Tíminn - 26.10.1983, Page 9

Tíminn - 26.10.1983, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 9 Wmmm'' menningarmál gróður og garðar Ný skáldsaga eftir Alan Paton Alan Paton: Ah, But your Land is Beautiful. Penguin Books 1983. 272 bls. ■ Margir íslenskir bóklesarar kannast við suður-afriska rithöfundinn Alan Paton, en tvær skáldsögur hans hafa verið þýddar á íslensku. Þær heita: Grát ástkæra fósturmold og Of seint óðins- hani. Báðar vöktu þessar bækur mikla athygli þegar þær komu út, einkum Grát ástkæra fósturmold, en hún þótti frábær- lega vel skrifuð og var auk þess fyrsta veigamikla skáldverkið, sem vakti at- hygli á viðbjóðslegri meðferð þjóðern- issinna stjórnarinnar í Suður-Afríku á lituðu fólki þar í landi. Alan Paton er nú orðinn 79 ára gamall, en hefur nýlega sent frá sér nýja skáldsögu, sem hcitir á ensku Ah. but your land is beautiful. Hún er hin fyrsta í fyrirhuguðum flokki þriggja skáldsagna (tríólógíu). Scm fyrrvcrðurkynþáttaað- skilnaðarstefna Suður-Afríkustjórnarog ofbeldi gagnvart fólki af öðrum litafhætti en hvítum Paton að yrkisefni. Sagan gerist á 6. áratugnum. en þá höfðu þjóðernissinnar náð öllum völdum í Suður-Afríku og voru smám saman að hrinda kyþáttastefnu sinni í framkvæmd og herða tökin. Sagan hefst á því er ung stúlka af indverskunt uppruna. sem þótti eiga mikla framíið fyrir sér á mennta- brautinni, sest inn á bókasafn, sem aðeins var ætlað hvítum mönnum. Hún var handtekin og sett í fangelsi. Þangað hélt yfirmaður skólamála í héraöinu og reyndi að telja hana af því að sýna yfirvöldunum andstöðu. Þaðmistókst og í staðinn hreifst yfirmaðurinn svo mjög af baráttuhug og kjarki stúlkunnar, að hann gerðist forystumaður þeirra manna hvítra, sem lögðu lituðu fólki lið í baráttunni gegn yfirvöldunum. Síðan spinnst söguþráðurinn áfrant. Höfundur rekur ótal tilraunir yfirvalda til kúgunar og misréttis og sýnir jafnframt hvernig hinir undirokuðu og stuðningsmenn þeirra smeygðu sér franthjá reglum og lögum, svo aldrei unnu kúgararnir nema hálfan sigur. Og oft verða yfirvöldin að þola hnckk. Glæsilegasti fulltrúi hvítra Suður-Afríku- manna var ungur lögfræðingur. dr. Jan Woltemade Fischer. Háskólar kepptust við að hlaða á hann vcgsemdum, innan stjórnarráðsins átti hann greiða leið til frama og svo miklar vonir voru við hann bundnar, að borgarstjórn einnar borgar ákvað að skíra götu í höfuðið á honunt. Dr. Fischer var ógn stoltur af öllu þessu, en dramb er falli næst. Hann var haldinn þeirri „ónáttúru“ að hafa ekki áhuga á öðru kvenfólki en svörtu og svo fór að lokum, skömmu eftir götuskírnina, að ung svertingjastúlka lokkaði hann með sér út í skemmtigarð. Þar beið lögreglan eftir þcim, lærdómsmaðurinn var hand- tekinn og síðan dæmdur til dauða fyrir þá hneisu. sem hann hafði gert hvíta kynstofninum. En sögupersónurnar eru ekki einungis hvítar og svartar. Hér eru einnig leiddir fram á sviðið hvítir ntenn. sem lifa við tvöfalt siðgæði. Þeir hafa í hjarta sínu samúð með hinum undirokuðu, en þora ekki að ganga fram fyrir skjöldu vegna stöðu sinnár. Þetta er mögnuö saga, þrungin ör- lögum og harðri baráttu, þar sem annar aðilinn hefur undirtökin og neytir þess miskunarlaust. en hinn reynirað þrauka þorrann og góuna. reynir að halda því sem mögulegt er af sjálfsvirðingu sinni. Alan Paton hefur eins og margir Suður-Afríkumenn af enskum uppruna tekið mikinn þátt í réttindabaráttu litaðs fólks í heimalandi sínu. Hann var einn af forystumönnum Frjálslynda tlokksins á þeim árum, sem þessi saga gerist á og lenti oft í andstöðu við stjórnvöld. Flokkurinn var að lokum bannaður óg Paton sviptur vegabréfi sínu. Hann hefur því mikla þekkingu og reynslu af kyn- þáttamálum og stundum finnst manni ALAN PAION YOllR L 'The passion