Tíminn - 08.10.1983, Page 2
LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1983
fréttir
Krakkar úr Breiðholtsskóla unnu vel í umferdarvikurmi:
FLEIRI GENGU
YFIR fl RAUÐU
UÓSIEN GRÆNU
— samkvæmt einni könnun þeirra í miðbænum
■ Það var mikið um að vera í Breið-
holtsskóla í gærmorgun í tilefni þess að
umferðarviku í Reykjavík er að Ijúka.
Nemendur skólans fóru meðal annars í
kröfugöngu um hverfið og báru spjöld
með áletrunum cins og : Beltin geta
bjargað lífí; Fleiri gangbrautir; Ölvunar-
akstur dauðans akstur; Ekki hjóia í
umferðinni. Að göngunni lokinni var
safnast saman á íþróttavellinum þar sem
Lúðrasveit Arbæjar og Breiðholts lék og
nemendur, kennarar og foreldrar
spreyttu sig í reiðhjólaakstri.
Nemendur Breiðholtsskóla tóku virk-
an þátt í starfsemi umferðarvikunnar og
að sögn Jens Sumarliðasonar kennara og
skipuleggjara vikunnar voru gerðar ýms-
ar kannanir á umferð bæjarins, meðal
annars á notkun bílbelta, barnastóla í
bílum, löghlýðni vegfarenda og umferð-
arþunga. í gær var síðan sérstök dagskrá
í skólanum þar sem m.a. tveir fatlaðir
unglingar, sem báðir höfóu lent í bílslys-
um, skýrðu frá reynslu sinni, sýndar
voru kvikmyndir og fleira:
Jens sagði að nemendur skólans hefðu
sýnt þessu starfi mikinn áhuga og sér
hcfði komið á óvart hvað eldri nemendur
hefðu verið áhugasamir.
Tíminn tók nokkra nemendur 9.
bekkjar Breiðholtsskóla tali en þau
höfðu gert ýmsar kannanir á umferðar-
menningu Reykvíkinga. Þau tóku sér
meðal annars stöðu við umferðarljós í
Lækjargötu og á Hlemmi og töldu veg-
farendur sem gengu yfir götuna á einum
klukkutíma. í einni könnun á Lækjar-
torgi kom í ljós að 80 vegfarendur gengu
yfir götuna móti rauðu Ijósi en 95 á
grænu. A Hlemmi gengu 97 vegfarendur
yfir á rauðu Ijósi en 80 á grænu, og þessar
niðurstöður tala sínu máli.
Þá voru einnig gerð könnun á bílaum-
ferð í öllu Neðra-Breiðholti.
Þetta kannanir verða seinna notaðar
til að gera kort yfir umferðarþunga í
Breiðholtinu.
■ Ekki gat Hermann Qaldursson, 10 ára gamall nemandi Breiðholtsskóla, sagt
blaðamanni hvað áletrunin á kröfuspjaldinu hans þýddi, þar sem hann hafði ekki búið
spjaldið til sjálfur. (Tímamyndir GE)
■ Jens Sumarliðason
■ Það mátti sjá ýmis slagorð á kröfuspjöldum nemenda Breiðholtsskóla sem fóru í kröfugöngu um Amarbakkann í gær til að leggja áherslu á bætta umferðarmenningu.
Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi og skólastjóri á borgarstjórnarfundi:
Sakar fræðslustjóra
um vanrækslu í starfi
— fáheyrð framkoma gagnvart embættismanni sögðu fulltrúar minnihlutans
■ Mál fræðslustjórans í Reykjavík,
sein gerð hafa verið að umtalsefni hér i
blaðinu undanfarna daga komu til um-
ræðu með óvæntum hætti á borgar-
stjórnarfundi í fyrrakvöld. Til umræðu
kom forskóladeild fyrir 5 ára börn í
Álftamýrarskóla sem tók til starfa í
haust án þess að formlegt samþykki
menntamálaráðuneytisins lægi fyrir.
Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi
spurðist fyrir um það hverju þctta sætti.
Ragnar Júlíusson skólastjóri við Alfta-
niýrarskóla, borgarfulltrúi og fræðslu-
fulltrúi kom þá í ræðustól og lýsti því yfir
að þetta væri sök fræðslustjórans, As-
laugar Brynjólfsdóttur, sem ekki hefði
fylgt eftir ályktun fræðsluráðs frá í fyrra
um málið, sem samþykkt var á síðasta
vetri með 5 atkvæðum gegn tveim.
Ragnar Júlíusson sagði að þetta væri til
marks um að fræðslustjórinn hefði gerst
sekur um vanrækslu í starfi sínu. Hefði
hún í bréfi sínu til ráðuneytis aðeins
skýrt frá afgreiðslu fræðsluráðs á málinu
en ekki farið fram á samþykki ráöuneyt-
isins. Vitnaði hann til annars bréfs
fræðslustjórans til ráðuneytisins, þar
sem hann hefði fylgst eftir samþykkt
fræðsluráðs með ósk um staðfestingu
menntamálaráðuneytisins.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna brugð-
ust harkalega við ummælum Ragnar í
garð fræðslustjórans, en Markús Örn
Antonsson formaður fræðsluráðs og
forseti borgarstjórnar studdi sjónarmið
hans. Guðrún Ágústsdóttir, Gerður
Steinþórsdóttir og Adda Bára Sigfús-
dóttir töldu fáheyrt að ráðist væri á
embættismann úr ræðustól borgarstjórn-
ar og töldu að forseta hefði borið að víta
málflutning Ragnars. Jafnframt sögðu
þær það skyldu borgarstjóra að halda
uppi vörnum fyrir embættismenn ef á þá
væri ráðist en borgarstjóri, Davíð Odds-
son tók ekki til máls við umræðuna.
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri
sagðist í gær hafa þá vinnureglu að þegar
ágreiningur yrði um mál í fræðsluráði
skýrði hún ráðuneytinu hlutlaust frá
afgreiðslu þess, en þegar ráðið sam-
þykkti mál samhljóða óskaði hún eftir
stuðningi ráðuneytisins. Jafnframt gerði
hún-ráðunevtinu grein fyrir kostnaði
sem breytingum fylgdu og hverra brevt-
inga væri þörf ef hrinda ætti tilteknum
ákvörðunum í framkvæmd. Varðandi
forskóladeildina við Álftamýrarskóla
sagði Áslaug að hún hefði ítrekað gengið
eftir samþykki menntamálaráðuneytis-
ins við hana. Hún hefði hins vegar ekki
getað hrint stofnun hennar í framkvæmd
án samþykkist ráðuneytisins, slíkt hefði
mátt flokka undir .embættisglöp, enda
bæri ráðuneytið kostnaðinn eitt. eða að
hálfu ef litið er á deildina sem tilraun-
adeild.
- JGK.