Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 9 á vettvangi dagsins Orðaleppar Kæri Þórarinn! ■ I gúrkutíðinni hafa blaðamenn þínir fjallað nokkuð um atvinnumál fvrrver- andi þingmanna - nema úr Framsóknar- flokknum. Eitthvað hafa þeir minnst á mig í því sambandi. Síðast í liðinni viku. Þar sagði blaðamaður það hafa vakið ,.að sönnu verulega athygli, þegar Tím- inn upplýsti" að undirritaður hefði verið ráðinn til starfa hjá Framkvæmdastofn- un ríkisins. Ekki dæmi ég um athyglina. Vona. að hún hafi a.m.k. verið nokkur því þá hefur fólk altént áhuga á að fylgjast með hvað um mann verður og er ekki sama og er það gott. Um að Tíminn „hafi upplvsÞ' málið er helst til reyfara- kennt. Vantar þá aðeins að geta þess, að undirritaður „hafi játað“ í Tímanum. Þegar allar frásagnir eru orðnar að „uppljóstrunum" og vér allir orðnir að „rannsóknarblaðamönnum" - þá er eins gott að gúrkurnar fari nú að vara sig. ■ Framkvæmdastofnun Sighvatur Björgvinsson: greiðslur Alþingis á lögum um Fram- kvæmdastofnun ríkisins hafa verið gcrð- ar með samþykki Alþyðuflokksins. Mín afstaða Þetta vona ég að nægi til þcss að rifja upp afstöðu Alþýðuflokksins til Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Á því virðist ekki vanþörf. Sumir hafa gleymt þeirri afstöðu. aörir virðast vilja gleyma henni og enn aðrir. sem ekkert vita. vilja ekki hafa fyrir því að gá. Hvað mína afstöðu varöar. þá átti ég sem ritstjóri Alþýðublaðsins sæti í þing- flokki Alþýðuflokksins meö fulluin rétt- indum allan þennan tíma. Ég tók þátt í þeirri stefnumótun. sem þar fór fram. - m.a. í þessu máli. Síðari afskipti Um síðari afskipti af þessum málum er ,þaö helst að segja, að á vegum Alþýðuflokksins var sett á fót fyrir Alþýðuflokkurinn og Framkvæmdastofnunin Opið bréf til Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra Gleymt eða grafið Þetta er þó ekki ástæðan fyrir því, að ég fann hjá mér þörf til þess að setjast við ritvélina heldur að í frásögnum Tímans er sá misskilningur ávallt á kreiki. að Alþýðuflokkurinn hafi verið ákaflega andvígur Framkvæmdastofnun ríkisins. Þegar mín hefur verið getið í þessu sambandi er það t.d. ávallt látið fylgja, að ég sé einn af þeim, „sem harðast hafa barist gegn stofnuninni á þingi". Þessi misskilningur um afstöðu Alþýðuflokksins er ekki bundinn við Tímann einan heldurgætirhansótrúlega víða. Annað hvort hafa menn gleymt eða viljandi grafið fortíðina - ég veit ekki hvers vegna. Þetta veist þú allra manna best, sem sjálfur sast á þingi þegar lögin um Framkvæmdastofnun ríkisins voru sett. Full ástæða er því til þess að rifjað sé upp hver afstaða Alþýðuflokksins hefur verið - ekki að- eins til fróðleiks fyrir blaðamenn og lesendur Tímans heldur vonandi fleiri. „...fagna því sérstaklega...“ Fyrstu lögin um Framkvæmdastofnun ríkisins voru sett af Alþingi þann 20. desember árið 1971. Það var þann 22. nóv. það ár, sem frumvarp til þeirra laga kom fyrst til umræðu á Alþingi, en þá fylgdi Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, frumvarpinu úr hlaði í efri deild Alþingis. í stjórnarandstöðu voru þá Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Strax við fyrstu umræðu lýstu málsvar- ar þessara flokka afstöðu flokka sinna til frumvarpsins um Framkvæmdastofnun ríkisins. Magnús Jónsson, sem talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lýsti andstöðu við málið og að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu (1. hefti Alþingistíðinda 1971, bls. 192). Eggert G. Þorsteinsson. sem talaði fyrir Alþýðuflokkinn, lýsti því hins vegar yfir, að Alþýðuflokkurinn myndi taka jákvæðan þátt í afgreiðslu málsins og væri samþykkur meginstefnu þess (1. hefti Alþingist íðinda 1971, bls. 196). Við það tækifæri sagði talsmaður ríkis- stjórnarinnar í lok ræðu sinnar: „... að það ber að fagna því sérstaklega, að Alþýðuflokkurinn skuli reynast svo já- kvæður til þessa mikilvæga máls.