Tíminn - 04.08.1983, Side 13
f.f'.oi i- »• M/ < f. vr.
FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1983
MUSIKKVÖLD
■ „Oft er það gott sem gamlir kveða“,
segir máltæki, en hinu verður jafnframt
ekki neitað, að uppákomur æskumanna
í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut
í sumar hafa margar hverjar verið mjög
skemmtilegar og áhugaverðar.
Helgina 24. og 25. júlí, var tónlistar-
kvöld í Félagsstofnun með söng og
hljóðfæraleik af æðra tagi, sem kallað
er, þ.e. fyrir lengra komna í tónlistar- og
bókmenntasmekk. í Félagsstofnun sitja
menn við dúkuð borð með logandi kerti
á, og geta haft „léttar veitingar" um
hönd ef þeir vilja, því „hóflega drukkið
vín gleður mannsins hjarta" eins og
Sólon sagði, auk þess sem læknavísindin
segja það gott fyrir hjarta og æðakerfi,
að ekki sé talað um taugakerfi.
Skemmtunin byrjaði með því að
Guðni Franzson, Jóhann Ingólfsson og
Rúnar Vilbergsson fluttu dívertimentó
fyrir tvö klarinett og fagott af svölum
fordyris, áður en aðalsalurinn væri opn-
aður, og stóðu menn þá upp á endann.
Divertimenti eru ætluð sem skemmti-
tónlist og ekki til að taka sérlega alvar-
iega, enda var þetta vel til fundið að nota
K. 229 sem inngönguvers.
Nú söng ingveldur Ólafsdóttir ljóð úr
leikritum Shakespeares, Hamlet og Ot-
hello, en Snorri Sigfús Birgisson lék með
á píanó. Á undan hverjum söng las
Kristfn Anna Þórarinsdóttir þýðingu
Helga Hálfdanarsonar þannig að menn
mættu njóta heimsbókmenntanna jafn-
framt og laga Thomas Arne, því jafnvel
þótt lögin séu einföld var mjög.illt að
greina orðaskil í söngnum.
Mér skilst að flestir hinna ungu lista-
manna, ef ekki þeir allir, séu nemendur
Tónlistarskólans í Reykjavík, ýmist
langt komnir eða nýútskrifaðir. ingveld-
ur flutti þessa söngva fallega og virðist
vera efnileg ljóðasöngkona. Röddin var
ögn óstyrk ennþá á köflum og framkom-
an verður frjálslegri með æfingu.
Jóhanna Linnet og Snorri Sigfús fluttu
næst lög Beethovens við fjögur ljóð
Goethes, en Kristín Anna las þýðingar
Kristjáns Árnasonar. Síðan fluttu þau
Rómönzu úr óperunni Der Háusliche
Krieg eftir Castelii, en Guðni Franzson
spilaði með á klarinettu. Jóhanna er
talsvert áhrifamikil og sérkennileg söng-
kona og virtist mér sem hennar hæfileik-
ar hneigðust fremur að dramatískum
söng. en Ingveldar að léttari söng.
Guðni Franzson flutti nú þrjú stykki
fyrir einleiksklarinett eftir Stravinskí.
Guðni getur spilað heilmikið, en mér
virðist hann, annað hvort af eigin viija
eða vilja kennara síns, leggja mesta
áhersiu á fingratækni en minna á tón og
flutning. En þetta er víst einkenni ungra
manna og efnilegra, eftir því sem Neu-
liaus píanókennari segir: þeir hafa svo
gaman að þvf að hreyfa puttana hratt.
Síðan flutti Guðni Franzson ásamt nafna
sínum Ágústssyni „verk fyrir klarinett
og píanó" eftir skólabróður
þeirra Hilmar Þórðarson, hávaðasamt í
aðalatriðum og ekki ólíkt að ýmsu leyti
Rómönzu Hjálmars H. fyrir klarinett,
píanó og flautu.
Eftir hlé kom klarinettukvintett
Mózarts: Guðni Franzson, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava
Bernharðsdóttir og Örnólfur Kristjáns-
son fluttu, Tónlistarskólinn er annálaður
fyrir sínagóðu „strengi",svo scm berleg-
ast hefur komið í Ijós í leik strengjasveit-
ar skólans íslenzku hljómsveitarinnar.
