Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 3
Ibúar vid Asparfell sitja eftir með sárt ertnið er málarameistarinn gekk frá hálfkláruðu verki: ff HÖFÐUM VARAÐ ÞAI VID ÞESSUM MANNI ff — segir Halldór Magnússon hjá Málarameistarafélaginu, en íbúarnir verða sjálfir að bera skaðann ■ „Við getum ekki gert annað en aðvara fólk og síðan verður það sjálft að taka ákvarðanir. f þessu tilviki höfðum við gert fólki aðvart um að viðkomandi manni væri ekki að treysta, hann væri nánast gjaldþrota og hefði margsinnis svikið samninga sem við hann hefðu verið gerðir,“ sagði Halldór Magnússon hjá Málarameistarafélagi Reykjavíkur. Tilefnið er að málarameistari, sem tekið hafði að sér að mála stóra blokk við Asparfell gekk frá hállkláruðu verki og ógreiddum vinnulaunum til starfsmanna sinna og verða íbúar blokkarinnar sjálfir að bera kostnað af að ganga þannig frá blokkinni fyrir beturinn að unnt sé að halda áfram næsta vor án þess að byrja að nýju. „Þetta er hörmulegt mál og því miður verður að segja að þessi maður hefur margsinnis áður gert sig sekan um svona athæfi. Honum verður að sjálfsögðu vikið úr stéttarfélaginu og hefur þá ekki leyfi til að taka málningarsveina í vinnu. Við höfðum hins vegar varað fólkið í blokkinni við Asparfell við því að ráða þennan mann vegna fyrri svika og vegna þess að við vissum að hann væri gjald- þrota, en það var ákveðið að ráða hann ■ Málarameistarinn hljóp frá hállklárudu verkinu og íbúamir geta ekkert við því gert. Tímamynd: G.E. engu að síður,“ sagði Halldór Magnús- fellsblokkinnifengumviðþærupplýsing- og fjármuni auk þess sem væntanlega son. ar að væntanlega yrði ekki úr málshöfðun Væri ekki að neinu að ganga hjá viðkom- Hjá húsfélagsformanninum í Aspar- vega þessa atviks. Það myndi kosta tíma andi málarameistara. JGK Síldarsöltun gæti lokid innan viku! — ef síldveidi verdur góð eftir að veður gengur nidur ■ Engin síldveiði hefur verið undan- farna sólarhringa vegna brælu á síld- armiöum. Samkvæmt upplýsingúm frá Síldarútvegsnefnd er búið að salta um 120 þúsund tunnur af sítd á vertíðinni. en í allt verða saltaðar 210 þúsund tunnur. Fyrir helgina var rnjög góð veiði og á föstudag voru saltaðar um 20 þúsund tunnur og á laugardag um 12 þúsund tunnur. Ef góð síldveiði verður þegar veður gengur niður má allt eins búast við að söltun Ijúki á innan við vikutíma. Næstum ckkert hefur verið fryst af síld enn sem komiö er. -Sjó Sædýrasafnid opnar á ný! ■ „Viö vonum að okkur tákist að opna núna í vikunni. Við höfunt í allt sumar unnið að ýmsum cndurbótum og tcljum okkur í þann mund vcra að uppfylla allar kröfur sem gcrðar eru til safnsins," sagði Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafnsins í Hafn- arfirði, í samtali við Tímann. Jón sagði að ætlunin væri aö hafa safnið opið í vetur.enda hefði raunin verið sú að það hefði verið mikið sótt á góðviörisdögum á veturna meðan það var opið. „Svo erum viö með svo mikið ytlrbyggt oröið, til dæmis há- hyrningalaugina," sagði Jón. -Sjó ó fe tilFLÖRlDA Um þessar mundir verður 10.000 Soda Stream vélin seld hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að bjóða einhverjum stálheppnum Soda Stream eiganda í 14 daga ferðalag til Flórida en þaðan kemur TRÓPÍ safinn eins og allir vita. Ekki nóg með það, heldur fær þessi lukkunnar pamfíll að bjóða einhverjum með sér í ferðina! Sá heppni verður valinn af handahófi 24. desember og mun nafn hans birtast í dagblöðunum milli jóla og nýárs. Langar þlg ekki til Flórida? gjofin sem gefurard Sól hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.