Tíminn - 30.09.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
MIKIÐ UM AD ÓSAMÞYKKT RAF-
TÆKI SEU SELD í VERSUINUM
— „Getur ordið að lögreglumáli ef sami aðili gerir sig sekan um að brjóta ítrekað
settar reglur’% segir tæknifræðingur hjá Rafmagnseftirlitinu
■ „Það er erfitt fyrir okkur að segja
nákvxmlega hversu mikið er af ósam-
þykktum rafvörum á markaðnum hér.
Hins vegar er óhætt að segja að það sé
of mikið af þeim,“ sagði Hreinn Jónas-
son, tæknifrxðingur hjá Rafmagnseftir-
liti ríkisins, þegar hann var spurður að
því hvort mikil brögð væru að því að
innflytjendur eftirlitsskyldra raftækja
færu ekki að settum reglum og seldu
ósamþykkt tæki í verslanir.
- Hver eru viðurlögin við því að selja
ósamþykkt raftæki?
„Það er fyrst gripið til þess ráðs að
stöðva söluna, en til þess hefur Raf-
mangseftirlitið vald. Ef einn aðili gerir
sig sekan um að brjóta settar reglur
ítrekað getur það orðið lögreglumál.
Hins vegar er reglan sú, með örfáum
undantekningum þó, að við náum að
stöðva söluna áður en þörf er að kæra
málið."
- Eru einhver fyrirtæki sérstaklega
erfið í þessu tilliti?
„Það er ekki unnt að nefna einstök
fyrirtæki í þessu sambandi. Aftur á móti
eru mörg fyrirtæki sem eru betri en
önnur hvað þetta varðar. Passa sem sagt
vel upp á að fá samþykki áður en varan
er sett á markað."
- Hvernig er eftirliti háttað?
„Það er nú því miður of lítið, nt.a.
vegna mannfæðar. Það er farið af og til
í verslanir og ef ósamþykkt tæki finnast
er haft samband við innflytjandann. Ég
hef það ekki á takteinum hversu mörg
tæki voru tekin í fyrra, en þau voru
nokkuð mörg."
- Stafar hætta af tækjum sem eru á
markaði hér?
„Það kannski stafar ekki alltaf bein
hætta af tækjum. En það er ýmislegt
annað sem þarf að athuga, til dæmis
ending. Tæki gætu t.d. haft veilur sem
ekki koma í Ijós fyrr en eftir langa
notkun og þess vegna orðið hættuleg
eftir nokkur ár."
- Dæmi er um að kviknað hafi í út frá
tiltölulega nýju sjónvarpstæki, sem
sprakk að næturlagi án þess að vera í
gangi.
„Sjónvarpstæki eru enn sent komið er
ekki prófunarskyld. Við höfum því
miður ekki bolmagn til að'líta eftir þeim
þó að reynt sé að fylgjast með að ekki
séu flutt inn tæki sem ekki standast
öryggiskröfur."
- Nú eru gömul tæki seld í verslunum.
Til dæmis hjá Sölunefnd varnarliðs-
eigna.
„Sölunefndinni var gert skylt að láta
yfirfara sín tæki af fagmönnum og hafa
við okur samráð, ef um væri að ræða
gömul tæki."
- Hvernig getur kaupandi verið viss
um að tæki sé samþykkt?
„Við höfum sérstakt viðurkenningar-
merki. Því miður er ekki skylda að nota
það á öllum raftækjum. Til þess að vera
viss verður kaupandinn einfaldlega að
spyrja," sagði Hreinn.
í fyrra voru 1218 beiðnir samþykktar
hjá Rafmagnseftirlitinu, en 134 var
synjað.
-Sjó.
Reykjavíkurskákmótid í febrúar:
Allir sterkustu íslend-
ingarnir með á mótinu
— Óvíst hvaða útlendingar sjá sér fært að mæta
Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins hefst
n.k. sunnudagskvöld:
Árni Kristjánsson og
Erling Blöndal Bengtsson
— leika verk eftir Beethoven
Jafnréttisráð:
Magdalena
Schram
ráðin
fræðslu-
fulltrúi
■ Magdalena Schram blaðamaður hef-
ur verið ráðin í stöðu fræðslu- og upplýs-
ingafulltrúa hjá Jafnréttisráði.
Starf hennar felst í því að sjá um
fréttabréf ráðsins, tengsl við jafnréttis-
nefndir sveitarfélaganna, jafnframt því
að kynna starfsemi ráðsins út á við, og
sjá um fræðslu um jafnréttismál
almennt.
