Tíminn - 14.06.1983, Page 11

Tíminn - 14.06.1983, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 fréttir Friðrik Sóphusson um „mirmislista” ríkisstjórnarinnar: „EINGÖNGU ATRIÐI SEM MENN ERU SAMMAlA UM” ■ „Þcssi minnislisti var tilkominn vegna þess að það var álit stjórnarflokk- anna að sjálf stefnuyfirlýsingin mxtti ekki verða of löng og ítarleg, og þess vegna væri ekki ástæða til þess að setja inn í hana öll þau atriði sem menn voru sanunála um að gera þyrfti á starfstíma- bilinu,“ sagði Friðrik Sóphusson vara- formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Tíinann í gær, er blaðamaður ræddi við hann um minnislista ríkisstjórnarinn- ar, sem birtur var í blaðinu í gær. „Þessi minnislisti er eingöngu um þau atriði sem menn eru sammála um,“ sagði Friðrik, „en öðrum efnisatriðum sem um var fjallað í stjómarmyndunarvið- ræðunum, sem menn urðu ekki sammála um, var vikið til hliðar, Ég get nefnt dæmi um það, að við sjálfstæðismenn lögðum á það mikla áherslu, að frjálst útvarp yrði tekið inn í minnislistann, en á það var ekki fallist og var það fyrst og fremst Tómas Árnason sem beitti sér gegn því. Hins vegar varðandi það mál, sem alit þetta hefur snúist um, þ.e.a.s. að for- stöðumenn fjármálastofnana láti af störfum, taki þeir sæti á Alþingi þá var ákveðið að hafa þetta atriði í minnislist- anum. en ekki í kaflanum um Fram- kvæmdastofnun, en þetta samkomulag missir á engan hátt gildi sitt, þó að það sé í minnislistanum en ekki stefnuyfirlýs- ingunni. Það má gjarnan koma fram, að textinn urn Framkvæmdastofnunina er að öðru leyti eftir þá Matthías Bjarnason og Tómgs Árnason - og þeir sem lesa þann texta sjá að eftir þær breytingar sem sá texti gerir ráð fyrir, er ekki nokkur þörf fyrir kommisar. Þess vegna lýsi ég undrun minni á yfirlýsingum Tómasar Árnasonar, varðandi þessi mál." Friðrik sagði jafnframt er Tíminn bar undir hann hvort það fælist ekki í orðalagi minnislistans að þessi 25 atriði væru til athugunar á kjörtímabilinu, og þar með ekki bindandi: „Það má alltaf spyrja sig að því hvort svona minnislisti sé bindandi. Það er bara spurning um pólitískt siðferði og pólitískt þrek. Það var talið að þessi listi væri nauðsynlegur til fyllingar sjálfri stefnuyfirlýsingunni, vegna þess að það var ekki hægt að setja öll þessi atriði inn í hana. Ef menn ætla að hengja sig í það, þá er það bara brigðmælgi af hálfu þeirra sem við sömdum við." - AB „Ég tel listann ekki bindandi” — segir Gudmundur Bjarna son, alþingismadur son, alþingismaður, er Tíminn spurði hann álits á því sem Friðrik Sóphusson, alþingismaður segir í blaðinu í dag um ininnislista ríkisstjórnarinnar, og það að hann tclji listann vera bindandi fyrir ríkisstjórnina. „Ég tel að það sé ekki hægt að segja um hvert þessara atriða, að þau séu bindandi, enda eru sum þeirra ekki þess eðlis, því í mörgum tilvikum er talað um endurskoðun," sagði Guðmundur jafn- framt og bætti við: „Það sem aðallega er nú rætt um er atriðið um endurskoðun á lögum um Framkvæmdastofnunina og mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að margir þættir í því sambandi séu teknir til ■ „Það voru allir sainmála um að stjórnarsáttmálinn ætti fyrst og fremst að fjalla um cfnahags- og atvinnumál, og síðan almennum orðum um félagslega þjónustu og uppbyggingu almennt, en varðandi ýmis atriði önnur sem fram komu í okkar umræðum, þá var sam- koinulag um að setja þau á þennan lista, sem gjarnan er nefndur niinnislisti. Það keniur fram í upphafsorðum þessa lista, að þetta eru atriði, sem ríkisstjórnin hyggst taka til sérstakrar athugunar á kjörtímbilinu, og þar með hlýtur að eiga eftir að fara fram frekari umræða um þessi atriði, og tel ég listann því ekki bindandi,“ sagði Guðmundur Bjarna- endurskoðunar og færðir til betri vegar, m.a. er þetta svokallaða kommissera- kerfi, en ég lít sem sagt ekki svo á að einstök atriði þessa lista geti talist bind- andi." - AB. HeimsóknStuttgart ítilefni 75áraafmælis Víkings: „Áttum vissulega von á fleiri áhorfendum” r«> ö ^ATd^ & Simar 13630 19514 VC/STUAÐ HE/LL KASS/MEÐ 18PELUM KOSTAREKK/ NEMA 106,20? Perkins DÍESELVELAR — sagdi Eiríkur Þorkelsson, form. knatfspyrnudeildar Víkings ■ „Við komum út með tapi, það er alveg ljóst", sagði Eiríkur Þorkelsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í samtali við Tímann er hann var spurður um fjarhagslega útkomu af knattspyrnu- leikjunum tveimur sem voru á Laugar- dalsvellinum í tilefni af 75 ára afmæli Víkings. „Við erum ekki búnir að gera þetta alveg upp en satt að segja áttum við von á fleiri áhorfendum. Við vorum þó alveg meðvitaðir um það að með heimsókn Stuttgart og Stjörnuliðsins vorum við að taka vissa áhættu. Það voru ákveðnir þættir sem við vissum ekkert um. Þættir eins og áhugi almennings á leikjum sem þessum og veðurfar", sagði Eiríkur. „Samtals borguðu sig inn u.þ.b. 5800 manns á báða leikina, en við hefðum þurft svona 8000 manns til að sleppa sléttir frá þessu. Eru þá reiknaðar inn í þetta tekjur sem komu síðar inn eins og auglýsingatekjur frá Sjónvarpinu og góður afsláttur frá Flugleiðum vegna fótboltaskólans. Fótboltaskólinn er kannski það ánægjulegasta af þessu öllu. Ég vil að lokum segja það að við stóðum eins vel að þessu og við höfðum vit á og þeir áhorfendur sem komu á völlinn fengu að sjá mjög góðan fótbolta, þannig að við Víkingar eru ekkert skælandi þessa dagana", sagði Eiríkur að lokunt. -Jól. L 4.154 og 4.165 Verð kr. 116.200.- Góð greiðslukjör Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.