Tíminn - 13.10.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 5 fréttir „SEUIIH EKKI SVIKNA VðftU” — segir Steinþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Afurðasölu Sambandsins nci Vdl gdlldUd KJUIIU gvjlllU „MAGNTOLUR SEM BIRST HAFA ÚR LAUSU LOFTI” — segir Andrés Jóhannesson, yfirkjötmatsmaður ■ „Kjötið er ekki skemmt. Við erum ekki að selja svikna vöru. Hitt er aftur á móti rétt, að við erum að selja vöru á niðursettu verði, sem yfirleitt er ekki sama gæðavara og nýtt kjöt,“ sagði Steinþór Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri afurðasölu Sambandsins, þegar hann var spurður hvernig það gæti gerst að svo mikið af skemmdu kjöti færi á markað. „Það fer eftir mörgu hversu mikið kjötið lætur á sjá á tólf mánuðum. Ég vil nefna hversu langan tfma hefur tekið að flytja það til Reykjavíkur í upphafi, hversu vel tekst til með hraðfrystingu strax eftir slátrun og í hversu góðum, eða slæmum geymslum kjötið hefur verið.“ - Nú kemur verðlækkunintil afniður- greiðslum úr ríkissjóði? „Verðlækkunin kemur úr tveimur áttum: helmingur frá framleiðanda og helmingur með niðurgreiðslum," sagði Steinþór. Um hversu mikið af umræddu kjöti hefði farið á markað sagði Steinþór erfitt að segja. Upphaflega hefðu um 300 tonn farið í geymsluna sem kjötið kemur úr, en síðan hefði það verið sett á markað smátt og smátt þannig að fráleitt væri að tala um að það hefði allt orðið óeðlilega frostþurrt. - En er ekki Ijóst að umrædd geymsla er ekki fullnægjandi? „Það er að minnsta kosti eðlilegt að draga þá ályktun. Enda tel ég frekar ólíklegt að við munum nota geymsluna aftur," sagði Steinþór. -Sjó. ■ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur látið loka einni af kjötgeymslum Afurða- sölu Sambandsins vegna kvartana kaupmanna og neytenda um skemmt kjöt á markaði í höfuðborginni. Er hér um að ræða ársgamált kjöt, sem undan- farið hefur verið selt á „útsöluverði" með sérstökum niðurgreiðslum úr ríkis- sjóði og afslætti frá framleiðendum. „Það er algjörlega út í bláinn að fullyrða nókkuð um að kjötið sé skemmt fyrr en niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Það er hins vegar Ijóst að mikill frostþurrkur er í kjötinu, en það verður engum meint af að borða það,“ sagði Andrés Jóhannesson, forstöðumaður Yfirkjötmats ríkisins, þegar Tíminn tal- aði við hann í gær. Andrés sagðist ekki vita hversu mikið af umræddu kjöti hefði farið á markað: „Hitt er annað mál, að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum, 200 til 300 tonn, eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Þær miðast við hvað mikið geymslan tekur," sagði Andrés. „ÓEÐULEGA ILLA FARID AF ÞURRKI” — segir Guðmundur Ingólfsson, heilbrigðisfulltrúi ■ „Við kröfðumst endurmats á kjötinu vegna þess að það var óeðiilega illa farið af frostþurrki. Eg held það sé Ijóst, að kjötið hafi ekki verið geymt við fuilnægj- andi aðstæður; að hitastigið í geymslunni hafi verið of sveiflukennt,“ sagði Guð- mundur Ingólfsson, heilbrigðisfuiltrúi í Reykjavík, þegar hann var spurður hvers vegna skemmdirnar á kjötinu hefðu orðið. Hann sagði ennfremur að samkvæmt lögum ætti að vera 20 gráðu stöðugt frost í kjötgeymslum. Ef frostið færi mikið niður fyrir það yrðu þurrkskemmdir fljótar að koma í ljós á kjöti. „Það er náttúrlega öllum ljóst, að eins árs gamalt