Tíminn - 26.10.1983, Síða 4

Tíminn - 26.10.1983, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTOBER 1983 BÍLAPERUR ÓDÝR GÆÐAVARA FRÁ MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR Hitablásarar 2 st. fyrir hitaveitu, til sölu. Upp- lýsingar í síma 32101. HEILDSALA - SMASALA IhIHEKLAHF 1 * " | L. .1 u )■ tvt ■)' 170 172 Simi 21240 OLAFSFJARÐARKAUPSTAÐUR rrn Auglýsing Hér meö er auglýst til umsóknar aöstaöa í Iðngörðum Ólafsfjaröar. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu sinni aö Kirkjuvegi 12, Ólafsfirði og í síma (96) 62214. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1983 Ólafsfirði 21. október 1983, Bæjarstjórinn Sláttuvélaþjónusta Gerum viö flestar geröir sláttuvéla, dælur og aöra smámótora. Fljót og góó þjónusta. VVÉLIN S.F. Súöavogi 18 sínni 85128 Pósthólf 4290—124 —Reykjavik + Maöurinn minn Leifur Grímsson, Álfheimum 13, andaðist 25. okt. Hertha E. Grímsson. Minningarathöfn eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa Arnþórs Árnasonar frá Garði, Sogavegi 28 veröur í Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. okt. kl. 15. Jarðsett veröur frá Skútustaöakirkju laugardaginn 29. okt. kl. 14. Helga L. Jónsdóttir Árni Arnþórsson Ásrún Arnþórsdóttir Helga Arnþórsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför Ólafíu Árnadóttur Laugarnesvegi 72 Brynjólfur H. Þorsteinsson og fjölskyldur Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns, sonar, fööur, tengdafööur og afa Helga Þorgrímssonar Sólvöllum 2 Breiðdalsvík Sigrún Björgvinsdóttir Oddný Erlendsdóttir Stefanía Helgadóttir Einar Ingólfsson Þorgeir Helgason Ragnheiöur Hjartardóttir Gerður Helgadóttir Helga Rut Einarsdóttir Sigrún Erna Þorgeirsdóttir ' fréttir Rússar kaupa 40 þús. kassa af gaffalbitum ■ Samkomulag hefur tekist viö fulltrúa Prodintorg í Moskvu af hálfu Sölustofn- un lagmetis, um sölu S.L. á 40 þúsund kössum af gaffalhitum, og skal afhenda þá fyrir 1. desember nk. Varan er framleidd hjá K. Jónssyni & Co hf. á Akureyri og Þormóði ramma/ Siglósíld á Siglufiröi og er þar með séð fyrir því hráefni, sem verksmiðjurnar hafa yfir að ráða á árinu. Auk gaffalbit- anna hefur Prodingtorg keypt talsvert magn af niðursloðinni þorskalifur og er heildarverðmæti útflutts lagmctis til þeirra á þessu ári um þrjár og hálf milljón dollara. -AB Ferdabók I Sl. föstudag var undirritaður í Reykjavík gafTalbitasamningur milli Sölustofnunar lagmetis og Prodingtorg í Moskvu. Fulltrúar beggja fyrirtækjanna og viðskiptaráðu- neytisins eru hér samankomnir el'tir undirritun. Mannabreytingar hjá Flugleiöum ■ Mannabreytingar vcrða hjá Flug- leiðum bráðlega þegar Kristinn Hall- dórsson verkfræðingur tekur við starfi forstöðumanns viðhalds og verkfræði- deildar Flugleiða af Kristjáni Friðjóns- syni sem gegnt hefur því starfi frá árinu 1980. Kristján Friðjónsson hefur nú ákveðið að ráða sig til starfa hjá sænsku fyrirtæki. Hann lauk sveinsprófi í flugvirkjun 1966 og prófi í rafeindaverkfræði 1970. Hann starfaði sem kerfisverkfræðingur hjá Flugfclagi íslands 1970-80 þar til hann tók við forstöðumannsstarfinu. Kristinn Halldórsson lauk prófi í flugvélaverkfræði frá tækniháskólanum í Stokkhólmi 1974 og starfaði hjá Cargo- lux á árununr frá 1974-1982 en hann hóf störf í verkfræðideild Flugleiða 1982. -GSH Páls- sonar komin ut á ný ■ Ferðabók Sveins Pálssonar 1-11, Dagbækur og ritgerðir 1791-1797 er nýkomin út hjá bókaforlaginu Örn og Örlygur. Hún var fyrst gefin út 1945 í þýðingu þeirra Jóns Eyþórssonar. Pálma Hannessonar og Steindórs Steindórsson- ar frá Hlöðum. Þeir Jón og Pálmi eru nú báðir látnir, en í þessari nýju útgáfu gerir Steindór Steindórsson grein fyrir sögu þýðingarinnar og minnist samþýð- enda sinna í eftirmála við bókina. Haraldur Jónsson kennari og hrepp- stjóri í Gröf á Snæfellsnesi skrifaði á sínum tíma orð og stafrétt upp hand- rit Sveins sem var skrifað á dönsku. Haraldur hóf þetta verk þegar hánn var nemandi í Kennaraskólanum og lauk því síðan í ígripum um 1930. Handrit hans notuðu síðan þeir Jón, Pálmi og Steindór, er þeir þýddu verkið. Ferðabókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda h.f. Sigurþór Jakobsson hannaði titilsíður, bókarspjöld og öskju. Samhliða almennu útgáfunni voru gefin út 97 tölusett og árituð eintök af bókinni. -JGK Kirkjuþing: Skorar á íslerad- inga að vinna aö friði f heiminum ■ „Kirkjuþing 1983 skorar á íslendinga og allar þjóðir heims að vinna að friði í heimi, stöðvun vígbúnaðarkapphlaups Samband ungra framsóknarmanna er samefnari fyrír fjölmörg félög ungra framsóknarmanna, sem starfa víðsvegar um landið. Öll hafa þau áhuga á að fjölga félagsmönnum, enda við margt að starfa. Vilt þú vera með? Ef svo er þá þarftu ekki annað en að rita nafn og heimilsfang á þennan miða, klippa hann út úr blaðinu og senda til SUF, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík. Framkvæmdastjóri SUF mun sjá um að koma þér í samband við næsta FUF félag. Heimili: Sími: Sendist til: Samband ungra framsóknarmanna, Rauðarárstig 18,105 Reykja- vík. — Friðarálykt- unin samþykkt einum rómi og útrýmingu gjöreyðingarvopna". Þannig hljóðar upphaf ályktunar um friðarmál,. sem samþykkt var einum rómi á Kirkjuþingi í gær. í framhaldinu segir svo: „Þingið beinir því til stjórn- málaflokkanna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu máli eftir bæði innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þingið lýsir samstöðu með þeim samtökum sem vinna að friði, frelsi og mannréttindum, á þeim grundvelli sem Kristur boðar, og brýnir fyrir fslendingum að meta það frelsi sem þjóðin býr við og nýta það til að skapa réttlátari heim. þar sem almenn afvopnun verður liður í þeirri nýskipan efnahagsmála að lífsgæðum verði jafnað meðal jarðarbarna allra". Helstu breytingar á þessari ályktun og þeim tiilögum sem lagðar voru fram í upphafi þings eru þær að sleppt er tilvísun t.il alheimsráðstefnunnar „Líf og friður" sem haldin var í Uppsölum í Svíþjóð á útmánuðum síðustu. -BK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.