Tíminn - 24.11.1983, Side 6

Tíminn - 24.11.1983, Side 6
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBÉR 1983 TOLVUR Tölvuskólinn Framsýn: 1200 NEMENDUR HAFA SÓTT SKÓLANN - A EINU ■ Tölvuskúlinn Framsýn hefur verið starfræktur í liðlega eitt ár og á þessu tímabili haf tæplega 1200 nemendur sótt hann en boðið er upp á á þriðja tug námskeiða í þremur ilokkum. í fyrsta flokki eru almenn grunnnámskeið þar sem kennd eru undirstöðuatriði tölva og tölvuvinnslu, í öðrum flokki eru förritun- arnámskeið og í þriðja flokki eru not- endanámskeið. „Það má segja að nemendur okkar séu úr öllum stéttum þjóðfélagsins með mismunandi menntun og allstaðar að af landinu" sagði Diðrik Eiríksson skóla- stjóri Framsýnar í samtali við Tímann. „Við förum einnig í námsferðalög út um landið og er sá þáttur starfseminnar ört vaxandi hjá okkur, við erum þannig nýkomnir frá Siglufirði þar sem við höfðum 50 manns á grunnnámskeiði og ■ Svipmynd úr Tölvuskólanum. Tímamynd Róbert fyrirhugað er hjá okkur að fara þangað aftur eftir áramótin og halda þar fram- haldsnámskeið" sagði hann. Kennslufyrirkomulagið hjá Framsýn er þannig að nemendum er skipt í 12 manna hópa og eru tveir um hverja tölvu. Þetta kerfi er eftir breskri fyrir- mynd sem gefist hefur vel og byggist á því að þegar fólk er að byrja og veit af öðrum ólærðum við hliðina á sér er það ófeimnara við að spyrja um hlutina. vSkemmtilegasti hlutinn við tölvur er að til að geta hagnýtt þær sér til fulls þarf viðkomandi að hafa þekkingu á þeim verkefnum sem þeim er ætlað að leysa, það er sem sagt betra að þekkja starfið en tölvuna og við erum svona millistig þarna á milli“ sagði Diðrik og nefndi sem dæmi um hagnýti námsins hjá þeim að sá sem hefði farið á grunnnámskeið og síðan Basic 1 og Basic 2 hefði nám sem jafnaðist á við stúdentsprófstig en samtals tækju þessi námskeið 1,5 mánuð. Sérnámskeið Fyrir utan námskeið utan Reykjavíkur hefur tölvuskólinn boðið upp á nýjung í starfsemi sinni sem eru sérnámskeið Nýjungar hjá IBM á fslandi: PC EINKATÖLVAN ER LEIÐANDI Á MARKAÐNUM ■ IBM fyrirtækið hefur löngum borið höfuð og herðar yfir önnur samskonar fyrirtæki á sviði tölvuframleiðslu og var það brautryðjandi í tölvuvinnslu á ís- landi á árunum eftir seinni heimsstyrj- öldina cn fyrsta gagnavinnsla hérlendis hófst með IBM vélum. Fyrstu gagna- vinnsluvélarnar komu hingað til lands 1950 og voru þær notaðar við þjóðskrá og manntal en fyrstu eiginlegu IBM tölvurnar komu til landsins 1963 og hefur starfscmi fyrirtækisins aukist ár frá ári frá þeim tíma. Helsta nýjungin hjá IBM á íslandi í ár er PC einkatölvan (Personal computer), en frá því hún kom á markað fyrir tveimur árum í Bandaríkjunum hefur hún verið leiðandi tæki á markaðinum. „Við erum að setja PC tölvuna á markað hér og miðað við árangurinn erlendis reiknum við með miklum vin- sældum hérlendis" sagði Guðmundur Hannesson hjá IBM í samtali við Tímann. „PC tölvan hefur flesta eiginleika stóru talvanna og er ætluð til nota í skólum, skrifstofum og í smærri fyrir- tækjum en Stóri kosturinn við hanaer að hún getur tengst öðrum tölvum og má því nota hana jafnt sem útstöð og sjálfstæða tölvu.“ Hjá Guðmundi kom einnig fram að í nóyember hefði komið á markaðinn í Bandaríkjunum og Kanada ódýr heimil- istölva, kölluð PC Junior eða PC/JR, sem er þannig úr garði gerð að tölvuna, sem hefur innbyggt diskettudrif, og er hægt að tengja við sjónvarp. Tölvan er síðnn tcngd með infrarauðum geisla við tölvan er fjarstýrð. raunar tölvur almennt varðar segir tæknileg umræða í þessu sambandi sé of lykilborðið, eða með oðrum orðum Hvað tæknilegu hlið PC tölvunnar og Guðmundur að þeim finnist oft að ráðandi, þaðsemskiptirmáliséverkefn- RAFRÁS aðstoðarvið val á þeim búnadi sem best hentaríhverju tilfelli. RAFRÁS sér um uppsetningu og gerir tillögur um besta nýtingu búnaðarins. RAFRÁS annast reglulegt eftiriit með öllum búnaði frá fyrirtækinu. Líttu við hjá okkur að LA UGA VEGI 168 eða hringdu ísíma 27333 og kynntu þér hvaða aðstoð við getum veitt við tölvuvæðinguna. pjj npfur reitt bio á i w* UV/tvrf f vf« fcrrM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.