Tíminn - 13.10.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
húsinu og síðan hefur hann tekið
þátt í fjölda samsýninga bæði
hér á landi og á Norðurlöndum,
Ítalíu og V-Þýskalandi, en þar
vann hann 7. verðlaun á heims-
sýningu teiknara, Cartoon '11.
Hann er deildarkennari við aug-
lýsingadeild Myndlista og hand-
íðaskólans og vinnur jafnframt
mikið við myndskreytingar og
má geta þess að á s.l. ári kom út
eftir hann í Japan myndskreytt
barnabók af Þrymskviðu.
Það minnir aftur á að 1975
fékk Sigurður Örn starfslaun
listamanna til að vinna að gerð
teiknimyndar eftir Þrymskviðu
og 1979 fékk hann styrk úr
kvikmyndasjóði til að ljúka verk-
inu. Þrymskviða var fyrsta ís-
lenska teiknimyndin.
„Hún heyrir nú í rauninni
fortíðinni til,“ segir Sigurður,
þegar við spyrjum hann um að
verk. „Ég hef meiri áhuga á að
ræða um það sem ég er að fást
við í augnablikinu. Þrymskviða
er búin og gerð.
Jú, ég er með ýmsar hugmynd-
ir, sem ég hef áhuga á að útfæra
í teiknimynd. En það er afskap-
lega tímafrekt verk. Þrymskviða
t.d. tók um 15 mínútur i flutn-
ingi. En í hana þurfti ég að gera
milli 2 og 3 þúsund teikningar
auk bakgrunsmynda og annars
þess háttar. Vinnslutíminn var 5
ár, þar af 6-8 mánuðir í einni
lotu.
Kvikmyndasjóður er tregur til
að styrkja stuttar tilraunamyndir
og heimildamyndir. En hluti af
kostnaðinum er jafn mikill í
þeim og löngum leiknum
myndum, ýmis tæknivinna,
hljóðsetning og þess háttar.“
Sýning Sigurðar Arnar verður
opnuð kl. 14.00 á laugardaginn
og stendur til 30. október. Hún
verður opin kl. 12-18 virka daga
og 14-18 um helgar.
- JGK
■ Parkinson og Thatcher á meðan allt iék í lyndi.
Bretland: ,
Ársþing Ihaldsflokksins
l skugga f ramhjáhalds
Mál þetta getur haft stórpóli-
tískar afleiðingar í för með sér í
Bretlandi. Parkinson átti, eins
og fyrr segir, góðan þátt í hinunt
mikla sigri íhaldsflokksins í síð-
ustu kosningum. Þeir í Verka-
mannaflokknum munu því gráta
það þurrum tárum þótt hann
hverfi af sjónarsviðinu með svo
auðmýkjandi hætti. Á nýaf-
stöðnu flokksþingi tók Neil Kin-
nock við sem formaður Verka-
mannaflokksins, ungur maður
og upprennandi sem býður af sér
góðan þokka og vekur traust.
Hans hjónabandsmál eru í góðu
lagi eftir því sem næst verður
komist. Nokkru síðar verður
formaður íhaldsflokksins að láta
af embætti og hefur komið for-
sætisráðherranum í klípu og
þannig standa sakir er íhalds-
flokkurinn heldur sinn ársfund.
Rétt 20 ár eru nú liðin síðan
Profumo landvarnaráðherra
varð að segja' af sér embætti
vegna sambands síns við gleði-.
konuna Christine Keeler. Það"
var þó ekki vegna hjónabands-
brots, heldur af hinu, að flota-
málafulltrúinn í sovéska sendi-
ráðinu var einnig tíður gestur
hjá ungfrú Keeler. Þetta þótti
stefna öryggishagsmunum ríkis-i
ins í voða. Aldrei sannaðist þó
að skyndifundir Profumos og
Keelers hafi skert öryggi
breskra.
Tíu árum síðar varð Lambton
aðstoðarvarnarmálaráðherra að
segja af sér vegna heimsókna í
hús skyndikvenna í London og
Jellicoe lávarður, sem þá var
forseti lávarðardeildarinnar,
sagði af sér þrem dögum síðar.
Það var ekki nema óheppni að
hágöfgirnar urðu fyrir þeirri
hremmingu að siðgæðislögreglan
var að rannsaka skipulagða
starfsemi: gleðikvenna, að upp
komst og blöðin veltu sér upp úr
málinu. Kannski rekur einhvern
minni til að hafa heyrt minnst á
Normu Levy, sem fræg varð af
máli því öllu.
Á s.l. 20 árum eru fjölmörg
dæmi um ótrúmennsku breskra
ráðherra án þess að þeir hafi
þurft að víkja úr embættum.
Þeir hafa meira að segja barnað
einkaritara sína, en skilið þá við _
eiginkonurnar og gengið að eiga
barnsmæður sínar og það virðist
allt í lagi.
En það er bannað að svíkja
barnsmóður sína í tryggðum og
stjórnmálamenn mega ekki.
lenda í hallærislegum málum
vegna gleðikvenna, því þá er
skrattinn laus og afsagnir á næsta
leiti.
■ Nú er fjör í ástamálum
breskra stjórnmálamanna eins
og svo oft áður. Að þessu sinni
er það Cecil Parkinson, formað-
ur íhaldsflokksins, sem skrikaði
á siðferðissvellinu og gerði
einkaritara sínum barn. Logarn-
ir af þessum ástareldi brenna nú
glatt í fjölmiðlum og á ársfundi
íhaldsflokksins, sem stendur yfir
þessa daganá, er varla um annað
rætt.
Cecil Parkinson, sem er 52 ára
að aldri, hefur verið ein skærasta
stjarnan á himni íhaldsmanna og
manna líklegastur til að taka við
af Thatcher forsætisráðherra.
