Tíminn - 13.07.1983, Page 8

Tíminn - 13.07.1983, Page 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, GuðmundurSv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórnskrifstofurogauglýsingar:Síðumúla15, Reykjavík. Simí: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Ummæli Gunnars Thoroddsen ■ Gunnar Thoroddsen fyrrv. forsætisráðherra birti at- hyglisverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag um viðskilnað ríkisstjórnar hans. í grein sinni ræðir Gunnar Thoroddsen m.a. um verðbólguna og orsakir hennar. Hann segir orsakir verðbólgunnar einkum þrjár. í fyrsta lagi erlendar verðhækkanir, sem við ráðum ekki við. I öðru lagi aflabrestur og önnur slík áföll, sem reynt er að bæta atvinnuvegunum meðgengisfellingu heldur en að láta koma til atvinnuleysis. I þriðja lagi kemur svo vísitölukerfið eða verðbótakerfið. Um það farast Gunnari Thoroddsen þannig orð: „Þriðji verðbólguvaldur er verðbótakerfið. Það kerfi er tvíþætt. Annars vegar er sá tilgangur að tryggja það, að kaupmáttur launa haldist í hendur við framfærslukostnað og rýrni ekki við aukna dýrtíð. Á hinn bóginn veldur þetta kerfi sjálfvirkum víxlhækk- unum verðlags og launa, sem eiga ekkert skylt við kaupmáttinn og hafa engin áhrif á hann, nema þá helzt að draga hann niður, þegar frá líður. Óll viðleitni mín undangengin ár til að fá fram breytingar á verðbótakerfinu, hefur miðað að því að afnema þessa agnúa, án þess að skerða kaupmáttinn. hcssar tilraunir skiluðu ekki árangri, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né heldur á Alþingi, þegar þangað var leitað. Var þó hverjum einasta alþingismanni ljóst, að óbreytt gæti verðbótakerfið ekki staðið stundinni lengur. Eg ætla því að undir niðri hafi það verið sannmæli allra, að eftir kosningar yrði hver sú stjórn, er við tæki, að gerbreyta strax þessu sjálfvirka, verðbólguaukandi kerfi.“ Það stóð ekki á Framsóknarmönnum í ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar endurbætur á verðbótakerfinu. Alþýðubandalagsmenn stóðu hins vegar gegn öllum breytingum á því, þegar á reyndi. Þess vegna magnaðist verðbólgan óðfluga á síðasta starfsári stjórnarinnar og skuldir söfnuðust erlendis vegna þess, að þjóðin lifði um efni fram. Af sinni alkunnu háttvísi nefnir Gunnar Thoroddsen ekki fjórðu orsökina. Hún var barátta þeirra flokksbræðra hans, sem voru í stjórnarandstöðu, gegn sérhverri viðleitni ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á dýrtíðinni. Þessi áróður þeirra dró m.a. kjark úr Alþýðubandalaginu. Þetta ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar átti ekki minnstan þátt í því hvernig fór. Það var stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum, ásamt Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, sem stöðvaði á síðastl. vetri frumvarp Gunnars Thoroddsen um breyting- ar á vísitölukerfinu, en samkvæmt því átti að fresta verðbótum 1. marz meðan leitað væri samkomulags um önnur úrræði. Þess vegna urðu hinar háu verðbætur 1. marz til þess að stórmagna verðbólguna öllum til óhags. Skuld Mbl. ■ Alþýðublaðið hefur nýlega fært rök að því, að Mbl. sé fótpurrka Reagans. Sennilega er þetta ofmælt, en óneitanlega er Mbl. fylgispakt Reagan. Þess vegna er það enn einu sinni farið að hamra á því, „ð íslendingar eigi að draga úr viðskiptum við Sovétríkin og hætta að kaupa þaðan olíu, enda þótt reynslan sýni, að þau viðskipti hafi verið okkur hagstæð. Glögg sönnun þess er það, að fyrir nokkru var látið undan svipuðum áróðri Mbl. og fjórir olíufarmar keyptir frá Bretlandi og dregið tilsvarandi úr olíukaupum í Sovétríkjunum. Tapið á þeim viðskiptum nam þremur milljónum dollara, miðað við að olían hefði verið keypt á venjulegan hátt. Raunverulega á þjóðin hér inni þrjár milljónir dollara hjá Mbl. Þ.