Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1983
3
fréttir
„MORG FYRIRTÆKI SEM EG
TEL RÍKIÐ EIGI AD SEUA”
— segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, sem ætlar að gera
tillögu um sölu ríkisfyrirtækja á ríkisstjórnarfundi í dag
■ „Ég geri mér vonir um að geta lagt
listann og sundurliðun hans fyrir ríkis-
stjórnina á fundi á morgun,“ sagði
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra
er Tiiuinn spurði hann í gxr hvort listinn
yfir ríkisfyrirtæki þau sem hann vill seija
væri tilbúinn.
Aðspurður um hvaða ríkisfyrirtæki
hann vildi helst selja sagði fjármálaráð-
herra: „Það eru mörg fyrirtæki sem ég
tel að ríkið eigi að sélja. Til dæmis tel ég
ekki að ríkið eigi að eiga í neinum
fyrirtækjum, sem einstaklingar eiga
einnig og geta betur þjónað fólkinu. Ég
nefni í því sambandi Landssmiðjuna -
ég sé enga ástæðu til þess að Landssmiðj-
an sé í samkeppni við almennan innflutn-
ing í landinu. Þá tel ég að þjónustan við
landsbyggðinga væri miklu betur komin
í höndum skipafélaganna, Sambandsins,
Eimskips og Hafskips, heldur en í
höndum Ríkisskips. Þetta eru aðilarnir
sem flytja vöruna til landsins og dreifa
henni.
Ég sé heldur enga ástæðu til þess að
ríkið sé að eiga hlutabréf í fyrirtækjum
eins og Flugleiðum, Eimskip, Norður-
stjörnunni, Slippstöðinni á Akureyri og
fleiri fyrirtækjum. Þetta eru hlutafélög
einstaklinga en ekki ríkisfyrirtæki. Það
gegnir allt öðrh máli ef stórfyrirtæki,
sem eru mikið atvinnuskapandi, komast
í tímabundinn vanda, þáerhægt að veita
ríkisaðstoð. Ég nefni sem dæmi Álafoss,
sem er gríðarlega stórt spursmál fyrir
okkur að gangi vel. Þegar fyrirtæki fer
að ganga vel, þá á ríkið ekki að halda
áfram að vera eigandi.“-
- AB
■ A rútudegi B.S.Í. um helgina var efnt til mikillar rútusýningar. Þessi rúta var
höfð til sýnis og kynningar fyrir rútudaginn og þurfti töluvert að hafa fyrir því að
koma rútunni á vel ábcrandi stað eins og sjá má. Tímamynd Ari.
B.S.Í. efndi til rútudags
■ Bifreiðastöö Islands efndi s.l. laugar-
dag til svo kallaðs Rútudags, undir
kjörorðinu „ferðist ódýrt um ísland".
Að sögn Gunnars Sveinssonar for-
stjóra B.S.Í. var tilgangurinn einkum sá,
að kynna almenningi sérleyfisakstur og
þjónustu sérleyfishafa við almenning og
hvað helst væri á döfinni í sumar.
Fengnir voru ýmsir aðilar á vegum
B.S.Í. til að kynna fyrirhugaðar ferðir
um leið og fólk var hvatt til að ferðast
meira um ísland. Þá voru farnar ókeypis
kynningarferðir um Reykjavík í sam-
vinnu við ferðamálanefnd Reykjavíkur-
borgar og munu um 500 manns hafa
notfært sér þá þjónustu. Um 6-8000
manns munu hafa komið á B.S.I. á
laugardaginn og sagði Gunnar að þátt-
takan hafi farið fram úr vonum þeirra
sem að þessum degi stóðu. - ÞB
Arekstur í
Kópavogi
■ Árekstur varð á milli mótorhjóls og
bifreiðar á gatnamótum Digranesvegs
og Bröttubrekku í Kópavogi í gærdag.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi, fót-
brotnaði pilturinn á bifhjólinu en ekki er
vitað um frekari meiðsli. Biðskylda er á
Digranesveginum.
