Tíminn - 25.09.1983, Blaðsíða 10
10__________
kvikmyndasjá
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983
Wwwm
Jean-Jacques
Beineix — höfundnr
,,Diva” — fær
hirtingu franskra
gagnrýnenda fyrir
nýjustn kvikmynd
sína:
. i PnMamr—u
^I§S1
p jjiysi
íKtl % |QkP* ú
■Eymdarlegt hafnarhverfi er
sviðið í „Tunglinu i göturæsinu".
Hér sést hafnarverkamaðurinq
(Depardieu) i þvi umhverfi...
„Tunglið í
götnræsinu”
■ Jean-Jacques Beineix varð
heimsfrægur kvikmyndaleikstjóri
með fyrstu kvikmynd sinni í fullri
lengd. Sú heitir „Diva“ eða „Stór-
söngkonan" og var sýnd hér á landi
á síðustu kvikmyndahátíð. Þessi
glæsilega kvikmynd hlaut miklar
vinsældir meðal áhorfenda í Frakk-
landi og víðar, og viðurkenningu
gagnrýnenda I ýmsum löndum.
Sumir franskir gagnrýnendur létu
sér þó fátt um finnast, og þeir hafa
nú hakkað Beineix i sig fyrir nýjustu
kvikmynd hans, sem var frumsýnd
á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Þessi önnur kvikmynd Beineix nefnist
„La lune dans le Daniveau“, sem
kannski mætti útleggja á íslensku:
„Tunglið í göturxsinu“. Nafniö sjálft
hefur orðið sumum tilefni til gamansemi.
Aðalleikarinn í myndinni, franska stór-
stirnið Gérard Depardieu", sagði t.d.:
„Það er kvikmyndin sjálf sem er í
göturæsinu". Gefur það nokkuð til
kynna tóninn í andstæðingum myndar-
innar.
„Að varpa undirmeðvit-
undinni á hvíta tjaldið”
Kvikmyndin er byggð á sögu eftir
David Goodis, sem áður hefur orðið
kvikmyndaleikstjörum uppspretta, m.a.
Truffaut. Sumir gagnrýnendur hafa sak-
að Beineix um að fara illa með skáld-
söguna og jafnframt fyrir að gera
kvikmynd, sem hafi í reynd engan sögu-
þráð. Beineixsvarar sjálfurfullum hálsi.
„Skáldsagan, sem var skrifuð fyrir 30
árum síðan, lýsir raunverulegu kreppu-
ástandi, sem ég get vel skihð, og fjallar
um það þjóðfélag sem ég lifi í“, segir
hann. „Kvikmyndin segir frá manni
(Gérard Depardieu), sem er sokkinn til
botns, bæði í raunverulegri og táknrænni
merkingu. Þetta er saga magnaðrar
nætur, þar sem innviðir persónuleikans
eru kannaðir, þar á meðal sektartilfinn-
ing hans vegna kynferðislegs sambands
við systur sína... Ég sá þessa sögu sem
líkingu, táknmynd um líf okkar. Ég get
aldrei sagt hlutina beint út, því ég er svo
hrifinn af táknum og krókaleiðum, og
þess vegna hlaut ég að verða hrifinn af
þessari sögu. Ég sá hana líka sem fund
með undirmeðvitundinni, og kannski er
það þess vegna sem sumir afneituðu
myndinni svo hrakalega... André Mal-
raux sagði einu sinni að kvikmyndin
hefði ekki enn sýnt undirmeðvitundina,
hinn innri heim, eins og bókmenntirnar.
Ég hugsaði mikið um þessa fullyrðingu
og leit á hana sem ögrun. Ég vildi láta
undirmeðvitundina birtast á hvíta tjald-
inu. Ég vildi ckki þjóna rökhyggjunni,
raunveruleikanum. Kvikmyndin hefur
tengi þjónað frásögninni, en ég tel að
myndmálið hafi öðru hlutverki að gegna.
Ég vildi kanna það hlutverk."
