Tíminn - 26.10.1983, Side 3
fréttir
Forsætisráðherra um leyfisveitingar til bankanna fyrir nýjum útibúum:
„HOFUÐVERKUR BANKANNA"
— „ef þeir byggja ný útibú án þess að hafa leyfi”
■ „Eitt af fyrstu málunum sem þessi
ríkisstjórn ákvað, var að það yrðu ekki
veitt leyfi fyrir fleiri útibú bankanna,
nema allir þeir þrír ráðherrar sem um
þessi mál fjalla, væru sammála þar um
og hefðu samráð um það," sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráðherra,
er Tíminn spurði hann í gær, hvort
núverandi ríkisstjórn hygðist fara að
tilmælum bankamálanefndar og veita
ekki leyfi fyrir nýjum bankaútibúum,
fyrr en bankamálanefnd hefði lokið af sér
störfum,en eins og komið hefur fram í
Tímanum, þá liggja fyrir í Seðlabankan-
um beiðnir um leyfi fyrir.M bankaútibúi,
og þegar hafa ákveðnir bankar reist
þessi útibú og eru tilbúnir til þess að
opna þau, um leið og leyfi fæst.
„Ég geri ráð fyrir-.því, vegna þess
þunga sem þarna er á, að draga úr
útþenslu bankakerfisins, að svona mál
kæmu fyrir ríkisstjórnina, en ekki hefur
verið komið mcð neitt slíkt mál inn á
ríkisstjórnarfund, og ég veit ekki til þess
nú, að það sé nein tilhneyging til þéss
hjá ráðherrum að veita slfk leyfi," sagði
forsætisráðherra jafnframt.
Aðspurður um hvort það gæti talist
eðlileg málsmeðferð að byrja á því að
byggja, eða úbúa nýtt bankaútibú, og
sækja síðan urn leyfi fyrir nýju útibúi,
sagði forsætisráðherra: „Það er náttúr-
lega alröng aðferð, og ég lít svo á að
þegar um slíkt er að ræða, að það sé að
sjálfsögðu bankanna höt'uðverkur."
Þorstcinn Pálsson, formaður banka-
málanefndar sagði í samtali við Tímann
í gær að bankamálanefnd myndi skila af
sér greinagerð og tillögum mjög fljót-
lega, og sagðist hann telja það eðlilegt
að ríkisstjórnin flýtti sér hægt í veitingu
nýrra leyfa, þar til tillögur bankamála-
nefndar lægju fyrir.
- AB
Fulltrúar stétt-
arfélaganna í
bréfi til forsæt-
isrádherra:
Tökum ekki
þátt í efnis -
legum vid -
ræðum
nema á
jafnréttis-
grundvelli
■ „Það er Ijóst að aðilar án samnings-
réttar hafa ekki eðlilega aðstöðu til
efnislegra viðræðna og á það ekki síst við
um þætti eins og forsendur þjóðhags-
áætlunar, sem óhjákvæmilega tengjast
samningaviðræðum með beinum hætti.
Samtök okkar hafa lýst sig fús til við-
ræðna við stjórnvöld, fái þær viðræður
að fara fram á jafnréttisgrundvelli. Með
góðri þátttöku í undirskriftasöfnun sam-
takanna hafa félagsmenn okkar áréttað
stuðning sinn við kröfuna um samnings-
rétt. Oski stjórnvöld eftir samráði við
samtök launafólks, hljóta þau því að
koma til móts við þann eindregna vilja“,
segir m.a. í yfírlýsingu sem send var
Steingrími Hermannssyni forsætisráð-
herra í gær af fulltrúum nokkurra stéttar-
félaga eftir að þeir höfðu neitað að ræða
um þjóðhagsáætlun á boðuðum
samráðsfundi með ríkisstjórninni.
A blaðamannafundi í gær um þetta
mál sagði Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ, að þjóðhagsáætlun snerti kjara-
samninga beint og lægi þeim gjarna að
nokkru til grundvallar. „Við getum því
ekki tekið þátt í samráði um hana án
samningsréttar. Við getum ekki tekið
þátt í efnislegum umræðum um þjóð-
hagsáætlun við stjórnvöld meðan þau
neita okkur um samningsrétt. Það er
ekki samráð ef okkur er boðið upp á að
skrifa undir eyðublað þar sem allar tölur
hafa verið færðar inn. Við viljum fá að
semja um innhald eyðublaðsins. „Við
erum tilbúnir í viðræður en þær verða að
vera á jafnréttisgrundvelli."