Þessi strengjakvartett Sigurlaugar Eð-
valdsdóttur spilaði hreint og fallega, en
hefði mátt taka meira á móti klarinett-
unni. Sömuleiðis voru ýmsir einleiks-
kaflar ekki nógu ákveðnir - lágfiðlutil-
brigðið þó undanskilið.
Tónlistarkvöldi Félagsstofnunar lauk
svo með því atriðinu, sem lang-atvinnu-
mannlegast var og bezt heppnað, tvísöng
Ingveldar Ólafsdóttur og Jóhönnu
Linnet, en Snorri Sigfús lék nteð á
píanóið. Þær fiuttu „Haustljóð" og
„Væri ég fugl á grein" eftir Schumann,
og „Kveðjusöng farfuglanna" cftir
Mendelsson. Kristín Anna las textaþýð-
ingar Kristján Árnasonarog Huldu Run-
ólfsdóttur á undan. Þessi flutningur var
semsagt mjög fínn og ekkert scm minnti
á það að hinar ungu söngkonur væru
ennþá í söngnámi.
Það er óhætt að rnæla mjög eindrcgið
nteð kvöldvökum Félagsstofnunar stúd-
enta fyrir hvern þann sem eiga vill
ánægjulegt kvöld annars staðar en fram-
an við sjónvarpið - þarna ríkir góður
andi, og það efni sem uppá er boðið er
vandað og skemmtilegt.
28.7. Sigurður Steindórsson
■ Sumartónleikar cru nú haldnir í
níunda sinn í Skálholtskirkju, en þeir
hafa verið haldnir þar á hverju sumri
síðan 1975. Helga Ingólfsdóttir, einn
aðalforsprakki tónleikanna, lék þrjú
verk fyrir sembal eftir Jóhann Sebastían
Bach á fyrstu tónleikunum um síðustu
helgi - raunar spilaði hún þrisvar
sinnum, laugardag, sunnudag og mánu-
dag. Um næstu helgi (laugardag og
sunnudag kl. 15) mun hún og Michael
Sheldon, sem spilará barokk-fiðlu, flytja
þrjár sónötur eftir Bach, þarnæstu helgi
(13. og 14. ágúst) spilar Arnaldur Arnar-
son verk eftir Bach og Dowland (1563-
1626), og á lokatónleikunum 27. og 28.
ágúst flytur Manúela Wiesler verk fyrir
einleiksflautu eftir Marais, Magnús
Blöndal Jóhannsson og Báck, annað
nútímaskáld.
Helga Ingólfsdóttir flutti þarna þrjú
verk eftir Jóhann Sebastían, Prelúdíu og
fúgu í B-dúr, Franska svítu nr. IV í
Es-dúr, og Italskan konsert í F-dúr. í
blaðaviðtali sagði Helga, að hún hefði
flutt ítalska konsertinn á einleikaraprófi
sínu frá Tónlistarskólanum fyrir 20
árum, og þá á píanó, en sembalnum
kynntist hún ekki fyrr en í Þýskalandi.
Síðan hefur hún ekki snert píanó, en er
vor aðal-sembalisti, mikil listakona og
mikilhæf. Og þessi þrjú öndvegisverk
flutti Helga glæsilega og af mikilli inn-
lifun, eins og hennar var von og vísa.
Sem betur fór var fallegt veður á
mánudaginn og sitthvað að skoða í
Skálholti. I kjallaranum undir turninum
er ofurlítið safn, þar sem meðal kjör-
gripa eru minningartöflur um biskupana
Finn Jónsson og Hannes Finnsson sam-
tímamenn Jóhanns Sebastíans; einnig
■ Skálholtskirkja.
Sumartónleik-
ar í Skálholti
steinþró Páls Jónssonar biskups Lofts-
sonar (vígður 1195), sem grafinn var upp
úr kirkjugarðinum í Skálholti árið 1954
með sögulegum hætti. Páll lögleiddi
einmitt helgi Þorláks helga árið 1198, en
við hann er kenndur Þorlákshver á
bökkum Brúarár, sem nútíma stórhýsi
Skálholts nýta til hitaveitu.