Innri veruleiki
„Kjami sögunnar er skapgerð hafnar-
verkamannsins (Depardieu), og það er
innri raunverulciki hans sem fyllir út í
myndrammann, en aðrar persónur eru
endurvarp hugaróra hans og drauma.
Konurnar tvær, sem hann komst í kynni
við, eru endurvarp af draumakonum
hans, þeirri hugmynd sem hann gerir sér
um konuna. Baudelaire sagði að það
væru ávallt tvenns konar konur; sú
Ijóshærða, kynríka og synduga (leikin af
Victoria Abril í myndinni) og hin dökka,
hreina og fjarlæga (leikin af Nastassia
Kinski). Þær eru fulltrúar andstæðra
póla í hugsun okkar. Þessar konur eru
súrrealískar; þær eru ekki til - þær eru
goðsagnir en ekki persónuleikar, sem
eiga sér stoð í raunvcruleikanum.
Bróðirinn í myndinni er sú mynd sem
aðalpersónan gerir sér um bróður, og
faðirinn er ekki endilega foreldri hans
heldur Faðirinn í víðtækari merkingu.
Saga Goodis cr í reynd ödepísk; fjallar
um þríhyrninginn móðir, faðir og sonur-
inn á milli þeirra.
Þetta er kvikmynd, sem fjallar um
hina ríku og fátæku, án þess að hafa
áhuga á ríkidæmi eða fátækt. Hún sýnir
cxistensíalískar þjáningar tveggja mann-
vera (Depardieu og Kinski), sem leiðir
af bilinu sem er á milli þeirra- hans, sem
lifir í göturæsinu, og hennar, s,em kemur
frá draumalandinu.
Skáldsaga Goodis hefur ekki meiri
söguþráð en kvikmyndin mín. Og þarað
auki er það ekki söguþráðurinn, sem er
áhugaverður, heldur leiðin í gegnum
undirmeðvitund mannsins. Við vitum að
undirmeðvitundin cndurskapar hlutina
eftir táknrænni þýðingu þeirra, á grund-
velli ástríðna okkar og ótta. Undirmeð-
vitundin lítur þannig allt öðrum augum
á samhengi hlutanna en mcðvitundin,
þar sem hlutirnir hafa ástæðu, skipulag.“
„Innri eldur11
Beineix hefur í viðtölum m.a. verið
spurður um, hvernighann stjórni leikur-
um í myndum sínurn og sérstaklega
hvernig honum hafi tekist að starfa með
Nastassia Kinski og Gérard Depardieu,
sem fara með aðalhlutverkin í nýju
myndinni.
„Ég er andvígur því að skilgreina
hlutina of mikið fyrir leikaranum. Ein
mikilhæf leikkona spurði eitt sinn kvik-
myndaleikstjóra um hvað hún ætti að
hugsa, þegar hún væri að lcika tiltekið
atriði, og hann svaraði: „Hugsaðu um að
komast frá punkti A til B“. Eða, sem er
enn betra, að hugsa um launaávísun-
ina... Það sem ég hef mestan áhuga á-
varðandi leikara er að fá þá til að
afhjúpa sjálfa sig, til að sýna hliðar sem
þcir hafa en vita ekki af sjálfir. Til þess
þarf að ciga við skapgerð þeirra, en ekki
þær persónur, sem þeir eru að leika,það
gerir þú með því að hlusta á fólk og egna
það - með ást og góðvilja en einnig með
ofbeldi. Ekki líkamlegu ofbeldi, nema
leikarinn þurfi á því að halda!
Nastassia hefur geysilegan innri eld,
mikla gjafmildi og ef til vill of mikla
einfeldni. Hún hefur ekki enn lært að
fjarlægja sig nægilega frá því, sem hún
og síðar með draumastúlkunni (Kinski) í rauðum Ferrari.
■ Depardieu með tunglið í baksýn...
... og Kinski í Ferraribílnum.
er að gera. Hún leitar eftir fullkomnun,
en það getur leitt til sjálfstortímingar.
