Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 11
10 1X2 1X2 1X2 Allskonar smáprentun Umslög - Bréfsefni - Reikninga - Frumbækur - Vinnulista - Kort. Hverskonar eyðublöö önnur í einum eða fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum. Sjálfkalkerandi pappír- Rúðustrikaðar blokkir A-4 og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum allar upplýsingar eða komum til yðar. VIÐGERÐIR á öllum smá rafstöðvum og rafmótorum Einnig litlum bensín- og dieselmotorum. Getum bætt við okkur viðgerðaþjón- ustu fyrir innflutningsfyrirtæki. VÉLIN S.F. Súðarvogl 18 (Kænuvogsmegin) sími 85128. 10. leikvika - leikir 29. okt. 1983 Vinningsröð: 211 -212-122-112 1. vinningur: 12 réttir- kr. 138.325.- 46195<4/n) 46551 <4/n) 9. vika: 86049<6/n, 2. vinningur: 11 réttir - kr. 2.615.- \ 426 35906 49328 54362 89503+ 8.vika: 86042+ 52997<Vn) 631 36898 49634 54731 90871 86037+ 86045+ 53009<2/n) 3272 39127 50966 54800+ 93062 13273 39847 51914+ 56494+ 93680 14185 44395+ 51991 59171 95409 15547 47148 52420 88207 95410 18115 48644 54130 88982 86271+ 86046+ 56336<^ii> 9. vika: 86047+ 59457<Vn)+ 86020+ 86116+ 86030+ 86135+ 86039+ 86364 Kærufrestur er til 20. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK BOLHOLTI 6 REYKJAVIK SIMI 82143 MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1983 íþróttir Landsliðið kom vei út -á Afmælismóti Víkings í borðtennis ■ Landsliðið í borðtennis kom vel út úr Afmælismóti Víkings sem haldið var um síðustu helgi. Þar var um boðsmót hinna sterkustu í fullorðinsflokkum að ræða, - góður lokahnykkur fyrir NM um næstu helgi. Tómas Guðjónsson KR sigraði í karla- flokki, og nafni hans Sölvason, úr KR einnig, varð annar. Þriðji varð Kristján Jónasson Víkingi. í kvcnnafiokki kom Elísabet Ólafsdóttir Erninum verulega á óvart, haslaði sér völl í úrslitakeppninni mcðal þriggja bestu, og varð þriðja. Elísa- bet sigraði Örnu Sif Kjærnested í undan- kcppninni. en Arna hafði slegið út Kristínu Njálsdóttur. Sigurvegari í kvennaflokki yarð Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB, en nún hefur lítt verið sigruð undanfarið hér á landi. Ásta Urbancic Erninum varð önnur. f yngri flokkum pilta var l^ikið í flokki 14-15 ára og flokki 13 ára og yngfi. Var það opið mót. í flokki 14-15 árasigraði Kjartan Briem KR með yfirburðum, sigraði alla sína andstæðinga. Annar varð Bjarni Hauksson Víkingi, og þriðji Halldór Steinsen Erninum. í flokki 13áraogyngri sigraði Ragnar Árnason KR, annar varð Jóhann P. Guðjónsson Víkingi, og þriðji Þór Haúksson Víkingi. -SÖE Portúgalar eða Sovétmenn áfram -í EM í knattspyrnu ■ Portúgalar styrktu stöðu sína verulega í 2. riðli EM landsliða í knattspyrnu um síðustu helgi. Portílgalar sigruðu nefnilcga Pólverja í Varsjá 1-0, og hafa nú 8 stig í öðru sæti riðilsins. Sovétmenn hafaS stig, en eini leikurinn sem eftir cr í riðlinum er niilli þessara, í Portúgal. , -SÖE HK steinlá ■ HK steinlá heldur betur fyrir Gróttu í annarri deild karla í handbolta um síðustu helgi. Grótta sigraði 22:12, en í hálfleik voru heimamenn yfir 9-5. Þórarar sterkir Þorbergur í þrumustuði þegar FH kom í heimsókn ■ FH úr Hafnarfirði, sem hefur undanfar- ið unnið alla stna andstæðinga í ísiandsmót- inu í handknattleik í haust með þetta 8-20 mörkumjór í æfingaferð til Vestmannaeyja um síðustu helgi. Þar gerði annarrardeild- arlið Þórs sér lítið fyrir og gcrði jafntefli við kappana í jöfnum og spennandi leik. Þorbergur Aðalsteinsson fór á kostuin í