Þ. Wmmm MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1983 skrifað og skrafað Lúthers minnst Mikið er um dýrðir víða um heim í minningu þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu Marteins Lúthers, en um 70 mill- jónir manna eru nú skráðir í söfnuðum sem játa trú sem kennd er við hann. Fæðingarstaður siðbyltingarmannsins og starfsvettvangur er í þeim hluta heimsbyggð- arinnar sem Þýska al- þýðulýðveldið nær nú yfir. Þar í landi er minn- ingu Lúthers haldið veg- lega á lofti. 90 manna nefnd með sjálfan Erich Honecker, aðalritara Flokksins í forsæti, undirbjó minningarárið, en kirkjan heldur upp á það á sinn hátt og þeir sem andvígireru hernað- aranda nota tækifærin til að hópast saman í van- þökk öryggislögreglunn- ar, sem á að passa upp á ríkisrekinn friðarvilja stjórnvalda og að öðru vísi skoðanir séu ekki látnar í ljósi í því máli. Á íslandi er sitthvað gert til að minnast ársins. Prestastefna fjallaði um Lúther og í haust verður haldin ráðstefna um áhrif siðbótarinnar, Lúters- vika verður haldin og bók um Martein Lúther kemur út. f nýútkomnu Kirkju- riti er Lúthers minnst. M.a. skrifarséra Gunnar Kristjánsson þargreinina á Lúthersári. Þar segir m.a.: „En hver var þá Lút- her og hvers virði er það að minnast þessa manns og áhrifa hans? Fáir munu hafa í huga að reisa Lúther minnisvarða á þessu ári, fáir munu líta til hans sem hins óskeikula. Þvert á móti munu margir í fyrstu a.m.k. fyllast efasemd- um andspænis þessum manni. Heinrich Heine, hið mikla skáld sagði um Lúther: „Þessi maður gat rifist eins og fiskkerling en átti það líka til að vera blíður og mildur eins og viðkvæm jómfrú. Ósjald- an var hann æstur eins og stormurinn, sem rífur upp eikina með rótum og svo gat hann verið hlýr eins og vestanblærinn sem gælir við fjóluna“. Því fer fjarri, að Lúther hafi verið alvitur og ó- skeikull. Hvaða lútherskur maður blygðast sín ekki fyrir ummæli hans um Gyðinga og Tyrki eða óþvegin orð hans um páfann? Og ekki mundu allir vilja skrifa undir hugmyndir hans um fjöl- skylduna, sem mótast af sextándualdarhugmynd- um um vald föðurins, hugmyndum sem eiga ekki upp á pallborðið á tímum jafnréttis og mannréttinda. Oglöngum hafa menn deilt um skiln- ing hans á kvöldmáltíð- arsakramentinu, harmað lítt mótaðar hugmyndir hans og fylgismanna hans um skipulag kirkjunnar og þannig mætti lengi telja. En þrátt fyrir allt þetta og ótal margt annað á Lúther erindi við okkar tíma - og það af mörgum ástæðum. Það vakti fyrst og fremst fyrir Lúther að siðbæta kirkjuna. Að því leyti var siðbótin eins konar „fylling tímans," sem margir höfðu þráð á undan Lúther. Siðbótin snerist bæði um „höfuð- ið“ þ.e. páfann og kirkju- leiðtogana en engu minna um „limina" þ.e. hinn almenna safnað- armann. Siðbótin var því í raun siðbót innan kirkjunnar og það var Lúther engan veginn að