Ég var ekki sérlega hrifinn af henni í
„Tess“ en ég var undrandi á hversu langt
hún gekk í „One From the Heart“. Þá
vildi ég strax fá hana í „Tunglið" mitt.
Hún nær því yfirleitt í fyrsta sinn að leika
atriði rétt, en viil samt sem áður bæta
það,-og í því liggur hættan. Það var
hvetjandi að vinna með henni.
Depardieu er geysilega sterkur leikari,
en samt er hann þreyttur og það þarf að
hjálpa honum til að brjótast út úr rútínu
sinni. Ég tel að hann hafi sýnt frábæran
leik í „Tunglinu," kannski það besta sem
hann hefur sýnt“.
„Ég hataði skólann“
Beineix er nú í þann veginn að hefja
gerð kvikmyndar í Bandaríkjunum -
„brjálæðislega vampírumynd" eins og
hann orðar það sjálfur, og það er Ijóst,
að margar kvikmyndir eiga eftir að
koma frá honum næstu árin. En hvers
vegna ákvað hann að snúa sér að kvik-
myrtdagerð?
„Það var á æskuárunum. Sennilega
var það leið til þess að flýja veröld hinna
fullorðnu. Þetta er aðferð til að sýna
hlutina frá mínu eigin sjónarhorni í
stað þess að taka veröldina eins og hún
er. Ég var mjög hrifinn af alls konar
leikjum, sem fólu í sér einhverja leynd-
ardóma - fjársjóðaleit, eltingarleik eða
eitthvað annað, sem leiddi mig frá
raunveruleikanum.
Það skrítna er hins vegar að kvik-
myndin var eini glugginn minn að hinu
raunverulega lífi. Ég fékk reynslu af
lífinu gegnum kvikmyndirnar en ekki
veruleikann. Ég varð t.d. fyrsta sinn
ástfanginn af stúlku á hvíta tjaldinu -
það var japanska leikkonan Keiko Kishi
í „Fellibyl yfir Nagasaki". Mér fannst
kvikmyndin sýna sannleikann. Að öðru
leyti var æska mín eins og annarra
listamanna; ég vildi flýja á vit drauma,
skapa nýja veröld vegna þess, að sú sem
ég lifði í, var ekki eins og ég vildi hafa
hana. Ég var óhamingjusamur, en þó
veit ég ekki hvers vegna.
Ég hataði skólann, og mér var varpað
út úr mörgum þeirra. Ég stundaði
læknisfræði um hríð, en lauk ekki prófi.
Ég fór aldrei í kvikmyndaskóla, en las
bækur um kvikmyndir. Ég skildi þær oft
ekki en hélt samt áfram að lesa. Sem
námsmaður fékk ég sumarvinnu við að
hjálpa til við gerð sjónvarpsþátta. Þar
lærði ég mikið. Ég vissi ekkert um
hvernig kvikmynd verður til. Ég vissi
ekki að það er bæði einfalt og flókið -
einfalt vegna þess að að það er nóg að
setja myndavél fyrir framan eitthvað og
setja í gang. En umhverfið og fólkið,
það er mjög flókið. Á þessum árum var
ég mikill kjáni; ég vissi aðeins að bera
þurfti inn kafftð og að búningamir urðu
að vera tilbúnir á réttum tíma.
Ég aðstoðaði svo við gerð ýmissa
kvikmynda þar til ég fékk loks að gera
stutta kvikmynd árið 1977. Hún vann
fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð fyrir
unga leikstjóra í Trouville. Þremur árum
síðar gerði ég „Diva.“ Framleiðandinn,
írene Silberman, hafði séð stuttu mynd-
ina mína og boðið mér að gera leynilög-
reglumynd. Hún hafði trú á mér, en
ekkert varð af þeirri mynd. Það tók eitt
ár að sannfæra hana um að ég gæti gert
kvikmyndina um stórsöngkonuna“.
- ESJ tók saman.
■ Leikstjorinn, Jean-Jacques
Beineix, undirbýr töku atriðis.
Kinski í bilnum góða.