Tíminn - 24.11.1983, Side 16
tölvan sem gerbreytir hugtakinu einkatölva
Allt bendir til þess, að Lisa verði stjarna þessa áratugar í tölvuheimin-
um, en með henni hef ur Apple sett markmið, sem tölvur f ramtíðarinnar
verða að keppast við að ná. Lísa er engri annarri tölvu lík. Þetta
byggist fyrst og fremst á nýrri aðferð í samskiptum mannsins við
tölvuna. 200 mannár fóru í hönnun Lisu og var ekkert til sparað til þess
að gera hana sem best úr garði. Frá upphafi var aðaláherslan lögð á
að gera tölvuna sem þægilegasta í notkun og var alltaf við það miðað,
að væntanlegir notendur þyrftu ekki að hafa neina reynslu af tölvum
til þess að geta hagnýtt sér hina margþættu eiginleika vélarinnar. Hér
er í fyrsta sinn alvarlega hugað að því að aðlaga vélina vinnubrögðum
notandans í stað þess að krefjast þess að notandinn aðlagi
vinnubrögð sín að kröfum vélarinnar. Nú þarf notandinn ekki að læra
flóknar skipanir til þess að stjórna tölvunni, heldur er nægilegt að
benda á myndrænt tákn á skjá tölvunnar til þess að láta hana
framkvæma það verk sem til er ætlast.
í Lisu er ein fullkomnasta örtölva sem fáanleg er í dag, 32 bita
Motorola MC68000 og vélin hefurmilljón stafa eigið minni (RAM). Þrjár
örtölvur til viðbótar eru í vélinni og sjá þær um diskettudrifin og
lyklaborðið. Kerfið felur í sér sex mismunandi forrit, sem geta starfað
saman, þ.e. ritvinnslukerfi, tvenns konar grafisk forrit, LisaCalc
reikniforrit, gagnagrunn og áætlunargerðarforrit. Hægt er að færa
upplýsingar á milli forritanna með afar einföldum bendingum og nýta
þannig upplýsingar sem unnar eru t.d. í reikniforriti í skýrslu sem unnin
er í ritvinnslukerfinu. Eitt af því sem gerir vélina svo einstaklega
auðvelda og þægilega í notkun er, að stýriskipanir eru byggðar upp
á sama hátt í öllum forritunum, þannig að þegar búið er að læra eitt
þeirra, þá er leikur einn að læra á öll hin.
Tvö innbyggð diskettudrif eru í tölvunni, samtals með 1,74 milljón stafa
geymslurými, og er stjórnað af sérstakri örtölvu (6504). Með vélinni
fylgir harður diskur, Profile, sem getur geymt 5 milljón stafi, en auðvelt
er að bæta við geymslurými tölvunnar eftir þörfum. Skjámyndin er
364x720 punktar.
Það hefur sýnt sig, að afar auðvelt er að læra að nota Lisa-tölvuna,
enda er kerfið þannig uppbyggt, að það líkir eftir því hvernig fólk vinnur
á skrifstofunni. Strax í upphafi getur nýr notandi gert sér grein fyrir því
hvernig vélin vinnur vegna þess að allt er svo rökrétt og auðskilið af
myndunum á skjánum. Á minna en hálftíma getur nýr notandi byrjað
að hagnýta sér eitthvert forritanna sem í kerfinu eru.
Skjámynd Lisu mætti einna helst líkja við skrifborð. Hjá skrifborðinu
er skjalageymsla (í raun Profile 5 mb harður diskur) þar sem geymd
eru skjöl og pappírar, teikniáhöld, reiknivél, klukka og öll þau gögn og
forrit sem á þarf að halda.
Notandinn tekur einfaldlega þau gögn út úr skjalageymslunni, sem
hann ætlar að nota með því einu að benda á þau með músinni, og
getur valið um að láta þau liggja á skrifborðinu, þar sem þau eru
fyrirvaralaust tilbúin til notkunar, eða þá að láta tölvuna hefja vinnslu
með þeim.