leíknum, og skoraði 14 ntörk um leið og hann dreif lærisveina sína áfram til dáða. Staða í háifleik í leiknum var 13-12 FH t hag, en lokatölur urðu 24-24. Þorbergur skoraði eins og áður sagði 14 mörk, þar af 5 víti og nýtti hann ekki tvö að auki. Aðrir sem skoruðu voru Gylfi Sigurjóns 3, Karl Jóns 3, Páll Schewing 2, og Dagur Hilmars- son 2. Atli Hilmarsson var markahæstur FH-inga með 6 mörk, Hans skoraði'5, Þorgils Óttar 5, Kristján 3 (3), Guðmundur Dadú 2, Pálmi Jóns 1, Guðjón Árna 1 og Eggert ísdal 1. Sigmar Þröstur varði vp! í Þróttarmarkinu í síðari háltTeik sérstak- lega, og kollegar hans í FH-markinu Har- aldur og Sverrir vörðu svipað. -SÖE ■ Leifur Harðarson, uppspilari Þróttar og „prímusmótor“. Þessi mynd er dæmigerð fyrir Leif, hann stígur ballettspor þegar hann spilar upp, ætíð á ólíklegasta stað af ótrúlegu öryggi. Hér er hann kominn langt frá netinu, en er þó að skjóta boltanum snöggt á miðjuna. Boltinn sveif auðvitað beint í hendur smassarans og þaðan fór boltinn í gólfið hjá Fram. -SÖE/Tímamynd Róbert Blakið í fullum gangi í gaer: HK.SKELLTl STUDENTUM Þróttarar unnu fríska Framara en Þróttarstelpur heillum horfnar ■ Þrír leikir voru leiknir í íslandsmót- inu í blaki í gærkvöldi í Hagaskóla. Breiðabliksstúlkur unnu Þróttarstúlkur létt, 3-0 (15-8, 15-9, 15-7), Þróttur sigraði F ratn í 1. deild karla 3-1 (16-14, 6-15, 15-11 og 15-3), og HK sigraði ÍS í sömu deild, 3-0 (15-5,16-14 og 15-12). HK-liðið, sem steinlá fyrir Þrótti á laugardag, kom ákveðið til leiks gegn Stúdentum, sem að sama skapi voru heillum horfnir framan af. Fyrsta hrina var einstefna. Stúdentar leiddu framan af í annarri, en með góðum lokaspretti tókst Kópavogspiltunum að knýja fram sigur 16-14 eftir að hafa verið undir 13-14. - f síðustu hrinunni virtist ætla að vera um einstefnu Kópavogsmanna að ræða, þeir komust í 9-0, en þá vöknuðu Stúdentar og komust í 8-9. HK leiddi þó alltaf og náði að knýja fram sigur. Bestir í góðu HK-liði voru gömlu Laugdælirnir tveir, gríðarsmassarinn Haraldur Geir Hlöðversson og hávörðurinn snjalli, Hreinn Þorkelsson, sem betur er þekkt- ur úr körfuboltanum. Þorvarður Sigfús- son stóð upp úr fremur mistæku ÍS-liði. Þróttarar lentu í basli framan af með fríska Framara, og komust þeir síðar- nefndu í 13-6 í fyrstu hrinu. Meistararnir sýndu þó styrk og sigruðu í hrinunni 16-14, og Framarar nöguðu sig í handa- bökin. í annarri hrinu hikuðu Framarar ekki og sigruðu 15-6, en eftir að þeir höfðu byrjað vel í þriðju hrinu möluðu Þróttarar þá smátt ogsmátt, unnu 15-11 og lokahrinan var nánast formsatriði. Björn Lúðvíksson var langbestur Fram- ara, ætlar að reynast þeim happadráttur, hann kom til liðsins í haust. Þá var Ólafur Árni Traustason seigur. Þróttarar voru afskaplega jafnlélegir framan af, en komu svo allir til þegar leið á. Leifur Harðarson uppspilari er primusmótor liðsins, í sérflokki hér í uppspilinu, og Guðmundur E. Pálsson hefur aldrei verið betri. Leikur afskaplega yfirvegað en þó fast. Breiðabliksdömurnar voru aldrei í vandræðum með íslandsmeistara Þróttar, sem léku enn án Huldu Laxdal Hauksdóttur, og er þar skarð fyrir skildi. Allar Blikadömurnar stóðu fast fyrir sínu, og ætla greinilega að hætta að vera bara efnilegar undir öruggri stjórn Bene- dikts Höskuldssonar. -SÖE MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 ______________________15 umsjón: Samúel Örn Erlingsson ■ Guðmundur „Dadú" Magnússon, hinn litríki leikmaður FH, tryggði FH- ingum