Tíminn - 14.06.1983, Síða 5

Tíminn - 14.06.1983, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1983 5 fréttir Stjórnskipuð nefnd skilar tillögum um ferðamálastefnu, stefnt að: 45°/« HBLDARFJOLGUN ERLENDRA FERDAMANNA A 10 ARA TÍMARIU ■ „Nefndin mælir með að á árunum 1984-1992 verði stefnt að því að árleg fjölgun erlcndra ferðamanna nemi að meðaltali um 3.5%. Þessi aukning ásamt 7% aukningu á yfirstandandi ári jafn- gildir því að 106 þúsund erlendir ferða- menn kæmu hingað til lands 1992, þ.e. 33 þúsund fleiri en s.l. ár scm jafngildir um 45% heildaraukningu á þessu 10 ára tímabili.“ Þetta er ein af þeim tillögum sem er að finna í nýútkominni skýrslu þriggja manna nefndar, sem samgöngumálaráð- herra skipaði árið 1981 „til að gera úttekt á þjóðhagslegri þýðingu íslenskr- ar ferðamannaþjónustu og spá um þróun hennar á næstu árum,“ eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. í nefndinni áttu sæti Birgir Þorgilsson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs íslands, Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins og Ólafur S. Valdimarsson, skrifstofu- stjóri samgönguráðuneytisins, sem jafn- framt var skipaður formaður nefndar- innar. Þá starfaði Pétur Pétursson, fyrr- verandi alþingismaður, sem ritari nefnd- arinnar allan tímann og tók þátt í tillögugerð hennar. Kristjón Kolbeins, viðskiptafræðingur, starfaði einnig fyrir nefndina á lokastigi verksins. Hér á landi eru gildandi lög frá árinu 1976 um skipulag ferðamála sem segja má að séu nauðsynlegur grundvöllur fyrir ákveðna ferðamálastefnu. Forveri þessara laga má segja að hafi verið lög frá árinu 1964 um Ferðamálaráð ogfleiri þætti ferðamála. Þá var að frumkvæði eldra Ferðamálaráðs og með fjárstyrk úr Þróunarsjóði Sameinuðu þjöðanna, unnin skýrsla af bandarísku fyrirtæki, Checchi & Co, um ferðamálastefnu. Þessi skýrsla var unnin á árunum 1972- 1975. Með þeirri stefnumörkun sem nú hefur verið lagt til að verði samþykkt, er í þýðingarmiklum atriðum horfið frá meginstefnu Checchi & Co., enda for-, sendur aðrar. Gert er ráð fyrir miklu hægari fjölgun erlendra fcrðamanna og að fjárfesting í nýrri aðstöðu fyrir þá þjóni um leið þörfum íslenskra ferða- manna. Jafnframt er í þessari stefnu- mörkun lögð áhersla á náttúrurvernd í samvinnu við Náttúruverndarráð og hliðstæða aðila.' Eins og áður sagði gerir tillaga nefnd- arinnar ráð fyrir því að fjölgun erlendra ferðamanna nemi að meðaltali um 3.5%. Á yfirstandandi ári er hins vegar gert ráð fyrir 7% aukningu vegna tilkomu hinna nýju lystiskipa Eddu, og Norröna. Þá hefur Arnarflug nýlega hafið áætlunar- flug til og frá Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich og eins er reiknað með fjölgun erlendra farþega með Flugleiðum á þessu ári. Nefndin bendir á að samkvæmt reynslu annarra þjóða varðandi orlofs- venjur séu líkur til þess að algengara verði en fyrr að fólk skipti fríum, taki hluta þeirra að sumri til og hluta að vetri, og jafnframt að stærri hluta en áður verði varið til ferða innanlands eða til dvalar heima. Nefndin leggur því til að undir forystu Ferðamálaráðs verði gert átak til þess að beina íslendingum meira en verið hefúr að ferðum innanlands. Erlendis vill nefndin að aukin verði landkynning á hefðbundnum markaðs- svæðum (þ.e.a.s. í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum), en reikna má með að það kosti íslendinga hlutfallslega meira landkynningarfé að fá útlendinga til að heimsækja ísland en "þessi kostnaður er hjá öðrum þjóðum. Hér heima vill nefndin að reistar verði þjónustumiðstöðvar fyrir ferðafólk á nokkrum stöðum á landinu. Auk þesser bent á að smáhýsi til leigu fyrir ferða- menn er fýsilegur kostur og er talið að þessi tegund ferðamannaþjónustu eigi mikla framtíð fyrir sér. Auk þessara tillagna sem hér hefur ver- ið drepið á leggur nefndin til dæmis til að átak verði gert í byggingu tjaldstæða, að gefnir verði út vandaðir og aðgengilegir bæklingar með sem ítarlegustum upplýs- ingum um hálendið og umgengni við það, að unnið verði skipulega að því að bæta aðstöðu til ráðstefnuhalds, að auk- in verði menntun og þjálfun þess fólks, sem annast þjónustu við ferðamenn og að unnið verði að skipulagningu á silungsveiði í ám og