“ (1. hefti Alþingistíðinda 1971, bls. 201). Aðilar að afgreiðslunni Þegar frumvarpið um Framkvæmda- stofnun ríkisins kom til 2. umræðu í efri deild Alþingis eftir umfjöllun fjárhags- nefndar deildarinnar stóð fulltrúi Al- þvðuflokksins í nefndinni, Jón Ármann Héðinsson, að nefndaráliti meirihlutans, sem lagði til, að frumvarpið yrði samþykkt. Sjálfstæðisflokkurinn einn stóð að minnihlutaáliti þar sem lagt var til, að frumvarpið yrði fellt. Framsögumaður meirihluta fjárhags- nefndar, Ragnar Arnalds. sagði m.a. í ræðu sinni eftir að hafa fjallað um nauðsyn áætlanagerða sem hagstjórnar- tækis að „það er af sömu ástæðu, sem Alþýðuflokkurinn hefur tekið þá gleöi- legu ákvörðun að styðja þetta frumvarp, minnugur uppruna síns og sósíalískrar grundvallarstefnu sinnar“ (1. hefti AI- þingistíðinda 1971. bls. 232). Jón Ár- mann Héðinsson, fulltrúi Alþýðuflokks- ins í fjárhagsnefnd. ritaði undir nefndar- álit meirihlutans með fyrirvara. í ræðu gerði liann grein fyrir því á hverju fyrirvarinn byggðist (1. hefti Alþingistíð- inda, bls. 234). Ástæðan var að hans sögn, að Alþýðuflokkurinn var ósam- mála ákvæði frumvarpsins um yfirstjórn stofnunarinnar, en samkvæmt frumvarp- inu átti ríkisstjórnin að skipa 3 fram- kvæmdaráðsmenn (kommissera) sem æðstu yfirmenn. Alþýðuflokkurinn lýsti sig andvígan „kommisserakerfinu" en lagði til, að frumkvæmdaráöiö yröi skip- að forstöðumönnum deilda (ráðnum embættismönnum) smbr. þingskjal efri deildar nr. 150 frá 92. löggjafarþingi. Eftir miklar umræður var svo gengið til atkvæða í deildinni. Tillaga Alþýðu- flokksins um afnám „kommisserakerfis- ins" var felld með 11 atkvæðum gegn 9. Frumvarpið var svo samþykkt í efri deild með atkvæðum stjórnarþingmanna og þingmanna Alþýðuflokksins gegn at- kvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins. Tillögur Gylfa í neðri deild Alþingis ítrekuðu máls- varar Alþýðuflokksins fylgi sitt við meg- inefni frumvarpsins en ítrekuðu jafn- framt algera andstöðu sína við „kommis- serakerfið". Einnig benti fulltrúi Al- þýðuflokksins í fjárhagsnefnd neðri deildar, Gylfi Þ. Gíslason, á, aðóeðlilegt væri, að hagrannsóknarverkefni væru á verksviði Framkvæmdastofnunar ríkis- ins heldur ættu þau að vera í höndum sjálfstæðrar stofnunar. í samræmi við þetta flutti Gylfi Þ. Gíslason breytingar- tillögur við frv. þess efnis. að fram- kvæmdaráð stofnunarinnar yrði skipað forstöðumönnum deilda og einum for- stjóra ráðnum embættismannaráðningu í stað „kommisseranna" og um breytta tilhögun hagrannsókna. Breytingartil- lögur Gylfa voru felldar. Frumvarpið um Framkvæmdastofnun ríkisins var svo afgreitt frá neðri deild til efri deildar aftur vegna smávægilegra breytinga með atkvæðum stjórnarliða og þingmanna Alþýðuflokksins gegn atkvæðum þing - manna Sjálfstæðisflokksins. Greinargerð Eggerts Við lokaafgreiðslu í efri deild. þegar frumvarpið um Framkvæmdastofnun ríkisins var afgreitt sem lög frá Alþingi, gerði einn þingmanna Alþýðuflokksins, Eggert G. Þorsteinsson, svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „Herra forseti. í framhaldi af fyrri ummælum mínum við fyrri umræðu þessa máls þá vildi ég gera þá grein fyrir atkvæði mínu nú og tel raunar brýna nauðsyn á að það komi hér fram, að þrátt fyrir þau ákvæði, sem ekki virðast hafa veriö möguleikar á að fá breytt í frumvarpinu varðandi framkvæmda- stjórn þessarar stofnunar, þá ntun