Þau gögn eða tæki, sem tekin hafa verið út úr skjalageymslunni eru
sýnd á skjánum eins og þau liggi á skrifborðinu, þ.e.a.s. myndir af
þeim eru á skjánum, og getur notandinn ráðið því hvernig þeim er
raðað upp, og getur gripið til þeirra hvenær sem er með því að benda
á þau. Hvenær sem er, getur notandinn hætt að nota eitthvert tæki
eða gögn og lagt þau til hliðar á skrifborðinu, lagt einhver önnur skjöl
yfir þau, eða sett þau í skjalageymsluna. Þetta er framkvæmt með
músinni með einföldum bendingum. Til dæmis um hversu augljósar
skipanir eru mætti taka það, að maður vilji henda einhverri skrá. Þá
þarf ekki annað að gera en að benda á mynd af skránni, benda síðan
á mynd af ruslakörfu, og þá setur Lisa skrána í körfuna. Snúist manni
svo hugur, getur maður gáð í ruslakörfuna og tekið aftur það sem í
henni er og haldið áfram að nota það.
Þeir sem hafa notað Lisu hafa komist að því, að eftirlíkingin af
skrifborði er svo raunveruleg, að í lok, vinnudagsins lítur skjárinn út
eins og skrifborðið þeirra gerði áður. Fyrirhafnarlaust er að taka til á
skrifborðinu í lok vinnudagsins. Lisu er einfaldlega sagt að taka til, og
raðar hún þá öllu á sinn stað, gengur frá öllum skrám og gögnum og
er tilbúin að taka til starfa næsta dag, þannig að allir hlutir eru eins og
síðast var við þá skilið. Ekki þarf að hafa fyrir því að muna hvað var
hvar, Lisa man þetta allt saman og lætur alla hluti aftur á skrifborðið,
þar sem síðast var skilið við þá. Þegar slökkt er á Lisu fer straumurinn
ekki samstundis af vélinni. Lisa byrjar sjálfvirkt á því að taka til, ganga
frá öllum gögnum og skrám og raðar öllu á sinn stað. Það er ekki fyrr
en vélin er búin að þessu, að hún slekkur á sér sjálf. Þannig ertryggt
að gögn týnist ekki fyrir það eitt að notandinn hefur gleymt að geyma
þau áður en hann slökkti á tölvunni. Á sama hátt hugsar Lisa fyrir því
að koma í veg fyrir að notandinn framkvæmi eitthvað sem haft getur
alvarlegar afleiðingar, eins og t.d. að hreinsa óvart út dýrmæt gögn.
Tölvan aðvarar notandann ef hann er að gera eitthvað af þessu tagi
og neitar að framkvæma skipanir, sem gætu eyðilagt mikilvæga hluti
á diskettum eða harða diskinum.
Öllum fyrirmælum til Lisu er komið á framfæri með því að benda með
músinni, enjyklaborðið þarf aðeins að riota til þess að slá inn tölur
eða texta.
Lisa dregur sjálfvirkt úr birtu á skjánum ef hún er ekki í notkun. Um
leið og komið er við músina eða lyklaborðið, stillir Lisa birtuna á ný og
er tilbúin til vinnslu.
Þegar vélin er sett í gang, byrjar hún á því að framkvæma prófun á
örtölvubúnaðinum, minniseiningunum og öllum tengingum við jaðar-
tæki, og lætur vita ef eitthvað er öðruvísi en það á að vera.
Lisa er annað og meira en venjuleg einkatölva. Hún ryður braut nýrri
kynslóð tölva. Svo byltingarkennd er Lisa og svo rriargt nýtt hefur hún
upp á að bjóða, að engin leið er að gera því fullnægjandi skil í orðum.
Það verður að sjá hana með eigin augum til þess að geta gert sér
grein fyrir vinnslugetu vélarinnar og öllum þeim möguleikum sem í
henni felast.
dppkz computcr
IK
SKIPHOLTI 19-121 REYKJAVÍK - SÍMI 29800