
skuggann, að hið mikla at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum er
afleiðinghennar,a.m.k. aðveru-
legu leyti.
Svo fór að lokum, að Volcker
stóð einn uppi af þeim mönnum,
sem komið höfðu til greina. Allir
keppinautar hans höfðu verið
útilokaðir af mismunandi ástæð-
um. Fyrir nokkrum dögum til-
kynnti Reagan að hann hefði
endurráðið Volcker sem seðla-
bankastjóra.
Rétt á eftir hélt Volcker
norður til Vatnsdalsár, en lax-
veiðar eru sagðar helzta eða eina
íþrótt hans.
SÚ STOFNUN Bandaríkj-
anna, sem helzt líkist seðla-
banka, nefnist Federal Reserve
Board. Þessi stofnun er mjög
valdamikil og má segja, að hún
ráði meiru en forsetinn og ríkis-
stjórnin um þróun peningamála.
Hún ákveður seðlamagn, sem er
í umferð, vexti og sitthvað fleira.
Formaður þessarar stofnunar er
hinn raunverulegi seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna og er stöðu
hans þannig háttað, að hann má
heita næstum einvaldur. Hann
er því oft talinn annar valdamesti
maður Bandaríkjanna, næst á
eftir forsetanum.
Paul A. Volcker, sem er 55
■ Volcker við veiðar.
ára, er sagður hafa stefnt lengi
að því að komast í þessa stöðu.
Öll menntun, sem hann hafi
aflað sér, hafi miðazt við það.
Volcker er fæddur og uppalinn
í New Jersey, þar sem faðir hans
var eins konar borgarstjóri í
einni af minni borgum fylkisins.
Eftir að hafa lokið menntaskóla-
námi, hóf hann hagfræðinám við
háskólann í Princeton og hélt
því síðan áfram við Harvardhá-
skóla, þar sem hann lauk meist-
araprófi.
Á þessum árum var það mjög
til siðs, að Bandaríkjamenn,sem
lögðu stund á hagfræði, færu til
framhaldsmenntunar við
London School of Economics.
Hann þótti þá fremri flestum
öðrum skólum í þessari grein.
Volcker hélt því til Bretlands
og hugðist Ijúka doktorsprófi við
umræddan skóla. Hann hóf nám
þar og var kominn talsvert á veg
með doktorsritgerðinaT'þégár
honum barst boð um starf hjá
útibúi Federal Reserve Board í
New York.
Volcker ákvað að taka boðinu
og hætti því við doktorsritgerð-
ina. Hann sagðist síðar hafa gert
sér Ijóst, að það væri aðeins
tímacyðsla að fást við slíka papp-
írsvinnu.
Volcker vann sér fljótt gott
álit og hækkaði stöðugt í tign,
fyrst hjá Federal Reservc Board
i New York og síðar hjá Chase
Manhattan Bank. I forsetatíð
Kenncdys var hann ráðinn í
þjónustu fjármálaráðuneytisins
til að stjórna eins konar hagsýslu-
stofnun.
Arið 1969 var Volcker búinn
að vinna sér slíkan orðstír, að
Nixon skipaði hann aðstoðarráð-
herra í fjármálaráðuneytinu og
var starfssvið hans að fylgjast
með þróun peningamála.
Staða dollarans var þá veik,
en gengi hans var þá skráð frá
degi til dags. Volcker komst að
þeirri niðurstöðu, að skynsam-
ÞVÍ VAR haldið fram af ýms-
um fréttaskýrcndum, þegar Re-
agan dró það að endurskipa
Volckcr, að það stafaði af því,
að Reagan óttaðist, að Volcker
gæti gcrt sér sömu glcnnu í
forsetakosningunum 1984 og
Carter 1980. "
Volcker gæti nefnilega átt það
til að grípa til aðgerða í pcninga-
málum, sem kæmu Rcagan illa,
ef Itann áliti það nauðsvnlegt.
Hann myndi þá setja hagsmuni
Bandaríkjanna ofar en hagsmuni
Rcagans.
Þótt margir telji Volcker eins
konar harðlínumann í peninga-
málum, hcnda aðrir á, að hann
cigi það ekki síður til að vcra
tækifærissinni, cf hann álíti
stefnubreytingu eða frávik frá
meginstefnunni nauðsynlega.
Fylgismenn Reagans, sem beittu
sér gegn endurskipun Volckers,
eru sagðir hafa haldið því fram,
að hann væri óútreiknanlegur.
Þá veikti það nokkuð aðstöðu
hans, að hann hefur gagnrýnt
hinn mikla tekjuhalla á ríkis-
rckstrinum, sem hann telur tor-
velda stefnuna í pcningamálum.
Annars sagði New York Times
frá því, þegar Volcker dvaldi á
íslandi, að hann hefðu nú mestar
áhyggjur af skuldum þróunar-
ríkjanna.
Þessar skuldir væru orðnar
svo miklar, að vanskil á þeim
gætu haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir fjármálalíf Banda-
ríkjanna, því að staða margra
banka þar myndi þá verða mjög
erfið og jafnvel leiða til
gjaldþrots.
Vaxtastefna Volckers hefur
átt sinn þátt í að skapa þetta
ástand. Olíufurstar og aðrir auð-
menn hafa lagt fé sitt á vöxtu í
Bandaríkjunum vegna háu vaxt-
anna, Bankarnir hafa orðið að
ávaxta það fé og gert það að
verulegu leyti í þróunarríkjun-
um. Þess vcgna hafa þeir verið
örlátir á lánveitngar til þróunar-
ríkjanna.
EfbankakerfiðíBandaríkjun-
um veikist vegna erlendu skuld-
anna, gæti það leitt til þess, að
olíukóngar og auðfurstar flyttu
fé sitt þaðan. Mun Volcker þá
reyna að stöðva það með hækk-
un vaxtanna? Þetta er spurning,
sem margir velta nú fyrir sér.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar