Tíminn - 08.10.1983, Page 11

Tíminn - 08.10.1983, Page 11
LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1983 Porsteinn Páll fóf léttilega í úrslit, sigraði örugglega í sínum leikjum, m.a, Víði Bragason ÍA í undanúrslitum 15-2 og 15-8. Broddi þurfti að hafa svipað fyrir,. sigraði örugglega í öllum sínurn leikjum að úrslitum, m.a. Hrólf Jónsson Val í undanúrslitum 15-9 og 15-1. Hrólfurhafði staðið sig mjög vel, sigrað Þórhall Ingason ÍA í annarri umferð í miklum baráttuleik, 10- 15, 17-14 og 15-5, en Þórhallur hafði sigrað Sigfús Ægi Árnason TBR í svipuð- um hörkuleik í fyrstu umferð. - Þorsteinn Páll varð svo sterkari en Broddi í úrslita- leiknum, 12-15,15-5 og 15-12. Þórdís Edwald vann mikinn yfirburða- sigur í einliðaleik kvenna, sigraði auðveld- lega í öllum leikjunum, og í úrslitaleiknum vann hún Kristínu Magnusdóttur TBR 11- 1 og.l 1-2. Þórdís er greinilega á mikilli uppleið, því Kristín hefur verið nær ósigr- andi undanfarin ár. Víðir Bragason ÍA og Sigfús Ægir Ámason TBR sigruðu í tvíliðaleik karla. Þeir sigruðu Brodda Kristjánsson og Þor- stein Hængsson í hörkuúrslitaleik, 14-17, 15-12 og 15-12. Þarna virðist samvinnan hafa tekið fram einstaklingsframtakinu. í tvíliðaleik karla sigruðu Kristínarnar tvær, Magnúsdóttir ög Kristjánsdóttir úr TBR, örugglega Ingu Kjartansdóttur og Þórdísi Edwald 15-8 og 15-6. í tvenndarleik sigruðu Þorsteinn og Kristín Magnúsdóttir í fjörugum úrslita- leik þau Brodda og Ingu Kjartansdóttur 18-15 og 15-12. Á mótinu kom vel í Ijós góður árangur mikils uppbyggingarstarfs á Akranesi í badmintoníþróttinni, og er þar nú starfað af miklum krafti undirstórn hins nýja og mikilhæfa indverska þjálfara sefn ráðinn hefur verið! -aó/SOL ■ Þorsteinn Páll Hængsson TBR varð stxrsti sigurvegarinn á Atlamótinu í bad- minton, sem haldið var um síðustu helgi á Akranesi. Atlamótið er haldið árlega til minningar um Atla Þór Helgason, fyrrum stjórnarmann í Badmintonfélagi Akra- ness. Mótið er ævinlega sterkt, þar mxta allir sterkustu badmintonleikarar landsins, og á því varð engin breyting nú. Þorsteinn Páll kom á óvart í mótinu, sigraði Brodda Kristjánsson TBR, sem hefur verið í nokkrum sérflokki í einliða- leik karla undanfarin ár. Þorsteinn sigraði einnig í tvenndarleik ásamt Kristínu Magnúsdóttur TBR, en hún sigraði í tvíliðaleik kvcnna ásamt Kristínu Krist- jánsdóttur TBR, Þórdís Edwald TBR, sigraði í einliðaleik kvenna. Keppendur í meistaraflokki karla voru 16, 8 frá ÍA, 7 frá TBR og einn frá Val. Frá Þórði Pálssyni í Keflavík Keflvíkingar hrifsuðu til sín sigurinn í leik þeirra við ÍR-inga í „Ijónagryfjunni í Keflavík í gærkvöld, í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Það var Björn Víkingur Skúlason, sem Kefl- víkingar gátu þakkað sigurinn, hann stal boltanum þegar 25 sekúndur voru eftir, og ÍR-ingar höfðu hann, með eitt stig yfír 73-72. Björn var fljótur fram, og skoraði 74-73. Lokasekúndurnar tifuðu, Keflvíkingar náðu boltanum á