Tíminn - 24.11.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 24.11.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 24' NÓVEMBER 1983 TÖLVUR fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnan- ir. Á slíkum sérnámskeiðum er námið aðlagað að þörfum og óskum viðkom- andi aðila og geta þeir haft áhrif á val námsefnis, fyrirkomulag, tímasetningu o.fl. og þarf sltk hagræðing ekki að vera kostnaðarsöm að sögn Diðriks því skól- inn gerir föst tilboð í viðkomandi verk- efni. Þessi þáttur er einnig ört vaxandi hjá skólanum og meðal þeirra sem notað hafa þessa þjónustu má nefna Ríkisút- varpið, Röntgentæknafélag íslands, Karnabæ, Steina og lóranstöðina að Gufuskálum. „Við reynum að ná yfir sem flest svið með námskrá okkar en til sumra nám- skeiða á henni hefur enn ekki komið vegna þess að ekki eru til nógu margir sem hafa nægilegan undirbúning og þekkingu til að taka þátt í þeim“ segir Diðrik. Tölvuleiga Önnur ný starfsemi hjá skólanum er tölvuleiga en að sögn Diðriks hefur hún mælst mjög vel fyrir hjá nemum í almennu námi vegna þess hve skólakerf- ið er illa búið tækjum á þessu sviði...“ þeir leigja sér tölvurnar til dæmis rétt fyrir próf til að æfa sig á en það sem við bjóðum upp á eru stærri gerðir af heimilistölvum..." - FRI ið sem keyrt er í gegn og hvort tölvan skili því af sér sem henni er ætlað að skila. „PC er fyrsta tölvan hjá IBM þar sem allar teikningar eru lagðar fram um leið og hún kom á markað og í raun var öðrum þannig boðið að framleiða í hana auka vél- og hugbúnað og hefur þetta þroast þannig að mörg fyrirtæki sem framleiða slíkt hafa tekið mið af PC. Vegna þessa eru nú framleiddir hinir ótrúlegustu hlutir á hana og í Bretlandi til dæmis er gefið út sérstakt mánaðar- tímaritið PC Magazine sem er ekki á vegum IBM“ sagði Guðmundur. Hvað varðar eftirlíkingar á PC tölv- unni segir Guðmundur að ansi margir hafi tekið það besta úr hönnuninni og gert að sínu...“ hafa verið auglýstar aðrar tölvur sem hafa það sér helst til ágætis að vera sem líkastar PC og eru það að sjálfsögðu meðmæli með okkar vél“ sagði hann. IBM System 36 Af öðrum nýjungum hjá IBM nefndi Guðmundur IBM System 36 sem er arftaki System 34 sem kannski hefur verið ein vinsælasta tölvan hér á landi undanfarin ár. Hún er öflugri en fyrir- rennarinn og þannig úr garði gerð að notandinn á mjög auðvelt með að læra á og vinna við hana. í stjórnkerfið er innbyggt hjálparkerfi þannig að hún segir þér sjálf ef þú gerir vitleysur og leiðbeinir þér ef þú ert kominn í þrot. Ef hún bilar þá keyrir hún sjálf í sér villuleitarprógramm og segir þér síðan hvaða partur hennar er bilaður og þarfn- ast viðgerðar eða skiptingar... “ við send- um ekki með henni tæknimann, eins og venja er, þegar við sendum hana til notenda. Sjálfir settum við fyrstu S/36 tölvuna hjá okkur upp á tveim tímnum án aðstoðar tæknimanna okkar. Þetta er sem sagt þróunin, tækin verða sífellt auðveldari I meðförum" sagði Guð- mundur. Stærsta tölva á íslandi í húsnæði IBM í Skaftahlíð er stærsta tölva á íslandi IBM 4341 og hefur hún 12 milljón stafa vinnsluminni (12 MB), en er á stærð við meðalstórt stofu- borð...“ fyrirrennari hennar var þrisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum dýrari en með afkastagetu á um þriðjung á vjð þessa". sagði Guðmundur. Við hana er hægt að tengja um 150 skerma í einu og í gegnum hana er IBM tengt við gagna- banka erlendis, einn hinn stærsta í heimi. I salnum þar sem hún er staðsett eru síðan seguldiskar með 16 milljarða stafa geymslurými. Tölvan er fyrst og fremst notuð við rekstur IBM hér á landi. - FRI Nær allir tölvuframleiðendur setja nafn sitt á einkatölvur (per- sonal computers). Sá sem býður einkatölvu þarf hinsvegar að hafa meira fram að færa en nafnið eitt og töluvert meira en tækið sjálft. T - KOS (Tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð h.f.) hefur umtalsverða reynslu í uppsetningu og þjónustu við stærri tölvur og tölvukerfi, bæði hjá opinberum aðilum svo sem Háskóla íslands, Landsspítalan- um, SKÝRR, Pósti og Síma, Fisk- veiðisjóði og einkafyrirtækjum t.d. Plastprenti, Smjörlíki og Fálkan- um. Eigandi DIGITAL einkatölvu nýtur góðs af þessari reynslu. Viðkaupá DIGITAL færhann aðstoð hjá velmenntuðu og þjálf- uðu starfsfólki,svo öruggt séað vél- og hugbúnaður séu í samræmi við þarfir dagsins í dag og taki jafn- framt tillit til morgundagsins. Þegar þú gengur í DIGITAL notendahópinn, þá bjóðum við m.a. eftirfarandi þjónustu: • Eins árs ábyrgð á öllum vélbún- aði. • Námsskeiðahald. • Aðstoð gegnum síma. • Heimsendar upplýsingar um markaðsnýjungar. • Reynslu og þekkingu T - KOS sem tryggir þér fullkominn stuðning. SKRISTJÁN Ó SKAGFJÖRD HF Tölvudeild, Hólmaslóö4, 101 Reykjavik s.24120 stil i stáll se tYiottf* uÖ bot« UNDIR TÖLVUR PRENTARA RITVÉLAR Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 Konráð Axelsson Armúla 36 (Selmúlamegin)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.