Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 8
8 lltgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrífstotustjorí: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaóur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaóamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guómundur Sv. Hermannsson, Guómundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guójón Einarsson, Guójón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Sióumúla 15, Reykjavfk. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Ógnin í undirdjúpunum ■ í Lesbók Morgunblaðsins á sunnudaginn var, birtist mjög athyglisverð grein, scm bar fyrirsögnina: Ógnin í undirdjúp- unum. Greinin var eftir enskan blaðamann, en þýðandi var Björn Bjarnason. Greinin fjallaði um kafbátavígbúnaðinn og þá ógn, sem fylgir honum. Upphaf greinarinnar hljóðaði á jressa leið: „Engar vígvélar eru laumulegri en kafbátar. Þeir njósna. Þeir liggja í leyni. Hvorki vinir né óvinir eiga að sjá þá. Þá er ekki unnt að nota til að sýna vald með sama hætti og orrustuskip. Þó kafbátur beri nafn og númer, sést hvorugt að öllum jafnaði, og þar sem allir kafbátar eru málaðir svartir, eiga sérfræðingar í erfiðleikum með að þekkja þá eða staðfesta þjóðerni þeirra. Pitreavie-kastali ekki langt frá Edinborg í Skotlandi hýsir herstjórn NATO á norðurhafsvæðinu. Þaðan er fylgzt með ferðum sovézkra kafbáta á Norður-Atlantshafi, sem hefur úrslitagildi í hernaðarlegu tilliti. Norður-Atlantshaf er mikilvægasta hafsvæði veraldar fyrir kafbáta. Langstærsti floti Sovétríkjanna, Norðurflotinn, á heimahafnir á Kóla-skaga í norðvesturhluta Sovétríkjanna. Þaðan sigla sovézkir Yankee-kafbátar sem eru búnir kjarn- orkueldflaugum, er draga um 3000 km til skotstöðva við austurströnd Bandaríkjanna. Með eldflaugum þessara kaf- báta má gjöreyða Washington 11 mínútum eftir að þeim er skotið á loft. Frá Kóla-skaga koma einnig árásarkafbátar Sovétmanna. Sumir þeirra elta sjötta flota Bandaríkjanna á Miðjarðarhafi. Aðrir eru á ferð um Atlantshaf og eiga á stríðstímum að ráðast á liðsflutningaskip á leið frá Ameríku til Evrópu. Til að komast út á Atlantshaf verða allir sovézkir kafbátar frá Kóla-skaga að fara um GIUK-hliðið svonefnda eða um hafsvæðin milli Grænlands, íslands og Bretlands (UK). Einmitt í þessu hliði leggur NATO mesta áherzlu á að finna kafbátana.“ í myndatexta, sem fylgir greininni, er sagt, að Rússar eigi nú 84 kjarnorkuknúna eldflaugakafbáta og 259 árásarkaf- báta. í flota Bandaríkjanna og annarra Natóríkja séu færri kafbátar, en miklu betur búnir. M.a. séu bandarísku kafbátarnir búnir 5000 kjarnaoddum, en þeir rússnesku 1700. „Svo magnaður er þessi árásarfloti, að kjarnorkuvígbúnaður á landi sýnist út í hött.“ í greininni er það rakið, að þetta kafbátavígbúnaðarkapp- hlaup haldi áfram. Þannig hafi Rússar nýlega smíðað bæði stærsta eldflaugakafbát og hraðskreiðasta kafliát veraldar. Þessar upplýsingar mætti íslendingum þykja mikilvægar, því að þær staðfesta enn betur en áður aö kjarnavopnavíg- búnaðurinn er hvað mestur í hafinu umhverfis ísland og allar horfur eru á, að hann fari vaxandi í náinni framtíð, ef ekkert samkomulag næst um að stöðva hann. Fyrir íslendinga er það líka lítil huggun, eins og Ólafur Jóhannesson hefur sýnt fram á, ef samkomulag næst um takmörkun kjarnavopna á landi með þeim afleiðingum, að þeim fjölgi í hafjnu. Þetta staðfestir nauðsyn þess, að íslendirtgar hefjist handa um að vinna að því, að kjarnavopnavígbúnaðurinn á Norður-Atlantshafi verði stöðvaður og síðan dregið úr honum með gagnkvæmum samningum milli risaveldanna. Svipaða sókn eru Ástralíumenn nú að hefja fyrir kjarna vopnalausu Kyrrahafi. Á 18. þingi Framsóknarflokksins, sem haldið var 13.