Tíminn - 08.10.1983, Page 1
Starfar íslenska hljómsveitin næsta vetur? - Sjá baksfðu
Bla 1 ð 1 Tvö blöð í dag
Helgin 8.-9. október 1983 233. tölublað - 67. árgangur
Síðumúla 15-Pósthólf 370Reykjavík-Ritstjóm86300—Auglýsingar 18300— Afgreidsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Kvikmyndahúsaeigendur snúast til varnar:
HOFÐfl 2-300 LOGBANNS-
MflL GE6N VÍDEOLEIGUM!
■ Milli 2-300 lögbannsmál eru
í undirbúningi af hálfu fyrirtækja
með mvndbandarétt á hendur
myndbandaleigum, vegna dreif-
ingar og leigu á ólöglegum mynd-
böndum. Þessar málshöfðanir
koma í kjölfar þess að ríkissak-
sóknari sá ekki ástæðu til að-
gerða vegna kæru Félags ís-
lenskra kvikmyndahúsaeigenda
á hendur myndbandaleigum sem
orðið höfðu uppvísar að því að
leigja út ólögleg myndbönd.
Mjög mikið er nú um að ólögleg
myndbönd séu í umferð hérlend-
is og samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hafa stórmyndir á
borð við Sophie’s Choice og
Gandhi bæði veríð til leigu í
myndbandaleigum og sýndar í
myndbandakerfum á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Þessi kæra sem ríkissaksókn-
ari vísaði frá hefur leitt af sér
mikinn hlátur hjá viðkomandi
myndbandaleigum og almenn-
ingi, því hið opinbera gerir ekk-
crt í þessu þó um sé að ræða
augljóst brot“, sagði Friðbert
Pálsson forstjóri Háskólabíós og
varaformaður Félags íslenskra
kvikmyndahúsaeigenda í samtali
við Tímann. „Vegna þesSá mun
Háskólabíó setja í gang 40-50
málshöfðanir og önnur fyrirtæki
með vídeórétt munu fylgja í
kjölfarið. Þessar málshöfðanir
taka sinn tíma, en löggjafarvald-
ið kallar þetta yfir sig.“
Friðbert var spurður um hvað
ylli því að forráðamenn mynd-
bandaleiga og dreifingarkerfa
tækju þá áhættu að hafa myndir
á boðstólum á borð við Sophie’s
Choicc sem vitað er að eru
ólöglegar. „Það getur verið vitn-
eskjan um að löggjafarvaldið
nennir ekki að standa í þessu“,
sagði Friðbert.
Friðbert sagði að frumvarp að
nýjum höfundarlögum hefði vcr-
ið samið undir forsæti Gauks
Jörundssonar, lagaprófessors,
en það hafi sofnað ofan í skúffu
í fyrravor. - GSH.
Gömul fallbyssukúla
frá árinu 1869:
FANNST ViÐ
VEGAGERD
í KÓPAVOGI
— Þjódminjasafnið
hefur áhuga á kúlunni
■ Gömul fallbyssukúla, merkt
ártalinu 1869, fannst í sandi sem
sanddæluskip hafði dælt upp við
Laugames. Kúlan fannst þegar
sandurinn var notaður í fyllingu
í götu í Kópavogi í gær og var
lögreglunni í Kópavogi gert
viðvart. Kúlan er hol að innan og
enn eru púðurleifar í opi á henni.
henni.
Tíminn hafði samband við Þór
Magnússon þjóðminjavörð og
spurði hann um hvaðan þessi
kúla gæti verið upprunninn. Þór
sagðist ekki hafa enn athugað
kúluna og því ekki sagt um það
með vissu en giskað á að hún
væri frá herskipi sem komið
hefði við í Reykjavík á síðustu
öld. Henni hefði líklega verið
fleygt fyrir borð. Vafalaust gætu
sérfræðingar sagt um frá hvaða
landi hún væri.
Þór sagði að Þjóðminjasafnið
myndi örugglega taka kúluna og
geyma hana því ekki væri til
mikið af stríðsminjum í safninu.
