Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Bimhm fréttir NORNA-þing í Reykjavík ■ Norræna nafnarannsóknancfnd- in (NORNA) hcll ráðstcfnu í Reykjavík dagana 11.-13. ágúst. fetta cr cllcfta ráðstefnan, sem nefndin hefur gcngist fyrir, og hin fyrsta scm haldin er á íslandi. Umræðuefnið að þessu sinni var „Merking staðfræðilegra samnafna í örncfnum", þ.c. mcrking nafnliða eins og -fcll, —holt og -hraun. I'átt- takcndur voru frá Danmörku, Nor- cgi, Finnlandi, Bandaríkjunum og íslandi. Flutt voru ellefu crindi, og urðu um þau allmiklar umræður. _________________-ÞB Jóhann Helgason kominn á kreik ■ Jóhann Helgason, lagasmiðurinn og söngvarinn góðkunni, er nú byrj- aður að koma aftur fram á dans- lcikjum og skemmtunum, eftir að hafa hatdið sig frá sviðsljósinu um nokkurt skeið. Jöhann verður fastur gcstur í Hollywood og Broadway næstu hclgar. Á tónlcikum sínum á þcssum skcmmtistöðum kynnir Jóhann nokkur lög af væntanlcgri brciðskífu sinni og af síðustu brciðsktfu sinni, Tass. Eftir að nýja brciðskífan hefur litið dagsins Ijós verða eldri lögin tckin af dagskrá. —Jól. Uppákoma hjá Ólöfu ■ Vegna mikillar aðsóknar að mál- vcrkasýningu Ólafar Emmu Kristjáns- dóttur Wcalcr frá ísafirði sem er í Nýja Gallertinu að Laugavegi 12 verður hún framlcngd fram á fimmtu- dagskvöld, þann 25. n.k.1 og jafn- framt verður Ólöf mcð uppákomu þaö kvöld kl. 21 cn þá lcshún úrcigin verki „Ópcran Lóretta" sem gefið verður út í Bandaríkjunum. Athygli skal vakin á því að að- gangur er ókeypis tvo síðustu daga sýningarinnar. Húsbílaeig- endurí Þjórsár- dalinn ■ Fclag húsbílacigcnda ætlar scr í fcrð í l'jórsárdalinn á laugardaginn, 27. ágúst. Mcð húsbtlum er átt við bíla sem fólk ætlar scr að innrétta eða er búið að innrétta til fcrðalaga. Húsbílar af Suðurnesjum munu safnast saman fyrir framan Tomma- hamborgara í Njarávík fyrir kl. 9.30. Vcrður svo ekið til Rcykjavíkur að Tommahamborgurum við Grcns- ásvcg og þar munu bílar af Stór- Reykjavíkursvæðinu safnast saman fyrir kl. 10.30. Er stcfpan sú að lagt verði af stað úr höfuðstaðnum kl. 11.00. Kosin hefur verið bráðabirgða- stjórn Félags 'húsbílaeigenda og að sögn gjaldkera félagsins, Vals Gunn- arssonar, er markmiðið með þessari 1 fcrð í Þjórsárdalinn að hittast og ræða málin þannig að fólk geti skipst á skoðunum um hvernig best sé að innrétta húsbíla til ferðalaga og fleira. Vitað cr um að minnsta kosti 70-80 húsbi'la hér sunnanlands. —Jól MEIRAEN NÓGAF LÍFI f MIÐBÆNUM” — Tveir Akureyringar teknir tali í Hafnarstræti ■ Miðbær Akureyrar hefur tekið nokkrum stakkaskiptum undanfarið ár. Hafnarstrætið er nú orðin göngugata og fólk getur skoðað í búðarglugga í róleg- heitum meðan ökumenn gráta rúntinn; á Ráðhústorginu er búið að setja upp útimarkað og pylsuvagn. Blaðamaður Tímans var staddur á Akureyri einn góðviðrisdag fyrir skömmu og tók þá tali tvo Akureyrarbúa þar sem þeir gengu eftir Hafnarstræti og ræddu um daginn og veginn. Þetta reyndust vera þeir Jón Arason Jónsson húsvörður í Útvegsbankanum við Hafn- arstræti og Frímann Guðmundsson deildarstjóri hjá KEA. Þeir voru fyrst spurðir að því hvernig þeim litist á göngugötuna. Frímann: Þetta ætti að verða alveg ágætt, það á að hita götuna upp með vatni og þá verður hægt að ganga hér þurrum fótum allt árið. Mér finnst þetta mikið skemmtilegra en það eru nú alveg tvískiptar skoðanir með götuna. Jón: Ja, ég er ekki með þessu eins og það er gert. Þetta er auðvitað mikil breyting frá því sem var, hér var rúntur- inn, látlausir bílar allar nætur; en svo kemur annað til, þegar göngugatan er komin í þetta horf finnst mér meira um að vera fyrir