vötnum með aukna sölu á erlendum og innlendum markaði í huga. Nefndin er þeirrar skoðunar að hlutur fjárfestingar í ferðamálum þurfi ekki að aukast að ráði frá því sem verið hefur undanfarin ár. Við fjárfestingu í ferða- þjónustu þurfi fyrst og fremst að hafa að markmiði sameiginlega nýtingarmögu- leika fyrir innlenda og erlenda ferða- menn. IngH. ■ Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði, Sverre Borge frá Gjövik og skáti við eina gangbrautina í Reykjavík. Vika helgud gangandi vegfarendum er haf in ■ Lögregluyfirvöld á Norðurlöndum hafa ákveðið að taka sérstaklega fyrir fjögur viðfangsefni og helga hverju þeirra eina viku í tilefni af Norrænu umferðaröryggisári. Viðfangsefni þessi eru valin í samræmi við megin tilgang umferðaröryggisársins, en hann er sá að auka öryggi vegfarenda með bættri um- ferðarhegðun og að vekja fólk til um- hugsunar um þátt hvers og eins í umferðinni. Fyrsta umferðarvikan var helguð hjól- reiðamönnum og ökumönnum mótor- hjóla og stóð yfir frá 16. til 21, maí sl. Nýbyrjuð vika er önnur í röðinni og nú er höfuðáhersla lögð á hegðun vegfar- enda við gangbrautir og umferðarljós. Mun lögreglan hvarvetna á landinu vekja athygli fólks á nauðsyn góðrar og réttrar hegðunar að þessu leyti. Af þessu tilefni er hingað kominn norskur lög- regluþjónn, Sverre Borge frá Gjövik og mun hann fara víða um land og miðla þekkingu sinni til almennings. Félagar í skátahreyfingunni, hjálparsveitum skáta og Slysavarnarfélagi íslands munu aðstoða lögregluna við gangbrautar- vörslu og dreifa bæklingi Umferðarráðs: „Gangbraut er besta leiðin ef aðgát er höfð" Gangbrautarvarsla hófst kl. 17.00 í Reykjavík í gær. - Jól Jónsmessugleði í Laugardalshöll ■ Bandalag íslenskra listamanna og samtökin Líf og land gangast fyrir Jónsr messugleði í Laugardalshöllinni n.k. föstudagskvöld, kl. 22.00 til 03.00. Verða útimarkaðstjöldin af Lækjartorgi flutt inn í höll og höfð þar meðan á samkomunni stendur og þannig sköpuð torgstemning og yfirbragð útihátíðar. Ýmislegt verður til skemmtunar m.a. leikþáttur, ballettsýning og hvers konar leikir og uppákomur. Atli Heimir Sveinsson og Laufey Sigurðardóttir leika rag time tónlist, Sigrún Björnsdóttir leikkona syngur verk eftir Kurt Wcil óe Sigurður Rúnar Jónsson skemmtir gest- um méðfiðluleik. Leikinn verður jass og létt danslög. Aðgöngumiðar verða seldir í Gallery Langbrók og við innganginn. Veitingar bæði pizzur og létt vín verða á boðstól- um. - JGK Hagsmunaadil' ar í sjávarút- vegi fjalla um skýrslu Haf- rannsókn- arstofnunar: ^Ekki unnt að takmarka þorskveiðar enn frekar” ■ „Sjávarútvegsráðherra hefur ákveð- ið, að með tilliti til stöðu þjóðarbúsins og afkomu útgerðar og fyrirtækja í sjávarútvegi, sé ekki unnt að takmarka þorskveiðar enn frekar en þegar er ákveð- ið, með þeim ráðstöfunum, sem kynntar voru í upphafi þessa árs,“ segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu, en þessi ákvörðun var tekin í gær eftir að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra hafði átt fund með hagsmunaaðilum í sjávar- útvegi til þess að ræða viðbrögð við nýjum upplýsingum um ástand þorsk- stofnsins, en Hafrannsóknastofnun telur að þorskstofninn sé 8% minni en talið var og hrygningarstofninn um 25% minni en talið var og leggur því til að lágmarks þorskafli verði 300 þús. tonn í stað 350 þús. eins og greint var frá í blaðinu fyrir helgi. í fréttinni er jafnframt bent á að vegna þess mikla samdráttar sem þegar hafi orðið á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, verði það að teljast ólíklegt að heildar- þorskafli á þessu ári fari að neinu marki yfir 300 þúsund tonn. - AB ■ Þau kynntu blaðamönnum Jónsmessugleðina. F.v. Þórunn Hafstein, Sigríður Ingvarsdóttir, Kristinn Ragnarsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Ragnhildur Hjaltadótt- ir. Tímamynd Róbert ■ „Guð ég trúi þessu ekki“, gæti Jóhanna Sveinjónsdóttir verið að hugsa en hún var á föstudagskvöldið kjörin ungfrú Hollywood 1983. Sitjandi er Hanna Kristín Pétursdóttir, en hún var kjörin sólarstjama Úrvals 1983. Gunnhildur Þórarinsdóttir,' ungfrú Hollywood 1982 er lengst til vinstri á myndinni. Tímamynd: Árni Sæberg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.