En eru líkur á að ríkisstjórnin taki í
mál að afnema bannið við kjarasamning-
um? „Neitun forsætisráðherra var ekki
jafn afdráttarlaus nú og áður," sagði
Ásmundur Stefánsson. „Áður höfum
við fengið svarta nei en nú fengum við
málalengingar", sagði Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Verkamanna-
sambandsins.
„Ef okkur er boðið upp á að ræða
samningsréttarmál á fundi þá munum
við að sjálfsögðu gera það, „sagði Ás-
mundur. Hann sagði aðspurður að ekki
mætti blanda saman viðræðum við
stjórnvöld og óformlegum samræðum
við vinnuveitendur, sem verkalýðs-
samtökin hefðu aldrei hafnað.
Undir yíirlýsinguna sem send var
forsætisráðherra skrifuðu fulltrúar ASÍ,
BSRB, Sambands íslenskra banka-
manna, Launamálaráðs ríkisstarfs-
manna innan BHM og Farmana og
fiskimannasambands íslánds.
- JGK
■ Fulltrúar stéttarfélaganna kynna sjónarmið sín.
Tímamynd Árni Sæberg.
Virkjunarkostnaður
Blöndu 3 milljarðar
— Aukakostnaður talinn nema 7.9%
■ Kostnaður við Bönduvirkjun var
enn á dagskrá Alþingis í gær, en Eiður
Guðnason beindi spurningum til iðnað-
arráðherra þar að lútandi. Fyrirspurnin
var lögð fram í þrem liðum. 1. Hverju
i.cmur kostnaðurinn við framkvæmdir,
sem átt hafa sér stað í tengsluni við
virkjun Blöndu, en eru í raun fyrir og í
þágu bænda og landeigenda á svæðinu?
Til nánari skýringar skal getið að hér er
átt við ræktun, jarðakaup, byggingar
fjárhúsa, og gangnamannakofa, vega-
gerð og annað af þeim toga sem fram-
kvæmt hefur verið. 2. Hvaða aðilar hafa
fengið greiöslur og hve mikið hefur
komið í hlut hvers? 3. Hvaða aðilar
munu fá greiðslur vegna sölu vatnsrétt-
inda?
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra gaf sundurliðaðar upplýsingar um
kostnað við fyrrgreind mannvirki og er
niðurstaðan sú að síðan 1981 hafa verið
greiddar tæpar 23 millj. kr. í þá liði sem
spurt er um.
Rafmagnsveitur ríkisins höfðu umsjón
með öllum framkvæmdum við Blöndu til
ársloka 1982, og hefur sundurgreining á
kostnaði ekki borist en um lágar upp-
hæðir er að ræða. Sundurgreining kostn-
aðar frá Landsvirkjun frá jan.-sept. í ár
skiptist á marga viðtakendur, þeir helstu
eru Áburðarverksmiðja ríkisins, Land-
græðsla ríkisins, Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, svo og nokkrireinstakl-
ingar, kaupfélög og fleiri.
Ekkert liggur enn fyrir um hverjir fá
greiðslur vegna vatnsréttinda í Blöndu.
Mikið af þeim kostnaði sem nefndur
er umframkostnaður við virkjunina staf-
ar af vegalagningu, raflínulagningu
byggingu íbúðarskála og fleira sem ekki
er hægt að komast hjá vegna virkjunar-
framkvæmdanna.
Samningurinn milli virkjunaraðila og
þeirra fimm hreppa sem teljast eigendur
Auðkúluheiðar og Eyvindarstaðaheiðar
gerir ráð fyrir miðlunarlóni og vatnsvegi
á þessum heiðalöndum. Á móti skyldu
koma bætur með fernum hætti.
Uppgræðsla í stað gróðurlands, sem
tapast og jafngildi þess að landkostum.
Vegagerð til þess að auðvelda umferð
um afréttina og bæta röskun á haga-
göngu búfjár.
Girðingar til þess að forðast röskun á
hagagöngu af völdum virkjunarinnar.
Gangnamannaskálar. Einn skála þarf
að stækka vegna breyttrar notkunar
afréttarins og færa eða endurbyggja
tvo aðra.
Iðnaðarráðherra gaf sundurliðað yfir-
lit um alla þessa þætti og hve miklu fé
hefur verið varið til þeirra, svo og ýmissa
framkvæmda annarra sem tengjast virkj-
uninni.
■ „Á þingi Landsambands íslenskra
verslunarmanna sitja u.þ.b. 90 manns,
þar af eru urri 60 frá Verslunarmannafé-
lagi Reykjavíkur, sagði Magnús Gísla-
son formaður Verslunarmannafélags
Suðurnesja er Tíminn ræddi við hann í
gær. „Við hljótum því að íhuga hvort
það þjóni nokkrum tilgangi að sækja slík
þing. Við höfum líka hugleitt úrsögn úr
Landssambandinu því að bein aðild
Iðnaðarráðherra upplýsti, að á júní-
verði þessa árs er virkjunarkostnaður
við Blöndu talinn 3.018 millj. kr. sam-
kvæmt nýjustu áætlun hönnuða. „Auka-
kostnaðurinn" er.talinn 237 millj. kr. og
nemur því 7.9% af virkjunarkostnaði.
Hjörleifur Guttormsson taldi fráleitt
að telja alla vegagerð og línulagnir
vegna virkjunarframkvæmdanna koma
bændum sérstaklega til góða og væri
ekki sínngjarnt að kalla þetta auka-
kostnað.
Pálmi Jónsson sagði að ekki væri
sanngjarnt að segja að 237 milljónirnar
væru einhver aukakostnaður vegna
bænda, vegir og lagnir væru nauðsynlegir
vegna sjálfra framkvæmdanna en ekki
bændum til neinna sérstakra hagsbóta.
Páll Pétursson sagði að mikils mis-
skilnings gætti í umtali um mál þetta allt.
Helmingurinn af þeirri upphæð sem
okkar að A.S.Í. gæti verið heppilegri en
núverandi skipulag. Landssambandið er
í raun svo veikt að þeir geta ekki sinnt
félögunum vegna fjárskorts, því að tveir
þriðju hlutar þess gjalds sem við greiðum
til Landssambandsins rennurtil Alþýðu-
sambandsins og þar af leiðandi er lands-
sambandið fjárvana stofnun . Á árinu
1982greiddum við 117.180 kr. til Lands-
sambands íslenskra verslunarmanna,
ncfnd væri kæmi bótum ekkert við, svo
sem vegir handa virkjunaraðilum, eða
kaup Landsvirkjunar á jörðinni Eiðs-
stöðum.
Páll sagðist hafa margbent á að upp-
græðslan væri mjög dýr og spurning væri
hvort ckki hcfði verið hentugra að hafa
bætur í öðru formi, en þessi leið hafi
verið farin hvað scm hún á eftir að kosta.
Eiður Guðnason lét að því liggja í
framsöguræðu sinni að vafi léki á eignar-
haldi hreppanna á heiðalöndunum. Páll
svaraði því og sagði að skjalfestar sann-
anir liggja fyrir að hrepparnir á svæðinu
hefðu keypt heiðalöndin í ráðherratíð
Jóns Magnússonar, en áður lágu heið-
arnar undir Auðkúlu.
Helmingurinn af aukakostnaðinum
kcmur bændum ekkert við, sagði Páll,
og hinn helmingurinn er ónýtilegur fyrir
bændur. -OÓ
þar af greiddi landssambandið 73.600
kr. til A.S.Í. Félagar sem greitt er af í
Verslunarmannafélagi Suðurnesja eru
580.“
Bein aðild að A.S.Í. samrýmist alveg
lögum sambandsins. Ekkert verslunar*-
annafélag hefur slfka beina aðild, en í
smærri stöðum þekkist það að verslunar-
menn séu aðilar að verkalýðsfélögum á
staðnum. -BK
Deilur verslunarmanna á Húsavfk kunna að
draga dilk á eftir sér:
Suðurnesjamenn jhuga
beina aðild að ASÍ!
— og úrsögn úr Landssambandi verslunarmanna