Tíminn - 13.10.1983, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Augiýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Aflatregda og
samdráttur
■ Samdráttur og aðhald er einkenni þess fjárlagafrumvarps
sem nú hefur verið lagt fram. Það efast enginn um að það er
réttmæt stefna og nauðsynleg að draga úr ríkisútgjöldum
enda þjóðarbúið þannig leikið, að ekki kemur annað til
greina en að viðurkenna staðreyndir og haga búskapnum
samkvæmt þeim. Það sem menn greinir á um er hvar skorið
er niður og hvaða liðir eiga að hljóta forgang. En hvernig svo
sem að er staðið hljóta skoðanir ávallt að vera skiptar um
hvar eigi að spara og í hvað eigi að eyða.
Sama daginn og fjárlagafrumvarpið var lagt fram birti
Fiskifélag íslands bráðabirgðatölur um aflabrögð á þessu ári.
Þar er sannarlega svört skýrsla á ferðinni og sýnir sig að afli
fer enn minnkandi og tekjur þjóðarbúsins að sama skapi.
í fyrra varð alvarlegur aflabrestur, sem kom fram í ört
minnkandi þjóðartekjum og taprekstri útgerðar. Þessu var
mætt með erlendum lántökum og öll áhersla lögð á að halda
fullri atvinnu og kaupmætti. Þetta gat ekki gengið til lengdar
og skömmu eftir að núverandi stjórn var mynduð var höggvið
á hnútinn og bráðabirgðalög sett um efnahagsaðgerðir með
þeim árangri að falskur kaupmáttur magnaði ekki lengur
óðaverðbólguna sem var á góðri leið með að leggja
efnahagslífið í rúst. Dæminu var snúið við með þeim árangri
að verðbólgufjandinn er á hröðu undanhaldi og vonandi tekst
áður en langt um líður að koma á hann þeim böndum er duga.
Þegar nú enn kemur í ljós að aflabrögð fara þverrandi og
það svo um munar, liggur í augum uppi að rétt var að farið
í vor og hvert stefndi ef látið hefði verið reka á reiðanum.
Eins og horfir stefnir í það að þorskafli verði um 100
þúsund lestum minni á þessu ári en því síðasta og 50 þúsund
lestum minni en áætlað er að leyfa að veiða. Þetta eru
ógnvænlegar tölur því hér er um að ræða þriðjungs minnkun
á þorskafla. Að vísu hefur afli annarra tegunda ekki minnkað
að sama skapi, en sá fiskur er mun verðminni en þorskurinn
og fæst minna fyrir hann bæði fyrir útgerðina og til
útflutnings. í fyrra minnkaði þorskafli talsvert frá árinu 1981,
en enn meira munaði um að í fyrra var ekki leyft að veiða
loðnu og skerti það tekjur útgerðar og þjóðabúsins yfirleitt
verulega. Enn er allt á huldu um hvort nokkur loðnuveiði
verður í vetur svo að þar er hvorki sýnd veiði né gefin.
Um þessar nýju aflatölur sagði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra í Tímanum í gær: „Þetta eru mjög alvarlegar
fréttir, og ef svo heldur áfram eins og nú er, þá er ljóst að
grundvöllur áætlunar fyrir næsta ár kann að raskast og það
mjög alvarlega. Þetta sýnir okkur náttúrlega fyrst og fremst
hvað við erum í stóralvarlegri stöðu til þess að spenna upp
kostnað innanlands, hvort sem er um laun eða annað að ræða.