-15. nóvember 1982, var m.a. ályktað, að það væri eitt af markmiðum Framsóknarflokksins í utanríkis- og öryggismál- um, „að íslendingar noti hvert tækifæri sem gefst til að Vara við auknum kjarnorkuvopnabúnaði og vaxandi hernaðarumsvif- um á Norður-Atlantshafi. Stefnt verði að því að kölluð verði saman ráðstefna um þessi mál eins og þingmenn Framsóknar- flokksins á íslandi hafa lagt til.“ Hin froðlega grein í Lesbók Morgunblaðsins á sunnudag- inn var um ógnina í undirdjúpunum felur í sér eindreginn stuðning við þessa stefnu. Þ.Þ. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGUST 1983 ■ Frá iðnsýningunni. „EKKERT ALVAR- LEGT SLYS Á ÞESS- UM BÁTUM í 30 ÁR” ■ Myndarleg iðnsýning stendur þessa dagana yfir í Laugardalshöll, en sýniugin var formlega opnuð á föstu- daginn var. Við það tækifæri flutti Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðhcrra, ræðu, þar sem hann fjallaði nokkuð um stöðu iðnaðarins í dag. Iðnaðarráðherra sagði þar m.a.: „Islenskur iðnaður hefir löngum átt mjög misjöfnu gengi að fagna, ekki sízt vegna misjafnrar ráðdeildar landsstjórnarmanna hverju sinni. Vanniat á möguleikum hans og mikilvægi í þjóðar- búskapnuni hefir á stundum uni of ráðið ferðinni, enda þeir mcnn margir enn í fullu fjöri, scm ckki þekktu annað en hið fábrotna þjóðfélag fiskveiða oglandbúnaðar. Kn augljóst er, að við sækjum ekki um sinn meira til sjávar- ins til framfærslu né heldur landbúnaðar, þótt þær at- vinnugreinar verði framvegis einnig hinir mikilvægu horn- steinar atvinnulífsins. Það er iðnaðurinn, sem um fyrirsjá- anlega framtíð verður að taka við flestum nýjum vinnandi höndum. í iðnaði, stóriðju sem almennum iðnaði, liggur allur hagvaxtarbroddur okkar. Fyrir því hljótum við að leggja höfuðáherzlu á vöxt hans og viðgang. A síðastliðnu ári stóð iðn- aðarframleiðsla nokkurn veginn í stað. Á þessu ári er áætlað að iðnaðarframleiðsla vaxi óverulega en fyrir það er þó þakkandi, hafandi í huga, að gert er ráð fyrir að þjóð- arframleiðsla minnki um 6- 7%, hvorki meira né minna. Eitt af mikilvægustu hags- niunamálum iðnaðarins er rétt skráð gengi gjaldmiðils okkar. Ég leyfi mér að full- yrða, að gengisskráning sé iðnaðinum í hag um þessar mundir. Ég iegg mjög mikla áherzlu á stöðugt gengi krón- unnar, sem mikilvægs þáttar í viðureigninni við verðbólg- una, en vara sérstaklega af gefnum tilefnum við því að hagsmunir annarra atvinnu- greina séu látnir sitja í fyrir- rúmi þegar metin er skráning gengis. Því veltur á miklu að iðn- fyrirtæki nýti sér nú hagstæða samkeppnisaðstöðu af þess- um sökum. Nú er tækifæri til að vinna aftur nokkuð af þeirri markaðshlutdeild, sem innfluttar iðnaðarvörur hafa haft. Einnig gott færi á að nýta nýja möguleika á út- flutningi iðnvarnings. Má í því sambandi sérstaklcga minna á markaðsátak Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins, í nálægum löndum. Á þessu ári er talið að útflutn- ingur iðnaðarvara hafi vaxið að raungildi um allt að 10% og er það ánægjuleg þróun mála.