Tíminn - 04.08.1983, Side 4

Tíminn - 04.08.1983, Side 4
4 Hryssa í óskilum Jörp hryssa er í óskilum í Hraungerðishreppi. Mark: Biti aftan hægra fjöður framan vinstra. Er óafrökuð. Verður seld á uppboði 20. ágúst kl. 14 hafi eigandi ekki gefið sig fram. Upplýsingargefur hreppstjóri Hraungerðishrepps sími 99-1025. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4”, 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTt OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. ______________________________________SÍ , --- Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 Sfmi 44566 RAFLAGNIR Önnumst viðgerðir og nýsmíði Allt til reiðbúnaðar Söðlasmíðaverkstædi Þorvaldar og Jóhanns Einholti 2 - sími 24180 Hrafnatindur hf. Vík í Mýrdal: Hefur framleiðslu á rafmagnsofnum til útflutnings ■ „Pað sem er mcrkilegt við þennan útflutning, er að með honum getum við komist inn á Evrópumarkaðinn,“ sagði prófessor Gísli Jónsson, m.a. er forráðmenn Hrafnatinds hf. ásamt dr. Tore Bcrnt Johansen kynntu fram- leiðslu Hrafnatinds hf. Vík í Mýrdal á rafmagnsofnum en Gísli hefur verið forráðamönnum innan andar með orkuútreikninga og þess háttar. Fyrirtækið Hrafnatindur hefur starf- að í Vík í þrjú ár, við framleiðslu á rafmagnsofnum, sem dr. Johansen er hönnuður að, en dr. Johansen starfar hjá norska fyrirtækinu Telco, sem hefur nú tekið að sér að annast drcif- ingu á ofnum Hrafnatinds í Evrópu. Dr. Johansen sagði á fundi með fréttamönnum að ofnar þeir sem Hrafnatindur framleiðir væru einfald- ir, öruggir og sterkir. Benti hann sér- staklega á skipsofninn sem er ryðfrír, og sagði hann aö auk þess sem hann tæki lítið pláss, þá hitaði hann mjög vel. Hann sagðist telja að Hrafnatindur ætti að geta staðið sig vel í útfiutn- ingnum, þar sem hann væri vegna tollafyrirkomulags samkeppnishæfur við þá aðila sem hann þekkti til í verði. „Hér eru framleiddir góðir ofnar á lágu verði,“ sagði dr. Johansen," og • Dr. Tore Bernf Johansen með einn rafmagnsofnanna sem Hrafnatindur hf. framleiðir. Tímamynd - Árni Sæberg Telco vill því útfæra samvinnuna við Hrafnatind enn frekar og hafa sam- vinnu við Hrafnatind um útflutning á framleiðslunni." í máli Árna Odd- steinssonar, framkvæmdastjóra Hrafnatinds kom fram að fyrst verður um prufusendingu til Telco að ræða, 20 ofnar eða svo, og framhaldið ræðst svo að því hvernig gengur með þá. Hann sagði að skipsofnar þeir sem hafa verið fluttir inn til landsins, væru dýrari í heildsölu en Telmasterofnar Hrafnatinds yrðu í smásölu, þannig að greinilega ætti Hrafnatindur að geta farið út í samkeppnina. Hann sagði jafnfram að markaður og eftirspurn væru ekki nægjanleg.i hér, og því yrði fyrirtækið að reyna fyrir sér í útflutn- ingi. Hann sagði að ef vel tækist til þá gæti Hrafnatindur flutt út 4 til 5 þúsund ofna á ári, en til samanburðar má geta þess að á sl. ári voru einungis framleiddir 1 þúsund ofnar. - AB „Erfitt að meta hvort álftir hafa fjölgað sér” • „Það cr erfitt að meta það hvort álftirnar hafi fjölgað sér eða ekki." sagði Ævar Petersen, dýrafræðingur. er Tímintt spðuröi hann hvort það gæti verið að ált'tir hefðu fjölgað sér svo mikiö, að þær væru orðin hálfgcrð plága. eins og heyrst hcfur, eftir að nokkrar álftir voru drepnar í Borgar- firði fyrr í sumar, en álftin er eins og kunnugt er, friðaður fugl. „Það'sem menn rugla suntan í þessu samltandi, er að gjarnan er lagt til grundvallár það að sjá hópa af fuglum. Petta eru þá geldfuglar. sent er eölilcgt að haldi sig í Itóp saman, þar til þcir verða kynþroska. en það verða álftir ckki. að því er talið er, fyrr en um fimm ára aldur. Það hlýtur því að vera fullt af lugli sent er saman í hópum að þvælast. áður en þeir ná fimm ára aldri." sagði Ævar. Ævar sagði það einnig misjafnt á hvaða tíma fulgarnir dreifðu sér í pö.run