síðustu sekúndunum af ÍR-ingum aftur, brotið á Birni, og hann bætti við tveimur stigum eftir að leiktíminn var útrunninn, úr vítaköstum. Leikurinn var óhemju jafn, Keflvíkingar þrjú stig yfir í leikhléi, en jafnt að loknum venjulegum leiktíma, 68-68. ÍR-ingar byrjuðu vel og leiddu fram í miðjan fyrri hálfleik með þetta 4-8 stigum. Um miðjan hálfleikinn jafnaði landsliðsmarkvörðurinn Þorsteinn Bjarnason fyrir Keflavík 23-23, og var þá kátt hjá „ljónum", en um 500 áhorf- endur voru á leiknum. Síðan var jafnt á flestum tölum, og 37-34 Keflavík í hag í hálfleik. Atlamótid í badminton: ÞORSTEINN SKELLTI BRODDA L Verðlaunahafar á Atlamótinu, ásamt þjálfurum ÍA, sá er lndverji og lengst til vinstri á myndinni, og TBR, sá cr Kínverji og er við hlið lians, og allir eru í verðlaununum frá Akraprjón. Öruggur Framsigur ■ Fram sigraði Val örugglega í fyrstu deild kvenna í handknattleik í fyrrakvöld 15-8 í Laugardalshöll. Eftir að liðin höfðu liðið af stað á fremur rólegan hátt, og skorað tvö fyrstu mörkin hvort, sigu Framstúlkurnar framúr og staðan var 6-3 í hálfleik. Áfram haldið í síðari hálfleik, og úrslitin urðu 15-8. Handbolti um helgina: ■ í dag er einn leikur í fyrstu deild kvenna í handbolta, Akranes og ÍR keppa á Akranesi kl. 14. í annarri deild karla: ÍR og Fram í Seljaskóla kl. 14. í þriðju deild karla: á Akranesi kl. 15.15 ÍA og Skalla- grímur, og Keflavík og Ögri í Keflavík kl. 14. í annarri deild kvenna: Haukarog HK í Hafnarfirði kl. 14. og Þrótturog ÍBK í Seljaskóla klukkan 15.15. Á morgun eru tveir leikir í fyrstu deild karla, Víkingur og Þróttur kl. 15.15 í Seljaskóla, og Valur og Haukar á sama stað kl. 16.30. í fyrstu deild kvenna: kl. 14 í Seljaskóla, Víkingur og Fylkir. §ÖE Guðríður Guðjónsdóttir var atkvæða- mest Framstúlknanna, skoraði 7 mörk.þar af 3 úr vítum. Sigrún Blomsterberg skor- aði 3, Oddný Sigsteinsdóttir 1, Þóra Gunnarsdóttir 1, Rannveig Birgisdóttir 1 og Margrét Blöndal 1. Mörkin dreifðust jafnt hjá Val, Erna Lúðvíksdóttir, Stein- unn Einarsdóttir, Soffía Hreiðarsdóttir og Karen Guðnadóttir skoruðu 2 mörk hver. - Hetjur þessa leiks voru þó markverðirn- ir, Jóhanna Pálsdóttir Val og Kolbrún Jóahannsdóttir Fram, þær vörðu báðar af snilld. - GB/SÖE 2. deild karla í handbolta: Þórarar enn á sigurbraut Þorbergur með 13 - Breiðablik vann Gróttu - HK vann Reyni ■ Þórarar úr Vestmannaeyjum með Þorberg Aðalsteinsson landsliðsmann í fremstu víglínu standa nú einir efstir í annari deild karla í handknattieik, með 8 stig eftir fjóra leiki, eftir öruggan sigur á Fylki 28-17 í Eyjum í gær. Þórbergur Aðalsteinsson fór á kostum í gær, skoraði alls 13 mörk og dreif sína menn áfram, en hann þjálfar liðið ásamt því að spila með. Það voru góð úrslit fyrir Þór, að Breiða- blik sigraði Gróttu á Seltjarnarnesi í gær, því Þór hafði áður sigrað Breiðablik. Breiðablik sigraði 21-18, og HK vann Reyni í Sandgerði 28-17. Þorbergur Aðalsteinsson sprakk veru- lega út í leik Þórara í gær við Fylki. Eftir að liðin höfðu farið rólega af stað, sigu Þórarar framúr, og Þorbergur var eins og fallbyssa. 