í þann tíð er Sebastían Bach varð
kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig,
þar sem hann samdi líklega þessi verk
sem Helga flutti, var Finnur við guð-
fræðinám í Kaupmannahöfn, og um þær
mundir (1728) brann borgin og sum af
handritum Árna Magnússonar. En þegar
Bach var að ljúka sínu ódauðlega ævi-
verki hóf Finnur að slarfa að kirkjusögu
sinni, Historía Eccksiastira Islandiae,
sem Harboe hafði komið honum af stað
með. (1746). Nú fæst kirkjusagan í
fornbókabúðum, ólesin af flestum, enda
á dauðu máli, og Finnur Jónsson lifir
aðeins á minningartöflu úr marmara
undir turni Skálholtskirkju, en lifandi
tónlist Bachs htjómar um hvelfingarnar,
eilíf og ódauðleg.
2.8. Sigurður Steinþórsson.
RISKS ATSEA
Sjótrygg-
ingar í Amster-
dam á ofan-
verðri 18. öld
Frank C. Spooner: Risks at
Sea. Anisterdam insurance
and maritime Europe,
1766 -1780.
Cambridge University Press
1983. XII + 306 bls.
■ Flestum mun kunnugt hið ntikla
hlutverk, sem hverskyns vátrygging-
ar gegna í nútímaþjóðfélagi.
Sjótryggingar eru eitt elsta form
vátrygginga og eiga rætur aftur í
fornöld. Þá sem nú var ntikið um
vöruflutninga á sjó og þeir, sem
misstu heila vörufarma uröu oft fyrir
lítt cða óhætanlegu tjóni.
í vestan- og norðanverðri Evrópu
færðust tryggingar í vöxt með vax-
andi úthafssiglingum og verslunar-
umsvifum á 16., 17. og 18. öld..
Miðstöðvar tryggingastarfsemi í álf-
unni voru þá í Lundúnumog Amster-
dam, miðstöðvum fjármála- og við-
skiptalífs vcraldarinnar á þcim
tímum.
Saga sjótrygginga í heiminum hef-
ur cnn ckki vcrið skráð svo fuilnægj-
andi geti talist. I þcssári bók fjallar
Frank C. Spooner. prófessor í hag-
sögu viö háskólann í Durham, um
sjótryggingastarfscmi í kauphöllinni
í Amstcrdam á fjórtán ára tímabili á
18. öld, 1766 - 1780. Hollendingar
voru þá sem cndranær umsvifamiklir
siglinga- og kaupmenn oghöfðu, auk
annars, miklar tekjur af flutningum
fyrir aðrar þjóöir.
í bókinni lýsir höfundur þýðingu
trygginganna fyrir siglingar og vöru-
flutninga á sjó. Hann lýsir því, hvern-
ig tryggingastarfsemin fór fram,
hvernig tryggingartakar og trygging-
arscljcndur sömdu um áhættu, og
Itver voru áhrif ýrnissa áhættuþátta,
svo scm siglinga um veðrasöm svæði,
lítt könnuö hafsvæði, um ófriðar-
svæði o.sv.frv.
Tímabilið, sem hér um ræðir, var
hcldur ófriðlegt og það hafði mikil
áhrif á tryggingastarfsemina í Am-
sterdam, Frelsisstríð Bandaríkja-
manna olli því að Ameríkusiglingar
urðu áhættusamari en áður, ogfjórða
cnsk - hollenska stríðið olli kaup-
mönnum og sjómönnum á Niður-
löndum þungum búsifjum, Hvort-
tvcggja varð til þess að sjótryggingar
blómstruðu og jafnframt voru teknar
upp ýmsar nýjungar, sem höföu mikil
áhrif á vátryggingastarfsemi framtíð-
arinnar.
Frank C. Spooner er, eins og áður
sagði, prófessor í hagsögu við háskól-
ann í Durham. Hann liefur kennt við
marga háskóla bæði austan hafs og
vcstan og samið nokkur rit og fjölda
ritgerða um evrópska hagsögu.
Þetta er stórfróðleg bók, sem þó á
frcmur crindi til þeirra, sem áhuga
hafa á vátryggingastarfsemi og hag-
sögu, en til alþýðu manna. Auk
textans eru í bókinni fjölmörg línurit
og skýringarmyndir. í bókarlok er
ýtarleg heimildaskrá, en tilvitnana er
jafnan getið neðanmáls.
^ ,v
1 - -'fH
1 Jón Þ. Þúr Jm
skrifar um bækur mmm