sigurinn yfir KR í Höllinni í gærkveldi á lokasekúndu leiksins. Stað- an var 21-21 er ca. 1 mínúta var eftir, og KR með boltann. Þeir létu brjóta á sér og ætluðu að freistast til að skjóta ekki fyrr en undir lok leiksins en þá dæmdi Óli Óisen töf á þá. FH-ingar voru í sókninni'á undan,búnir að vera örugg- lega í eina og hálfa mínútu án þess að væri dæmt,þannig að þetta orkaði vissu- lega tvímælis og þeir voru bálvondir KR-ingar að leik loknum og nú er ég ekki að ýkja. Leikurinn var fjörugur og skemmti- legur og mörg falleg mörk litu dagsins Ijós. FH-ingar hafa oft leikið betur og mega teljast heppnir að sigra í leiknum. í fyrri hálfleik léku þeir með 5-1 vörn og sú vörn var sem vængjahurð og KR-ing- arnir áttu ekki í vandræðum með að finna glufur. Liðin skiptust þó á að halda forystunni í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 13-12 fyrir KR. í síðari hálfleik þéttist vörnin hjá FH og þeir léku flata vörn, þ.e. 6-0. „Þetta lagaðist til muna hjá okkur er við skiptum um varnarkerfi enda gat þetta ekki versnað", sagði stórskyttan Kristján Arason eftir leikinn. Á þessum byrjunarkafla leiksins kom- ust Hafnfirðingarnir í 15-13 og síðan 18-14 og með gífurlegri baráttu tókst KR-ingum að jafna í 21-21. Lokamínút- unni hefur verið lýst. „Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Þeir svæfa okkur alltaf að því er virðist, þ.e. spila afar rólega. Hvað sjálfan mig varðar er ég ekkert yfir mig ánægður en þeir spiluðu 3-3 vörn og þá er erfitt að skjóta en þá er bara um að gera að spila á línuna og hornamennina og ég held að það hafi tekist bærilcga", sagði Kristján Arason ennfremur. Óttar Mathiesen var bestur FH-inga, gerði 3 falleg mörk og fiskaði allvega 4 víti. Lunkinn strákur Óttar. Haraldur markvörður átti einnig mjög góðan leik og varði 4 víti. Blöffi og Gummi Alberts fannst mér bestir KR-inga. Dómararnir Óli Ólsen ogGunnlaugur Hjálmarsson dæmdu illa. Ráku þeir KR-inga útaf við minnsta tilefni en slepptu FH-ingum við sams- konar eða svipuð brot. Mörk FH: Kristján 8 (6), Óttar 3, Hans 3, Atli 3, Dadú 1, Pálmi 3 og Sveinn 1. KR: Björn P. 7, Gummi Alberts 6, Jóhannes 3, Jakob 3, Haukur 2. -Jól Atli Hilmarsson náði sér ekki á strik gegn KR-ingum í spennandi leik í Hðllinni í gærkveldi. Tímamynd: Róberl ÞftOTTARAR JÖFNUÐU A LOKASEKÚNDUNUM! ESSEN VANN Kiel steinlá fyrir Dankersen Frá Magnási Ólafssvni iþróttafrétta- manni Tímans i V-Þýskalandi: ■ Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, sigraði um síðustu helgi Dankersen á átivelli 18-17 í Bándeslígunni í hand- bolta. Alfreð Gíslason lét iítið að sér kveða í léiknunt, en skoraði þó eitt ntark. Félagi Alfreðs, Fraatz, varheld- ur aðgangsburðari við mark Danker- sen. hann skoraði 10 mörk. Áhorf- endur að leiknum voru 1600. Kiei, iið Jóhanns Inga Gunnars- sonar þjálfara, tapaði stórt á átivelli fyrir Göppingen. Leikur þessi var stórt áfall fyrir Kiel, slíkur var skeilurinn. Sommerfeld, leikmaður í liði Kiel, skoraði 7 mörk í Iciknum, Sommerfeld þessi er gleraugnaglám- ur ntikili ug vekur mikla athygli hér í Þýskalandi þessa dagana, en hann er einn af stjörnum „nýja“ landsliðs- ins þýska. Mól/SÖE. ■ Leikmenn Vals reiddust gífurlega eftir leik þeirra við Þrólt í Laugardals- höllinni í gærkveldi. Þrótlarar jöfnuðu á síðustu sekándunum, er þetta 3-4 sek. voru eftir, og var þar að verki Gísli Óskarsson. Má skilja reiði Valsmanna vel því að er Valsmenn voru í sókn undir lok leiksins, misstu þeir knöttinn og Magnás Guðmundsson Þróttari náði til knattarins en þá var brotið á honum. Magnás tók fríkastið utan vallar og það gerði átslagið og alll varð vitlaust í herbáðum Valsara. Knötturinn var gef- inn á Gísla Óskarsson, sem skoraði af öryggi í lokin. En snáiim okkur að sjálfum leiknum. Þetta var leikur mis- takanna, ef satt skal segja. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, þrátt fyrir að lykilmaður Þróttar, Páll Ólafs- son, þyrfti að hverfa af velli eftir aðeins 5-6 mínútna leik vcgna meiðsla. í hans stað kom ungur lcikmaður, nýskriðinn upp í annan flokk, Bcrgur H. Bergsson, og stóð sig með mikilli prýði og ógnaði vcl. Að vísu fór honum aðeins að fatast í lok leiksins, en þá klikkuðu velflcstir lcikmenn vallarins + dómararnir. Liðin skiptust á um að vera yfir en er blásið var til lcikhlés höfðu Þróttarar yfir 8-7. Síðan komust Þróttarar í 10-8 og 13-10, en þá datt allur botn úr leik liðsins og Valsmenn skoruðu næstu 4 mörk. Munaði þar mestu um að Brynjar Harð- arson fann fjölina sína og sýndi góða takta. Valsmenn komust svo í 16-14, cn Þróttarar gáfust ckki upp og komst Páll nokkur Björgvinsson í ham mikinn og sallaði inn mörkunum. Þróttarar jöfn- uðu 16-16, og komust svo yfir 18-17, en Valsmenn áttu næstu tvö mörk og loka- markinu hcfur vcrið lýst. Svciflukenndur leikur að mörgu leyti og mikið um mistök. Sanngjörn úrslit hcld cg að cg mcgi scgja. Varla sann- gjarnt að annað liöið sigri. Páll Björg- vinsson átti góðan leik að þessu sinni, svo og Konráð. Ekki má glcyma Bergi, scm átti mikilvægmörkogvaróragurvið að skjóta. Mikið efni þar á ferðinni. Jón Pétur og Brynjar Harðarson ásamt Jak- obi voru bcstu mcnn Vals. Munaði miklu um fyrir þá að Einar Þorvarðarson lék ckki mcðsökum mciðsla. Mörk Vals gcröu: Brynjar 7, Jakoh 4, Björn 3, Jón Pétur 2, Þorbjörn 1, Stcindór 1, Valdi- mar 1 og Geir I. Mörk Þróttar: Páll Björgvinsson 6. Konráð 6, Bergur 4, Gísli 2 og Páll Ólafsson I. -Jól KÓPAVOGSH ÚSIÐ AÐ VERÐA KLART — skólanemendur héldu þar íþróttahátíð í gær L ■ Nýja íþróttahöllin við Skálaheiði í Kópavogi er nú að mestu tilbúin til notkunar. Húsið átti að verða tilbúið allnokkru fyrr í haust á fyrstu áætlunum, en hefur dregist aðeins. í gær héldu börn ór skólunum í Kópavogi opnunarhátíð í húsinu, þar sem margt var sér til gamans gert. Þar voru fimleikasýningar og uppákomur allan morguninn fram að hádegi, eins og reyndar má sjá á myndinni hér til hægri. Bæjarstjóri flutti ávarp í hósinu, og Magnús Þór Sig- mundsson söng. Nýja íþróttahósið í Kópavogi er afar glæsileg bygging. Húsið verður notað að mestu undir kennslu og keppni, en æfingatímar verða og á þeim tímum sem ekki falla undir keppni og kennslu. Opnunarleikur hússins í handknatt- ’ leik verður leikinn næstkomandi sunnu- dag klukkan 14.00, þá mætast Kópavogs- liðin tvö, HK og Breiðablik í annarri deild karla á íslándsmótinu. Breiðablik er þjálfað af Pólverjanum Bogdan Kow- alczyk, sem þjálfar liðið ásamt landslið- inu, og HK er þjálfað enn af Tékkanum Rudolf Havlik, sem þjálfaði hjá Víkingi til skamms tíma og margt bendir nú til að hann þjálfi HK áfram. -SÖE ■ Nýja íþróttahásið við Skálaheiði í Kópavogi er afar glæsileg bygging, eins og sjá má á þessari mynd. Þar héldu skólabörn íþróttahátíð í gærmorgun til að fagna tilkomu hóssins. Stólkumar á miðri myndinni eru að sýna fimleika á dýnu, og ekki virðist vanta áhorfenduma á pallana... Tímamynd G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.