Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1983 umsjón: B.St. og K.L. SÍ andlát Fanney Ingimundardóttir, Ásgarði 23, Reykjavík, lést aðfaranótt sunnudagsins 30. október. Alfreð Sturluson, málarameistari, Hverfisgötu 99, lést 31. október í Land- spítalanum. Oddný Þorsteinsdóttir frá Eyri við Fá- skrúðsfjörð andaðist í Borgarspítalanum að morgni 30. okt. Aðalbjörg Rósa Kjartansdóttir, Hjalta- bakka 12, Reykjavík andaðist í Landa- kotsspítala laugardaginn 29. október. Kristín Óiafsdóttir Stokke frá Sogni í Ölfusi lést í sjúkrahúsi í Lillehammer. Noregi, föstudaginn 28. okt. sl. tímarit Tímaritið Þroskahjálp Þriðja tölublað 1983 tímarits um málefni þroskaheftra „Þroskahjálp" er nýkomið út Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. ritstjóri þess er Halldóra Sigurgeirsdóttir. Hrönn Kristjánsdóttir þroskaþjálfi greinir frá fjórum fyrirlestrum sem fluttir voru á norrænni ráðstefnu um þörf, gildi og vægi líkamsþjálfunar þroskaheftra. Sagt er frá fundi með fréttamönnum sem Foreldrasam- tök barna með sér þarfir efndu til í sumar. Sagt er frá tómstundastarfi þroskaheftra unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, en miðstöð starfsins er í Árseli í Árbæjar- hverfi. Foreldrar þroskaheftra barna fjalla um reynslu sína. Dóra S. Bjarnason ritar grein er hún nefnir Réttur eða aumingja- gæska og „rnotto" hennar er „Mennska hvers samfélags speglast hvað gleggst í kjörum sem undirmálshópum eru búin..." Fjallað er um kynlíf og sambúð vangefinna. Sagt frá 25 ára starfsemi Styrktafélags vangefinna, en með ólíkindum er hvað sá félagsskapur hefur áorkað. Þá má nefna mjög góða grein eftir Gunnar Kylén um það hvernig mikið van- gefnir uppíifa veruleikann og fleira gagnlegt, fróðlegt og skemmtilegt er í ritinu. Tímaritið er gefið út af landssamtökunum Þroskahjálp. Er mjög vandað af frágangi og efni og ber þannig aðstandendum sínum vel söguna. - BK sundstaðir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð i Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í sí.ma 15004, í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum 'kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatimar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatimar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. ki. 14.30-18. Almennir saunatimar t baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 í apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — í maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - í júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og trá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykajvík, sími 16050. Sím- svari í Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 flokkssiarf Sauðárkróksbúar- Skagfirðingar Stefán Guðmundsson alþm. verður til viðtals í Framsóknarhúsinu Sauðárkróki föstudaginn 4. nóvember kl. 15-18 Félagsmálanámskeið á Sauðárkróki Almennt félagsmálanámskeið verður haldið á Sauðárkróki dagana 5. og 6. nóv. n.k. Námskeiðið, sem er á vegum Félags ungra tramsóknarmanna, Skagatirði er haldið í húsnaeði Framsóknarflokks- ins við Suðurgötu. Leiðbeinandi: Hrólfur Ölvisson. Þátttaka tilkynnist til Guðrúnar Sighvatsdóttur, vinnusími er 5200 heimasími 5370. Allir velkomnir FUF Skagafirði. Félag ungra framsóknarmanna Hafnarfirði Aöalfundur haldinn miðvikudag 2. nóv. kl. 20.30 ' Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Eflum flokksstarf. Fjölmennum. Stjórnin. Mosfellssveit - Kjalarnes - Kjós Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsfund miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20 í Hlégarði. Fundarefni: , 1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Önnur mál. Stjórnin. Húsavík Næstkomandi sunnudag 6. nóv. verður stofnað FUF félag á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Garðari Ungir Framsóknarmenn á Húsavík eru hvattir til að koma á fundinn. Finnur Ingólfsson formaður SUF og Áskell Þórisson framkvæmdarstjóri SUF flytja ávörp SUF Árnesingar Hin árlegu spilakvöld verða á eftirtöldum stöðum: Aratungu föstudagskvöld 4. nóv. Ávarp: Ragnhildur Magnúsdóttir Félagslúndi föstudagskvöld 11. nóv. Ávarp: Guðni Ágústsson Flúðum föstudagskvöld 25. nóv. Ávarp: Jón Helgason landbúnaðarráðherra Spilakvöldin hefjast öll stundvíslega kl. 21. Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun Flug til Winnipeg fyrir tvo. Framsóknarfélag Árnessýslu Framsóknarfélag Reykjavíkur n®i *’t liwp heldur almennan félagsfund um málefni Tímans mánudaginn 7. nóv. kl. 20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 (niðri). Frummælendur verða Hákon Sigurgrímsson formaður Blaðstjórnar og Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri flokksins. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Borgarnes,nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsi Borgarness föstudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Framsóknarfélag Borgarness. Aðalfundur Framsóknarfélaganna í V-Skaft. verður haldinn í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 6. nóv. kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður mætir áfundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnir Framsóknarfélaganna. Hádegisverðar fundur um verðlagsmál Miðvikudagínn 2. nóv. verður hádegisverðarfundur í fundarherbergi á Rauðarárstíg 18, Reykjavík kl. 12.00. Gestur fundarins verður Georg Ólafsson verölagsstjóri sem kynnir starfsemi Verðlagsstofn- unar og svararfyrirspurnum. Fundarstjóri: Jón Sigfús Sigurjónsson. Allir velkomnir. FUF Reykjavík. Grindavík Aðalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur verður haldinn i Festi (litla sal) kl. 14 laugardaginn 12. nóv. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Á fundinum verður endurvakið félag ungra framsóknarmanna í Grindavík. Stjórnin Árnesingar mgm Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu P verður á Flúðum þriðjudag- mka inn 8. nóv. kl. 21.00 KpL-v Venjuleg aðalfundarstörf Þórarinn Sigurjónsson alþm. mætir á fundinn VkL. J: Stjórnin Suðurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðurlandi verður haldið í Vestmannaeyjum laugardag og sunnudag 19. og 20. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Mosfellssveit Kjalarnes Kjós Framsóknarfélag Kjósasýslu heldur almennan fund i Hlégarði fimmtudaginn 10. nóvember kl. 21. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, ræðir um húsnæöismál- in. Allir velkomnir Stjórnin Sfmi 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytíngar - Viöhald ÆHBf'tf samvirki vV Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Bændur í Rangárvallasýslu Kaupfélag Rangæinga og Fóðurvörudeild Sam- bandsins boða til fræðslu- og kynningarfundar um fóðursölumál að Hvoli föstudaginn 4. nóv. n.k. kl. 2. e.h. Ráðunautur leiðbeinir um fóðrun og rætt verður m.a. um verðþróun og verðmyndun kjarnfóðurs. Sýnd verður kvikmynd frá Evrópumóti íslenskra hest í Þýskalandi sl. sumar. Kaffiveitingar. Innflutningsdeild Sambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.