Tíminn - 30.09.1983, Page 20
Opiö virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemrnuveg' ?C Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Abyrgö á öllu
Kaupum nylega
bíla til nlðurrifs
5AMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
.£%
T*
.x: .1 Hamarshöfða 1
abriel
HÖGGDEYFAR
y QJvarahlutir s,”"1
S’tmtmi Ritstjorn 86300 - Augiysingar 18300 - Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoidsimar 86387 og 8C306
Föstudagur 30. september 1983
Hallgrfmur Ingi Hallgrímsson, árásarmadurinn í Þverholtsmálinu:
HÆSTIRÉITUR STAÐFESTI
10 ARA FANGELSISDÚMINN
■ Hæstiréttur staðfesti í gær
dóm undirréttar yfir Hallgrími
Inga Hallgrímssyni, að hann yrði
látinn sæta 10 ára fangelsi fyrir
líkamsárás á 15 ára gamla stúlku
í desember 1981. Ríkissaksókn-
ari hafði, fyrir hönd ákæruvalds-
ins, krafist að refsing ákærða
yrði ákveðin ekki undir 12 ára
fangelsi. í dómi Hxstaréttar seg-
ir ennfremur að gæsluvarð-
haldsvist ákærða frá 6. desember
1981 skuli koma til frádráttar en
hann greiði allan sakarkostnað,
þar með talin 15.000 króna
saksóknarlaun og 15.000 króna
málsvamarlaun.
í dómi Hæstaréttar segir m.a.
að fallast beri á það mat héraðs-
dómara að varhugavert sé að
telja að með ákærða hafi búið sá
ásetningur að verða stúlkunni að
bana eða að málið hefði horft
þannig við ákærða að líkamsár-
ásin myndi hafa dauða í för með
sér. Þvíerstaðfesturhéraðsdóm-
ur um sýknu fyrir brot á 211.
grein sbr. 20. gr. almennra hegn-
ingarlaga. Staðfesta beri sakfell-
ingu samkvæmt 218. grein, svo
og varðandi 220. grein 1. mgr.
almennra hegningarlaga.
Samkvæmt framburði ákærða
og vegsummerkja samkvæmt
vettvangskönnun, þykir sannað
að ákærði hafi reynt að hafa mök
við stúlkuna að óvilja hennar, og
atferli ákærða hefði því varðað
við 194. greiri, sbr. 20. grein
almennra hegningarlaga.
Einnig þykir sannað að ákærði
hafi gerst sekur um brot á 244.
grein almennra hegningarlaga
þegar hann stal úri af stúlkunni.
Þá segir í dómnum að við
ákvörðun refsingar beri að líta
til þess að ákærði gerðist sekur
um stórfellda og stórháskalega
líkamsárás þar sem beitt var
hættulegu verkfæri gegn við-
kvæmum líkamshlutum. Hann
skildi stúlkuna eftir á afviknum
stað á vetrarkvöldi, klæðalitla,
mjög særða og rænulausa. Ráð-
stafanir sem hann gerði til að
sjúkralið yrði kvatt á vettvang
voru ónógar og ekki gekk hann
úr skugga urn hvort þær hefðu
komið að haldi. Við refsiákvörð-
un ber að taka tillit til sakferlis
hans. Þykir refsing hans með
vísan til þessa og 77. gr. al-
mennra hegningarlaga hæfilega
ákveðin í hinum áfrýjaða dómi.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Magnús Þ. Torfa-
son, Ármann Snævarr, Björn
Sveinbjörnsson, Guðmundur
Jónsson og Sigurgeir Jónsson.
-GSH
AUKA ÞARF NKV
URGREIDSLUR
UM 20 MILU. KR.
— ef koma á f veg fyrir að
búvöruverð hækki um
meira en 4% á morgun
■ Nú er gengið út frá því að
búvöruverð muni hækka um 4 til
5% um mánaðamótin, en þó
gæti svo farið að búvöruverð
hækkaði eitthvað minna, ef
ákveðið svigrúm gefst til þess að
auka niðurgreiðslur, og er talið,
samkvæmt heimildum Tímans
aðþurfi u.þ.b. 20milljónirkróna
í auknar niðurgreiðslur, til þess
að búvöruverð almennt hækki
ekki meira en um 4%.
Nýtt kjöt mun þó hækka tals-
vert meira, eða í kringum 15%,
en þar inní kemur allur slátur-
kostnaður frá því í fyrra, en sá
kostnaður kemur ekki inn nema
einu sinni á ári, sem er ástæða
þess að nýtt kjöt hækkar svo
miklu meira en aðrar landbúnað-
arafurðir.
-AB
Ök í veg fyrir
pilt á reiðhjóli
■ Sautján ára gamall piltur á
reiðhjóli varð fyrir bíl í Bogahlíð
í gærmorgun. Pilturinn fótbrotn-
aði og meiddist á höfði við
óhappið og var fluttur á slysa-
deild þar sem hann liggur enn.