■ Bnndaríski stórmeistarinn Samuel
Resevsky og ungverski stórmeistarinn
Adorian eru meðal þeirra skákmanna
sem spurst hafa fyrir um Reykjavíkur-
skákmótið sem haldið verður í febrúar á
næsta ári. Ekki hefur enn komið svar frá
Bent Larsen, Jan Timman pg tveini
sovéskum stórmeisturum sem boðið var
sérstaklega til mótsins.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar for-
seta Skáksambands íslands hefur
Skáksambandið fengið nokkrar óskir
um þátttöku í mótinu. Ljóst er að allir
sterkustu skákmenn íslands munu taka
þátt en enn er ekki víst með erlenda
þátttakendur, Gunnar sagði að líklega
yrði ekki úr að Resevsky kæmi á mótic^
en hann óskaði sérstaklega eftir að þurfa
ekki að tefla á laugardögum, þar sem
hann er Gyðingur. Honum var svarað að
ekkí væri hægt að ábyrgjast það en ef
andstæðingarnir myndu samþykkja,væri
slíkt e.t.v. mögulegt.
Gunnar sagði að greinilegur áhugi
ríkti meðal skákáhugamanna á þessu
móti og Skáksambandið væri bjartsýnt á
að það myndi bera sig. - GSH
■ Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins
hefst n.k. sunnudagskvöld kl. 20.30 í
Neskirkju en þá leika þeir Árni Krist-
jánsson og Erling Blöndal Bengtsson
tónverk eftir Ludwig van Beethoven
fyrir selló og píanó. Þeir leika sónötur
óp.5 nr. 2, óp. 102 nr.l og óp.102 nr.2 og
ennfremur tólf tilbrigði við lag Mozarts,
„Ein Madchen oder Weibchen" úr
Töfraflautunni.
Kammermúsíkklúbburinn hefur birt
skrá yfir fyrirhugaða tónleika á starfsár-
inu sem er að hefjast. Þrettánda nóv. n.k.
vcrður minnst 150 ára afmælis Jóhannes-
ar Brahms með kammertónleikum þar
sem flutt verður tríó fyrir klarinettu,
selló og píanó, 5 ljóð, þar af tvö mcð
samleik víólu og píanós, og loks
strengjakvartett op. 88. Flytjendur
vcrða Einar Jóhannesson, Gunnar
Kvaran, Gísli Magnússon, Ruth Magn-
ússon, Michael Shelton, Þórhallur Birg-
isson, Hclga Þorarinsdóttir og Joscph
Breines.
Tónlcikar hafa verið ákveðnir í byrjun
mars cn efnisskráin liggur ekki fyrir
cnnþá né hverjir verða flytjendur.en um
miðjan apríi kemur Sinnhofer Kvartett-
inn frá Múnchen í heimsókn og flytur
m.a. strcngjakvartetta eftir Mozart,
Becthoven og Shostakovich. Verður þar
e.t.v. um fleiri en eina tónleika að ræða.
- JGK
Pólýfónkórinn:
Boðið að flytja
H-moll mess-
una1985á Ítalíu
— á ári tónlistarinnar íEvrópu
■ Árið 1985 verða liðin 300 ár frá
fæðingu tveggja stórmenna tónlistar-
sögunnar, þeirra J.S. Bachs og Hándels
og hefur Evrópuráðið ákveðið að þess
skuli minnst með því að helga þetta ár
tónlistinni. Pólýfónkórinn hyggst fyrir
sitt leyti minnast þessara tímamóta með
flutningi á einu stærsta verki Bachs og
jafnframt tónlistarsögunnar, H-moll
messunni og hefur m.a. boðist fyrir-
greiðsla til tónleikahalds á Ítalíu. Þetta
er auðvitað gtfurlegur heiður fyrir kór-
inn og íslenskt tónlistarfólk, því H-moll
messan er ekki fyrir neina fúskara að fást
við. Kórnum hefur jafnframt verið boðið
á tónlistarhátíð í Granada á Spáni næsta
sumar en getur líklega ekki þegið það
boð vegna fjárskorts. Kórinn hefur boð-
ið Listahátíð sem haldin verður næsta
vor að flytja þar eitthvert af höfuðverk-
um Bachs en því boði hefur ekki verið
svarað.
Vetrarstarf kórsins er nú að hefjast,
bæði æfingar á miðsvetrarverkefni og
starfsemi kórskólans. í desember flytur
kórinn jólaóratoríu eftir Heinrich Schútz
og í vor mun kórinn flytja Stabat Mater
Rossinis. Söngfólk vantar í allar raddir,
einkum karlaraddir.
í söngskólanum sem mun starfa í
tveim deildum, byrjendadeild og fram-
Tímamynd Árni Sæberg
■ Stjóm og stjómandi Pólýfónkórsins á blaðamannafundi í gær.
haldsdeild ef þátttaka fæst, eru kennd
undirstöðuatriði í tónfræði og raddbeit-
ingu. Þar hafa ýmsir góðir söngvarar
stigið sín fyrstu skref í list sinni. „Þetta
er líklega eina menntastofnunin á Islandi
sem engra opinberra styrkja nýtur,"
sagði stjórnandi kórsins Ingólfur Guð-
brandsson á blaðamannafundi í gær.
Hann bætti því við að opinber fyrir-
greiðsla við starfsemi kórsins hefði verið
svo lítil að það hefði lítil áhrif haft.
- JGK