- Jól
Danskur
sirkus til
íslands
í sumar:
„Fyrsta
sýningin
verður
17. IúlV’
■ „Fyrsta sýningin verður 17. júlí í 800
manna sirkustjaldi,“ sagði Jörundur
Guðmundsson, hárskeri, eftirherma og
nú undirbúnings- og framkvæmdaaðili
danska sirkussins sem kemur hér til
Islands í sumar, í stuttu spjalli við
Tímann.
„Sýningarfólkið kemur hvaðanæva úr
heiminum. T.d. er hinn frægi loftfimleik-
aflokkur frá rúmenska 'ríkissirkusnum,
hljómsveitin frá Tékkóslóvakíu og
ítalskir listamenn láta einnig Ijós sitt
skína: Circus Arena er nafnið á sirkusn-
um og verður hann staðsettur á túninu
við TBR-höllina. Ég er ekki búinn að fá
miðana í hendur ennþá en þegar þar að
kemur mun hefjast forsala hér hjá mér.
Miðaverðið hefur ekki verið ákveðið,"
sagði Jörundur að lokum. - Jól
■ Biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson, tekur fyrstu skóflustungu að
nýrri kirkjubyggingu í Seljasókn. Tímamynd: ARI.
Fyrsta skóflustungan tekin ad
nýrri kirkjubyggingu í Seljasókn:
Þegar hefur
borist
vegleg gjöf
Hvalur 9
búinn að
fá tvo
langreyði
■ „Það er nú þegar búið að drepa tvo
lángreyði,“ sagði Pétur Andrésson á
skrifstofu Hvals hf. í Hvalfirði erTíminn
spjallaði við hann í gærdag, í tilefni þess
að nú er hvalveiðitímabilið hafið.
„Hvalur hf. á 4 báta en í ár gerum við
aðeins út 3 þar sem búið er að lækka
veiðikvótann. Númáveiða 1671angreyði
og ekki meira en 100 sandreyði. Bátarnir
3 fóru í gærmorgun klukkan 8.00 og nú
er Hvalur 9 á leiðinni inn með áður-
nefnda tvo langreyði. Ég reikna með að
báturinn komi upp úr fjögur í nótt,“
sagði Pétur að lokum.
-Jól.
■ Hvalveiðibátarnir að leggja úr liöfn.
Tímamynd - Ámi Sæberg.
■ Síðast liðinn laugardag var tekin
fyrsta skóflustungan að nýrri kirkjubygg-
ingu í Seljasókn. Seljasókn cr innan við
þrrggja ára gömul, en hún tók til starfa í
júní 1980 og kirkjubygginganefnd
nokkru síðar, eða 1981.
Að sögn Valgarðs Ástráðssonar sókn-
arprests er verkefni þetta mjög brýnt
enda er Seljahverfi með stærri hverfum
í Reýkjavík eða um 8000 manns. Kirkju-
byggingin ásamt safnaðarheimili mun
verða um 1100 fermetrar að stærð,
byggð í 4 álmum með píramídalagi sem
tengdar verða saman með forstofu.
Valgeir sagði ennfremur að söfnun til
verksins hefði gengið vonum framar og
hefði þegar verið gefið fé til margra
einstakra verkþátta. Þar munaði einna
mest um gjöf hjónanna Unnsteins Jó-
hannssonar og Lilju Fredriksen, en þau
hefðu ákveðið að gefa allan gröft að
kirkjunni til.minningar um dóttur sína
Ingunni Hildu Unnsteinsdóttur, en hún
lést af slysförum á síðastliðnu hausti.
Einnig væri fólk í hverfinu mjög áhuga-
samt um byggingu þessa og mætti í því
sambandi benda á að listamenn í hverf-
inu hefðu gefið listaverk í happdrætti
sem nú væri að fara af stað til að afla fjár
til væntanlegrar kirkjubyggingar. _ j,jj