Aðeins væru til nokkrar ryðgað-
ar kúlur og fallbyssur og kúlan
myndi fara í það safn.
■ Sæmundur Guðmundsson
varðstjóri og Valdimar Jónsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Kópavogi, athuga fallbyssukúl-
una sem fannst í sandhlassi í
Kópavogi í gær.
Kennarafundir í 12 skólum í Reykjavlk:
SKORA Á RÁÐKERRA
AD SKIPA ÁSLAUGU
■ í gær voru haldnir kennara- I Kennarafélags Reykjavíkur. I að slíkir fundir yrðu haldnir til I hún verðskuldar," eins og sagði
fundir í fjölmörgum skólum Stjórn Kennarafélagsins hvatti að sýna Áslaugu Brynjólfsdóttur í ályktuninni.
höfuðborgarinnar að áskorun | til þess á fundi sínum í fyrradag | stuðning og „þann trúnað sem | Kennarafundir í eftirtöldum
skólum sendu frá sér ályktanir
þar sem skorað er á menntamála-
ráðherra að skipa Áslaugu þegar
í stað í embætti fræðslustjóra.
Breiðholtsskóla, Breiðagerðis-
skóla, Ölduselsskóla, Hlíða-
skóla, Árbæjarskóla, Fossvogs-
skóla, Lauganesskóla, Skóla
ísaks Jónssonar, Laugalækjar-
skóla, Seljaskóla, Álftamýrar-
skóla og Hólabrekkuskóla.
-JGK
íslendinga-
sögur í
dönskum
skólum!
■ Mcnntamálaráðherra Dan-
merkur, Bertcl Ha'arder, hefur
lagt til að dönskum mennta-
skólanemum verði gefinn kost-
ur á að lcsa íslenskar forn-
sögur, á ísiensku, í stað þess að
lesa ræður Ciceros á latínu.
Tillaga ráðherrans kom fram á
þingi danskra • menntaskóla-
kcnnara fyrir skömmu.
„Mér finnst það skjóta
skökku við, að gefa dönskunt
ungmennum kost á að læra
sígildar bókmenntir frá hinum
og þessum löndum, en bjóða
ekki upp á neina kennslu t
norræpum fornbókmenntum,”
sagði Bcrtel Haarder í samtali
við Politiken eftir umrædda
ráðstefnu.
Þegar hefur verið ákveðið
að hefja kennslu á ísletjskum
fombókmenntum í einum
dönskum menntaskóla í til-
raunaskyni. -Sjó
Bíomiðinn
í 80 krónur
5
■ Verðlagsráð hefur heimil-
að 6.7% verðhækkun á að-
göngumiðum að kvikmynda-
húsum, sem þýðir að miðinn
hækkar úr 75 krónum í 80
krónur. Þá hefur ráðið heimil-
að 4% hækkun á útseldri vinnu
iðnaðarmanna, 4,7 til 5,2% á
þorski og ýsu á neytendamark-
aði í Reykjavík og nágrenni,
2,8% hækkun á far- og farm-
gjöldum í innanlandsflug Flug-
leiða og L3% hækkun á smjör-
líki, sem þýðir að kílóið selst á
58.30 í stað 57.50. -Sjó
Undirskriffa-
listar laun-
þegasamtak-
anna afhentir
á mánudag:
Hvatt til
þögulla
mótmæla
■ N.k. mánudag við setningu
alþingis verða undirskriftalist-
ar launþegasamtakanna, /sem
verið hafi í gangi að undan-
förnu afhentir forsætisráðherra
og fulltrúa Alþingis. Jafnfrantt
hvetja launþegasamtökin fólk
innan sinna raða til þögulla
mótmæla á þeim tífna sem
afhendingin fer fram cða kl.
15.00.
Tekið verður á móti undir-
skriftalistum fram á sunnudag
á skrifstofum ASÍ og BSRB en
þær verða opnar á morgun og
stmnudag kl. 9.00-lþ.00.
-JGK