skapi að stofna sérstaka kirkjudeild, þótt raunin hafi samt orðið sú. Saga siðbótarinnar á fyrstu árum og áratugum er tvísýn saga þar sem ótal hreyfingar spretta upp í kjölfarið. Sfðbótar- menn þurftu því að berj- ast á báða bóga þ.e.a.s. gegn kaþólsku kirkjunni annars vegar og gegn hinum fjölmörgu hreyt- ingum sem vöknuðu til lífsins hins vegar. Og allir vildu geta vitnað í Lúther, sem flykktu sér í síðarnefnda hópinn. Fyrr en varði var maðurinn sem barðist gegn öllum „páfum“ sjálfur orðinn slíkur „páfi“. Um það bera lúthersrannsóknir vitni, þar sem margir hafa notað Lúther til þess að styðja eigin skoðanir. Frá sjónar- hóli kaþólskra Hinrik Frehen biskup fjallar einnig um Lút- hershátíð í nýútkomnu tölublaði Merki krossins, sem gefið er út af kaþól- sku kirkjunni á íslandi. Þar fjailar hann nokkuð um þá umræðu sem verið hefur um Lúther. Biskupinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann muni taka þátt í þeim hátíðahöldum sem þjóð- kirkjan efnir tij vegna Lúthersársins. Ýmislegt er það í hugmyndum Lúthers og skrifum sem kaþólska biskupnum hrýs hugur við. Það er eftirtektarvert, að í skrif- um séra Gunnars og biskupsins láta þeir báðir í ljósi andbúð á tiltekn- um skrifum Lúthers, þótt afstaða þeirra til hans og kenninga hans sé að sjálf- sögðu ólík. Kaþólski biskupinn skrifar m.a.: „Væri það ekki heppi- legt til að skapa gott andrúmsloft að fram- kvæmdamenn Lútershá- tíðarinnar lýstu því yfir skýrt og skorinort, fyrir hönd hinnar evangelisku kirkju íslands, að þeir væru ósammála hinum ábyrgðarlausu og ókristi- legu fullyrðingum Lúters í garð gyðinga? Til eru önnur atriði, þar sem manni virðist réttmætt og viðeigandi að lúterskir viðurkenni opinberlega að Lúter hafi verið öfgamaður og þær eigindir hans geri manni því erfitt um vik að skilja til hlítar, hverj- ar hinar raunverulegu hugmyndir hans hafi verið. Tökum það til dæmis að í maímánuði 1518 lýs- ir hann yfir skilyrðis- lausri hlýðni og fylgi- spekt við páfann, en von- brigði þau, sem þar fylgdu á eftir, knúðu hann síðan til alvarlegra árása á páfadóminn sem alloft voru gerðar á götu- ræsamáli, og þeim árás- um í ritverki hans „Gegn páfadómi Rómar sem djöfullinn hefur stofnað til“ fylgdu svo smekk- lausar teikningar sem hljóta að valda þeim nú- tímamanni gremju, sem reynir að skilja hætti þess tíma. Nei, þann Lúter, sem svo skrifaði, get ég ekki heiðrað eða minnst hans, nema breitt sé yfir þessa skuggahlið per- sónuleika hans með því að henni sé ótvírætt af- neitað. Og ég spyr áfram: hver getur litið þá afdrifaríku fordæmingu Lúters á bændum, sem fram kem- ur í orðum hans, þeim augum að hún sé kristi- leg? Menn gerðu Guði sjálfum greiða ef þeir brytjuðu þá niður... Það er auðskilið að slík um- mæli minni menn á mynd Khomenís. Og þessi af- staða Lúters hlaut að leiða til allt of náinna tengsla kirkjustjórnar mótmælenda við ríkis- valdið. Hljóta þeir lýð- ræðistímar, sem við lifum nú á, ekki fremur að mæla með aðskilnaði ríkis og kirkju? Hjá Lúter er margt um öfgar, eins og þessi þrjú atriði sýna, sem tilgreind hafa verið hér að framan. Það veit hver sá maður sem skyggnst hefur að einhverju leyti niður í ævisögu og ritverk sið- bótarmannsins. Rann- sókn af því tagi leiðir menn út í mikinn vanda ef þeir eiga að svara spurningunni: Hvers- konar