Tíminn - 26.10.1983, Blaðsíða 11
10_____
fþróttir
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
„Vörnin góð
alian tímann“
- sagði Bogdan Kowalczyk
■ „Vörnin var góð i'fyrri hálflciknum,
og.reyndar alian leikinn“, sagði Bogdan
Kowaiczyk landsliðsþjálfari eftirJeikinn
í gær,f samtali við Tímann. „Þetta( hvað
ieikmennirnir leika framarlega cr vörn
sem leikin er nú um alia Evrópu. En við
höfum æft of lítið saman, og það sást vel
á sóknarleiknum. Sumir lcikmennirnir
skilja ekki alveg alltaf hvað er að gerast,
ekki endilega bara þeirsem komu seinast
frá Þýskalandi, alveg eins hinir, því það
er líka erfitt fyrir þá að fá þrjá nýja menn
í liðið.“
„Ég vil taka fram, að Kristján Arason
lék alls ekki illa í leiknum, þó hann
skoraði ekki mikið", svaraöi Bogdan
|>eirri spurningu blaðamanns hvers
vegna Siguröur Sveinsson hefði ekki
fengið að spreyta sig meira, úr því
Kristján var ekki afgerandi. Hann bætti
við: „Kristján opnaði til dæmis oftast
fyrir Alfreð. þegar Alfreð skoraði, og
gaf frábærar sendingar inn á línuna.
Sigurður lék ckki meira aðallega vcgna
þess, hve lítinn tíma hann hefur haft
mcð liðinu.“
„Munurinn á þessum liðum er sá“,
sagði Bogdan, „aðTékkaræfa lOsinnum
í viku og við getum ráðið við þá í 30
mínútur í dag. Eftir ákveðinn tíma
getum við staöist þeim snúning, en ckki
nú eftir vikuæfingar.-1
„Liöið vantar æfingu, Tékkarnir eru
það sterkir", sagði Siguröur Sveinsson
cftir leikinn. „Það var klaufalegt að láta
þá jgsa okkur þarna í fyrri hálfleik, þá
skoruðu þeir fjögur ntörk í röð.“ Þegar
Sigurður var spuröur hvort hann hefði
ekki viljað fá meiri tíma á vellinum sagði
hann: „Jú, en það er Bogdan scm
ræður“.
„Þetta er betur samæft liö, þess vegna
vinna þeir. Þcir léku skynsamlega, en
þetta eru engar stjörnur, sagði Kristján
Arason fyrirliði éftir leikinn.
-SÖE
Leikurinn
í kvöld
■ Leikurinn í kvöld hefst klukkan
19.30. Spurninginerbarahvort strákarn-
ir ná að hefna sín. Til þess þurfa þeir
stuðning. Áfram ísland.
-SÖE
Hörkukeppni
tT’IíÍHji^ - '”-33
■ Tékkneski markvörðurinn Hirner ver hjá Þorgils Óttari snemma í leiknum í gær. Þama hefði mátt verða mark, Þorgils Óttar var kominn í gegn eftir stórgóða sendingu
Kristjáns Arasonar, sem sést á myndinni, en það varð ekki. Alltof oft létu íslensku strákarnir verja hjá sér slík dauðafæri. -SÖE/Tímamynd Ámi Sæberg
Alian Simonsen, nú í Hummel
■ íþrótta- og fataframleiðslufyrirtækið
Puma hefur stefnt danska knattspyrnu-
manninum Allan Simonsen fyrir samn-
ingsbrot, og heimtar af honum hálfa
milljón danskra króna í skaðabætur, cn
það nemur um tveimur og hálfri milljón
íslenskra króna.
Forsaga málsins er sú, að Allan Sim-
Sá stutti
skipti
um skó:
á haustmóti i Puma heimtar
- hjá Júdósambandi Islands
■ Haustmót JSÍ var haldið í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans á laugardaginn
22. október sl. og var keppt í fjórum
þyngdarflokkum karla. Kcppni var jöfn
og spennandi í þeim öllum.
