Tíminn - 04.08.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 04.08.1983, Qupperneq 8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnusson. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Ríkisstjórnin og laun- þegasamtökin ■ Þótt atvinnan hafi víðast verið sæmileg í sumar, hefur verulegt atvinnuleysi komið til sögu á nokkrum stöðum í fyrsta sinn um talsvert árabil eða síðan fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar kom til valda sumarið 1971. í heild er atvinnuleysi mun meira það, sem af er þessu ári, en á sama tíma í fyrra. Víða að berast svo þær fréttir, að horfurnar framundan séu engan veginn bjartar, þótt sæmilega hafi gengið í sumar. Margir horfa því til vetrarins með verulegum kvíða. Þetta kemur ekki á óvart. Atvinnuöryggið á síðustu árum hefur að verulegu leyti byggzt á því að tekin hafa verið stór lán erlendis og notuð til framkvæmda, sem tryggt hafa næga atvinnu. Nú er skuldasöfnunin orðin svo mikil, að henni verður að hætta, ef erlendir lánadrottnar eiga ekki að skerast í leikinn, eins og víða gerist nú erlendis. Þetta hlýtur aö draga nokkuð úr atvinnunni. Þá hafa minnkandi aflabrögð sitt að segja til þess að draga úr atvinnu á ýmsan hátt. Síðast, en ekki sízt, er svo að nefna verðbólguna, en einhvern tíma hlaut að koma að því, að hún þrengdi svo að atvinnurekstrinum, að mörg atvinnufyrirtæki drægju saman seglin, en önnur gæfust hreinlega upp. Það er mat margra atvinnurekenda, að hefðu ekki efnahagsráðstafanir þær, sem gerðar voru fyrir 1. júní, komið til sögunnar væri rekstur þeirra stöðvaður að miklu eða mestu leyti. Svo mjóu munaði það, að stórfellt atvinnuleysi hæfist hér á þessu sumri. Hins vegar er ekki að treysta á það, að þessar ráðstafanir nægi til að tryggja atvinnuna til frambúðar. Margt atvinnu- fyrirtækið stendur áfram höllum fæti. Sérstaklega er fjár- magnskostnaðurinn þungbær. Hann er margfalt meiri hér en í tlestum nálægum löndum. Ríkisstjórnin undirbýr nú ráðstafanir á þessu sviði. En þótt eitthvað verði aðhafzt varðandi fjármagnskostnað- inn, nægir það ekki, ef aðhald minnkar á öðrum sviðum. Síðasta þing Alþýðusambands íslands setti það fram sem aðalmarkmið sitt að tryggja atvinnuöryggið. Það yrði að ganga fyrir öllu. Þetta var rétt að verða höfuðmál verkalýðs- samtakanna. Allar ráðstafanir, sem verkalýðssamtökin beita sér fyrir, verða að þjóna því höfuðmarkmiði, að atvinnu- öryggið veikist ekki. Það er nú tvímælalaust mál málanna. Pólitískir angurgapar flytja nú þann boðskap að kalla beri saman alþingi götunnar og beina því gegn. ríkisstjórninni. Harðvítug átök eru ekki leiðin til að tryggja atvinnuöryggið. Hitt er vænlegra, að viðræður hefjist milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna um aðgerðir til að tryggja næga atvinnu, þegar dregur úr erlendri skuldasöfnun og aflabrestur kemur til viðbótar. Þetta er nú stærsta verkefni þessara aðiia beggja. Á það ber að reyna, hvort samstaða um úrræði getur ekki fundizt. Aldrei aftur Fróðlegt var að hlýða á útvarpsþátt ungra fræðimanna síðastliðið þriðjudagskvöld. Þáttur þessi fjallaði um heims- kreppuna á fjórða áratug þessarar aldar og afleiðingar hennar hér á landi. Þar var Ijóslega dregið fram, að ríkisvaldið brást vasklega við þeim vanda, sem fylgdi heimskreppunni. Margháttaðar og vel heppnaðar ráðstafanir voru gerðar, sem drógu úr verstu erfiðleikunum og lögðu grundvöll að nýrri sókn í atvinnumálum. Stjórn Hermanns Jónassonar, Eysteins Jóns- sonar og Haraldar Guðmundssonar hlaut verðsículduð eftir- mæli. Eftirminnilegast við þennan þátt var þó upplestur á frásögnum þeirra manna, sem urðu að þola raunir atvinnu- leysisins á þessum tíma, því að hinar opinberu aðgerðir nægðu ekki til að afstýra því frekar en annars staðar. Þó varð það miklu minna hér en í Bandaríkjunum. Það á að vera markmið ríkisstjórnar, Alþingis og stétta- samtaka að láta böl atvinnuleysisins ekki endurtaka sig á íslandi. Þ.