Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Shcmmuwegi 20 Kopavogi Simar 191)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA. ARMULA3 SIMI 81411 i abriel HÖGGDEYFAR >_/ ___ii Hamarshöfða 1 y Q^vcirshlutir sími365io. ITmÍtm Rrtstjorn 86300 — Augfysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvoldsimar 86387 og 86306 Miðvikudagur 2. nóvember 1983 Jón Helgason landbúnaðarráðherra um styrk úr kjarnfóðursjóði til eggjadreifingarstöðvar: HAÐUR ÞVÍ AÐ SAMSTAÐA SÉINN- AN SAMTAKA EGGIAFRAMIBÐENM ef svo er ekki, þarf ad skoda máliö upp á nýtt ■ „Ég hef lýst því yfir að ef um samstöðu er að ræða meðal eggjaframleiðenda,þá sé ekkert því til fyrirstöðu að veita styrk úr kjarnfóðursjóði til byggingar eggjadreifingarstöðvarinnar, en sé ekki um samstöðu að ræða þá tel ég að það þurfi að skoða allt málið betur og hef gert grein fyrir þeirri skoðun minni,“ sagði Jón Helgason,landbúnaðarráð- herra í samtali við blaðið í gær. „Auðvitað getur tiltekinn hóp- ur manna tekið sig saman um að byggja svona stöð, en spurningin er um þennan styrk úr kjarnfóð- urstjóði. Ég hef út af fyrir sig ekki þvertekið fyrir að af þessari styrkveitingu geti orðið þrátt fyrir hugsanlegan ágreining, ég hef aðeins sagt að ef um ágrein- ing er að ræða, þá verði að skoða þetta mál alveg upp á nýtt. Ég bíð núna eftir fundi í Samtökum eggjaframleiðenda, sem lengi hefur staðið til að halda og ég geri ráð fyrir að verði alveg á næstunni," sagði landbúnaðar- ráðherra. JGK m á siö- TUGA KONU! ■ Ekið var á sjötuga konu á Suðurlandsbraut á móts við Hótel Esju um kl. 17.40 í gær. Að sögn lögreglu var konan á leið yfir götuna á gangbraut þegar hún varð fyrir bílnum. Töluverð hálka var á Suður- l|pdsbrautinni þegar þetta gerð- iat-og bílstjóranum tókst ekki að afstýra árekstrinum þrátt fyrir að- bifreið hans væri vel búin til vetraraksturs. Konan fékk höfuöhögg og var flutt á slysa- dfild en ekki var talið í gær að urn alvarleg meiðsl væri að ráða. Töluvert var að gera hjá slysa- i|Ainsóknardeild lögreglunnar í Rjcykjavík seinni partinn í gær. í gérdag snjóaði í borginni og niVnduöust þá víða hálkublettir á uötum. Öll voru þó þessi um- fiaróhöpp smávægileg nema ið á Suðurlandsbraut. -GSH Læknir og lögreglumenn hlynna að konunni sem varð fyrir bð á Suðurlandsbraut í gxr. Tímamynd Sverrir Lík mat- sveinsins fannstí Sandey II 9 Viö leit í flaki sanddælu- sfcipsins Sandeyjar II )í gær fannst lík Emils Pálssonar, sem var matsveinn á skipinu. Líkið fannst cftir að logsoðið hafði veriö gat á hliðskipsins. Léitað var í skipinu Iram t myrkurog veröur leit haldið áfram í dag. en tveggja manna úr áhöfn skipsins cr enn saknað. -GSH Nýja kvótafyrirkomulagid: ELDBORG MISSIR AF 1400 LESTUM — smæstu bátarnir fá 500 lesta uppbót ■ Nýja kvótafyrirkomulagið, sem ákvcðið var á fundi stjórnar LIU með útgcrðarmönnum loðnubáta, leiðir af sér miklar tilfærslur á afla frá stærri bátun- um til þeirra minni. Til dæmis hefði Eldborgin, stærsta loðnu- skip flotans, fengið að veiða 11.600 lestir samkvæmt gömlu skiptingunni, en fær 10.200 lestir samkvæmt þeirri nýju, mismun- urinn er 1.400 lestir, sem nálgast að vera fullfermi í einni veiði- ferð. Sömu sögu er að segja um Sigurð RE. Hann hefði fengið 10.600 lcstir. en fær 9.500. Nýja fyrirkomulagið hefur litla sem enga breytingu í för með sér fyrir báta af millistærð. Til dæmis fær Gígjan RE sartta kvóta, 7.300 tonn, hvort sem notast er við nýja eða ganila fyrirkomulagið. Hjá Hrafni GK bætast við 200 lestir. hann hefði fengið 6.900, en fær 7.100. Há- kon EA hefði fengið 7.600 lestir, en fær 7.500. Smæstu loðnubátarnir, sem bera um það