Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.08.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg* 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA. ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR y Qjvarahiijtir Hamarshöfða 11 ITrraÍTm Ritstjom 86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Blöndudeilan: „SENNILEGA IANGT ÞÓF FRAMUNDAN — segir Guð- laugur Þor- valdsson ■ „Það var ætlunin að deilu- aðilar kæmu saman nú upp úr 20. ágúst til að ræða málin en vegna suniarlcyfa hefur þetta dregist nokkuð, en það eru nokkuð margir aðilar sem hlut eiga að máli í þessari deilu eins og kunnugt er“, sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari í samtali við Tímann í gær. „Fyrirhugað er að koma á heildarkjarasamningi við öll verkalýðsfélögin sem þarna eiga hlut að máli og þetta verður mikil vinna og að öltum líkindum langt þóf sem fram- undan er. Ætlunin er að hafa sama hátt á og gerðist á Tungn- ársvæðinu þegar virkjanir stóðu þar yfir, en þá voru í gildi heildarkjarasamningar þeirra sem þar unnu. Þcir aðil- ar sem hér eiga hlut að máli eru Verkalýðsfélögin fyrir norðan, og Landsambönd iðnaðar- mannanna annars vegar, og svo hins vegar eru Landsvirkj- un og Vinnuveitcndasamband- ið fyrir hönd verktakasam- bandsins. , sagði Guðlaugur Þorvaldsson að lokum. -ÞB. Blaöburöarbörn -íOtr- ■ óskast VARÐSKIPK) ÞÓR HÆTTIR ■ „Þór hefur verið afvopnað- ur, rétt er það og hefur nú látið af störfum sem varðskip", sagði Guðmundur Kjærnested hjá Landhelgisgæslunni í spjalli við Tímann. „Önnur vélin brotnaði í júní í sumar og fyrir utan það er skipið frá árinu 1959 og farið að láta á sjá“, sagði Guðmundur. „Skipið er samt alveg sjófært og hin vélin t sæmilegu lagi þannig að það er kannski hægt að selja Þór en í versta tilfelli að höggva hann upp.“ Loks sagði hann að búið væri að taka flest gæslugögn úr ■ Þessi mynd var tekin þegar byssan á varðskipinu Þór var fjarlægð. Tímamynd: Ámi Sæberg. ■ „Það kom fram á fundi sem ég átti með mönnum úr stóriðju- nefnd um daginn, að markaðs- verð sé nú lægra en það verð sem miðað var við í fyrri skýrslum og munar þar býsna miklu. Maður er því óneitanlega ekki eins bjartsýnn og áður,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, spurður hvort vonir manna um byggingu trjákvoðu- verksmiðju á Húsavík væru nú mjög að daprast. f Víkurblaðinu sagði nýlega, að heimsmarkaðsverð á trjá- kvoðu um þessar mundir sé 330 dollarar í stað 480 dollara sem miðað haft verið við í skýrslu þeirra er Edgar Guðmundsson hafi látið vinna, þar sem reiknað hafi verið með meðalverði á ákveðnu árabili. Verðið virðist því hafa lækkað um nær þriðjung, eða 31,5%. Jafnframt færir blaðið fregnir af því að staða fyrirtækja af þessu tagi sé nú víða slæm. Eitt stærsta gjald- þrotamál í Noregi um þessar mundir sé tengt pappírsverk- smiðju, Nígeríumenn séu stopp í miðri verksmiðjubyggingu og Indónesar að guggna á byggingu fyrirtækis sem búið var að á- kveða. Bjarni kvað bandarískan aðila nú vera að gera úttekt á málinu og beðið sé eftir skýrslu frá honum, sem væntanleg: sé um næstu mánaðamót. Þá verði haldinn annar fundur með stór- iðjunefnd. „Fyrst og fremst vilj- um við fá niðurstöðu í málinu sem allra fyrst“, sagði Bjarni Aðal- geirsson. - HEI Grímsstaðaholt Laugateigur Tunguvegur Miðbær Ásgarður Skjólin Suðurgata