Þ. , i'iv/ ; r.v/. .'.’ri'i FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 skrifað og skrafað Erlendar skuldir Landsvirkjunar: NEMA_________________________, ARSKULDUM MÚDARBUSINSl ■ Um 29% aí erlendum I Landsvirkjunar, sagði í samtali I inu", sagði Halldór. | nýjum virkjunum," sagði I um við Alusuisse. Ef við stækk- skuldum þjóðarbúsins hvíldu á við Tímann í gær, að um 80% af Halldór sagði að nú væri í Halldór. um álverið í Straumsvík, þá ' ’ ‘' kcrfi Landsvirkjunar umfram- „Við þurfum að taka það til | þurfum við áreiðanlega að halda Fréttin um skuldir Landsvirkjunar. Stjórn og rekstur orku- f yrirtækja til rannsóknar Rafmagns- og hitaveituverð hækkað 600-800%! á þremur árum, en kaupið aðeins 258%: ORKUVERÐ HÆKKAR MARGFALLT í VERKAFÚLKS í dag þarf verkamaður að vinna víku lengur fyrir orkureikningnum en fyrir þremur árum Fyrirsögn í frétt Tímans á laugardaginn um hækkanir til hitaveitu og rafmagnsveitu í Reykja vík síðustu þrjú árin. I Hitaveita Reykjavíkur erað byggja nýtt skrifstofuhús: T11B0ÐSVERÐ 17 MIIIIÓNIR L ■ „Tilboðsverð ( húsið fok- I inu á Grcnsásvcgi, Suðurlands- I hell nú f vor var 17 milljónir braut og Skcifunni. 1 króna cn ofan á það koma nátt- | „Síðan húsbyggingin hófst, f ■ Á tímum samdráttar í þjóðfélaginu eru orkufyrirtækin að byggja skrifstofuhúsnæði. Hér er sagt frá húsbyggingum Hitaveitu Reykjavíkur. ■ Þær miklu hækkanir, semj urðu á gjaldskrám Lands- virkjunar, rafveitna og hita- veitna nú um mánaðarmótin, hafa m.a. orðið tilefni til orðaskipta á milli Sverris Hermannssonar, núverandf iðnaðarráðherra - sem þessi- orkufyrirtæki heyra undir -. og Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi forsætisráðherra. Tilefni þessa voru ummæli, sem Sverrir Hermannsson lét; falla á blaðamannafundi fyrir helgina, að þessar hækkanir væru fyrrverandi ríkisstjórn að kcnna. „Við erum að fást við þrotabúsmálin," sagði Sverrir. Gunnar Thoroddsen svar- aði þessari fullyrðingu m.a. á þennan hátt: „I tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar, febrúar 1980 til maí 1983, hafa þessi fyrirtæki sjö til áttfaldað taxta, meðan all- ar vísitölur, framfærslu, bygginga og lánskjara, hækk- uðu miklu minna. Fyrirtækin hafa því fengið hækkanir langt umfram allar aðrar við- miðanir í þjóðfélaginu. Mætti fremur saka stjórnina um að hafa leyft of mikið en of lítið. Iðnaðarráðherra hefur nú nieð því að samþykkja gífur- legar gjaldskrárhækkanir til viðbótar opnað flóðgáttir, I seni duga drjúgum meira eni til rakvatnsins. Ef Lands- virkjun og Hitavcita Reykja- víkur eiga í fjárhagsörðug- leikum, er orsakanna að leita annars staðar en í tregðu fyrrverandi stjórnar. I stjórnarblöðum hefur að undunförnu verið bent á, hvort eitthvað megi umbæta| í rckstri, hvort óhöpp hafi orðið í franikvæmdum, hvernig fjárfestingu licfur' verið háttað, hvort dýrustu dollaralánum licfur verið breytt í hagkvæmari lán í öðrum gjaldmiðium, eftir að dollarinn tók á rás fyrir rúm- um þremur árum, eins og sumir íslenskir atvinnurck- endur hafa gert með góðum árangri. Allt þetta þyrfti Sverrir Hermannsson að kynna sér, svo að honum auðnist með sinni góðu greind að bægja frá sér því böli að bera aðra röngum sakargiftum." Virkjað of hratt? Gunnar Thoroddsen víkur í þessari athugasemd sinni nokkuð að því, sem er kjarni málsins. Það er ekki, hvað sé hverjum stjórnmálamanni að kenna, heldur hitt, að margt' virðist sérkennilegt við stjórn þeirra fyrirtækja, ,sem hér um ræðir, og fjárfestingar þeirra - og af því erum við að j súpa seyðið núna öðru' fremur. Það virðist alveg Ijóst, aði farið hafi verið ógætilega í framkvæmdir í orkumálum, þar á meðal virkjunarfram-: kvæmdir. Nú