Tíminn - 24.11.1983, Síða 15
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
TÖLVUR 15
Kristján Ó. Skagfjörð með tæki
frá Ericsson Information Systems:
„SVÍARGERA
GÍFURLEGAR
KRÖFUR UM
HÖNNUN
TÆKJANNA”
■ Tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð
kynnti á tölvusýningunni á Bfldshöfða
nýtt töivukerfi frá Ericsson Information
Systems í Sviþjóð en það var Alfaskop
System 41 og hefur hið fyrsta þeirra
verið sett upp hjá Ríkisspítölunum.
Uppistaða Ericsson Information fyrir-
tækisins er DataSaab sem sænska stór-
fyrirtækið L >1 Ericsson keypti um
áramótin 81/82. Aðalframleiðsla þess
eru skjáir og tengibúnaður á stærri IBM
vélar og að sögn þeirra Frosta Bergsson-
ar og Hákons Guðmundssonar verða
það hlutir sem þeir leggja áherslu á
hérlendis.
„Kerfíð sem sett hefur verið upp á
Rlkisspítölunum er fyrst og fremst skjáir
tengdir heila en System 41 býður upp á
möguleika á eigin vinnslu, má þar nefna
Alfaword sem er ritvinnslukerfí, og
hægt er að fá búnað sem gerir S/41 að
einkatölvu auk þess sem hægt er að
tengja litskjá við kerfið“, sögðu þeir
Frosti og Hákon hjá Tölvudeild KOS.
„Svíar gera gífurlegar kröfur um
hönnun þessara tækja og er mikið hugs-
að um notandann í því sambandi, skjár-
inn er stærri og það er annar litur á
honum en venjulega, hugsað út frá
læknisfræðilegu sjónarmiði hvað varðar
glampa í augun frá skjánum“, sögðu
þeir.
Hvað varðar tæknilega eiginleika
Alfaskop þá er það hugbúnaðarstýrt
þannig að auðvelt er að breyta kerfinu
og aðlaga það að öllu sem er mikill
kostur. Því fylgir diskadrif sem þú getur
t.d. nýtt ritvinnsluna á án þess að vera
tengdur heilanum og létt þannig á stóru
vélinni.
HÖFUM HELLT
OKKUR í
EINKATÖLYU-
SLAGINN
í máli þeirra Frosta og Hákons kom
fram að meginuppistaðan hjá tölvudeild
Kristjáns Ó. Skagfjörð eru tæki frá
Digital og þar hafa þeir hellt sér út í
einkatölvuslaginn vopnaðir vélum á
borð við Rainbow-100 sem hvarvetna
hefur hlotið mikið lof í tölvutímaritum
erlendis auk Professional 300 og 350 sém
eru töluvert öflugri. Rainbow-100 er
hentug fyrir fyrirtæki sem vilja tölvu-
væða hjá sér bókhaldið og þá aðila sem
ekki hafa þörf fyrir margar útstöðvar og
mjög mikið er til af erlendum hugbúnaði
fyrir hana þar sem stýrikerfi hennar eru
mjög vinsæl á erlendum mörkuðum.
-FRI
■ Hákon Guðmundsson og Frosti Bergsson í tölvudeild KÓS.
Tímamynd Ámi Sæberg.
■ Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð hefur nýlega aukið húsnæði sitt um helming,
úr 300 fm. og í 600 fm. Hér sést nýi salurinn sem bráðlega verður tekinn í notkun.
Með þeim Frosta og Hákoni á myndinni er Hálfdán Karlsson.
lölvan sem
vex meó
vaxandi
ö TeléVldeo
Einkaaöilinn
velur TeleVideo einkatölv-
una, grunneiningu TeleVideo
tölvukerfisins, til aö annast
fjármálin og framtíðarspána.
Hann getur treyst því aö
hversu mikið sem umsvif
hans aukast getur einkatölv-
an vaxið í samræmi við það.
Sjóríyrirtcekö
velur einnig TeleVideo tölv-
una í bókhaldið, á lagerinn,
í vörueftirlitið, rekstrayfirlitið,
afgreiðsluna og alla aðra töl-
fræðilega þætti rekstursins.
Þegar fyrirtækið stækkar,
getur TeleVideo einfaldlega
vaxið með þvi upp í kerfi án
þess að nokkur hluti þess
verði úreltur.
velur að sjálfsögðu Tele-
Video tölvukerfið með öllu
tilheyrandi, enda fylgir því öll
sú tækni og hæfni sem hæfir
stórfyrirtækjum og stofnun-
um.
Og gleymum því ekki að
grunneiningin er enn sú
sama.
ib
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377
og áratugs reynsla íkaupbæti
I tölvudeild okkar
er hópur sér-
menntaðra
starfsmanna sem
eingöngu vinnur
viö gerð, þróun
og viðhald forrita
fyrir okkar stóra
viöskiptamanna-
hóp.
Þannig getum viö
boöið þrautreynd
forrit sem löguö
eru aö þörfum
hvers fyrirtækis.
Vel er fylgst meö
öllum nýjungum
og þeim miölað
til vióskiptavinar-
ins.
Hafóu samband
viö okkur, ef þú
ætlar aö fylgjast
meó.
] rekstrartækni sf.
J Tækniþekking og tölvuþjónusta.
Síðumúli 37, 105 fíeykjavik, simi 85311
Halnargötu 37A , 230 Kellavik, sími 92-1277