maður var Lúter eiginlega og hver er kenning hans, þegar öllu er á botninn hvolft? Ég hef kannað ritverk hans árum saman og að þeim lestri loknum get ég í einu og öllu tekið undir með Lúter-sérfræð- ingnum Walter Allgeier. Hann skrifar svo í rit- dómi um eina af hinum nýjustu ævisögum Lúters: „...nærri því allir, sem rannsökuðu ævi Lúters í alvöru, túlk- uðu sinn eigin Lúter. Að sumu leyti líkjast ævi- sögur Lúters andlits- myndum af honum, sem hver fyrir sig og undan- tekningarlaust sýna að vel hefur verið að unnið en að sjálf persónan hef- ur ávallt smogið úr hönd- um málaranna. Ef til vill er orsökin sú að Lúter lenti nærri því eingöngu í höndum annars flokks málara en ekki neins Dúrers. Vér erum að minnsta kosti ennþá að leita hins sanna Lúters, þrátt fyrir allar andlits- myndir og guðfræðileg- ar, jafnt og sögulegar tilraunir.. Hvaða Lúters ætla menn því að minnast? Er ekki rétt að byrja á því I að fjarlægja myrkustu skuggahliðarnar?“ Nú vita marxistar hvaða skoðun þeir hafa á Lúter Söfnuður marxista er ærið stór hér á landi og þar sem Honecker er nefndarformaður Lút- ersársins í sínu heima- landi verða þeir auðvitað að vita hvaða skoðun þeir hafa á siðbylting- armanninum. Til þessa hefur lítt verið haldið á lofti hvaða skoðanir hinn gyðingættaði Karl Marx hafði á Lúther. En hér kemur Hinrik Frehen til hjálpar. í annarri grein sem hann skrifar í Merki krossins um Marx og Luther segir biskupinn, að forvitni sín hafi vakn- að svo um munaði þegar hann rakst á ummæli Marx um Lúther í einu af eldri ritum hans. „Kristinn maður getur ekki látið sem ritverk Karls Marx séu ekki til, því ef til vill hefur enginn lagt hinni andkristnu efn- ishyggju og guðleysi eins mörg vopn í hendur og þessi félags- og hagfræð- ingur.“ Og „Marx viðurkennir að Lúter hafi komið til leið- ar lausn frá hinum ytri fjötrum kirkjuvaldsins en fyrir það hafi hann goldið það verð að leggja manninn í fjötra hið innra. Þar sem menn hafi áður verið bundnir af kirkjunni, séu þeir nú bundnir af trúnni. Þessi afstæða viðurkenning á þýðingu Lúters merkir því, þegar á heildarmatið er litið, neikvæða afstöðu hans, að verr sé farið en heima setið: „Hin bylt- ingarsinnaða fortíð Þýskalands er nefnilega fræðileg, hún er siðbót. f stað munksins, sem þá var, er nú kominn heim- spekingurinn, en í heila hans byrjar byltingin. Lúter hefur að vísu borið sigurorð af þrælslund vegna tilbeiðslu, af því að hann hefur sett í hennar stað þrælslund vegna sannfæringar. Hann hefur brotið niður trúna á valdið, af því að hann hefur endurreist vald trúarinnar. Hann hefur breytt pokaprest- unum í leikmenn, af því að hann hefur breytt leikmönnum í poka- presta. Hann hefur leyst manninn undan hinni ytri trúrækni, af því að hann hefur gert trúræknina að hinum innri manni. Hann hefur leyst líkam- ann úr fjötrum, af því að hann hefur lagt hjartað í fjötra.“ Marteinn Lúther hefur verið, er og verður um- deildur. Hann var stór- brotinn persónuleiki, kappsfullur og oft skammt öfganna á milli í skoðunum hans og skrifum. Hann er ýmist dáður eða fyrirlitinn, en því verður ekki á móti mælt að hann er með mestu áhrifamönnum sögunnar síðustu 500 árin og verka hans gætir svo víða að minning hans lifir hvort sem mönnum líkar betur eða verr. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.