Að sögn lögreglu voru bæði
bíllinn og reiðhjólið á leið
norður Bogahlíð. Bíllinn tók
síðan vinstri beygju inn á Stiga-
hlíð og fór um leið í veg fyrir
piltinn á reiðhjólinu. -GSH
<T.T.T,7Í,1
■ Maður var fluttur á slysadeíld eftir árekstur tveggja bfla á mótum Höfðatúns og Hátúns í gxr.
Maðurinn fékk skurð á vanga en ekki var vitað til að um alvarleg meiðsl væri að rseða. Að sögn
lögreglunnar ók annar bfllinn, sendibfll, norður Höfðatún, en hinn, lítill Fíatbfll, vestur Hátún. Bflamir
rákust síðan saman á gatnamótunum og var ökumaður litla bflsins fluttur á slysadeild eins og áður sagði,
Fíatinn er talinn ónýtur eftir óhappið. -GSH
HM ■ bridge:
Svfar
gefa
eftir
■ Svíar virðast vera að gefa
eftir í undankeppni Heims-
meistaramótsins í bridge. í gær
misstu þeir þriðja sætið í hend-
ur Nýsjáiendinga eftir að hafa
tapað fyrir ítölum í 8. umferð.
14-16. B-sveit Amertku eykur
cnn forskot sitt og er nú
nokkuð örugg með annað
undanúrslitasætið.
Önnur úrslit í 8. umferð
voru þau að Ameríka vann
Jamaica, 24-6, Brasilía vann
Pakistan, 17-13 og Nýja Sjá-
land vann Indónesíu 20-10.
Að loknum 8 umferðum eru
Ameríkanar efstir mcð 175
stig og Pakistanir í öðru sæti
mcð 143 stig, Nýsjálendingar
eru komnir í 3. sæti með 124
stig og Svíar eru í 4. sæti með
119.5. ítalir eru aðeins að
sækja sig og eru í 5. sæti með
113 stig, Brasilíumenn í 6. með
105 stig, lndónesar í 7. með 86
stig og Jamaicamenn reka lest-
ina með 84 stig.
Pakistanir hafa skipað sér í
hóp bestu bridgeþjóða heims
og því kænti ekki á óvart að
þcir næðu hinu undanúrslita-
sætinu. Lið þéirra nú er skipað
sömu spilurum og náðu öðru
sæti á síðasta Heimsmeistara-
mótinu en þá töpuðu þeir fyrir
Ameríkönum í úrslitaleik.
-GSH
dropar
Mænir augum
angurblítt...
■ Lesendur Tímans virðast
vera ljóðelskir mcð afbrigðum,
og hafa drcngilega tekið við
áskorun um að botna vísu-
helming sem birtur var sem
myndatexti í miðvikudagsblað-
inu. Þó ekki sé það meiningin
að gera Dropa að neinum
vísnaþætti, þá geta þeir ekki
stiUt sig um að birta hér tvær
úrlausnir sem báðar eiga það
sameiginlegt að vísunni hefur
verið snúið við og fyrri helm-
ingurinn gerður að botni.
Guðmundur A. Finnboga-
son á Hrafnistu vill hafa vísuna
svona:
Hundurinn með hárið sítt,
hnakkan vill oss bjóða.
Mænir augum angurblítt,
upp á dranginn góða.
Hin vísan.mun samansett af
Þorsteini Thorarensen borg-
arfógeta að því er heimildir
Dropa scgja og hljóðar svona:
Röltir út á tanga títt
tíkin svanga lóða,
Mænir augum angurblítt,
upp á dranginn góða.
Utanfararnefnd
■ I Dropum var spurt í upp-
hafi vikunnar, hvort ráðuneyt-
isstjórar þeir sem sagt hafa sig
úr utanfararnefnd hafi verið
erlendis í opinberum erinda-
gerðum þegar reynt var að ná
til þeirra til að fá upplýsingar
um utanfarir opinberra
starfsmanna.
Upplýst er að Hallgrímur
Dalberg ráðuneytisstjóri var
erlendis á fundi Norrænu em-
bxttismannanefndarinnar til
að ganga frá dagskrá fundar
sem haldinn verður í Reykja-
vík í næsta mánuði, þar sem
fjallað verður um sameiginleg-
an vinnumarkað á Norður-
löndum. Allur kostnaður
vegna farar ráðuneytisstjórans
er greiddur af Norðurianda-
ráði.
Krummi . . .
... heyrir að aðeins tveir mögu-
leikar séu fyrir hendi til að
komast létt í gegnum tilveruna.
Annar er sá að trúa öllu, en
hinn að trúa engu. j báðum
tilfellum sleppa menn við að
hugsa sjálfir.