ég eftir sem áður greiða atkvæði með frumvarpinu og segi því já." Aðrir þingmcnn Alþýðuflokksins sögðu einnig já. Með stuöningi þeirra varð frumvarpið um Framkvæmdastofn- un ríkisins að lögum. Breytingin 1973 Næst komu lög Framkvæmdastofnun- ar ríkisins til afgreiðslu á Alþingi árið 1973. Þá lagði forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, til þá breytingu á lögun- um, að hagrannsóknarverkefni yröu færð frá stofnuninni og fengin sjálfstæðri stofnun, sem nú nefnist Þjóðhagsstofn- un, en var áður deild í Framkvæmda- stofnun ríkisins. Gylfi Þ. Gíslason lýsti fylgi Alþýðu- flokksins við þessa breytingu enda var hún samskonar og Alþýðuflokkurinn hafði lagt til tveimur árum áður, cn ekki fengið samþykkta. Alþýðuflokkurinn stóð því cinnig að þessum breytingum á lögunum um Framkvæmdastofnun ríkis- ins. Endurskoöun 1976 I þriðja sinn komu breytingar á lögunum um Framkvæmdastofnun ríkis- ins til afgreiðslu á Alþingi árið 1976. en mánudaginn 10. maí það ár lagði þáver- andi forsætisráðherra, Geir Hallgríms- son (sem greitt hafði atkvæði gcgn stofnuninni ásamt flokksbræðrum sínum 1971 og krafist afnáms hennar æ síðan) fram frumvarp að endurskoðuðum Iögum stofnunarinnar. Framsöguræða forsætisráðherra var áberandi stuttorð (Alþingistíðindi, 24. hefti 1975-1976, dálkar 3899-3903) enda gerði frv. ráð fyrir því, að Framkvæmdastofnun ríkis- ins starfaði áfram í óbreyttri mynd. Breytingar frá ákvæðum gildandi laga voru aðeins þrjár. sem máli skiptu: 1. Hækkun fjárframlags úr ríkissjóði til stofnunarinnar. 2. Stofnun sérstakrar byggðadeildar innan stofnunarinnár. 3. Afnám framkvæmdaráðs, sem ríkis- stjórnin skipaði (kommisserakerfis) en þess í stað gerði stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins tillögur til ríkisstjórnarinnar um ráðningu forstjóra og framkvæmdastjóra deilda. Þarna var sem sé gengið til móts við fyrri tillögur Alþýðuflokksins um afnám kommisserakerfisins en fram kom í umræðum, að Alþýðuflokksmenn óttuð- ust, að það afnám yrði meira í orði en á borði ef ekki yrði skýrar kveðið að orði í lögum. Fluttu þeir m.a. breytingatil- lögu þess efnis. Hún náði ekki samþykki. Þingmenn Alþýðuflokksins greiddu svo atkvæði með afgreiðslu laganna eins og jafnan áður. M.ö.o.: Allar lokaaf- u.þ.b. 3 árum síðan ncfnd um byggða- mál. Ncfndin skilaði ítarlegri álitsgerð. Á grundvelli hennar samdi ég frumvarp til laga um mörkun byggðastefnu. sem samþykkt var í þingflokki Alþýðuflokks- ins að gera að flokksmáli og var flutt sem slíkt veturinn 1981-1982. Frumvarp þctta gcrði ráð fyrir því að gera þá starfsemi markvissari. sem nú fer fram í Framkvæmdastofnun ríkisins og lýtur að byggðamálum og gera stofn- unina jafnframt að eindrcgnari byggða- þróunarstofnun, en hún nú er. í því skyni var m.a. ráðgert. að Framkvæmda- sjóður íslands yrði vistaður í Scðlabank- anum, en Framkvæmdastofnun ríkisins brcytt í byggðastofnun er hefði með höndum auk starfrækslu Byggðasjóðs að vinna framkvæmda- og fjármögnunar- áætlun til 2ja til 4ra ára cr lögö yröi fyrir Alþingi til samþykktar þannig aö saman færi raunhæf stefnumótun í byggðamál- um og fjáröflun til byggðaþróunarverk- efna. Tilgangurinn er eins og fyrr segir að gcra byggðaþróunarverkefni niark- vissari og byggðastefnu skilvirkari m.a. með því að tengja saman áætlunargcrö og fjármögnun. Á s.l. Alþingi var liins vegar lagt Iram frumvarp. sem nokkrir þingmenn úr Alþýðuflokknum stóðu aö. um að Fram- kvæmdastofnun ríkisins yröi lögö niður án þess að i frumvarpinu scgði hvaö verða ætti um verkcfnin sem stofnunin vinnur cða hvort eitthvað ætti við að taka. Frumvarp þetta var ekki flokksmál. Ég