fólkið, það er frjálsara og leikur sér veggjanna á milli. Og það má koma fram að hér er ekkert lögreglu- eftirlit. Frímann: Jón ætti nú að þekkja þetta manna best, hann er húsvörður hér í bankanum. JLón: Ég þekki þetta nókkuð vel, égi er búinn að vera hérna í 21 ár við götuna. BLM: Hvernig finnst ykkurbæjarlífið hafa þróast hér undanfarna áratugi? Jón: Mér finnst nú þegar ég kom hingað fyrir 35 árum að ég væri að koma í sveit miðað við hvernig þetta er núna. Nú er allt annar bæjarbragur og öllu lakari en var. Lætin eru það sem fer illa í mig en ég er nú orðinn gamall maður og kann kannski ekki að meta þetta. Svenfriður er ekki hér í miðbænum um nætur og þetta byrjar snemma á föstu- dagskvöldum og heldur áfram alla helg- ina. Frímann: Það búa nú sárafáir við þessa götu Jón, sárafáir. Jón: Það eru nú ekki margir eftir, það er rétt. Síðan er verið að tala um að það vanti líf í miðbæinn en mér finnst vera meira en nóg líf í honum; þá meina ég næturlífið en það er kannski sitthvað. Blm: Svo er verið að brydda uppá nýjungum á Torginu, kominn útimark- aður og pylsuvagn. Jón: Þessi útimarkaður á ekki að vera og ekki pylsuvagninn, þetta cr bara til óþrifa. Frímann: Ég er á móti pylsuvagninum, það er helv. óþrifnaður af honum en mér finnst lífga uppá að hafa ávaxtasalann þarna, þetta er áhugaverður ítali. BLM: Svo maður vendi nú kvæðinu í kross í lokin: hafið þið ekki fengið gott veður hér í sumar? Jón: Hér hefur verið nokkuð gott veður, það hefur verið þoka síðustu daga en það er ekkert. Við viljum endilega að sunnlendingar fái eitthvað af þessu og við tökum þá við rigningunni á meðan. Þá er ég sérstaklega að tala um bændurna þvíég er nú í rauninni gamall bóndi. Mér er sama þó það rigni dálítið á Reykvíkinga. GSH Tímamynd GE ■ Jón Arason Jónsson og Frímann Guðmundsson í Hafnarstrætinu. Lægri söluskattur á erlend símtöl en innlend, en samt ekki sundurgreint á símreikningum: „EKKI HÆGT AÐ SUNDUR- GREINA SÖLUSKATTINN” segir Gústaf Arnar, yfirverkfræðingur hjá Pósti ■ „Ástæðan fyrir mismuninum á sölu- skatti á símtöl til útlanda og söluskatti á símtöl innanlands er: sú að verulegur hluti af því gjaldi sem íslenskir símnot- endur borga fyrir símtöl til útlanda, fer til erlendra aðila, t.di símstjórna sem taka á móti símtölunum“, sagði Gústaf Arnar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, er hann var spurður í hverju mismunurinn á söluskatti á símtöl er- lendis og innanlands lægi. 7,5% er söluskatturinn á erlend símtöl en 23,5% á innanlandssímtöl. Á símreikningum er söluskatturinn ekki sundurgreindur og ekki heldur umframskrefin. Eru margir óánægðir með þetta. „Því miður er ekki hægt að sundur- greina söluskattinn á símreikningum1-, sagði Gústaf. „í símakerfi því sem við erum með hér er ekki möguleiki á að heimfæra símtölin á notandann heldur kemur þetta bara á hans mæli eins og ein súpa og engir möguleikar eru á að greina þetta í sundur. Þegar við reiknum út hvað hver mínúta kostar við mismunandi símtal, þá höfum við auðvitað hliðsjón af því að söluskatturinn er lægri til útlanda en innanlands. Menn fá því í raun og veru bara lengri skref til útlanda og sima vegna þessa. Búnaður sem hefði gcrt okkur kleift að skrifa út hvert símtal fyrir sig, þannig að fólk sæi hvc mikið það borgaði fyrir hvert simtal, hefði kostað svo mikla upphæð að gjöldin hefðu orðið miklu hærri en þau cru. og okkur fannst nú ekki rétt að hækka gjöldin til að fólk gæti fengið reikning- ana“, sagði Gústaf að síðustu. -Jól I/IAIIO ödýr og vönduð heimiRstæki lulilO■ 111 ii i ARMULA 8/S:19294

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.