Tíminn - 07.01.1984, Síða 2

Tíminn - 07.01.1984, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 fréttir ■ Búið er aft grafa grunn og steypa sökkla að hluta við hina nýju viðbyggingu við Öskjuhlíðarskóla, en nú eru allar líkur á að framkvæmdum verði frestað að sinni. - G.E. ÉS*#, 1ÍÉÉÍ1 mm ■ Sá áfangi Öskjuhlíðarskóla sem verið hefur í notkun undanfarin ár er hannaður fyrir 80 nemendur, en nemendur eru samt iðulega 120-140. Kennsla hefur því farið fram í hverju skúmaskoti sem fundist hefur. Hér má sjá Jóhönnu Kristjánsdóttur skólastjóra með nokkrum nemenda sinna. Fyrirhugud frestun á framkvæmdum viðbyggingar Oskjuhlldarskóla: „AKAFIEGA UNDARLEGT OG KEM- UR OKKUR ÞVÍ í OPNA SKJÖLDU” — segir Jóhanna Kristjánsdóttir, skólastjóri, sem vonast til aö framkvæmdum verði haldið áfram ■ Svo virðist sem yfirlýsing Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra hér í Tímanum fyrr í vikunni þess efnis að framkvæmdum við Öskjuhlíðarskóla yrði frcstað, hafí komið forráðamönnum Öskjuhlíðarskólans gjörsamlega í opna skjöldu, því samkvæmt því sem Jóhanna Kristjánsdóttir skólastjóri Öskjuhlíðar- skóla sagði í samtali við Tímann í gær, þá kom fregn þessi slarfsmönnum öllum við skólann mjög á óvart, og sagðist hún reyndar draga í efa að rétt væri. „Við vorum samankomin hér 60 manna starfslið skólans á fundi í vik- unni,“ sagði Jóhanna, „og það var alveg Ijóst, af því sem kom fram á fundinum, að starfsfólk skólans var afskaplega slcgið og undrandi. Við ræddum þetta mikið, og það kom fram að margir töldu að þetta hlyti að vera rangt eftir ráðherr- anum haft. Við teljum að það geti ekki verið, að búið sé að taka ákvörðun sem þcssa, því samkvæmt lögum ætti stjórn- arnefnd um málefni fatlaðra að úthluta úr framkvæmdasjóði, og við vitum ekki betur en að þessi stjórnarnefnd hafi ekki komið saman ennþá.“ „Pað kcmur okkur því í opna skjöldu, og okkur finnst það vægast sagt ákaflega undarlegt, cf það er búið að taka ákvörð- un um það hvernig fé úr þessum sjóði verður varið, áður cn stjórnarnefndin hefur komið saman til fundar," sagði Jóhanna og bætti við: „í öðru lagi þá liggur það fyrir að stjórn framkvæmda- sjóðsins er búin að heimila útboð og framkvæmdireru hafnar. í þessari heim- ild er jafnframt raunverulega tryggt að sjóðurinn muni veita fé til þess að viðbyggingin verði steypt upp, og verktak- ar starfa hér á fullum hraða, til þess að geta staðið við sinn hluta af þessum samningi. Okkur finnst því ótrúlegt að hægt sé að hætta við verk á þessu stigi og leggjum því ekki trúnað á að það verði gert.“ Aðspurð um aðstæður til kennslu í Öskjuhlíðarskóla, sagði Jóhanna m.a. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu slæm aðstaðan er hér í þessum skóla. Við erum hér með mjög mörg fötluð börn í hjólastólum, og hér er m.a. ekki lyfta. Við höfum starfað við þessar aðstæður í eitthvað á níunda ár og alltaf hefur verið reiknað með því að þetta bráðabirgðaástand myndi nú breytast til batnaðar. Þegar við loksins sáum fram á að svo yrði þegar fram- kvæmdir við viðbygginguna voru hafnar þá var það mikill léttir. Ég gerði mér grein fyrir því, þegar þetta kom upp, hvað myndi gerast hér í skólanum, ef það er rétt að hér verði stöðvaðar þessar framkvæmdir - ég óttast að þeir sem hafa starfað hér meira af vilja en mætti, í von um betri aðstæður, þeir hreinlega missi móðinn og gefist upp." Jóhanna sagði að Öskjuhlíðarskóli, sá áfangi sem hefur verið í notkun undanfarin ár, væri hannaður fyrir 80 nemendur, en nemendur væru iðulega 120 til 140. Kennsla hefði farið fram í svo til hverju skúmaskoti, svo sem glugga- lausum kompum, til þess að veita þjón- ustu sem mikil þörf væri á. Sagði hún í því sambandi að ekkert barn hæfi nám við Öskjuhlíðarskólann, án þess það hefði verið þaulkannað að það gæti ekki fengið kennslu við sitt hæfi annars staðar. Sagðist hún telja að það myndi hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlegar af- leiðingar, ef þær framkvæmdir sem nú standa yfir varðandi viðbyggingu Öskju- hlíðarskóla yrðu stöðvaðar. -AB Tónleikar Musica Nova á mánudags- kvöld: f minningu Antons Webern ■ Hinn 3. desembcr s.l. voru liðin HX) ár frá fæðingu Antons Webcrn, eins nresta álniíavalds í tónsmíðum á 20. öld. Webern fæddist í Vínarborg og starfaði þar mestan hluta ævinnar sem tónskáld. hljómsveitarstjóri