Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 10
STAÐAN ■ Stadan í fyrstu deild cftir leikinn í gær er nú þessi: Akranes....... KR ........... Þór........... Breiðablik .... Víkingur...... Þróttur....... Keflavík...... ÍBV........... ÍBÍ .......... Valur......... 15 9 2 4 28-11 20 15 5 8 2 17-17 18 15 5 6 4 18-14 16 15 5 6 4 17-14 16 15 4 7 4 17-16 15 15 5 4 6 19-26 14 15 6 1 8 21-25 13 13 4 4 5 21-18 12 15 2 8 5 14-21 12 15 4 4 7 21-29 12 Skagamcnn viröast hafa alla burði til að tryggja sér íslandsmcistaratitilinn í ár, en fallbaráttan er aftur mjög hörð. Valur og ísafjörður eru í mestu fallhætt- unni, og Keflavík og Þróttur eru einnig í hættu, Þróttur vegna mjög óhagstæðrar markatölu. Vestmannaeyingar eiga tvo leiki inni, og því aukna mögulcika á að þoka sér upp á við, en allt getur gerst og ekkert er öruggt. Þrjár umferðir eru eftir, og líklega aðeins Akranes og KR sem eru tölfræðilega örugg á að haga uppi. Slagur í kvöld I kvöld er mikill slagur í knattspyrn- unni hér á landi, fjórir fyrstu deildarleik- ir-, toppuppgjör í annarri deild, og kvennalandsliðið keppir við Svía. Leikur íslands og Svíþjóðar hefst í Svíþjóð klukkan 16.00 að íslcnskum tíma, en klukkan 18:30 hefjast hinir leikirnir fimm. ísfirðingar fá KR-inga í heim- sókn, Keflvíkingar Skagamenn, Þróttar- ar og Víkingar etja kappi á Laugardals- velli, og Breiðabliksmenn lljúga til Vest- mannaeyja. Á Akureyri kcppa KA og Fram. ■ Besti maður leiksins í gær, Þorsteinn Ólafsson markvörður Þórs grípur snilldarlega fyrirgjöf Valsmanna. Ingi Bjöm Albertsson sækir þarna að, og var þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þeir börðust um boltann í þessum leik, enda báðir gamalgrónir afreksmenn í vítateignum. Tímamynd ARI HÐHAMEHN VORU SHRMM f ROKINU Á HLfDARENDA Valsmenn sigruðu Þórsara 2-0 í gær ■ Valsmenn náðu sér í umtalsverð stig í gærkvöld, þcgar þeir náðu að leggja Þór að vclli 2-0 í hávaðaroki og rigningu á Hlíðarenda. Kærkominn sigur, á öðrum leik félagsins á heimavelli sínum, enda var greinilegt að Valsmennirnir ætluðu ekki að láta það sem kom fyrir gegn Þrótti um daginn cndurtaka sig. En það sýnir best hve knattspyrnan er furðuleg, úrslitin í gær og úrslit beggja gegn Þrótti nú nýlega, Valur Þróttur 1-4, Þór-Þróttur 4-0, V'alur Þór 2-0! - Það var Ingi Björn Albertsson aðal- markaskorari þeirra Valsmanna, sem kom þeim á sporið í gær með fallegu skallamarki, en Ingi hafði áður látið vcrja hjá sér vítaspyrnu, sem reyndar var í meira lagi vafasöm, og Hilmar Sighvatsson skoraði annað mark Vals úr annarri vafasamri vífaspyrnu. Valsmenn lcku gegn hávaðaroki, sem stóð horn í horn, í fyrri hálfleik, en það var ekki sjáanlegt á leik þeirra. Þórsarar áttu ekki eitt einasta færi í þessum leik, komust aldrei nógu langt. Fyrri hálf- leikur var einstefna Valsmanna, en illa ■ Markhæstu leikmenn í 1. deild karla eru þessir: Ingi Björn Albertsson Val..........10 Sigurður Grétarsson UBK.............9 Hlynur Stefánsson ÍBV...............7 Heimir Karlsson Víkingi.............7 Sigþór Ómarsson í A ................7 Guðjón Guðmundsson Þór.............6 Kristinn Kristjánsson IBI ..........6 Sigurður Björgvinsson IBK...........6 gekk að setja mark. Þorsteinn Ólafsson markvörður Þórs hélt