var ekki cinn flutnings- manna. Nú á víst að endurskoða Þctta cr um afskipti Alþýöuflokksins og afstöðu mína til Framkvæmdastofn- unar ríkisins aö scgja. Ég hcld það reynist crfitt að finna þeim orðum stað, að ég sé „einn af þeim mönnum, sem haröast barðist gegn stofnuninni á þingi" eins og scgir í Tímanum, þótt ég hafi lagt til að tiiteknar breytingar yrðu gcrðar á lögunum til þcss að auka byggöaþróun- arhlutvcrk það, scm stofnunin hcfur mcö höndum og gera það markvissara. Mönnum er misjafnlega illa við að láta rugla saman afstöðu Alþýðuflokksins og afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Mér hefur alltaf verið það mjög á mófi skapi. Þcss vegna gefst mér nú kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta ruglinginn. Nú er hins vegar að hefjast cndur- skoðun á lögunum um Framkvæmda- stofnun ríkisins. Einn þingmanna Fram- sóknarflokksins stjórnar þeirri endur- skoðun. Fleiri en ég virðast sem sé þeirrar skoðunar að breyta þurfi ýmsu í starfsemi stofnunarinnar til þess að gera starf hennar markvissara og skilvirkara. Annars væru menn varla að endurskoða. Ég á svo von á því, að ef til þess kemur muni Alþýðuflokkurinn taka jákvæðan þátt í þeirri endurskoðun nú eins og jafnan áður. Ég hef enga trú á að hann hafi fj arlægst „uppruna sinn og sósíulíska grundvallarstefnu sína“ frá árinu 1971. Með kveðju Sighvatur Björgvinsson íslend- ingar ströggla ■ Fréttamaður sjónvarpsins spurði hjón í Aðaldalnum (23/ 4.’82) hvort þau ætluðu að „halda áfram að ströggla“. Bóndinn, sem er danskur, endurtók ekki „ströggl“ fréttamannsins. Engum duldist, að þarna var útlend- ingur að tala mál okkar. En jafnframt var það eftirtektar- vert, að hann hefur gott vald á málinu, kann góð og gild orð um hvað eina og þarf ekki að grípa til slettimáls. Varla hef- ur þó annríkið gefið honum tómstundir til að læra málið fræðilega. Sumum útlendingum gengur illa að læra íslenzkar beygingar. En engan hef ég heyrt skeyta skapi sínu á málinu í bræði. Þeir óvirða ekki málið vísvitandi með ljót- um slettum. Margir þeirra hafa líka náð valdi á íslenzku og lagt í það mikla vinnu. Einu sinni hitti ég Reykja- víkurdreng í sveit. Málfar hans vakti eftirtekt mína. Ekki einungis, að hann væri ósnortinn af slangurmáli höf- uðstaðarins, heldur notaði hann stundum orð, sem al- gengari eru í bókum en mæltu máli. Það var enginn annar en hún amma hans, norsk kona, sem hafði auðgað svona mál- far hans. Ég þekkti hana ofur- lítið og dáðist alltaf að, hversu hún vandaði íslenzkuna. Hún greip oft til orða, sem fremur tíðkast í riti en ræðu. Vildi ekki hætta á, að dægurflugur málsins flögruðu með. Ekki get ég minnzt á rækt útlendinga við tungu okkar, án þess að nefna séra Róbert Jack. Þegar ég fór að kenna á Vatnsnesinu, kveið ég fyrir réttritun barnanna á Tjörn. Þau hlutu að grípa ört til enskunnar. Mikil varð undrun mín. Aldrei kom enskt orð yfir þeirra varir. Hvenær og hvernig faðir þeirra kenndi þeim enskuna, lét ég mig engu skipta. En málin tvö voru aðgreind. Börnin rugluðu þeim ekki saman, eins og misvitrir íslendingar gera. Ég minnist þess heldur ekki, að séra Róbert gripi sjálfur til ensku. Frekar notaði hann óþarflega háfleyg orð íslenzk, ef algengt orð lét á sér standa. Hvað veldur því, að erlend- ir menn taka slíku ástfóstri við íslenzkuna? Glöggt gestsaug- að skyrtjar það, að tungan er líf og sál menningarinnar í þessu landi. Og íslenzk menn- ing verður að reyna að þrauka, basla, amstra, strita og berjast fyrir lífi sínu - en um fram allt ekki „ströggla“. Oddný Guðmundsdóttir. Oddný Guómundsdóttir skrifar. É

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.