Tíminn - 25.09.1983, Blaðsíða 27
ilA.'.S.t'.A.1
SUNNUDAGUR' 25. SCTTEMBER 1983 • gggj
í kjallara Hvíta hússins í Washington er Villta
Vestrið enn í fullu fjöri. Þar ganga menn í
kúrekastígvélum og leðurvesti og ýta Stetson
hattinum aftur á hnakkann, rétt eins og í gamla
daga. Á veggjunum eru glansandi gullstjörnur gömlu
lögreglustjóranna og þar hangir byssa af
Colt-45 gerð, en þannig byssur notuðu þeir einmitt
sem héldu uppi lögum og reglu á fyrri tíð. Þær voru
nefndar „Friðarstillar".
skoðun og Reagan í því efni að eingöngu
með hervaldi verði kommúnistum haldið
í skefjum. Clark hefur sömu skoðanir og
Reagan, hann hugsar eins og Reagan, -
til dæmis segir hann um Sovétríkin að
þau séu „fáránleg og afleit uppákoma í
sögu mannkynsins og að senn muni þau
hafa runnið skeið sitt á enda.“
Æviferill Reagans og Clark er ótrúlega
líkur. Báðir eru þeir komnir af alþýðu-
fólki og gengu úr Demókrataflokknum
nokkru eftir 1960 til þess að starfa með
Republikanaflokknum. „Bill er svo
hægrisinnaður, að það er ekki hægt að
ræða stjómmál á heimilinu," hefurmóð-
ir Clark sagt. Fyrir 17 árum kynntist
Clark Reagan, er hann var í framboði
sem fylkisstjóri og hann gekk þegar til
samvinnu við hann. Nýi fylkisstjórinn
fól þessum íhugula og seinmælta manni
þegar í stað starf ráðuneytisstjóra í
fylkisstjórahöllinni í Sacramento.
par sem Reagan hefur ekki sérfræði-
lega þekkingu á neinu sem að stjómar-
störfum lýtur fann Clark upp ráð til þess
að hann ruglaðist ekki í ríminu. Þar var
um að ræða minnispunktaform, sem
hann kallar „Mini memo“ Á einu einasta
blaði em öll málsatriðin tekin saman og
enn fremur tillögur um lausn og af-
greiðslu. Þannig fóra þeir félagar að í
Sacramento og þannig er það í Hvíta
húsinu nú. Áður en fundir hefjast í
öryggismálanefndinni lætur Clark vinna
allar skýrslur utanríkisráðuneytis og
vamarmálaráðuneytis í „Mini-memo.“
Menn sem segja að ekki séu öll vand-
kvæði heimsins þannig vaxin að þeim
megi gera skil í þrem setningumn,
mundu fá þetta svar hjá Clark: „Verði
aðalatriðunum ekki komið fyrir á einni
síðu, þá þýðir það aðeins að þér hafið
ekkert botnað í rnálinu."
Árið 1969 gerði Reagan, sem þá var
fylkisstjóri í Kaliforníu, þennan hægláta
hægrimann að héraðsdómara og síðar að
dómara við fylkisdómstólinn, en Reagan
þótti dömstóllinn of frjálslyndur. Þar
er sagt að Clark hafi gerst njósnari
Reagans og rætt dómsúrskurði við hann,
áður en þeir voru opinberlega felldir.
Svo segir blaðakonan Betty Medsger í
nýrri bók sinni, - hverju Clark neitar
ákaft.
Árið 1981 gerði Reagan þennan góða
vin sinn næstan Alexander Haig að
völdum í utanríkisráðuneytinu.
Þar sem þingið þurfti að samþykkja
þessa útnefningu, varð Clark að gera
grein fyrir ferli sínum og kom þá í ljós
að ýmsu þótti ábótavant. Sem reynslu á
vettvangi utanríkismála nefndi hann
starf sitt fyrir austurrískt skíðabindinga-
fyrirtæki, sem þó var aðeins stuttur tími.
Hann þekkti hvorki hið kunna orð fyrir
slökun spennu í alþjóðamálum „Dét-
ente“, né vissi hann hvaða NATO-lönd
það, voru sem hafnað höfðu nýjum
bandarískum eldflaugum á eigin grund,
- Holland, Belgía og Danmörk. „Þetta
má kalla óspilltan huga,“ sagði News-
week í frétt um Clark. Samt lét þing-
meirihluti Republikana undan óskum
forsetans og gaf Clark blessun sína. „En
svona lagað gerum við ekki aftur,“ sagði
formaður þingflokks þeirra, Charles
Percy.
En þessi staða var aðeins fyrsta þrepið
á leið Clark upp metorðastigann. Þegar
öryggismálafulltrúi forsetans, Richard
Allen, hraut úr embætti vegna mútugjafa
Japana, dró forsetinn alúðarvininn
ennþá nær sér. Enn hristu þingmennirnir
höfuðið. Allt frá því er Harry S. Traman
kom Öryggisráðinu á laggimar, sem
millilið milli Hvíta hússins og ráðuneyt-
anna, hafði aldrei verið skipaður maður
í þetta embætti sem virtist svo illa til þess
hæfur að gegna því, - enda er starfið
kallað „hið erfiðasta“ í Washington.
Þessi maður sem nú hefur fetað í
fótspor manna á borð við McGeorge
Bundy, Henry Kissinger og Zbigniew
Brzezinski getur ekki einu sinni sýnt
fram á sómasamlegan námsferil: Vegna
ófullnægjandi árangurs varð hann að
yfirgefa hinn fræga háskóla Stanford í
San Fransisco og líka Loyola - lasgaskól-
ann í Los Angeles. Að aflokinni tveggja
ára herþjónustu í Þýskalandi, þar sem
hann kvæntist konu af ættum Súdeta-
þjóðverja Johönnu Brauner, tókst hon-
umn loks að ljúka lagaprófi í annarri
tilraun.
í framgöngu er William Clark eftir
sem áður ráðsmaðurinn í Oxnard. Þótt
hann sjáist oft í móttökum hjá fyrirfólk-
inu í Washington, er honum gjarnt að
standa eilítið til hliðar, ásamt hinni
glæsilegu konu sinni. Við og við sést
hann á Mozart-konsertum í Kennedy
Center, en helst vilja þau frúin og hann
þó dvelja í íbúð sinni, þar sem ytri
glæsileika er í hóf stillt. Á hverjum
sunnudegi fara þessi rammkaþólsku
hjón til messu.
Meira að segja þeir sem mest gagnrýna
Clark, viðurkenna dugnað hans. Hann
vaknar klukkan hálf sex á morgnana og
fer þá að blaða í grúa af skýrslum og er
hann loks snýr heim um kl. 20 á kvöldin,
hefur hann með sér lesefni sem marga
klukkutíma tekur að fara í gegnum. En
hins vegar draga andstæðingar hans
mjög í cfa að þær ályktanir sem Clark
dregur af öllum lestrinum séu réttar og
þeim svíður í augum að hann er sá
maður sem hefur ótakmarkaðan aðgang
að forsetanum og situr stundum klukku-
stundum saman á hljóðskrafi með
honum. Þar sem öryggismálaráðgjafinn
reiöir sig ekki síst á pólitískt mat ramm-
íhaldssamra stjórnarmeðlima, eins og
Jeane Kirkpatrick, sem er fulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, telja margir að hann hafi stýrt stefnu
forseta síns inn á harla áhættusamar
brautir.