Honum er ekki hvað síst þakkað-
ur kosningasigur flokksins í júní
s.l. og var verðlaunaður með að
verða viðskipta- og iðnaðarráð-
herra. Framavonir hans eru nú í
daufara lagi, kosinn verður nýr
formaður flokksins nú á ársfund-
inum og vafasamt er hvort hann
heldur embætti sínu í stjórninni
lengi enn. Talið er útilokað að
hann verði nokkru sinni forsætis-
ráðherra.
Ráðherrann hefur verið
kvæntur í 26 ár og á þrjár
uppkomnar dætur með konu
sinni. Eftir öllum sólarmerkjum
að dæma hafa þau ákveðið að
halda hjúskap sínum áfram,
þannig að víxlspor eiginmanns-
ins hefur ekki áhrif á sambúð
hjónanna. Og það er einmitt þar
sem hnífurinn stendur í kúnni.
Ef Parkinson hefði skilið við
konu sína og kvænst einkaritar-
anum Söru Keays, sem er 36 ára
að aldri, hefði það sennilega
ekki haft teljandi áhrif á stjórn-
málaferil hans. Enda yrðu marg-
ir ráðherranna að fjúka ef fram-
hjáhald ætti að varða stöðumissi,
er haft eftir mætum íhaldsmanni.
En Parkinson sté ekki aðeins
víxlspor heldur hefur hann líka
venð tvístígandi. Hann tók alltof
seint af skarið og ákvörðun um
hvort hann ætti að skilja við
konu sína og kvænast Söru, eða
halda áfram í hjónabandinu.
Talið er að Thatcher forsætisráð-
herra láti sér í léttu rúmi liggja
hvernig ráðherrar hennar full-
nægja kynhvöt sinni og geri ekki
strangar siðferilegar kröfur um
slíkt. En hitt er eitur í hennar
beinum að menn geti ekki tekið
ákvörðun og staðið við hana.
Hún hefur haldið verndarhendi
yfir Parkinson og látið það boð
út ganga að framhjáhlaup hans
ætti ekki að hafa áhrif á stöðu
hans innan flokksins, en margir
íhaldsmenn eru á annarri skoðun
og segja að Parkinson hafi með
framferði sínu skaðað flokkinn
■ Cecil Parkinson.
og Margréti Thatcher. Væntan-
lega kemur í ljós innan tíðar
hvað hún hugsar sér að gera með
þetta fyrrum eftirlæti sitt, en
fastlega má búast við að hann
verði látinn víkja úr ráðherra-
embætti.
Sara Keays hefur unnið á
skrifstofu Parkinsons í átta ár.
Að sögn er hún hæfur starfskraft-
ur, hæglát kona og segja vinkon-
ur hennar að Parkinson sé fyrsti
og eini karlmaðurinn sem hún
hefur fest ást á. Ungfrú Keays er
engin glæsikona, en býður af sér
góðan þokka og er þægileg í
viðmóti, og segja kunnugir að
hún mundi hæfa afskaplega vel
sem eiginkona íhaldsþingmanns.
Mörg ár eru síðan þau Sara
Keays og Cecil Parkinson tóku
upp ástarsamband og fóru ekki
dult með það. Það þykir varla í
frásögur færandi í Westminster
þótt náið samband sé milli
þingmanna og einkaritara
þeirra, enda er tíðarandinn í
þessum efnum afskaplega frjáls-
legur í Bretlandi um þessar
mundir. Að sögn föður Söru
hafði Parkinson þegar heitið
henni eiginorði 1980, en það
dróst að hann skildi við konu
sína, og það endaði með því að
Sara Keays sagði starfi sínu lausu
á þingmannsskrifstofu Parkinson
og réðst til starfa hjá Roy Jekins
í aðalbækistöðvum Efnahags-
bandalags Evrópu í Brussel. En
ári sfðar var hún áftur komin til
London og orðin einkaritari
Parkinsons á ný. Þau hafa greini-
■ Sara Keays.
lega tekið upp fyrra samband,
því í haust fór að kvisast að Sara
væri með barni og enginn sem til
þekkti var í vafa um faðernið.
Og nú fór að liðkast um
kjálkabeinin á kjaftakindunum,
því orðrómur um ástarsamband
er eitt, en sú fullvissa sem barns-
hafandi kona veitir um ástandið
er annað. Blöðin komust á snoð-
ir um hvers kyns var og að lokum
sprakk blaðran.
Cecil Parkinson viðurkenndi
opinberlega að hann væri faðir
barnsins sem Sara ber undir belti
og tilkynnti jafnframt að króginn
mundi líta dagsins ljós í janúar
n.k.. Hann kvaðst munu sjá
fjárhagslega um móður og barn
en ekki slíta hjónabandi sínu og
Ann konu sinnar.
Ráðherrann og formaður
íhaldsflokksins er sonur járn-
brautarverkamanns og fylgdi
Verkamannaflokknum í æsku.
Hann braust til mennta og með
hæfni og dugnaði tókst honum
að feta sig upp þjóðfélagsstig-
ann. Það hjálpaði honum ekki
lítið áð kvænast Ann Jarvis fyrir
26 árum. Hún er crfingi mikils
byggingafyrirtækis, sem afi
hennar stofnaði. Parkinson varð
forstjóri fyrirtækisins, þar til
hann varð að segja því starfi
lausu er hann gerðist ráðherra.
En Ann kona hans tók við for-
stjórastarfinu. Hann hefur því
að einhverju að hverfa þótt hann
hafi sparkað forsætisráðherra-
stólnum undan sér.
tf
Oddur Ólafsson?
skrifar