SlMI 86300 dropar Tannlæknarnir rétt skrimta! ■ I plássi einu á Vesturlandi er það hreint ekkert gamanmál að þurfa á þjónustu tannlækna staðarins - sem raunar eru hjón - að halda, því svo miklar eru annir þeirra að biðlistinn mun nú kominn nokkuð á annað ár. T.d. vita Dropatelj- arar dæmi um stúlku eina sem pantaði tíma í maímánuði 1982 og hefur ekki koinist að enn. Svokallaður „tannpínulisti" mun þó sem betur fer vera töluvert styttri, eða ekki nema frá nokkrum dögum og.hæst upp í vikur. Miðað við allar þessar annir var því ekki að furða þótt sumir þorpsbúa rækju upp stór augu þegar litið var í álagning- arskrána á staðnum nú í ágúst, hvar af mátti ráða að afrakstur af öllu puðinu væri harla rýr.> Karlinn reyndist eiga að greiöa 28.830 kr. í útsvar (sem svarar til um 20 þús. króna mánaðar- launa að meðaltali á s.l. ári) og 47.146 kr. í tekjuskatt, og upp í þetta fékk hann síðan 14.740 kr. barnabætur til frádráttar. Konan fékk 22.330 kr. útsvars- álagningu (svarandi til um 15 þús. króna meðal mánaðar- launa 1982) og 32.160 kr. í tekjuskatt og cinnig 14.740 kr. barnabætur til frádráttar. Einn „góðhjartaður“ þorpsbúi mun t.d. hafa haft á orði að það væri gustuk að skjóta saman í einhverja aðstoð handa þessu illa launaöa harnafólki. Það var því ekki nema von að undrunarsvipur kæmi á bygginganefndarmenn staðar- ins þegar þeim barst í hendur lóðarumsókn frá tannlækna- hjónunum þar sem í Ijós kom að af sínum „hungurlaunum“ hafa þau í hyggju að ráðast í byggingu um 1.373 rúmmetra einbýlishúss eða um 374 fer- metra að gólfrými, þar af um 51 fermetra bílskúr. Bygging- arkostnaður húss af þessari stærð væri vart undir 8 milljón- um króna samkvæmt núgild- andi byggingarvísitölu, svo margar holur verður væntan- lega að bora áður en það veröur fullbúið. Bakdyramegin áþing ■ Uppákoma hjá Dagsbrún heldur áfram að vera umræðu- efni manna á meðal. Ein margra kenninga sem skotið hafa upp kollinum undanfarna daga er sú að Guömundur J Guðmundsson sé að krýna krónprins sinn á alþingi. Sú hefð hefur skapast að fulltrúi Dagsbrúnar ætti öruggt sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Tilkoma Þrastar sem æðsta manns fé- lagsins sé aðeins fyrirboði þess að hann verði fulltrúi verka- lýðsins á alþingi eftir að Guð- mundur lætur af þingmennsku. í Ijósi þess hve upphefð Þrastar innan Dagsbrúnar ber skjótt að og með óvenjulegum hætti kalla margir þetta að verið sé að koma Þresti bak- dyramegin á þing. Krummi ... ...er nokkuð viss um að Davíð vantar ekki „lóð“ á vogar- skálarnar. HÆGT AD SEGIA UPP 58% ALLRA RfKISSTARFSMANNA ■ Rösklega 42% ríkisstarfs- manna eru nú annaöhvort skipaðir í stöður eða æviráðnir, þannig að nær 58% eru því ráðnir samkvæmt gagnkvæmum uppsagnarfresti. Upplýsingar þessar fengum við hjá Sigrúnu V. Ásgeirsdóttur, launaskrárrit- ara í framhaldi umræðna þeirra sem farið hafa fram um fækkun starfsmanna ríkisins að undan- förnu. Sigrún tók fram að tölur þessar væru fengnar samkvæmt merkingum sem hún hafði nokkrum fyrirvara á að væru nákvæmlega réttar. Samkvæmt upplýsingum Sig- rúnar eru ríkisstarfsmenn nú alls | taldir 13.540 í samtals 12.094 stöðugildum. Má því ætla að um 3.000 þeirra séu í hlutastörfum. - HEI Vonir Húsvíkinga um trjákvoduverksmiðju að daprast: HEIMSMARKADSVERÐ LÆKKAÐ UM 30%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.