í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 300 til 320 þúsund
tonnum af þorski á næsta ári og vil ég ekki gera því skóna að
hann verði lægri en það. Ég hygg að ef þorskaflinn verður
um 50 þúsund tonnum minni en gert er ráð fyrir, þá jafngildl
það um 2% þjóðarframleiðslu, sem myndi aftur samsvara um'
6% samdrætti gjaldeyristekna.“
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði um afla-
brestinn: „Það kemur alltaf betur og betur í ljós að við vorum
komin fram á hengiflug, og þau skilyrði sem við höfum núna
í sjávarútvegi eru mjög erfið. Eg hef auðvitað miklar
áhyggjur af því hvernig flotinn kemst af, miðað við þann afla
sem nú er, en því miður eru ekki til neinar einfaldar lausnir
á því.“
Sá vandi sem af aflarýrnuninni stafar er margþættur.
Sjávarútvegurinn er illa farinn vegna aflatregðu og fjármagns-
og olíukostnaðar og enn hallar undan fæti. Kjör sjómanna
versna og fiskvinnslan og þeir sem við hana vinna missa
tekjur. Gjaldeyristekjur minnka og þjóðarframleiðsla dregst
saman.
Það er rétt hjá sjávarútvegsráðherra að við þessu eru ekki
til nein einföld ráð. En fólki ber að gjalda varhug við því
lýðskrumi að kjörin hafi verið skert að ósekju og að það sé
sjálfsagt og einfalt mál að krefjast nú hærri launa og framlaga
til þessa og hins.
Eina tryggingin fyrir raunverulegum og bættum lífskjörum
er aukin framleiðsla og meiri þjóðartekjur, en óvilhöll skýrsla
Fiskifélagsins sýnir því miður að enn minna verður til
skiptanna en vonir stóðu til. OO
Rósrauð
óskaský
■ Björgvin Jónsson útgerð-
armaður flutti yfirlit um
vanda skreiðarverkenda á
fundi þeirra fyrir skömmu.
Hann taldi að sölumenn
skreiðar í útlöndum geri of
lítið úr vandanum og
gefi vanhugsaðar og fljót-
færnislegar yfirlýsingar um
málin. Meðal þess sem
Björgvin hafði fram að færa
var eftirfarandi:
„Þegar er séð, hvernig sem
til tekst, að birgðahaldið
verður sennilega nær tveimur
árum en einu, og að tjón
framleiðenda er þegar orðið
svo stórkostlegt, að það er á
einskis færi að bæta það.
Mér er sagt að til sé skýrsla
hjá íslenskum stjórnvöldum
frá ábyrgum aðilum um að
ávöxtun fjármagns í skreið
nálgist ávöxtun í spariskír-
teinum og að í þeirri skýrslu
sé meðal annars byggð til
hneiging stjórnvalda til að
kroppa í skreiðina. Sé þetta
rétt, held ég að stjórnvöld
ættu að láta athuga hvort ekki
er víðar pottur brotinn í
þeim áætlunum, sem eftir er
unnið.
Þessi fundur er haldinn til
að reyna að bjarga í horn því
sem bjargaðverður í málinu.
Við framleiðendur förum
fram á vinsamlegt samstarf
við ríkisstjórn og banka til að
reyna að koma í veg fyrir að
tugir fyrirtækja í fiskvinnslu
komist í algjör þrot. Þrot,
sem tafarlaust leiða til at-
vinnuleysis þúsunda verka-
fólks. Árangri náum við ekki
nema við sýnum órofa sam-
stöðu og leggjum af allar
ótímabærar yfirlýsingar um
að málin séu að leysast af
sjálfu sér. Snúum okkur held-
ur á skipulegan hátt að lausn
vandans.
Ef við gerðum þetta ekki,
þá tekur ekki nein 7-10 ár að
þjóðnýta íslenskan fiskiðnað
og útgerð, eins og Ólafur
vinur minn Gunnarsson,
Kristján Ragnarsson og
stjórn LÍÚ telja, heldur ger-
ist það að mestu þegar á
næsta ári.
Ég dreg mjög í efa að
ríkisstjórnin okkarhafi heim-
ild þjóðarinnar til þess.