Vegna áhrifa Clark hneigist Reagan
ti! þess að taka nokkuð skammsýnar
ákvarðanir, sem mótast af hugsjóna-
ástæðum. Sem dæmi má nefna það er
hann gerði hinn góða og gilda hægri-
mann Kenneth Adelman að yfirmanni
afvopnunarnefndarinnar ACDA, þótt
margsannað sé að sá veit lítið um
takmörkun vígbúnaðar. Sama mátti
segja um þá ákvörðun að gera Kissinger
að foringja forsetanefndar einnar, þótt
hann væri orðinn uppvís að því að hafa
skipulagt valdaránið í Chile. Þá lét Clark
gera nákvæma athugun á því sem helst
angraði Sovétmenn í SALT-viðræðun-
um um takmörkun meðaldrægra kjarna-
vopna og urðu áhrif skýrslunnar þau að
mjög dró sundur milli viðræðuaðila. Þá
ergði hann bandamennina í Evrópu
mjög með því að leggja bann við sölu
hluta til jarðgasleiðslunnar miklu og
varð að fella bannið úr gildi fyrr en varði.
Þá stendur Clark að baki því að
stöðugt eykst spennan í Mið-Ameríku,
þar sem hann lætur fara fram mánuðum
saman heræfingar úti fyrir ströndum
þeirra landa, þar sem mest er spennan.
En þrátt fyrir alla gagnrýni vekja
athafnir hans mikla hrifningu meðal
hægrisinnaðra kjósenda, en það voru
einmitt atkvæði þeirra sem lyftu Reagan
í valdasöðulinn. Þeir voru ófáir Banda-
ríkjamennirnir sem litu það með vel-
þóknun, þegar „hjálparkokkar Moskvu"
voru ofurliði bornir með vopnum í
Libýu, Lfbanon, El Salvador og á Kúbu.
Clark treystir á stuðning þessa hluta
kjósendanna. Þvíhlýturfundur Reagans
og Jurij Andropovs, ef af verður, að
byggjast á þeim forsendum að Clark telji
að hann megi skila forsetanum at-
kvæðum við væntanlegt framboð hans til
endurkjörs. Öryggishagsmunir yrðu
aukaatriði.
Einföld heimsmynd kommúnistaveið-
arans er ekki ólík heimsmynd Roberts
gamla Clark, lögreglustjóra og afa Willi-
am Patrick Clark að mati bandaríska
blaðsins „National Joumal: „Eins og sá
gamli.kom á lögum og reglu í Villta
Vestrinu, þannig vill sonarsonurinn
núna gerast hönd laganna í þeim heims-
hluta, sem hann álítur hið nýja Villta
Vestur. - Mið-Ameríku.“
(Þýtf -AM)
■ Hann hugsar eins og Reagan og er einkavinur hans og trúnaðarráðgjafi.
Forsetinn hefur setið um hvert tækifæri sem boðist hefur til þess að lyfta
honurn ofar i valdasöðulinn.
Krem og lotion
taktu bestu kosti hvors um sig
og þá hefurdu: CREMEDAS
J -•
Jafnvel bestu lotion og bestu
hörundskrem hafa ekki eiginleika
Cremedas.
Cremedas ernefnilega „bœði-og”:
hörundskrem og bodylotion í
einu.
I Cremedas hefur mýkjandi,
nærandi og verndandi eiginleika
kremsins. Þá eiginleika, sem halda húðinni mjúkri og þjálli.
Cremedas er ekki feitt eins og krem og leggst þess vegna
ekki í lag utan á húðinni.
2 Cremedas er þægHegt í notkun. Það er auðvelt að bera á
sig og það hverfur fljótt inn í húðina, eins og lotion. Það
gefur húðinni þann raka, sem hún þarfnast til að sporna við
þurrki, ertingu og sárindum. Hin góðu áhrifhatdast lengur
en af venjulegu lotion.
Cremedas mýkir og verndar eins og krem,
smýgur fijótt inn í húðina, eins og lotion.
JOPCOh.f. Vatnagörðum 14, simi 39130
Allskonar
smáprentun
Umslög - Bréfsefni - Reikninga -
Frumbækur - Vinnulista - Kort.
Hverskonar eyðublöð önnur í einum eða
fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum.
Sjálfkalkerandi pappír - Rúðustrikaðar biokkir A-4
og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki
ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum
eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum
allar upplýsingar eða komum til yðar.