Úrslit einstakra flokka uröu þessi.:
65 kg. flokkur
1. Gunnar Jónasson Gerplu
2. Sigmundur Bjarnason UMFK
3. Kristján Svanbcrgsson UMFK
71 kg. flokkur -
1. Halldór Guöbjörnsson J.R.
2. Karl Erlingsson Ármanni
3.-4. Rögnvaldur Guðmunds., Gerplu
3.-4. Karel Halldórsson Ármanni
83 kgrflokkur
1. Gísli Wium Ármanni
2. Magnús Hauksson UMFK
3. Sævar Kristjánsson Gerplu
Plús 83 kg. flokkur
1. Arnar Marteinsson Ármanni
2. Kristján Valdemarsson Ármanni
3. Jón Egilsson J.R.
skaðabaetur
af Simonsen!
— eftir að Allan gerði nýjan
samning við Hummel
onsen hefur alla tíð verið á samningi við
Pumafyrirtækið, frá því hann gerðist
atvinnumaður í knattspyrnu og hóf að
leika í V-Þýskalandi fyrir um 10 árum.
En allt í einu, fyrir Evrópuleikinn
gegn Englendingum á dögunum, kúventi
Allan, og samdi við Hummel-fyrirtækið,
sem reyndar réði hann í vinnu einnig,
frá og með næstu áramótum.
Allan hafði þetta um málssóknina að
segja í dönskum blöðum: „Ég hef ekkert
að óttast, samningur minn við Puma
rann út hinn 30. júní síðastliðinn, og ég
hef aldrei skrifað undir neitt, eða samið
um neitt við Puma sem segir að ég geti
ekki skipt um fyrirtæki varðandi slíka
auglýsingasamninga."
-SÖE
Nú eru
Danirmjög
spenntir
Vinni þeir Ungverja íkvöld,
komast þeir f úrslit
■ Danir eru hcldur belur spenntir
þcssa dagana. í kvöld leikur landsliö
þeirra í knattspymu við Ungverja í
Ungvcrjalandi, og ef danska liðiö, sem
hefur vakið mikla hrifningu í Evrópu-
keppni landsliða, sigrar, eru Danir
komnir í úrslit Evrópukeppninnar i
Frakklandi. - Eða eins og Danir orða
það sjálfir: „Þá getum við oröiö
Evrópumeistarar."
Lciknum verður sjónvarpað beint til
Danmerkur, þúsundir Danir eru komn-
ir til Búdapest til að fylgjast með
leiknum, og dagblöð þeirra Dana eru
sneisafull af vangaveltum uni leikinn.
Sepp Piontek landsliðsþjálfari Dana
segist ekki geta annað en látiö liðið
leika sóknarleik. „Liðið sem ég hef
valið í leikinn, býður hreinlega ekki
upp á það," segir Piontek.
Kollcgi Piontvks Ungverjalands
mcgin, Gyogy Mezey, á allt undir
leiknum gegn Dönum. Hann er talinn
mega taka pokann sinn ef Ungverjar
tapa. Þá hefur Mc/ey látið hafa eftir
sér i vcstrænuin hlöðum, að hjarta
hans slái meira fyrir Englendinga en
Dani, og hann voni að Englendingar
komist úr riðlinum i úrslitin í Frakk-
landi, frekar en Danir. „Mér finnst
Englendingar betri", sagði hann eftir
tapið (0-3) gegn Englendingum um
daginn í Búdapest. Það er því allt á
móti Dönum, Ungverjar töpuðu síð-
asta heimaleik, Mezey á starf sitt undir
sigri, og leikmennirnir heiður sinn, og
þar að auki heldur hann með Englend-
ingum.
Þriðji maðurinn af stétt landsliðs-
þjálfara sem hér verður vitnað í,
Bobby Robson Englandi, segir að
þrátt fyrir sigurinn á Ungverjum á
dögunum, reikni hann með Dönum i
Frakklandi, möguleikar Englendinga
séu of knappir, og Danir of góðir til að
enskar óskir rætist í því efni. Hvort
Danir slógu þessu ekki upp.
Það urðu Dönum vonbrigði, er þaö
kom á hreint, að ekki færu nema
þúsund nianns frá Danmörku til Búda-
pest til að sjá leikinn i kvöld, það fóru
nefnilcga 10 þúsund á Wembley um
daginn og studdu vel sína menn.
En Danir verða með augun á leik-
vanginum í Búdapest í dag.