14-8 Þór í hag í hálfleik, og 28-17 að lokum. Þorbergur skoraði 13, Karl Jónsson 4 og Sigbjörn Óskarsson 4 mörk, aðrir minna. Flest mörk Fylkis- manna skoraði Magnús Sigurðsson 5, en Kristinn Sigurðsson, Einar Einarsson og Jón Leví skoruðu 3 mörk hver. Á Seltjarnarnesi var jafnt, og mikið barist. Grótta komst í 4-1, er Breiðablik náði að jafna, og síðan var jafnt á flestum tölum þar til Breiðablik knúði fram sigur í lokin. Þar var 11-11 í hálfleik, og 21-18 að lokum. HK vann öruggan sigur í Sandgerði. Þar lauk 28-17. Einar Sveinsson var atkvæða- mestur Kópavogsmanna, skoraði 9 mörk, en Daníel Einarsson skoraði mest fyrir Reyni, 7 mörk. Þá skoraði þjálfarinn, Guðmundur Árni Stefánsson 5. - SÖE. Körfubotti um helgina ■ Á morgun eru tveir leikir í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Haukar-Njarðvík í Hafnarfirði Id. 14. og Valur og KR í íþróttahúsi Seljaskóla Idukkan 20.00. Strax á eftir er eini kvennakörfubolta- leikur helgarinnar, ÍR og Njarðvík, kl. 21.30. Tveir leikir eru í fyrstu deild karta í dag, Fram og ÍS í Hagaskóla kl. 14. og UMFL og Skallagrímur á Selfossi á sama tíma. -SÖE ■ Þorsteinn Hængsson, sigurvegari í einliðaleik karla og tvenndarleik á Atlamótinu. í síðari hálfleik tóku Keflvíkingar heldur frumkvæðið fram í miðjan hálf- ieikinn, en þá skoruðu ÍR-ingar tíu stig í röð og breyttu stöðunni í 54-50 úr 44-50. Keflvíkingar náðu að jafna á ný og að leikslokum var jafnt 68-68. I framlengingunni var hart barist, Gylfi Þorkelsson kom ÍR-ingum í 70-68, Pétur Jónsson jafnaði, Stefán Kristjánsson kom ÍR í 72-70 með einkar fallegri kröfu, en Jón Kr. Gíslason jafnaði. Hreinn Þorkelsson skoraði eitt stig úr vítakasti, ÍR-ingar höfðu boltann, og Björn tók við eins og áður er sagt. Leikurinn var flausturskenndur á köflum, mikið lá á, en góðir kaflar komu inn á milli. Jón Kr. Gíslason var yfir- burðamaður í liði Keflvíkinga, og munar þar mikið um Axel Nikulásson, sem nú stundar nám í Bandaríkjunum. Bræð- urnir Hreinn og Gylfi Þorkelssynir bestir ÍR-inga. Stigin: Keflavík: Þorsteinn Bjarna 19, Jón Kr. 17, Björn Víkingur 13, Sigurður Ingimundarson 6 og aðrir minna. ÍR: Gylfi Þorkelsson 23, Hreinn 18, Bene- dikt Ingþórsson 12, Hjörtur Oddsson 6, Stefán, Bragi Reynisson og Ragnar Torfa 4 hver. - TÓP/SÖE. ■ Hreinn Þorkelsson og bróðir hans Gylfi voru sterkastir ÍR-inga i slagnum við Keflvíkinga í gærkvöldi, en það dugði ekki til. Keflvíkingar stálu bolta og sigri á lokasekúndunum. -SÖE Fyrsti leikur úrvalsdeildarinnar í körfubolta: KEFLAVÍK VANN f UÓNAGRYFJUNNI LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1983 11 TISElSnjM Twecot/Ó CfBR*Ct SWÖNtNCSRÉTr VÐ ALÞINGISHÚSIÐ MÁNUDAGINN KL.15 MÆTUM ÖLL MUNIÐ BSRB LMRR fcfel rri UNDIRSKRIFTASÖFNUNINA >(0^SÍ *jww®bke Starfsmannafélag ríkisstofnana

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.