liðinu á floti, varði stórglæsilega oft og tíðum í leiknum. Á 11. mínútu varði Þorsteinn þrumuskot Inga Bjarnar. Aftur varði Þorsteinn fast skot af stuttu færi frá Hilmari Sighvats á 26. mín. og þriðja sinni stórkostlega nokkru síðar aukaspyrnu Hilmars. Þá átti Guðmundur Þorhjörnsson þrumu- skot rétt framhjá á þessum tíma, og Nói Björnsson var rétt búinn að skora sjálfs- mark er hann ætlaði að hreinsa frá eftir fyrirgjöf Hilmars, en boltinn fór rétt framhjá Þórsmarkinu. Leikurinn var lengst af viðureign Þor- steins og Valsmanna. Þorsteinn greip oft vel inn í, og úthlaúp hans góð, meðal annars út fyrir vítateig einu sinni þegar Ingi Björn hafði fengið langa sendingu inn fyrir. Ekkert brcytti gangi mála þó Þór léki móti vindi í síðari hálfleik, þó léttist pressa Valsmanna aðeins. Á 48. mínútu „klippti" Ingi Björn fallega fyrirgjöf Hilmars, en fjórða sinni kom sniild Þorsteins berlega í Ijós, þrumuskot Inga Markhæstir í annarri dcild eru þessir: Hinrik Þórhallsson KA.............9 Pálmi Jónsson FH..................9 Guðmundur Torfason Fram ....... 7 Gunnar Gíslason KA................7 Jón Halldórsson Njarðvík...........6 Jónas Hallgrímsson Völsungi......6 Halldór Arason Fram...............5 Ilaukur Jóhannsson Njarðvík......5 Jón Erling Ragnarsson FH ..........5 var af markteig, en Þorsteinn greip. Skömmu síðar skoraði Ingi Björn mark sem dæmt var réttilega af vegna rang- stöðu, og fór nú að draga til tíðinda. Það kom nokkuð á óvart þegar Kjart- an Ólafsson dómari benti á vítapunktinn á 59. mínútu. Þorsteinn Ólafsson hafði sótt boltann með góðu úthlaupi en átti í höggi við Inga Björn, sem sótti að. Kjartan dæmdi á Þorstein, sem þó virtist á undan í boltann, vítaspyrnu sem Ingi Björn tók sjálfur. - Þorsteinn lét sig ekki muna um að verja þó ákveðna spyrnu Inga.sló boltann ístöngogíhorn en skot Inga var fast um einn og hálfan metra frá stönginni. Ingi hafði betur augnabliki síðar, úr hornspyrnunni skall- aði Ingi fallega í mark. Eftir þetta var leikurinn mest rokslagur á miðjunni, en þó átti Þorgrímur Þráinsson þrumuskalla yfir Þórsmarkið, og Valsmenn aðrávíta- spyrnu 10. mínútum fyrir leikslok. Kjartan dæntdi vítaspyrnu, eftir að Árni Stefánsson Þórsari hafði hindrað Hilmar í vítateignum, en á slíkt er vanalega dæmd óbein aukaspyrna. í þriðju deild eru þessir markahæstir: Gústaf Björnsson Tindastóli .... 17 Sigurlás Þorleifsson Selfossi.....15 Bjarni Kristjánsson Austra .........12 Sigurður Friðjónsson Þrótti.......12 Guðbrandur Guðhrands. Tindastóli . 9 Gústaf Ómarsson Val..................8 Aliir þessir hafa lokið leikjum sínum í 3. deiid, nema Sigurður sem á eftir einn leik með Þrótti gegn Hugin. Hilmar skoraði sjálfur örugglega úr spyrnunni, en ekki dæmdi Kjartan víti nokkrum mínútum síðar, þegar Árni stjakaði Inga Birni duglega burt frá boltanum í vítateignum. Leikurinn var eyðilagður af roki, og því ekki mjög skemmtilegur. Þó gladdi augað stórkostlegur leikur Þorsteins Ólafssonar. Hann var besti maður vallar- ins, og eini Þórsarinn sem eitthvað kvað að, en Hilmar og Ingi Björn voru atkvæðamestir Valsmanna. - SÖE Bogdan kominn ■ Bogdan Kovalczyk, nýráðinn lands- liðsþjálfari íslands í handknattleik kom til Islands í fyrra dag. Þar með er lokið