-SÖE
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
—
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
HEILDARSVIP VANTADI
ÍSLENSKA LANDSUÐIÐ
— Tékkar sigruðu 21-17 í Laugardalshöll í gær
■ Það var helst heildarsvipurinn sem
vantaði á íslenska liðið í leik þess við
Tékka í gærkvöld í handknattleik, en
Tékkar sigruöu íslendinga 21-17 í fremur
daufum leik. Tékkneska liðið var aldrei
sannfærandi, en það sem kom þeim á
sigurbraut var heildarsvipur liðsins, liðið
vann sem heild, meðan íslenska liðið var
á köflum skelflng sundurlaust. Ef frá er
skilið að Alfreð Gíslason átti stórleik
framan af, og Einar Þorvarðarson lék
mjög vel í markinu, var íslenska liðið
ósköp dauft.
íslendingar byrjuðu leikinn vel. Al-
freð Gíslason skoraði fyrsta markið
ófeiminn, laumaði sér í gegn og vippaði
yfir Hirner markvörð. En Hirner lét
ekki að sér hæða, í næstu sókn varði
hann hjá Jakobi Sigurðssyni í hraðaupp-
hlaupi, og það gaf tóninn á því sem
verða vildi. Hirner varði grimmt, og
alltof oft þegar menn áttu ekkert eftir
nema komast framhjá honum einum.
íslendingar höfðu frumkvæðið framan
af fyrri hálfleik, léku góðan varnarleik,
og skoruðu ávallt á undan. Þeir höfðu
yfir 3-1, 6-4, 7-5, 8-6 og 9-7, en þá kom
slæmur kafli. Tékkarnir náðu að keyra
hraðann upp, íslendingar gerðu mistök,
og Tékkar skoruðu hvert markið á fætur
öðru, breyttu stöðunni í 9-11. Kristján
náði að lagastöðuna fyrir leikhlé, 10-11.
í síðari hálfleik jöfnuðu íslendingar
11-11, og jafnt var >12-12. Voru þar
þrumufleygar Alfreðs Gíslasonar. Þá
kom annar slæmur kafli, og Tékkar
komust í 12-16. íslendingar klóruðu í
bakkann af og til, en Tékkarnir tóku
alltaf viðeigandi spretti. Fór svo að
staðan var 21-16 þegar síðustu sekúnd-
urnar voru að líða, en íslendingar náðu
að skora eitt mark á síðustu sekúndunni,
klassískt mark Bjarna Guðmundssonar
17-21.
Leikur íslenska liðsins var ekki sann-
færandi. Alltof oft varði Hirner skot sem
skotið var í dauðafæri. Alltof oft tapaði
liðið boltanum klaufalega. Og alltof oft
létu menn reka sig útaf, fyrir brot sem
hægt hefði verið að komast hjá.
En jákvæðir punktar voru líka til.
Alfreð Gíslason lék stórvel, líklega
aldrei betur í landsleik hvað sóknina
varðar. Þá sýndi Einar Þorvarðarson og
sannaði að hann er yfirburðamarkvörður
hér. - Kristján Arason olli dálitlum
vonbrigðum, en líkast til vegna þess að
svo miklar kröfur eru til hans gerðar.
Hann skoraði lítið, lék félaga sína vel
uppi, en gerði sig sekan um slæm mistök
einnig. Mistök Bogdans voru þau að láta
ekki Sigurð Sveinsson leysa hann af öðru
hvoru.,Það er synd að svo góður leikmað-
ur sem Sigurður sitji á bekknum allt
nema eina mínútu af leik.
Þorgils Óttar Mathiesen stóð sig vel á
iínunni, en Jóhannes Stefánsson má
taka sig á. Hornamennirnir tveir stóðu
vel fyrir sínu, Bjarni gamalreyndur, og
Jakob efnilegur. En skrýtið þó hjá
Bogdan að hafa engan þriðja hornamann
til að geta hlaupið undir bagga með
■ Jóhannes Atlason fyrrum landsliðsþjálfari er einn þeirra þjálfara sem halda munu
um stjórnvölinn hjá 1. deildarliðunum næsta sumar. Hér sést Jóhannes sitja á
bekknum með mönnum sínum fyrir nokkrum árum.
Innlendir knattspyrnuþjálfarar:
■ Nú virðist allar líkur á að eingöngu
innlendir þjálfarar verði að störfum
næsta ár í fyrstu deild karla í knatt-
spyrnu. Sjö lið hafa ráðið sér þjálfara,
og þau þrjú sem eftir eru virðast öll á
höttunum eftir innlendum þjálfurum.
