Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 4
. 1 f /1' 11 Krem og lotion taktu bestu kosti hvors um sig og þá hefurðu: CREMEDAS Jafnvel bestu lotion og bestu hörundskrem hafa ekki ciginleika Cremedas. Cremedas er nefnilega „bœði-og ’ V hörundskrem og bodylotion í einu. 1 Cremedas hefur mýkjandi, nœrandi og verndandi eiginleika kremsins. Þá eiginleika, sem halda húðinni mjúkri og þjálli. Cremedas er ekki feitt eins og krem og leggst þess vegna ekki í lag utan á húðinni. 2 Cremedas er þœgilegt í notkun. Það er auðvelt að bera á sig og það hverfur fljótt inn í húðina, eins og lotion. Það gefur húðinni þann raka, sem hún þarfnast tilað sporna við þurrki, ertingu og sárindum. Hin góðu áhrif haldast lengur en af venjulegu lotion. Cremedas mýkir og verndar eins og krem, smýgur fljótt inn í húðina, eins og lotion. JOPCOh.f. Vatnagörðum 14, simi39130 Kjarnaborun Tökum Ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og vmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og T borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningai hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. ; Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 HRINGIÐU^\ BLADIÐ KEMUR UM HÆ^ ' SÍMI 86300 T J ) ♦ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 fréttir ■ „Ég fullyrði að þetta eru öruggustu og sterkustu árabátar sem völ er á fyrir ár og vötn,“ segir Birgir Steingrímsson,annar eigenda Hlyns s.f. á Húsavík. Kveðst hann ætla að halda smíði þeirra áfram meðan eftirspurn haldist. Tímamynd Þröstur Skipulegt nýtt átak til að kynna ísl. idnvaming — segir Birgir Steingrímsson á Húsavík Húsavík: „Þessir bátar eiga sér langa sögu, sem ég kann ekki aö rekja alla. En viö hjá Hlyn s.f. hófum að fást við þessa árabátasmíði eftir ósk Laxár- félagsins og erum nú að smíða fjórða bátinn fyrir félagið,“ sagði Birgir Steingrímsson, annar eigandi Hlyns s.f. á Húsavík, er við spurðum hann um bátana sem við höfðum komið auga á hjá honum. Laxárfélagið sagði Birgir sett saman úr þrem deildum, frá Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Hafi félagið leigt meginhluta neðri Laxár til stang- veiða óslitið síðan skömmu eftir stríð. „Til veiðanna við Laxá eru notaðir rúmlega 20 bátar víðs vegar um ána. í upphafi keypti félagið báta frá Noregi og einnig hjá bátasmiðum á Akureyri og á Húsavík. Húsavíkurbátarnir þóttu sérlega liprir, stöðugir og sterkir og sá sem þá smíðaði var Jóhann Sigvaldason, bátasmiður. En þegar Jóhann dó og bátar fóru að ganga úr sér smíðaði Baldur Pálsson, bátasmið- ur á Húsavík nokkra báta, sem þóttu ennþá bestir, en Baldur sameinaði bátalag Jóhanns og Júlíusar Sigurjóns- sonar, annálaðs bátasmiðs um og eftir síðustu aldamót. Júlíus þessi smíðaði m.a. Tjörnesbátinn með úrvals báta- lagi, sem tíundað er í bókinni „íslensk- ir sjávarhættir“ eftir Lúðvík Kristjáns- son. Bók þessi er hreint frábær og höfum við Hlynsmenn notið góðs af henni m.a. með því að smíða áhöld eftir myndum úr henni, með afbragðs árangri. Nú rak að því að Baldur Pálsson hætti bátasmíðum sakir aldurs og heilsubrests og Laxárfélagið fór að vanhaga um bát. Við Hlynsmenn höfðum lítilsháttar komið nálægt við- haldi á bátunum og fyrir beiðni Laxár- félagsins og að höfðu samráði við Baldur bátasmið smíðuðum við einn tilraunabát. Baldur eftirlét okkur báta- mót sín og tilsögn og leiðbeiningu við verkið. Tilraunin tókst það vel að nú erum við að smíða bát númer 4, sem fyrr segir. Kostir þessara báta eru ótvíræðir, vegna öryggis þeirra, stöðugleika og styrks, umfram t.d. plastbáta. Laxá er vatnsmikil og straumþung og rennur öll í hrauni og eggjagrjóti. Dæmi um styrkleika þessara báta er, að ennþá eru margir bátar Jóhanns Sigvaldason- ar i góðu ásigkomulagi eftir rúmlegá 30 ára, og það mikla, notkun. Dæmi um öryggi bátanna er að enn hefur ekki orðið neitt alvarlegt slys við notkun þeirra þrátt fyrir að allt of oft sé áfengi fylgifiskur laxveiðimanna, sem auðvitað ætti ekki að viðgangast. Eitt sinn fyrir nokkrum árum lenti maður í bát fram af stærsta fossinum í ánni. Manninum varð ekki meint af en báturinn hvarf í fossinn og sást ekkert af honum fyrr en fossinn skilaði honum lítið brotnum c.a. þremur vikum síðar. Gert var við bátinn og er hann enn í notkun," sagði Birgir. Verð á bátunum, tilbúnum til notk- unar, sagði Birgir um 42 þús. kr. og ætti það verð að geta verið stöðugt miðað við kaupgjaldsvísitölu. - HEI Byrjað á viðbygg- ingu við Sólvang Hafnarfjörður: Vinna er nú að hefjast við grunn nýrrar viðbyggingar við Sólvang í Hafnarfirði, sem nú eru 30 ár frá því tekið var í notkun. Viðbygg- ingin er í tveim sambyggðum húsum, alls um 1.888 fermetrar að stærð. Áætlað er að uppsteypa húsanna og ytri frágangur verði boðin út á næstu dögum og að því verki verði lokið á miðju næsta ári, samkvæmt frétt frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði. Sam- kvæmt áætlunum Hafnarfjarðarbæjar er miðað við að fyrra húsið verði tekið í notkun í lok næsta árs, en síðara húsið 1985. Þetta er hins vegar háð því að ríkissjóður fjármagni sinn hluta kostnaðarins, sem alls er áætlaður 33,3 millj. króna, samkvæmt núgildandi verðlagi. í öðru þessara nýju húsa er heilsu- gæslunni áætlað rými fyrir heimilis- lækna, sérfræðinga, og hjúkrunar- fræðinga. í hinu húsinu á að vera anddyri, forsalur, rannsóknastofa, röntgen, afgreiðsla, ritarar, skjala- geymsla, eldhús, geymslur, vörumót- taka og afgreiðsla matar og borðsalur. f kjallara verður þvottahús og ýmis fleiri aðstaða, sem sameiginleg er fyrir Sólvang og heilsugæsluna. Jafnframt eru áformaðar gagngerar breytingar á 1. hæð gamla Sólvangs, einkum norðurhlutanum, þar sem áætlað er að koma fyrir iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, dagvistun og hvíldar- herbergi í rými því sem eldhús og þvottahús eru nú til húsa. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.