“ Nýtt átak til kynningar „Þess hefir iöngum þótt gæta, að almenningur væri nokkuð drumbs um íslenzkan iðnvarning í innkaupum sínum. Nokkuð hefir þó áunnizt í þeim efnum. En betur má ef duga skal. Ég lýsi því hér með yfir, að iðnaðar- ráðuneytið mun, í samráði og samvinnu við hngsmuna- samtök iðnaðarins, verja til þess fjármunum og mannafla á árinu 1984, að skipulegt nýtt átak verði gert til kynn- ingar á íslenzkum iðnvarningi með það að markmiði að stórauka hlut íslenzks iðnað- ar í innlenda markaðnum. Mun hagsmunaaðilum gefinn kostur á því innan tíðar að tilnefna menn til undirbún- ings þessara verka. Ég vil geta þess sérstak- lega, að um seinustu áramót var verðlagning gefin frjáls á nokkrum innlendum iðnað- arvörum, sem eiga í harðri samkcppni við erlcndar. At- hugun Verðlagsstofnunar, sem gerð var 20. júlí sl. á verðbreytingum þessara vara, sýnir að frjáls verð- myndun hefir rcynzt vel og hafa innlc.idar iðnaðarvörur í nær öllu falli hækkað minna en erlendu samkcppnisvör- umar. Islenzka iðnbyltingin er glæsileg, sérstaklega með til- liti til þess, hversu ung hin öflugu samtök iðnaðarins eru að árum, Félag íslenzkra iðn- rekenda. Á morgun minnist Sam- bandsiðnaðurinn á Akureyri 60 ára afmælis síns. Við þökkum þeim sem þar eiga og áttu hlut að máli fyrir glæsilegt brautryðjendastarf og sendum þeim heillaóskir.“ Verðbólgan og iðnaðurinn Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrck- enda, hélt einnig ræðu við setningu iðnsýningarinnar og fjallaði þar m.a. um verð- bólguna og iðnaðinn. Um það efni sagði Víglundur m.a.: „Nú hefur í fyrsta sinn um langt skcið verið ráðist af alvöru að þeirri óðaverð- bólgu sem hér hefur gcisað. Oðaverðhólgan er og verður versti óvinur atvinnuvcganna og þar með allrar þjóðarinn- ar. Baráttan við hana í hverju fyrirtæki tekur upp mestalla starfskrafta stjórnenda. Starfskrafta sem fyrst og frcmst á að nýta til framtíðar- stefnumótunar og uppbygg- ingar í fyrirtækjunum. Hvort tveggja fyrirbæri sem við höfum séð í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Á sl. vetri náði verðbólgan hærra og áður óþekktu stigi hér á landi. Hinn 1. maí sl. var verð- bólga síðustu 12 mánuði þar á undan 87% og á hraðri uppleið, 1. ágúst var verð- bólgan mæld á sama hátt 101%, 1. nóvember nk. verð- ur hún enn 85-90% en þó á niðurleið. Þessi reikniaðferö er raunhæft mat á verðbólg- unni þegar við erum að liorfa til baka. Ágætis aðferö fyrir þá sem vilja lifa í fortíðinni. En það er annar máti á að rcikna verðbólguna og sá sem að mínu mati skiptir öllu máli en hann er að gera sér grein fyrir því hver er hraði verðbólgunnar í dag og hvers við megum vænta. Síðustu sex mánuðina hef- ur verðbólgan, reiknuð til heils árs, verið yfir 100%. Á næstu þremur mánuðum verður verðbólguhraðinn, mældur á sama hátt, um 40% að meðaltali og þegar kemur fram yfir áramót ætti hann að vera kominn niður í um 20%. Það er þessi þróun sem hefur kveikt þá von sem ég gat um áðan. En vonin ein þó góð sé dugir ekki til að hleypa nýjum krafti í at- vinnustarfsemina og hclja nýtt vaxtartímabil. Verkefni næstu mánaða er að skapa þá trú sem þarf til aö svo geti orðið.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.