Eins og sagt var frá í Tímanum í gær,
er á hreinu að Þorsteinn Ólafsson þjálfar
Þórsliðið, og Björn Árnason Víking.
Ásgeir Elíasson verður áfram hjá Þrótti.
og Magnús Jónatansson hjá Breiðabliki,
að því er Tíminn kemst næst. Hólmbert
Friðjónsson verður áfram með KR, og
Hörður Helgason með Skagamenn. Jó-
hannes Atlason fyrrverandi landsliðs-
þjálfari þjálfar Fram. KA virðist á
höttunum eftir innlendum þjálfara, ef
marka má áhuga þeirra á Þorsteini
Ólafssyni, og heyrst hefur að annaðhvort
Sigurður Dagsson eða Ingi Björn Al-
bertsson muni þjálfa Valsliðiö. Þjálfi
Sigurður það ekki, er talið líklegt að Ingi
Björn fái það verkefni, en þjálfi Sigurður
Valsliðið er talið líklegt að FH ráði Inga
Björn. Líkur eru taldar á, að Haukur
Helgason unglingalandsliðsþjálfari taki
við liði Keflvíkinga.
- SÖE
nýliðanum. Páll Ólafsson lék þokkalega
í leiknum, en Sigurður Gunnarsson fékk
fá tækifæri, enda Alfreð lítt stöðvandi.
Varnarmaðurinn Steinar Birgisson lék
vel í vörn, en missti tvisvar boltann til
Tékka í þeim þremur sóknum sem
hann tók þátt í.
Vonandi er Bogdan á réttri leið, það
kemur betur í Ijós í kvöld. Það er þó víst,
að íslenska liðið getur vel unnið þessa
Tékka, ef vel er haldið á spilunum, og
sóknarleikurinn smellur saman.
Mörkin: Alfreð 7, Páll 3, Bjarni 3,
Kristján 3(1), Óttar 1. Tékkó: Brest-
ovansky 6, Bartek 5, Novak 3, Toma 3,
Papiernik 2, Barton 2, Vít 1.
Dómarar voru danskir, og höfðu góð
tök á leiknum, en létu Tékkana komast
upp með seinagang í sókn.
-SÖE
■ Laugardalshöllin var full af fólki í gær, en oftar hefði nú mátt heyrast til fjöldans
hvetja landann. Úr því er hægt að bæta í kvöld. Tímamynd Árni Sæberg
Úr frjálsíþróttaheiminum:
Svífur
Jianhua
yfir 2,40
hástökks-
múrinn
Kínverjar vona að þeir verði
á OL í sumar
■ Fyrir skömmu var heimsmetið í
hástökki karla bætt. Það gerði Kínverji,
Zhu Jianhua að nafni. Vinurinn stökk
2,38 mctra, og bætti heimsmetið um
einn sentimetra. Nú búast margir við að
þessi knái Kínverji verði fyrstur manna
til að stökkva yfir 2,40 metra í hástökki.
I hvert sinn sem heimsmetið er bætt í
hástökki. verður mörgum í heiminum að
orði, nú hlýtur að vera komið að því að
ekki sé hægt að stökkva hærra. En alltaf
hefur einhver bætt við, og svo verður
áreiðanlega enn um sinn.
Við tilkomu Fosbury stílsins, sem
heimsfrægð náði árið 1968, varð mikil
framþróun í hástökki. Af og til hafa
komið fram menn, sem líklegir hafa þótt
til heimsafreka, en misjafnt orðið úr.
Þannig héldu menn að Kínverjinn Zhu
Jianhua yrði ekki til stórræðanna framar,
þegar hann olli vonbrigðum hástökks-
unncnda á HM í Helsinki meö því að
stökkva aðeins 2,29 metra og fá brons-
vcrðlaun. Þá átti Kínverjinn heimsmet-
ið, og það var 2,37 metrar. Nú nýlega
sýndi Jianhua að hann cr ckki aldeilis
hættur stórræðum, heldur bætti hcims-
metið um sentimetra á móti í heimaborg
sinni, Shanghai, fyrir framan 40 úsund
áhorfendur. Spurninginerbara sú, hvort
hinn tvítugi Kínvcrji, sem er 1,93 metrar
á hæð og ótrúlega grannur, ’gerir rósir
annarsstaðar á hnettinum en í Austur-
löndum. Ef hann gerir það. er ekki
ólíklegt að hann vinni gullið í Los
Angeles næsta sumar, og setji jafnvel
heimsmet upp á 2,40 mctra.