á varpstöðvarnar, og þá átti hann að sjálfsögðu við kvnþroska fugla. Hattn sagði að þar inni í spilaði hvort ftigiarnír verptu inni á hálendi eöa á láglendi. en slíkt gæti farið eftir árferði. þannig að álftir sem vcrpa á láglendi gætu farið uð verpa síðast í apríl. en aðrir fulgar sem vcrpa á hálcndinu gætu þurft að btða fram í miðjan júní eftir því að tjörnin þeirra yrðí auð. Ævar sagði að það væruekki alveg vitað hvort álftum hefði fjölgað í hcild síðustu árin, en þó væri talið að einhver fjölgun hefði orðið. Hann sagði að tilfærsla á fuglum. vcgna ýmis konar truflana og breytinga á umhverfi hefði það ekki í för með sér að fuglunum fjölgaði eða fækkaði. þeir færðust einfaldlega til. „Þannig að breýúngar sem sjást í náttúrunni á litlum afmörkuöum stöðum. þær sem slikar þýða ekki ncitt. hcldur verðum við að iíta á hcildarhiyndina." sagði Ævar. og sagði'að það lægi ekki fyrir fyrr cn nú þessi allra síðustu ár, að nicnn gerðu sér nokkuð góða hugmynd um hvað væri mikið af þessari tegund hér á landi - álftinni. - AB Byrjaö á dvalar- heimili aldraðra á Skagaströnd í sumar Austur-Húnavatnssýsla: Sýslusjóður A-Húnavatnssýslu hyggst hefja fram- kvæmdir við byggingu dvalarheimilis aldraðara á Skagaströnd nú í sumar í framhaldi af byggingu íbúða fyrir aldraða á Skagaströnd og Blönduósi sem byggðar hafa verið á undanförnum árum á vegum sýslusjóðs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sýslumanni Húnavatnssýslu. Þá segir að steyptur hafi verið sökkull undir viðbyggingu við sjúkrahúsið á Blöndu- ósi, þar sem ætlunin er að heilsugæslu- stöð og ný sjúkradeild verði til húsa. Að frumkvæði sýslunefndar var stofnað iðnþróunarfélag í héraðinu s.l. vor, sem menn vænta að muni verða að gagni við uppbyggingu atvinnutæki- færa. Þá hefur sýslunefnd kosið 3 menn í nefnd til þess að mynda kjarna í ferðamálaráði sýslunnar, sem vænst er að verði hvatning að aukinni upp- byggingu ferðamannaaðstöðu í hérað- inu sem aftur leiði til þess að þeim ferðamönnum fjölgi sem þar vilja dvelja um lengri eða skemmri tínia. Að venju komu all mörg mál fram á sýslufundi A-Húnavatnssýslu, sem haldinn var í tvennu lagi í vor og sumar eins og venja er orðin. Niðurjafnað sýslusjóðsgjald nam 2.730.000 krónum að þessu sinni. Stærsti útgjaldaliðurinn er til heilbrigðismála, eða 1.790.000 krónur. Til vegamála - er varið 1.400.000 krónum. - HEI Héraðsskólinn í Reykjanesi: Grunnnám í stað margskiptra brauta Norður-ísafjarðarsýsla: Við Héraðs- skólann í Reykjanesi hafa nú verið tekin upp þau nýmæli í framhaldsdeild skólans, að horfið verður frá kennslu á hinum margskiptu „brautum", sem „við hefur viljað brenna að bæru keim auglýsinga og agns í nafngiftum og námsgreinavali. Stundum er hér um að ræða 2ja ára brautir sem lýkur þar með -en réttindi óljós". eins og segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Þess í stað er sagt í ráði að efna cinvörðungu til svonefnds grunnnáms þar sem kenndir verða námsáfangar sem sameiginlegir eru öllum brautum fjölbrauta- og menntaskóla. Væntan- legum nemendum sé því engin nauð- syn að svo stöddu að ákveða hvaða námsbraut þeir hyggist endanlega velja þar eð nám þetta nýtist jafnt á öllum venjuleguin fjögurra ára brautum framhaldsskólanna. Grunnnám þetta segja forráðamenn Reykjanesskóla einkum sniðið fyrir nemendur með grunnskólapróf sem óráðnir séu um framtíð sína en kjósi að halda áfram námi. Ekki sé það þó eina markmiðið með deild þessari. heldur svonefnt fornám. sem ætlað er þeim sem ekki hafa nægilegan undir- húning í einstökum greinum til að hefja samfellt framhaldsskólanám, eða þeim sem fallið hafa út úr samfelldu námi og þurfa að auka þekkingu sina í almennum bóknámsgreinum tilaðgeta hafið nám í framhaldsskólum. - HEI I I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.