Tíminn - 24.11.1983, Side 5
að þannig væri hægt að bjóða upp á allt
aðra þjónustu en ef netsins nyti ekki við.
Stofnkostnaður 20-30
millj. kr.
Eins og fram kom í upphafi er stofn-
kostnaður við að koma þessu tölvuneti á
fót hérlendis á bilinu 20-30 milljónir.
„Áður en við fórum af stað giskuðum
við á að kostnaður yrði um 30 milljón kr.
Nú höfum við boðið þetta verk út og
höfum fengið tilboð frá sex eriendum
aðilum. Samkvæmt þeim er augljóst að
við fáum þetta fyrir minna verð eða á
bilinu 20-30 milijónir".
Hvað varðar stöðu málsins í dag sagði
Þorvarður áð þeir væru að kanna tilboð-
in frá þessum sex aðilum og reiknuðu
þeir með að vera búnir að því verki um
áramót þannig að hægt yrði að panta
netið í janúar á næsta ári og fengist efnið
þá í lok 1984 og gætiu þá Póstur og sími
opnað netið á fyrrihluta ársins 1985.
„Við reiknum með að þessi fjögur
fyrirtæki noti um það bil 100 innganga
og síðan koma aðrir nýir notendur sem
við vitum ekki um í dag og ég tel að við
fáum um 200 innganga við opnun. Síðan
þurfum við eitthvað af lausum til að taka
á móti þeim vexti sem kemur eftir að við
opnum.
Við munum opna samtímis innanlands
og erlendis og þá gæti maður samið
gagnabanka erlendis og verið áskrifandi
að þeim og síðan er hægt að tengjast á
innan við sekúndu. Það er meira aðj
segja möguleiki á að senda það sem þarf
og slíta á 2-5 sekúndum. Á norræna
netinu settu þeir lágmarksleigu á netinu
5 sekúndur, ef maður var í styttri tíma
þá borgaði maður samt þetta lágmark,"
sagði Þorvarður.
Verð ekki ákveðið
Hjá Þorvarði kom fram að ekki væri
endanlega ákveðið hvernig kostnaðinum
við notkun yrði háttað, hvort þetta yrði
rekið með tapi fyrstu 1-2 árin eða hvort
ætlunin væri að láta þetta standa undir
sér frá byrjun.
„Persónulega finnst mér að stilla ætti
kostnaðinum í hóf til að byrja með til að
auka aðsóknina og miða að því að þetta
mundi standa undir sér eftir 2-3 ár“ sagði
Þorvarður.
-FRI
TAB |
LÍMMIÐAR FYHIR TÖLVUPREFTUN
V-þýskur pappír í háum gæðaflokki með DURO-DX lími. Ein, 2, 3, eða 4 raðir á breiddina.
17 staðlaðar miðastærðir 29 mismunandi uppsetningar. Leit að hagstæðu verði lýkur hjá okkur með fullum árangri.
Þýsk nákvæmni í kantgötun og broti ásamt styrk bakpappírs og auðveldri losun límmiða af honum stuðla að rekstraröryggi, einnig við hröðustu útprentun. Ábyrgð. JAC verksmiðjurnar ábyrgjast að JAC TAB límmiðar fyrir tölvuprentim þoli 4 ára geymslu.
Nánari upplýsinj EYMUN íyl^ist mec! Austurst >ar í sima 13135 DSSON ) timanum ræti 18
Reykjavík: Sameind hf., Grettisgötu 46
Bókabúð Braga v/Hlemm
Akranes: Bókaskemman.
Akureyri: Hljómver.
Húsavík: Radíóstofa SBG
Höfn: Radíóþjónusta.
Dragon
heimilistölva
fram tídarirmar
Meö tölvunni fylgir:
Allar leiðslur, kennslubók
Basic og leikjakassetta.
Siaögreiosiu verö
eraöeinskr. 10.525,-
Sameind h.f. sími 25833