Tíminn - 24.11.1983, Side 9

Tíminn - 24.11.1983, Side 9
77 TOLVUR TOLVUR ■ Sú sem vakti einna mesta athygli, auk annarra af svipaðri gerð, var IBM PC einkatölvan. Tímamyndir Ámi Sxberg ■ Alls komu 5050 manns á tölvusýninguna sem Stjórnun- arfélag ísiands og Skýrslu- tæknifélagið stóðu að í sýning- arhöllinni að Bíldshöfða en til samanburðar má geta þess að á samskonar sýningu sem þessir aðilar stóðu að fyrir tveimur árum komu 2000 manns. 20 fyrirtæki tóku þátt í sýningunni að þessu sinni og það sem setti mark sitt á hana öðru fremur voru smátölvurn- ar, eða einkatölvurnar, einna athyglisverðastar af þeim þóttu hinar nýju í6 bita-tölvur frá t.d. Digital og IBM auk LISA vélarinnar frá Radíóbúðinni: Fyrir utan tölvur voru einn- ig sýnd nýtísku skrifstofuhús- gögn af nokkrum aðilum en á þeim vettvangi miðar allt að því að aðlaga þetta mannin- um, mýkri línur, stólar sem aðlagast líkamanum og skrif- borð sem hægt er að færa upp og niður og stilla á allan hátt þannig að útkoman verði sem þægilegust. Af öðrum athyglisverðum hlutum má sérstaklega geta um laser-prentara hjá Heimil- istækjum en slíkt tæki hefur ekki sést hérlendis áður. Forráðamenn sýningarinn- ar voru ánægðir með aðsókn- ina og bentu á til samanburðar samskonar sýningu sem haldin var í Gautaborg nýlega en á hana mættu um 38 þúsund manns, eða hlutfallslega svip- aó og mættu á þessa sýningu miðað við mannfjölda. -FRI YHR 5000 MANNS HEIM- SÖTTU ■ Leiðbeinendur sýndu mönnum helslu kosti þeirra txkja sem á sýningunni voru. ■ Vinsxlt var að setjast niður og prófa txkin sem á sýningunni voru. ■ Oft var þröng á þingi í sumum sýningarbásunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.