er Hrauneyja- fossvirkjun nánast markaðs- laus, en landsmenn allir verða að standa undir afborg- unum og vöxtum af hrika- legum erlendum lánum vegna þeirrar virkjunar. Og það er engin ástæða til að ætla að markaður fáist fyrir þessa umframorku á allra næstu árum. Enginn áhugi er nú á aukinni rafhitun, þar sem hún er um það bil jafn dýr fyrir neytandann og olíu- kyndingin, og ekki er fyrir- sjáanlegt að orkufrekur iðn- aður aukist alveg næstu árin, þar sem það tekur auðvitað nokkur ár að koma slíkum fyrirtækjum á laggirnar jafn- vel þótt samkomulag kunni að takast um slíkan atvinnu- rekstur. Það virðist því aug- ijóst mál að hér hafi fram- kvæmdum verið hraðað of mikið, ogenn munorkugetan aukast verulega á næstunni þegar framkvæmdum þeim, sem undanfarið hafa staðið yfir á hálendinu lýkur, en samkvæmt fréttum er útlit fyrir að þeim ljúki á tilsettum tíma.þ.e.fyrir 1. nóvember. Hafa fengið geysimiklar hækkanir Þegar litið er á kveinstafi forsvarsmanna orkufyrir- tækjanna og pólitískra tals- manna þeirra, þá skyldi mað- ur ætla að stjórnvöld hafi síðustu árin nánast engar hækkanir leyft á gjaldskrám þeirra. Þeir, sem þessu hafa trúað - þrátt fyrir staðreyndir orkureikninga heimiianna - hefðu gott af að kynna sér útreikninga á hækkun verðs á rafmagni og heitu vatni til höfuðborgarbúa síðustu þrjú árin, sem sagt var frá í frétt í Tímanum á laugardag- inn. Þar kom í Ijós, að raf- magns- og hitaveituverð hafði hækkað um 6-8 hundruð prósent síðustu árin, en laun- in aðeins um tæplega 250 prósent. Eða, svo vitnað sé til fréttarinnar: „Verð á heitu vatni frá Hita- veitu Reykjavíkur hefur hækkað um 662,9% frá 1. júní 1980 til dagsins í dag, rafmagnsverðið frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 804,6% en kauptaxtar verka- fólks um aðeins 258,4% á sama tíma. Fyrir um þrem árum dugðu dagvinnulaun verkamanns/ konu til kaupa á 87 tonnum af heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur, nú fær hann/ hún aðeins tæp 41 tonn af heitu vatni fyrir dagvinnu- launin. Ekki verður dæmið hagstæðara þegar litið er á rafmagnsrcikningana þessi þrjú ár. I upphafi þeirra dugðu dagvinnulaunin til greiðslu á rúmum 318 kíló- wattsstundum (kw) af raf- magni frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en nú fær hann/ hún aðeins rúm 126 kw. fyrir dagvinnulaunin. Þetta þýðir með öðrum orðum að verkamaðurinn/ konan sem dugði tæplega fjögur daglaun (30,17 klukkust.) til greiðslu 2ja mánaða orkureikninga frá veitustofnunum Reykjavíkur fyrir dæmigert „vísitöluheim- iii“ sumarið 1980 þarf nú að bæta rúmum vikuiaunum við, eða greiða tæplega 9 daglaun (70,87 klukkustund- ir).“ Rannsóknar er þörf Það er vissulega ástæða til að fara ofan í þessi mál, og sömuleiðis önnur atriði varð- andi rekstur orkufyrirtækj- anna. Það eru nefnilega eng- in merki um, að samdráttur hafi átt sér stað hjá þessum fyrirtækjum, þótt það hafi almennt orðið í þjóðfélaginu. Orkufyrirtækin í Reykjavík - Rafmagnsveitan og Hita- veitan - standa til dæmis í byggingu rándýrra skrifstofu- bygginga á þessum erfið- leikatímum. Það er ekki við því að búast að aimenningur sætti sig við, að stofnanir af þessu tagi hagi sér eins og enn sé góðæri, þegar aðrir þurfa að taka á sig skerðingu vegna efnahagsáfalla þjóðar- búsins. Það ber því sérstak- léga að fagna yfirlýsingu for- sætisráðherra fyrir helgina, um að fram myndi fara rann- sókn á stjórn og rekstri þess- ara fyrirtækja. Þar þyfti að taka fyrir öll helstu opinberu fyrirtækin, sem selja lands- mönnum vöru eða þjónustu, og hafa til þess einokunarað- stöðu. Það er ekki að efa að af slíkri rannsókn mætti mik- ið læra, og margt spara, ef stjórnmálamennirnir hafa hugrekki til þess að fylgja niðurstöðum hennar eftir. - ESJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.