- SÖE
molar
ÞAÐ ERU EKKI
ALLTAF JÓLIN
HÉR HELDUR...
■ Það hefur mikið verið talað um
slæma framkoijui vallargesta víða um
heim í knattspyrnunni, bæði gagnvart
leikvöngunum og dómúrum. Það er.þó
víst, að hiti fylgir víða íþróttum, og svo
cru um körfuknattleikinn hér heima á
Fróni. Oft er hcitt í kolunum á Suöur-
nesjum, þegar körfubolti er annarsveg-
ar, og kemst slíkt helst í hámæli ef um
utan vallaratburði er að ræða.
Að loknum leik Njarðvíkinga og Kefl-
víkinga á föstudaginn var vildi einn
áhangenda Njarðvíkurliðsins ræða við
þjálfara Keflavíkurliðsins, Brad Miley,
um leikinn. Fór hann í því skyni í
gagngerða heimsókn Jil Mileys síðar um
kvöidið, og bankaði upp á.
Ekki vildi Miley hleypa kappanum
inn, enda var gesturinn vel við skál, og
lítt árennilcgur. Brást gesturinn hinn
vcrsti við, braut upp hurð og óð inn.
Þjálfarinn var ekki ánægður með þessa
' gestakurteisi, tók gestinn og sneri hann
niðtu. Hélt Miley gestinum síðan i
heljargreipum sínum meðan hann
hringdi á lögregluna, sent kom að vörmu •
spori.
Það var hjákátleg tilviljun, að lögreglu-
maðurinn senukom tii að færa gestinn í
geymslur lögreglunnar, var enginn annar
en Þorsteinn Bjarnason landsliðsmark-
vörður í fótbolta og aðalstigaskorari
Keflvíkinga í körfuboltanum...
- SÖE
AÐVERA
FEIMINN VIÐ
MYNDAVÉLAR...
■ Margir frægir nienn, íþróttamenn
sem aðrir, cru hræddir við myndavélar,
ekki síst við það að myndirnar sé teknar
í þeim tilgangi að sýna á ■þeim verri
hliðina. Margir hafa reynt að komast hjá
. myndatökum af þessum sökum. mcð
misjöfnum árangri. Myndavélafeimni
tvcggja landsliðsmanna Uruguay í knatt-
spyrnu eftir 0-2 tapleik gegn Chile í
Suður-Ameríku meistarakeppninni
gekk þó fúlllangt á dögunum.
Varnarmaðurinn Oliveira, nýbúinn að
slá tönn úr munni Chilc-leikmannsins
Arruaza, haföi grun um að Ijósmyndari
nokkur, sem hann mætti á leiöinni útaf
vellinum, hefði náð a"ð fcsta hægri hand-
ar „húkk" Itans á filmu, og réðist því á
hann.
Annar kátur æringi, Alfreco de los
Santos eyddi nóttinni í fangelsi eftir að
hafa laipið í köku ljósmyndara, nokkr-
um sckúndum eftir að flauta dómarans
gall til leiksloka. !
- ' -SÖE
PIONTEK VAR
EINUM OF FUÓTUR
■ Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana
vill hafa allt sitt á þurru. Á þriðjudag í
síðustu viku, er hann var að leggja
síðustu hönd á landsliðsvalið, setti hann
út úr landsliðinu miðjuleikmanninn
sterka, Frank Arnesen hjá Áhderlecht í
Belgíu. Arnesen átti við meiðsli að
stríða, og var ekki ljóst hvort hann yrði
klár úslaginn í kvöld við Ungverja. Sagði
Piontek, að hann vildi frekar setja
Arncscn úi en velja hann og vita pkki
hvort hann entist í 90 minútur. Þó sagði
hann Arnesen pottþéttan mann í lands-
lið sitt þegar hann væri alhcill og í
toppformi.,
Daginn eftir, á miðvikudag lék Arne-
sen með Anderlecht gegn Banik Ostrava
frá Tekkóslóvakíu, var aðalspraúta liðs-
ins í leiknum, og skoraði sjálfur annað
markið. Arnesen lék allar 90 mínúturn-
ar. - En þá var Piontek búinn að velja
16 menn og tilkynna þá...
- SÖE