magapínu margra handknattleiksunn- enda, sem óttuðust að hann mundi ekki koma aftur frá heimalandi sínu. Pól- landi. Bogdan fékk þó að likum öll tilskilin Icvfi, og er kominn til starfa. -SÖE Þeir eru markahæstir Kristine fékk Fannarsbikarinn ■ Kristine Eide NK sigraði í golf- keppninni um Fannarsbikarinn sem haldin var um síðustu helgi í Grafar- holti. Keppnin var opin kvennakeppni með forgjafar fyrirkomulagi. Að keppninni standa Hanna og Valur Fannar og gefa þau öll verðlaun til hennar. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin, hálsmen, og fyrir að vera næst holu á 2. braut var veitt úr í verðlaun. Úrslit urðu þcssi: Kristine Eide NK .........93-21=72 Lóa Sigurbjörnsd. GK . . 89-17=72 Ágústa Dúa Jónsd. GR . 86-13=73 Margrét Guðjónsd. GK . 91-18=73 Ágústa Guðmundsd. GR var næst holu á annarri braut, 92 cm. Eggert bestur í nýliðakeppninni ■ Eggert Steingrímsson varð hlut- skarpastur í nýliðakeppni í golfi sem fór fram á vegum Golfklúbbs Reykja- víkur um miðjan ágúst. Keppendur voru 18, en keppt var á Korpúlfs- stöðum. Úrslit urðu þessi: Eggert Steingrímsson .. . 80-27=53 Olafur Tómasson..... 78-24=54 Haukur Otterstedt... 87-28=59 Hörður Sigurðsson... 87-28=59 Besta skori náði Eyjólfur Bergþórs- son 77 höggum. United sigraði ■ Manchester United sigraði Liver- pool í góðgerðaleik ensku knattspym- unnar um helgina, keppninni um góð- gerðaskjöldinn, FA Charily Shield. Leikur United vakti bjartsýni áhang- enda liðsins, liðið lék betur en Liver- pool. Brian Robsonskoraðibæðimörk United, citt í hvorum hálflcik, og voru sóknarlotur hans og Rav Wilkins sér- lega hættulegar. Vafi lék reyndar á að Wilkins kæmist t liðið, en liann sýndi og sannaði að hann á þar heima. Liverpool átti góðar sóknarlotur í leiknum, Kenny Dalglish var þar allt í öllu, skaut m.a. í stöng Unitedmarks- ins, en allt kom fyrir ekki. -SÖE Arnór góður ■ Arnór Guðjohnsen átti góðan lcik | með liði sinu, Anderlecht í belgísku fyrstu deildinni urú siðustu helgj. Gerði Arnór mikinn uslá i vörn andstæðing- anna Gent, en Arnór lék sem miðfram- herji. Arnór lagði upp annað mark Anderlccht í 2-1 sigri. Það voru Verc- auteren og Grun sem skoruðu mörkin. Aberdeen byr jar vel ■ Skoska úrvalsdeildin í knattspyrnu byrjaði utn síðustu helgi. Bikar og Evrópubikarmeistararnir Aberdeen, sem leika mun gegn Skagamönnum í Evrópukeppni bikarhafa í haust byrj- uðu vel, sigruðu Dundee 3-0. Þá sigraði Dundee United, Skotlands- mcistarinn, lið Jóhannesar Eðvalds- sonar, Mothenvell stórt, 4-0. Önnur úrslit urðu: Rangers-StMirren 1-1, Hi- bernian-Celtic 0-2, SUohnstone-He- arts 0-1. Heimsmet í sundi ■ Vestur Þjóðverjinn Michael Gross setti í fyrradag nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi karla. Gross synti á 1:47,87 mínútum, en gamla metið átti hann sjálfur, 1:48,28 mín. Á sama móti setti a-þýska kvennasveitin heimsmet í 4x200 metra skriðsundi, synti á 8:02,27 mín. -SÖE ■ Strákarnir í 6. flokki Breiðabliks sigruðu í öllum flokkum, A,B,C, ogD á UMSK-mótinu í 6. flokki í fótbolta á dögunum. Á myndinni eru þeir koninir ailir saman í markið, stór hópur af dugnaðarstrákum. Sigurður sigraði á Hitachi mótinu ■ Sigurður Héðinsson GK sigraði á opna Hitachimótinu í golfi sem haldið var á