og kenn- ari. Musica Nova minnist aldarafmælis þessa tónlistarjöfurs á mánudagskvöld kl. 20.30. í Norræna húsinu. Þar verða flutt'verk frá ýmsum tímabilum í ævi hans, Sex bagatellur fyrir strengja- kvartett, Fjögur verk fyrir fiðlu og píanó Þrjú smálög fyrir selló og píanó, Til- brigði fyrir píanó, Fimm sönglög óp.4 og kvartett fyrir fiðlu, klarinett, saxó- fón og píanó. Flytjendur verða Þór- hallur Birgisson. Kathlecn Bearden, Helga Þórarinsdóttir, Nóra Korn- blueh, Snorri Sigfús Birgisson, Guð- ríður Sigurðardóttir, Rut Magnússon, Jónas lngimuritlarson, Óskar Ingólfs- son, Vilhjálmur Guðjónsson og Svana Vfkingsdóttir. - JGK. Leiðrétting ■ Vegna fréttar í Tímunum í gær, þar sem sagt var frá konu scm situr í 8 daga fangelsi fyrir hundahald í Reykja- vík, skal tekið fram að hún dvelur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg en ekki í Síðumtilafangelsinu eins og sagt var í fréttinni. GSH NIGERIUMENN GREIÐA AF UM- ■ ■ SOMDU ARLÁNI ■ „Það er engin staðfesting komin frá Nígeríumönnum um greiðslur. önnur en sú að allur heimurinn hefur hlustað á boð skap nýrra ráðamanna í Nígeríu um að þeir muni standa við allar skuldbindingar," sagði Bragi Eiríksson hjá Skreiðarsam- laginu í samtali við Tímann í gær. Bragi sagði jafnframt: „Greiðslan sem kom til í gær, var bara greiðsla á umsömdu láni, afborgun og vextir, sem SKREIÐ- SÍNU Scðlabankinn í Nígeríu tók hjá ýmsum bankastofnunum í heiminum, bæði ís- lenskum og öðrum." Bragi sagði skreiðarsamlagsmenn ekkert vera uggandi um hag sinn, þótt bylting hefði farið fram í Nígeríu. „Við höfum áður skipt við herstjórn, og það gekk allf vel,“ sagði Bragi, „og við óskum bara eftir að halda viðskiptum áfram, sem ég vona að verði.“ - AB. ■ Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í hinni nýju Áskirkju í Reykjavík á morgun kl. 17.00. Á efnisskránni er hið vinsæla verk Vivaldis, Árstíðirnar. Uppselt er á tónleikana sem hefjast kl. 17.00. Einleikshlutverkin á fiðlur verða í höndum þeirra Helgu Hauksdóttur, Unnar Mariu Ingólfsdóttur, Þórhalls Birgissonarog Rutar Ingólfsdóttur. Kennaraháskóli íslands: IBM gefur skólanum 5 tölvur ■ IBM-fyrirtækið á íslandi hcfur fært Kennaraháskóla íslands að gjöf 5 tölvur af gerðinni IBM Personal Computer, ásamt ýmsum tilheyrandi vél- og hug- búnaði. Verðmæti gjafarinnar er 1,3 milljónir króna, samkvæmt frétt frá Kennaraháskólanum. 1 gjafabréfi, sem Gunnar M. Hansson forstjóri IBM afhenti um áramótin, segir m.a.: „Tölvurnar verði notaðar til þeirra kennslu-og þróunarverkefna sem Kenn- araháskólinn telur réttast og hagkvæm- ast á hverjum tíma“. í bréfinu er enn- fremur tekið fram að gjöfin sé afhent skilyrðis- og kvaðalaust af hálfu IBM. Hinar nýju tölvur eru fyrsta verulega skrefið til tölvuvæðingar KHÍ, en rektor gat þess að menntamálaráðuneytið hefði lýst yfir fullum stuðningi við áframhald- andi uppbyggingu og þróun á þessu sviði. Rektor þakkaði gefendum hina rausn- arlegu gjöf fyrir hönd skólans. Kvað hana tvímælalaust verða til að gjörbreyta möguleikum KHÍ til að veita kennara- efnum og starfandi kennurum í landinu fræðslu um notkun tölva í skólastarfi og skapa bætta aðstöðu til að sinna öðrum verkelnum sem KHI og stoínunum á hans vegum sé skylt að rækja samkvæmt lögum og reglugerð. Kvaðst rektor mundi gera það sem í st'nu valdi stæði til að vonir gefenda um öfluga starfsemi skólans á næstu árum til að gegna sem best hlutverki sínu að þessu leyti mættu rætast. Eggjaframleiðendur: Eigendur 43% varp- hæna í landinu gengu útaf ■ Stjórn Sambands eggjaframleið- enda harmar útgöngu 18 fundarmanna á aðalfundi félagsins hinn 29. desem- ber s.l., en tekur fram að hún telji vart hægt að tala um klofning í félaginu, enn sem komið er, þar scm aðeins liggi fyrir úrsögn tveggja félagsmanna. Þetta kemur m.a. fram i frcttatilkynn- ingu nýkjörinnar stjórnar sem kom saman til fundar þann 3. janúar s.l. Á þeim fundi var Þorsteinn Sigmundsson fundi kjörinn formaður og Jón Gíslason varaformaður. Þá kemur fram að þeir 18 sem út gengu af aðalfundi eiga 11 starfandi hænsnabú með samtals um 126 þús. varphænum, samkvæmt opinberum skýrslunt. Sé þar um að ræða rúm 43% af varphænum í landinu, því sömu skýrslur telji alls um 292 þús. varphæn- ur á öllu landinu. - HEI.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.