Tíminn - 30.09.1983, Page 5
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
hann og þá var málið leyst að okkar
óskum.
Kynnin urðu nánari á árunum 1970-
1975, á síðari formanns árum hans í
Norræna félaginu. Hann hefur einn
manna á sextíu ára ferli félagsins verið
kjörinnformaður þess í tvígang. með
nokkru millibili.
Hann varð fyrst formaður Norræna
félagsins á árunum 1954-1965, en þá
fluttist hann til Danmerkur og gerðist
sendiherra íslendinga þar eins og
menn muna. Eftir heimkomuna réði
hann úrslitum um veigamiklar skipulags-
breytingar á Norræna félaginu. Þá var
komið á stofn framkvæmdaráði, sem tók
virkan þátt í stjórnun félagsins. Aukin
áhrif deilda þess utan Reykjavíkur urðu
mjög örfandi fyrir alla starfsemina. Nýj-
ar félagsdeildir spruttu upp víða. Aldrei
hef ég átt ánægjulegra samstarf við
nokkurn mann. Gunnar var alla tíð
tillögugóður og jákvæður, fljótur að átta
sig á hvar kjarnann var að finna og alltaf
reiðubúinn að faliast á það sem hann
taldi horfa félaginu til heilla. Þessara ára
minnumst við sem störfuðum náið með
honum með gleði og söknuði um leið.
Á sjötugsafmæli Gunnars sæmdi Norr-
æna félagið hann gullmerki sínu sem
þakklætisvott fyrir störf hans.
Þegar spurðist um hátíðarhöld Græn-
lendinga vegna 1000 ára landtöku Eiríks
rauða þar vestra fórum við hjá Norræna
félaginu á fund Gunnars Thoroddsen
eins og löngum áður. Hann tók okkur af
sama skilningi og Ijúfmennsku sem fyrr
með gamanyrði á vörum.
Hans verk var það. að veita Norræna
félaginu færi á að koma hugmyndum
sínum á framfæri við stjómvöld og
framkvæma síðan tillögur nefndar sem
hann skipaði í málið og ríkisstjórnin öll
féllst á.
Síðasti þáttur þessarra tillagna, sem
þegar hefur verið framkvæmdur, er hin
glæsilega Grænlandssýning, sem stóð
hér í Norræna húsinu síðari hluta ágúst-■
mánaðar.
Það má því segja að verka hans hafi
séð stað í þágu norrænnar samvinnu og
Norræna félagsins allt fram á þennan
dag.
Sjálfsagt eiga rnargir enn eftir að ylja
sér við þá hlýju sem streymdi frá þessum
siðfágaða og alþýðlega unnanda lista,
fegurðar og mannúðar.
Ósjálfrátt koma mér í hug vísuorð
Stephans G. Stephanssonar er hann
segir:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd
hjartað sanna og góða.
Elskulegri konu hans, Völu,og öllum
ættingjum og venslafólki færi ég innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hjálmar Olafsson
fréttir
Norræna félagið:
Ráðstefrta um bókmenntir
■ Norræna félagið í Danmörku gengst
fyrir æskulýðsráðstefnu um norrænar
nútímabókmenntir á Hindsgavl á Fjóni,
dagana 17.-20. október. Gert er ráð fyrir
þátttakendum af öllum Norðurlöndun-
um.
Á ráðstefnunni verða fluttir fyrirlestr-
ar þar sem fjallað verður um ýmsar
tegundir nútímabókmennta, forsögu
þeirra og hvert stefnir í þróun bók-
mennta á Norðurlöndum. Norrænir rit-
höfundar munu kynna og lesa úr verkum
sínum og ennfremur verður fjallað um
leiðir til að auka áhuga skólafólks á
samtímabókmenntum. Þátttakendur
munu starfa í umræðuhópum og á
ráðstefnunni verður efnt til „ritsmiðju".