Alviðruvellinum um síðustu helgi. Sigurður lék á 83 höggum 18 holurnar, en sigurvegari með forgjöf varð Ægir Magnússon Selfossi á 70 höggum nettó. Úrslit urðu þessi: Án forgjafar: Sigurður Héðinsson GK...........83 lngólfur Bárðarson GOS..........85 Öskar Pálsson GHR ...............87 Með forgjöf: Ægir Magnússon GOS................70 Sveinn Sveinsson GOS..............71 Ólafur H Ólafsson GK..............76 Glaésiverðlaun voru fyrir holu í höggi á 6. og 9. holu, en eins og oftast við slíkar aðstæður tókst cngum að hreppa hnossið. Aukaverðlaun í sára- bætur fyrir sjónvarps- og myndbands tækin sem í verðlaun voru, vorít veitt ferðaútvarpstæki þeim sem næstir voru þessum holum. Þau hlutu Elías Einars- son GK á 6. holu 2,84 metra frá holu, og Árni Oskarsson GOS á 9. holu, 4,81 metra frá Holu. -SOE Bayern Múnchen VfKINGAR. *a,n"'" VIGAHUG.... gegn Dusseldorf Stuttgart gerði jafntefli í gær við nýliðana ■ - Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Fjórir leikir í þriðju umferð Búndes- lígunnar hér í Þýskalandi voru spilaðir í gærkvöld. íslendingaliðin, Fortuna Dússeldorf og VFB Stuttgart gerðu bæði jafntefii, Dússeldorf úti gegn Bayern Múnchen, og þar náði Bayern jafntefli, því Dússeldorf skoraði fyrst, en Stuttgart gegn nýliðanum Waldhof. Urslit leikjanna urðu: Bayern Múnchen-Dússeldorf .... 1-1 Stuttgart-Waldhof.................0-0 Núrnberg Bielefeld ...............2-0 Bochum-Braunscweig................3-1 Úrslitin í Múnchen verða að teljast sanngjörn. Wenzel skoraði fyrir gestina á 21. mín með hjólhestaspyrnu, en Grobe jafnaði fyrir Bayern á 52. mín. Atli og Pétur virtust hafa átt ágætan leik, ef marka má þá kafla sem sýndir voru í sjónvarpinu. Stuttgart sótti stíft og átti ófá mark- tækifæri, en nýliðarnir börðust vel, en þó harkalega. Einum þeirra var vikið af velli, þeim fyrsta á tímabilinu. 55 þúsund áhorfendur sáu leikinn. I annarri deild töpuðu Janus Guð- laugsson og félagar í Fortuna Köln fyrir Duisburg 2-3. Þorbjörn lék hæð ofar ■ Gamli golfmeistarinn Þorbjörn Kjærbo var hæð fyrir ofan keppinauta sína á Grandos öldungamótinu í golfi sem haldin varð á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Þorbjörn lét sig ekki muna um að leika völlinn á höggi undir pari í keppninni, og sýndi að hann lumar enn á gamla neistanum. Keppt var í tveimur flokkum á mót- inu, 50-54 ára og 55 ára og eldri. Þorbjörn lék í eldri flokknum. Keppni var ahnars mjög jöfn og spennandi, og átt það jafnt við um keppni með og án forgjafar. Úrslit urðu þessi: Flokkur 50-54 ára: Knútur Björnsson GK ............ 81 Jóhann Benediktsson.............82 Sigurður Þ. Guðmundsson NK ... 84 Með forgjöf Ástþór Valgcirsson GS . . . 74 Albert K. Sanders GS ... 77 Jón Árnason NK 79 Flokkur 55 ára og cldri: án forgjafar: Þorbjörn Kjærbo GS .... 71 Sveinn Smárason GK .... 85 Ólafur Ág. Ólafsson GR • • 85 Sveinn varð annar, náði betri árangri á þremur síðustu holum. Með forgjöf: Sigurður Steindórsson GS . 72 Gunnar Stefánsson NK . . . 