is thcrt.as mcIUs «hc birtcrmss ,uid thc- piwcr - SfieclaHir sem hann sé að segja hluta sinnar eigin sögu í þessari bók. Þetta er afbragðsvel skrifuð bók um málcfni. sem lengi hefur verið ofarlega á baugi í veröldinni og verður því miður sjálfsagt lengi cnn. Öllum þcim, sem vilja kynnast hinu viðbjóðslega fram- ferði hvítu stjórnarinnar í Suður-Afríku er ráðlegt að lesa bókina. Þeir munu ekki verða sviknir. Jón Þ. Þór. I. Listaverk úr þörungum ■ Undirritaður á fallega mynd eftir konu á Eyrarbakka, og er myndinni valið gott veggpláss í stofunni. Gestir dást að fínleik og roðabjarma myndar- innar. Ég held þeim í hæfilegri fjarlægð fyrst, eins og gerist á myndasýningum, og spyr: - Hver haldið þið að hafi málað þessa mynd? Margs er getið til og sagt að erfitt sé að átta sig á höfundarein- kennum. Flestir fara þó fljótlega að hlæja og segja: Þú platar mig ekki lengi, en satt er það, falleg er myndin, fegurri en margt málverkið. Ekki er þetta nein litasmurning, nei, náttúran hefur framleitt myndefnið úti í sjó, en kona á Eyrarbakka komið því á pappírinn. Myndin er tilvalin gesta- þraut. Þetta er fíngérður rauðþörungur, undursamlega fagur. Fjaran geymir líka fagurgræna þörunga álíka fíngerða og fagra. Hvernig er hægt að gera svona fallega mynd úr þörungum, spyr margur gestur- inn. Jú, það er í rauninni einfalt mál. Ymsir fíngerðir, fagurlitir þörungar lifa í fjörunni innanum þangið, oft í pollum og líka lengra úti í sjó. Aldan ber þá á land þegar brimar. Hægt er að tína þá í plastpoka og fara með heim. Hafið stinnan pappír við hendina. ■ Þörungur þurrkaður og pressaður til skrauts. Myndverk og matarefni í fjöru Setjið þörunginn í ílát með vatni. Smeygið síðan pappírsblaðinu varlega undir þörunginn og látið hann breiða úr sér á pappírnum niðri í vatninu. Lyftið síðan blaðinu með útbreiddum þör- ungum upp úr vatninu og leggið gljá- andi pappír eða plast ofan á og setjið þetta í pressu eins og þegar bljómjurtir eru pressaðar. Má skipta á „yfirbreiðsl- unni“ uns þörungurinn er alveg þurr.lit- rík himna sem tollir við stinna undirlag- ið. Myndverkið erþáfullbúið. Þaðgetur verið með ýmsum litum og gerðum eftir tegundum þörunganna. Þið munuð hafa ánægju af að reyna þetta. II. Skeljar og kuðungar til skreytinga. Sumir raða stórum skeljum og kuð- ungum kringum blóm og tré í görðum, eða í jaðra blómabeða. Getur farið vel á því. Nota má bláskeljar (krækling), öðuskeljar. kúskeljar, hörpudiska, beitu- kónga, hafkónga o.fl., o.fl., Smábobbar eru oft límdir á kassa eða á spjald sem hengt er á vegg. Til þess hæfa vel ýmsar tegundir, t.d. hinar algengu meyjadopp- ur (klettadoppur), sem tína má af stein- um í fjörunni innan um þangið. Þessir smákuðungar hafa fjölbreytta liti til að bera, þeir geta verið gulir, gráir, hvítir, röndóttir, og eru einnig breytilegir að lögun (flatnefir, mjónefir) eftir tegund- um og afbrigðum. Silfrinn litli ber sér- kennilegan lit eins og í nafninu felst. Þetta voru aðeins nokkur dæmi. Sjón er sögu ríkari. Á stöku stað gefur að líta skeljar og kuðunga límd á hellur úti í görðum, helst í steinhæðum eða jafnvel hengda á vegg til prýði. Mynd, tekin í sumar, sýnir slíka skreytingu í jaðri steinhæðar í hinum fagra og fjölbreytta garði Önnu Baldvinsdóttur á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd. mest ber á hörpudiskum, bláskeljum, öðuskeljum og ýmsum smákuðungum. III. Matarefni í fjöru Tygg ek söl, er haft eftir Þorgerði ■ Skeljar og kuðungar límd á hellur í garöi Egilsdóttur á söguöld. Öldum saman voru söl mikilsverður matur, sem gekk kaupum og sölum. Frægar voru sölva- fjörurnar á Eyrarbakka - Stokkseyrar- svæðinu og vestur í Saurbæ í Dalasýslu. Nú er farið að neyta sölva að nýju í auknum mæli og þau eru aftur