Tíminn - 26.10.1983, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Innlendir orkugjafar:
SPÖRUÐU 200 MILUÓNIR
BANDARIKJADALA SL AR
— Rafmagn til heimilisnota og götulýsingar tíu sinnum
dýrara en til orkufreks iðnadar
■ í árslok 1982 námu crlcndar lang-
timaskuldir íslendinga 1200 milljónuni
Bandaríkjadala, þar af námu langtíma-
skuldir orkufyrirtækjanna erlendis 600
milljónum Bandaríkjadala, eða helmingi
allra langtímaskulda íslendinga erlendis.
Á sama ári nam gjaldeyrissparnaður
landsmanna vegna innlendra orkugjafa
200 milljónum Bandaríkjadala eða þriðj-
ungi af öllum langtímaskuldum orkufyri-
tækjanna erlendis. Þetta þýðir að það
tæki tæp 8 ár að greiða niður allar
erlendar langtímaskuldir íslendinga ef
öllu því fé, sem sparast með innlendum
orkugjöfum miðað við 8% raunvexti,eða
vexti umfram verðbólgu og tæp fjögur ár
að greiða niður með sama hætti erlcndar
langtímaskuldir orkufyrirtækjanna.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Orku-
stofnun hefur látið taka saman og kynnt
var á blaðamannafundi í gær.
Margt fróðlegt kemur fram í þessari
skýrslu og gefst væntanlega tækifæri til
að gveina frá því í smaatriðum síðar.
M.a. vekur það athygli að á árinu 1982
var raforka til heimilisnotkunar tæplega
tífalt dýrari en raforka til álversins í
Straumsvík, Áburðarverksmiðjunnarog
Járnblendiverksmiðjunnar. en saman-
lagt nýta þessi fyrirtæki u.þ.b. 57%
framleiddrar raforku í landinu. Enn-
fremur fer ekki hjá því að menn hnjóti
um það. að í dýrasta veröfloki er m.a.
rafmagn til götulýsingar, cn fyrir þaö er
greitt rúmlega 100 mills á hverja kwst.,
sem er meira en tífalt meira en áður-
nefnd þrjú fyrirtæki greiða fyrir sína
raforku. -JGK
5
Klæðum og bólstrum
gömul húsgögn. Gott
úrval af áklæðum
BÓLSTRUN
ÁSGRIMS,
Bergstaðastræti 2,
■ Framkvæmdanefndin um launamál kvenna á sínum fyrsta fundi í gærmorgun. Tímamynd - G.E.
Framkvæmdanefnd
um launamál kvenna
■ í kjölfar ráðstefnu um launamál launamál kvenna með aðilum vinnu- Kvenréttindafélgs íslands, Bandalags
kvenna sem alþýðuflokkskonur gengust markaðarins einnig. Auk fulltrúa allra kvenna, Kvenfélagasambands íslands,
fyrirísíðastamánuði.hefurveriðákveð- stjórnmálaflokkanna og Kvennafram- Jafnréttisráðs, A.S.Í., B.S.R.B.,
in þverpólitísk framkvæmdanefnd um- boðsins í Reykjavík verða fulltrúar B.H.M. og S.Í.B. í framkvæmdanefnd-
ýfkki bodleg-
ur til íbúðar”
— segir
■ „Enn er ólokið 1. áfanga viðgerða á
Nýja Garði og staða mála á Garðinum
er nú þannig að hann telst ekki boðlegur
fólki til íbúðar“, segir m.a. í frétt frá
Stúdentaráði Háskóla íslands sem send
er út í tilefni af frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 1984.
í fréttinni kemur m.a. fram að í
frumvarpi til fjárlaga sé gert ráð fyrir
þrem og hálfri milljón til viðhalds
Stúdentagarða. Þessi upphæð dugi ein-
ungis fyrir afborgunum og vöxtum af
lánum, sem nú þegar hafi verið tekin til
viðhalds Stúdentagarðanna, Gamla og
Nýja. Þá segir að ef nefnd fjárveiting
verði ekki aukin verði ekkert hægt að
vinna að endurbótum á Nýja Garði árið
1984, en 1979 hafi ríkið tekið að sér að
sjá um viðgjerðir á Gamla og Nýja Garði
og hafi áætlað að ljúka þeim á 3-4 árum.
Það séu því síðustu forvöð fyrir ríkið að
standa við þetta fyrirheit. Þá er bent á
að vegna ástandsins á Nýja Garði sé ekki
hægt að innheimta þar fulla leigu og því
sé garðurinn rekinn með halla.
Herbergið á Gamla Garði er nú leigt
á kr. 2.330, en á þeim nýja er leigan
aðeins 1.300 kr, enda garðurinn varla
hálfinnréttaður. -BK
Lyfsöluleyfi
er forseti íslands veitir.
Lyfsöluleyfi Grindavíkurumdæmis erauglýst laust
til umsóknar.
Starfsemi væntanlegrar lyfjabúöar skal hafin eigi
síöar en 1. júlí 1984.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 20.
nóvember 1983.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
21. október 1983.
NÝTT - Til leigu
Vantar þig traktor, sturtuvagn eða dráttarvagn í
lengri eða skemmri tíma.
Reynið viðskiptin.
Vélaborg hf.
Sími 86680.
Sjálfsbjargar-
félagar
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra og M.F.A. (menning-
ar- og fræöslusamband alþýöu) gangast fyrir helgarn-
ámskeiði í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavíkdaganaö. og
6. nóvember n.k. Námskeiöiö hefst kl. 9.00 f.h.
Dagskrá:
Laugardagur:
1. Helstu réttindi launafólks.
a) í veikinda- og slysatilfellum
b) í uppsagnartilfellum
c) Til orlofs
d) Samkvæmt vinnulöggjöfinni
e) Til atvinnuleysistrygginga
2. Hlutverk trúnaöarmanna á vinnustöðum
3. Lög um almannatryggingar.
Sunnudagur:
1. Lífeyrissjóðir og hlutverk þeirra
2. Lög um málefni fatlaöra
Námskeiöunum lýkur fyrir kvöldmat á sunnudagskvöld.
Æskilegt er aö þátttakendur veröi frá sem flestum
Sjálfsbjargarfélögum.
Þátttaka tilkynnist skrifstofu landssambandsins fyrir 1.
nóvember. Sími 29133.
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra.
f---------------------<
10%
afsláttarkort
Ákveöiö hefur veriö aö gefa fé-
lagsmönnum Kaupfélags Hafn-
firöinga kost á 10% afslætti út á
afsiáttarkort. Kortin gilda frá
október til 31. desember, eitt
kort fyrir hvern mánuö.
Nýir félagar fá einnig aö njóta
þessara viðskiptakjara.
Hægt er aö gerast félagsmaöur í
verslunum og skrifstofu Kaup-
félagsins á Stranagötu 28,
Miðvangi og Caröaflöt Caröabæ.
Meö félagskveðju og þökkum
fyrir góö samskipti.
Kaupfélag Hafnfirðinga