Vandamál skreiðarvinnsl-
unnar hafa hingað til verið
umfjölluð eins og allt of al-
gengt er að fjalla um at-
vinnumál og fjármál á þessu
landi.
Öll umfjöllunin er uppi í
einhverjum rósrauðum óska-
skýjum.
Nú ríða hetjur um héruð
til þess að sýna landslýð fram
á hvað núverandi ríkisstjórn
sé vond hinum vinnandi
manni.
Flest orkar tvímælis sem
gert er. Hitt er staðreynd, að
neyðarhemlarnir í fjármálum
voru settir á á síðustu stundu.
Ef þeir hefðu ekki verið settir
á, væri engin atvinna á íslandi
í dag, nema hjá starfs-
mönnum uppboðs- og skipta-
réttar.
Um aðferðina við hemlun-
ina geta menn svo deilt.
Stærsti
skreiðar-
markaður í
heiminum
Skreiðarbirgðir í landinu í
dag eru nær eingöngu Níger-
íuskreið. Hvað er Nígería?
Nígería er talin frá náttúr-
unnar hálfu auðugasta ríki
Afírku og er þá Suður-Afrika
meðtalin.
Nígería er fjórða stærsta
lýðræðisland heims með yfir
100 milljónir íbúa.
Nígería er eitt af 10 mestu
olíuframleiðsluríkjum
heims.
Talið er að landgæði séu
svo mikil að landið geti
j brauðfætt alla Afríku.
Nígería er árum saman
fjórða mesta viðskiptaland
íslands.
í Nígeríu er stærsti skreið-
armarkaður heims og þegar
allt er eðlilegt er neysla nær
1 milljón pakka af skreið á
ári. Vegna efnasamsetningar
er skreiðin íbúunum lífs-
nauðsyn.
Vaxtarverkir sjálfstjórnar,
eftir langt nýlendutímabil,
ásamt þeirri efnahagskreppu,
sem riðið hefur yfir heiminn
á síðustu árum, hafa orðið
Nígeríu erfiðir. Erlendar
lausaskuldir eru miklar og
heildarskuldir þjóðarinnar
litlar. Framkvæmdagleði,
byggð á framreikningi reikni-
meistara hefir orðið þjóðinni
þung í skauti. Við þurfum í
raun ekki til Nígeríu til að
finna sambærileg dæmi.
Hver eru samskipti okkar
við þetta þýðíngarmikla
land?
Sendiherra okkar í Nígeríu
býr í London. Sérstakur full-
trúi fyrir Nígeríuviðskipti er
staðsettur þar. Báðir þessir
menn hafa unnið mjög gott
starf.
Bein bankaviðskipti við
þetta þýðingarmikla við-
skiptaland eru lítil.
Islenskir ráðherrar hafa
aldrei komið til Nígeríu.
Hér er brotalöm, sem
verður að bæta.
Ég er nú búinn að vera í
atvinnurekstri í áratugi. í
| gegnum þetta langa tímabil
þekki ég nokkuð til í kerfinu,
bæði hérlendis og nokkuð
erlendis.
Ég fullyrði að stjórnendur
íslenska bankakerfisins
standa í engu að baki því sem
best gerist erlendis. Níger-
íumálið hefur hins vegar lent
á milli stafs og hurðar. Á
þessu verður að ráða tafar-
lausa bót.
Ég þekki líka nokkuð til í
viðskiptaráðuneytinu. Ráðu-
neytisstjórinn þar hefur víð-
tækari þekkingu í utanrík-
isviðskiptum en flestir em-
bættismenn, hvar sem leitað
er.
Ráðherrar viðskipta- og
sjávarútvegsmála, sem þessi
vandi brennur nú heitast á, ef
frá eru taldir framleiðendur,
eru aðeins búnir að sitja í
stólum sínum í rúma fjóra
mánuði.
Báðir eru þetta dugnaðar-
forkar, sem hafa þann höfuð-
. kost, að þeir standa nær út-
gerð og fiskvinnslu en sam-
bærilegir ráðherrar hafa gert
um árabil.