74 Ólafur Jónsson GR 74 Gunnar hafði betra skor á þremur síðustu holum og varð því annar. Fram sigraði Stjörnuna 8-0! ■ Framarar urðu á sunnudaginn ís- landsmeistarar í 3. flokki íslandsmótsins í knattspyrnu. Þeir sigruðu þá Stjörnuna í úrslitaleik með átta mörkum gegn engu og eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Framara miklir í þessum leik. Framarar spiluðu á móti vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þá tvö mörk. Þegar þeir voru svo komnir með vindinn í bakið í síðari hálfleik þá var ekki að sökum að spyrja. Framarar tættu vörn Stjörn- unnar sundur og saman með mjög góðu samspili og áður en flautað var til leiksloka voru þeir búnir að bæta við sex mörkum og endaði því leikurinn 8-0 eins og fyrr segir. Framliðið bar höfuð og herðar yfir önnur iið í keppninni, en lið Stjörnunnar kom á óvart. Úrslitakcppn- in fór mjög vel fram, og er forráða- mönnum Knattspyrnuráðs Keflavíkur til mikils sóma. Besti leikmaður mótsins var kjörinn Jónas Guðbjörnsson Fram. Hann var vel að því kontinn, maður leiksins í úrslitaleiknum, og varð markahæstur leikmanna í úrslitakeppninni. Úrslit leikja og lokastaðan í riðlakeppn- inni. ÍK-Bolungarvfk.....................4-1 Stjarnan-IBK ......................4-3 Stjarnan-IK .......................0-3 jBK-Bolungarvík....................9-0 ÍBK-ÍK.............................3-0 Stjarnan-Bolungarvík...............2-0 Lokastaðan í riölinum: Stjarnan..................3300 9-36 ÍBK.................. 3 2 0 1 15- 4 4 ÍK................... 3 1 0 2 4-7 2 Bolungarvík .........3 0 0 3 1-15 0 Fram-KR............................4-0 KA-Sindri .........................3-0 Fram-KA........'...................1-1 KR-Sindri .........................6-0 Frara-Sindri.......................7-0 KR-KA..............................5-2 Lokastaðan í riðlinum: Fram ................3 2 1 0 12- 1 5 KR ................. 3 2 0 1 11- 6 4 KA ..................3 111 6-6 3 Sindri...............3 0 0 3 0-16 0 Úrslitaieikir: um 7. sæti: Sindri-Bolungarvík.................5-1 um 5. sxti: KA-ÍK .............................3-2 um 3. sæti: ÍBK-KR ............................1-0 um 1. sæti: Fram-Stjaman ......................8-0 TÓP/Úlfar Harri/Jón Hersir ■ Víkingur, Islandsmeistaraliðiö frá í fyrra og hittiðfyrra náðu sér loks af heitasta svæði fyrstu dcildarinnarí knattspyrnu á sunnudaginn, þegar þeirsigruðu Vestmanna- eyinga 2-0 á Laugardalsvelli í tvísýnum leik. Á myndinni hér að ofan sjást þeir Víkingar fagna Sigurði Aðalsteinssyni, sem kont inn á sem varamaður og skoraði eftir 10 mínútur, innilega. Aðalsteinn Aðalsteinsson kreistir Sigurö duglega, Heimir Karlsson er að hefja slíkt hið sama, Omar Torfason að baki hans er ánægður á svip, og Jóhann Þorvarðarson, sem kemur á fullri fcrð með hendur hátt á lofti virðist ekki ætla að láta silt eftir liggja. Það var svo Hcimir Karlsson, markakóngur íslandsmótsins í fyrra, sem tryggði sigur Víkinga ineð gullfallegu marki skömmu síðar, eins og sjá má á myndasyrpu ARA hér að neðan... ...Heimir hcfur haft betur í harðvítugri baráttu við Valþór Sigþórsson Eyjamann um boltann, Valþór liggur eftir... ...næsti, Aðalsteinn Eyjamarkvörður kemur út á móti, skellir sér fyrir Heimi, en Heimir breytir um stefnu... ...,,þa er það af, hvar er nú markið, já þarna“, gæti Heimir hafa hugsað. - Skömmu síðar lá knötturinn í netinu hjá Eyjamönnum, 2-0 og úrslit leiksins ráðin. SÖE/Tímamyndir ARI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.