orðin verslunarvara, aðallega etin hrá, líkt op harðfiskur, og þykja holl fæða. Á mörgum bjórstofum á Bretlandseyjum og víðar fást jafnan söl. Veitingamenn telja þau auka bjórdrykkjuna, það gerir seltan. Til eru himnulaga þörungar, sæhimn- ur - og eru tvær þeirra, þ.e. maríusvunta og purpurahimna góðar til matar, báðar allalgengar hér. Maríusvunta er fagur- græn og bylgjótt, kölluð hafsalat í sumum löndum, t.d. í Noregi. Purpura- himna lýsir sér í nafninu. Japanir eru sérlega sólgnir í hana og hagnýta í stórum stíl. Hún er hér víða við landið eins og hin. Báðar þessar hintnur má matreiða á ýmsa vcgu. Auðvelt er að þurrka þær í ofni og mala síðan eða steyta. Duftið er gott úti í ýmsar súpur o.fl. rétti. Ingólfur Daviðsson, skrifar Geðheilbrigðisþjónusta utan legudeilda sjúkrahúsa eftir Hannes Pétursson, yfirlækni ■ Á undanförnum áratugum hafa orð- ið verulegar breytingar á geðheilbrigðis- þjónustunni hér á landi eins og í flestum nágrannalöndunum. I stað stórra og oft á tíðum óhentugra geðsjúkrahúsa hafa risið geðdeildir við almenn, deildaskipt sjúkrahús. Jafnframt hefur meðferðin beinst meira út á við en áður t.d. með því að vinna að aukinni þátttöku fjöl- skyldunnar og samfélagsins í heild í fyrirbyggingu, meðferð og endurhæfingu geðsjúkra. Óæskileg áhrif langtímavist- unar á stofnunum, tilkoma nútímageð- lyfja og aukinn skilningur almennings á þörfum geðsjúkra hafa stuðlað að fram- angreindri þróun í geðheilbrigðisþjón- ustunni. Geðsjúkdómar eru afar algengir og þrátt fyrir miklar úrbætur hér á landi á síðustu árum er enn umtalsverður skortur á nauðsynlegum mannafla og mannvirkjum til þess að mæta þjónustu- þörfinni. Enn er verulegur skortur á sjúkrarúmum fyrir geðsjúka hér á landi, en jafnframt er mjög brýrtt að bæta aðstöðu til meðferðar utan hinna eigin- legu legudeilda á sjúkrahúsunum. Slík aðstaða er nauðsynleg í fyrirbyggjandi starfi geðdeildanna og er ennfremur afar þýðingarmikil við endurhæfingu þeirra, sem fengið hafa geðsjúkdóma. Meðferð sem veitt er á göngudeild er vaxandi þáttur í starfsemi geðdeildanna. Slíkri starfsemi er m.a. ætlað að draga úr þörf á sjúkrahússvistun, eða að stytta sjúkrahússdvöl með viðeigandi eftir- meðferð. Ennfremur dvelja sjúklingar oft í dagvistun á geðdcildum. Á síðustu árum hafa verið teknar í notkun sérstak- ar dagdeildir þar sem sjúklingar sækja meðferð á daginn, en búa a.ö.l. á heimilum sínum. Víða erlendis hafa verið reistir sérstakir dagspítalar, sem ekki hafa á að skipa sjúkrarúmum, en hafa a.ö.l. fullkomna aðstöðu til grein- ingar og meðferðar á geðsjúkdómum, jafnhliða fyrirbyggjandi starfi og öflugri endurhæfingu. Hæfilegt húsrými er ein aðalforsenda þess að hægt sé að leggja aukna áherslu á meðferð og endurhæfingu geðsjúkra utan hinna hefðbundnu legudeilda sjúkrahúsanna. Á þessu sviði hefur ýmis- legt áunnist á undanförnum árum m.a. fyrir tilstilli viðkomandi sveitarfélaga og velviljaðra félagasamtaka svo sem Geð- verndarfélags Islands og Kiwanis-hreyf- ingarinnar. Opnaðir hafa verið svokall- aðir áfangastaðir, en skammtímavistun á slíkum stöðum gerir sjúklingnum stundum kleift að útskrifast af geðdeild fyrr en ella. Þeir einstaklingar sem eiga við langvarandi geðsjúkdóma að stríða geta auk þess oft nýtt sér sambýli til lengri tíma, sem auðveldar þeim endur- hæfingu, m.a. að því er varðar arðbæra vinnu á hæfilegum vinnustöðum. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að aukin aðstaða og umbætur á þessum þætti í ofangreindri þróun á geðheilbrigðis- þjónustunni mundi leiða til mikilla hags- bóta við meðferð og umönnun sjúklinga okkar bæði innan og utan geðdeildanna. Hannes Pétursson yfirlæknir Geðdeildar Borgarspítalans

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.