Ríkisstjórn og bankakerfi
verða að taka upp eðlilegt
samband við þetta þýðingar-
mikla viðskiptaland. Jafn-
framt verða þessir aðilar að
taka höndum saman við
söluaðila skreiðar um að
koma skreiðinni til Nígeríu,
þó að lána þurfi hana með
vöxtum eitthvert tímabil.
Verði þetta gert, á ég von á
því, að verulegur hluti vand-
ans sé leysanlegur á næstu
12-18 mánuðum.
Vitleysan í
Reykjavík
Dagur á Akureyri er
ómyrkur í máli um verslunar-
1 vitleysuna í Reykjavík og
segir um hana:
„Að margra mati er eitt
höfuðvandamál íslensks
efnahagslífs offjárfesting.
Fyrst og fremst hefur spjót-
um verið beint gegn offjár-
festingu í sjávarútvegi - of
mörgum skuttogurum og
fleiru í þeim dúr. Ekki skal
dregið úr því að miðað við
ástand fiskistofna eru fiski-
skip hér við land of mörg.
Sækja mætti sama aflamagn
með miklu færri skipum. Ef
önnur viðmiðun er hins vegar
notuð, þ.e. heppileg dreifing
flotans um landið og nýting
starfskrafta og tækja í fisk-
vinnsluverum út um allt land,
lítur dæmið nokkuð öðruvísi
út. Ef fækka á skipum án
þess að komi verulega niður
á einstökum sjávarplássum
verður að koma til samnýting
aflans úr skipunum. Sam-
vinna kann að vera lausnar-
orðið á þessum vanda, eins
og á svo mörgum öðrum
sviðum.
En það hefur víðar verið
offjárfest en í fiskiskipum.
Þau eru forvitnileg ummælin
scm Þjóðviljinn hefur eftir
formanni Kaupmannasam-
takanna, Sigurði E. Haralds-
syni, en hann segir m.a. um
fjárfestinguna í verslunar-
húsnæði á höfðuborgarsvæð-
inu:
„Ég er hræddur um að það
stefni í algjört óefni með svo
mikilli fjárfestingu í
verslun... Þáð er engan veg-
inn grundvöliur fyrir svona
stóru verslunarkerfi hér...
Ástandið hér er tvímælalaust
komið út í eitthvert vitleys-
iskapphlaup. Hérvirðastallir
ætla að gera allt í einu. Það
er ekki hægt að sjá að nokkur
skipuleg stjórnun sé á þessum
málum... Ef þetta nær allt að
ganga fram þá er ekki annað
framundan en skrapdaga-
kerfi í verslun líkt og í
sjávarútvegi," sagði formað-
ur Kaupmannasamtakanna
meðal annars.
Það hefur stundum verið
minnst á það hér í þessu blaði
að fjárfestingar í þjónustu-
greinum á höfðuborgarsvæð-
inu væru með eindæmum.
Þó að formaður Kaupmanna-
samtakanna sé að nokkru
j leyti að vekja athygli á þessu
ástandi með hagsmuni
|smærri kaupmanna í huga,
þá hljóta ummæli hans að
Ivega nokkuð þungt. Það sem
hann bendir á er að innan
skamms verði á stuttum tíma
búið að opna stórmarkaði á
höfuðborgarsvæðinu sem
samkvæmt öllum venjulegum
stöðlum ættu að nægja öllum
íslendingum. Fermetrar í
verslun á hvern íbúa Reykja-
víkur eru nú nær tvöfalt fieiri
en á hvern íbúa í borg af
svipaðri stærð og Reykjavík.
íhaldsblöðin sem hvað
mest hafa andskotast út í
landbúnað og sjávarútveg og
offjárfestingu á fiskiskipum
út um landið mættu gjarnan
taka á þessu máli.“