kjöt er ekki eins og nýtt. Það verða alltaf einhverjar þurrkskemmdir þegar kjöt er geymt lengi, en í þessu tilfelli voru þær óeðlilega miklar,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að rannsókn á kjötinu myndi væntanlega Ijúka í dag, en milli 50 og 60 tonn eru enn eftir í frystigeymslu Afurðasölunnar í gamla ísbjarnarfrysti- húsinu; þeirri sem búið er að loka. „Hægt að halda nægu f rosti í geymslunni” — segir Jón Ingvarsson ■ „Ég vil ekki tjá mig um þetta að öðru hefur hana á leigu. leyti en því að ég tel að hægt sé að halda Jón kvaðst vilja bíða niðurstöðu þeirr- nægu frosti á geymslunni þó að hún sé ar rannsóknar sem væri í gangi vegna orðin gömul,“ sagði Jón Ingvarsson, þessa máls, en rannsóknin er í höndum framkvæmdastjóri ísbjarnarins hf, sem Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Yfir- er eigandi frystigeymslunnar sem frost- kjötmats. þurra kjötið kemur úr, en Sambandið -Sjó. „Venjulegar leik- reglur lýðrædisins” — segir Egill Jónsson ■ „Þarna ráða bara venjulegar leik- reglur lýðræðisins. Ég fékk tveimur atkvæðum of fátt til þess að ná kjöri í Þing Verka- mannasam- bands íslands í Eyjum ■ Aðalmál 11. þings Verkamanna- sambands íslands, sem hefst í dag, verða kjaramálin og breytingar á lögum sam- bandsins. Þá verður kosin ný stjórn. Einnig verður á þinginu sérstök dagskrá til minningar um Eðvarð Sigurðsson. Núverandi formaður er Guðmundur J. Guðmundsson og varaformaður er Karl Steinar Guðnason. Ekki er búist við breytingum á þeirri skipan. Rétt til setu á þinginu sem haldið er í Vestmannaeyjum 13.-16. þessa mánað- ar, eiga 139 fulltrúar tuttugu og sex þúsund og eitt hundrað félagsmanna fimmtíu og þriggja aðildarfélaga. BK fjárveitinganefnd," sagði Egill Jónsson alþingismaður í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður hvað hann vildi segja um það að hann náði ekki kjöri í fjárveitinganefnd Alþingis. Aðspurður um það hvort hann væri sáttur við það að hafa ekki náð kjöri, sagði Egill: „Já, hvað annað? Hver er það sem ekki beygir sig fyrir eðlilegri atkvæðagreiðslu.“ -AB Hálka á vegum eystra ■ Töluverð hálka er nú á fjallvegum Austanlands og hefur það valdið nokkr- um vandræðum því bílar eru margir vanbúnir til vetraraksturs. Að sögn lög- reglunnar á Egilsstöðum er full ástæða til að hvetja bílstjóra austanlands til að setja vetrarhjólabarða undir bíla sem fyrst en lögreglan hefur þurft að aðstoða bt'la á Fjarðarheiði, Fagradal og Breið- dalsheiði, sem ekki komust upp brekkur vegna þess að þeir voru á sumarhjól- börðum. GSH Nýjnng! OSTUR’83 14. og 15. október Niðurstöður verða kynntar í Osta-og smjörsölunni, Bitruhálsi 2, föstudaginn 14. október kl. 15—20 og laugardaginn 15. október kl. 13—18. Þá munu ostameistar- arnir veröa á staðnum og bjóöa gestum aö smakka ostana sína og svara jafnframt öllum spurningum um osta og ostaframleióslu. Verölaunaostarnir veröa kynntir og seldir á kynningarverói og gestum gefinn kostur á aö kaupa sérstaka ostapakka. Hittumst í Osta- og smjörsölunni 14. og 15. október. Verið velkomin. OSTA,- 06 SMJÖRSALAN BITRUHÁLSIZ Dagana 12. og 13. október koma ostameistarar hinna ýmsu ostabúa landsins saman meó framleiöslu sína, sem tekin veröur til gæöaprófunar af íslenskum ostadómurum, ásamt einum erlendum ostadómara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.