bil 500 tonn, fá umtalsverða viðbót nteð nýja fyrirkomulaginu. Til dæmis fær Erlingur frá Garði 6.300 lestir en Itefði fengið 5.800. Sömu tölur eiga viö um Jöfur frá Keflavík. -Sjó. RLR: Rannsak- ar meinta nauðgun ■ Rannsóknarlögregla ríkis- ins rannsakar nú meinta nauðgunarákæru á hendur manni sem fyrir allnokkru fékk fangclsisdóm fyrir manndráp en var nýlega látinn laus gegn skilorði. Ung kona kærði hann fyrir nauðgun í fyrrakvöld en að sögn RLR er ýmislegt sem bendir til að kæran eigi ekki við rök að styðja, en verið er að athuga hvort þessi atburður hafi áhrif á skilorö mannsins. -GSH dropar Breiða- fjörður: ÁRANGURS- LAUS LEIT ■ Réttfyrirkl.sjöígærmorgun fór þyrla frá varnarliðinu af stað vestur til leitar, ásamt Herkúles tankvél, að sögn Hannesar Haf- stein framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins. Þyrlan kom í Stykkishólm kl. átta og flutti þá þegar tvo sex manna flokka úr slysavarnasveitinni í Stykkis- hólmi, samtals tólf menn, til leitar út í Bjarneyjarog Lón, þar sem slysið varð. Þá fóru einnig tíu bátar til leitafáþessusvæði, þarámeðal flóabáturinn Baldur, sem hafði um borð 30-40 manns úr slysa- varnasveitunum á Hellissandi, Ölafsvík, Stykkishólmi og Grundarfirði til þess að Ieita í Rúfeyjum og Rauðseyjum norð- austur af Bjarneyjunum og þeir höfðu meðferðis fjóra slöngu- báta með utanborðsmótor til þess að komast í land í eyjunum. Þyrlan var þarna yfir þar til um þrjúleytið í gær og leitaði mikið svæði, allt norðaustur í Hóley og Ölafseyjar. í gær hafði lyngt mikið í sjó, en það gekk á með dimmum og hvössum éljum, en leitin í fjörunum gekk vel. Bátar leituðu fram í myrkur. Leitin var árangurslaus. í gærkvöldi fund- uðu björgunasveitir og fulltrúi sýslumanns um frekari tilhögun leitarinnar. Rætt hefur verið um það að fá froskmenn, strax og veður lægir, til þess að kafa í grennd við slysstaðinn, en grunnt er á þessum slóðum. Leit er haldið áfram í dag. -bk Engar bíó- ferðir ekkert sælgæti!! ■ Landsmenn eru misjafn- lega hrifnir að gjörðum ríkis- stjórnarinnar. Dropar lásu um einn, sem er yfir sig hrifinn, i nýjasta tölublaði íslendings á Akureyri,en þar er birt í heild ræða sem viðkomandi hélt ný- verið. Rétt er að taka fram að hér er um tólf ára dreng að ræða. Hann byrjar tölu sína á eftirfarandi hátt: „Góðir bekkjarfélagar og aðrir sjálf- stæðismenn.“ í rxðunni segir hann enn- fremur: „Vitið þið hvað ríkis- stjórnin er að gera bak við tjöldin? Er hún að spara fyrir mig eða þig? Ég held að ég megi fullyrða að hún sé að spara fyrir okkur öll, til þess að bæla niður þessa ógnvæglegu verð- bólgu, sem geisað hefur í land- inu... Árið 1983 er algjört sparnaðarár og það þýðir engar bíóferðir, engin partý og ekk- ert sælgæti. Geymið vasapen- inga ykkar og sparið, því að sparnaður er upphaf auðs.“ Myndmálið — það blífur. ■ „Fóstrið fæðist ekki full- þroskað. Það verður að fá að hlaupa af sér hornin og þroskasl." Hver mælti þessi spöku orð, og um hvaða hyrnda fóstur var hér verið að ræða? Jú, nýi útvarpsstjórinn á Rás 2, Þorgeir Ástvaldsson, fór á kostum í Útvarpi unga fólksins á sunnudagskvöld, er umsjónarmaður þáttarins ræddi við Þorgeir ■ „frétta- tíma“ þáttarins. Spurning um- sjónarmanns var eitthvað á þá leið, hvort Rás 2 myndi höfða til allra landsmanna, eða ákveðinna aldurshópa. Er nýi útvarpsstjórinn hafði kveðið uppúr með þroska Rásar 2, bætti hann við að Rás 2 myndi að sjálfsögðu reyna að höfða til ungs fólks á öllum aldri, sem er jú ávallt jafn fersk hugmynd. Krummi . . . .... bíður eftir að Albert komist í skattseðlana með túss- penna.! J«?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.