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna
veitir skrifstofa Norræna félagsins, Nor-
ræna húsinu, Reykjavík, og umsóknir
um þátttöku þurfa að berast Norræna
félaginu fyrir 7. október n.k. -GSH
Umferðarvika surinanlands
■ Untferðarvikur hafa verið haldnar
víða um land í tilefni af Norrænu
umferðaröryggisári, m.a. stendur slík
vika yfir á Akureyri. Fyrirhuguð er
umferðarvika í Reykjavík, Seltjarnar-
nesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði,
og Grindavík, dagana 3.-10. október og
standa umferðarnefndir sveitarfélag-
anna að þessu átaki í samstarfi við
foreldra og kennarafélög, slysavarnar-
félög, JC-hreyfinguna, skáta og fleiri
félagasamtök.
í tilefni vikunnar munu skólar sinna
umferðarfræðslu sérstaklega, endur-
skinsmerkjum verður dreift sem víðast,
og haldnir fundir með öldruðum og
einnig almennir borgarafundir. Efnt
verður til margháttaðra kynninga, m.a.
á starfi lögregíu og á skipulagi. Þá
stendur fyrir dyrum sérstakt átak lög-
reglu gegn ölvunarakstri og munu skátar
annast dreifingu á áróðri gegn ölvunar-
akstri um allt land í samstarfi við Um-
ferðarráð.
Þess er vænst að sem flestir taki virkan
þátt í umferðarvikunni m.a. með því að
mæta á fundi og önnur dagskráratriði og
leggi þannig sitt af mörkum til bættra
umferðarhátta. -GSH
Gúmmí-Tarsan
hjá Leikféiagi
Kópavogs
■ Leikfélag Kópavogs hefur vetrar-
starfið laugardaginn 1. okt. n.k. með
frumsýningu á barnaleikritinu Gúmmí,-
Tarsan eftir Ole Lund Kirkegárd í
þýðingu Jóns Hjartarsonar. Leikritið er
unnið upp úr samnefndri bók sem náð
hefur gífurlegum vinsældum bæði hér-
lendis og á hinum Norðurlöndunum.
Um 20 manns koma fram í sýningunni
sem sett er upp með tónlist og söngvum.
Gúmmí-Tarsan fjallar um strák sem
stendur höllum fæti í samkeppninni við
hina strákana í skólanum. Hann er hins
vegar svo heppinn að kynnast galdra-
norn. Þá breytast hlutirnir til hins betra
fyrir hann. Ýmsar sérkennilegar per-
sónur koma fram í leiknum svo sem
Tarsan sjálfur, apar, skógarpúki, krók-
ódíll^auk mannlegra vera af ýmsu tagi.
Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson, leik-
mynd og búninga hannaði Karl Aspe-
lund en Lárus Björnsson sér um lýsingu.
Tónlistina hefur Kjartan Ólafsson
samið. -JGK
■ í sumar hefur happdrættismiðum Umferðarráðs verið dreift til þeirra bílstjóra
sem nota örjggisbelti við aksturinn. Þessi mynd var tekin þegar Jón Helgason
samgönguráðherra dró í einum áfanga bQbeltaheppdrættisins að viðstöddum
fulltrúum Umferðarráðs, þeim Tryggva Jakobssyni og Ola H. Þórðarsyni.
Tímamynd Árni Sæberg
Minmm
Auglýsing um i nnlausn
happdrættisskuldabréfa
ríkissjóös
C f lokkur 1973
Hinn 3. október hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í C flokki 1973, (litur: gulur).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 1.000, nú kr. 10,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á
vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1973 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfe er kr. 559,80
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda
á, að bréfin eru eingöngu innieyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, Reykjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla-
bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á
landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu
framfærslukostnaðar.
Skuldabréfín fymast á 10 ámm, talið frá gjalddaga hinn 1. október 1983
Reykjavík, september 1983.
II
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
StálIækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662
HRINGIÐ !
BLAÐIÐ
KEMUR UM HÆL
SÍMI 86300
mmm
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
é^clclc
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 45000