Tíminn - 07.01.1984, Page 3

Tíminn - 07.01.1984, Page 3
I.AUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 fréttir Ljóst að samkomulag næst ekki fyrir 1. apríl í álmálinu: Agreiningur um mat a samkeppn- ISAÐSTÚOU ALBRÆBSUI A fSLANDI ■ Fyrsti álviðræðufundurinn á árinu fór fram hér í Reykjavík í gær og í fyrradag, en samkvæmt heimildum Tím- ans þá náðist enginn markverður árang- ur á þessum fundi. Aðilar voru þó sammála um að fundurinn hefði verið gagnlegur og hafa þeir ákveðið nýjan fund fyrir miðjan næsta mánuð. Dr. Jóhannes Nordal, formaður samn- inganefndar um stóriðju, sagði að lokn- um fundinum við blaðamann Tímans: „Það hefur ekkert gerst, þannig lagað. Þetta hefur verið svona grunnvinna, gagnasöfnun og samanburður á gögnum. Við erum.í sjálfu sér sammáia um margt sem skiptir máli varðandi staðreyndir, auk þess sem.við erum sammála um að verðtryggja beri raforkuverðið. Við erum þó ekki reiðubúnir, hvorugur aðil- inn til þess að leggja fram ákveðnar tiilögur í því efni, enda koma margar leiðir þar til greina. Við höfum rætt orkumálin, verðlagn- ingarmálin, skattamálin og verðtrygg- ingar málið, en eins og ég sagði áðan, þá náðist enginn einn endanlegur áfangi á þessum fundi. Auðvitað vildum við Ijúka samningaviðræðum fyrir 1. apríl, en ég hef ekki trú á að það náist. Ég vona þó að við verðum komnir þó nokkuð áleiðis í apríl.“ Tíminn hefur heimildir fyrir því að menn í samninganefndum beggja aðila telji að á fundinum í Zúrich í næsta mánuði kunni að draga til tíðinda, jafnvel sverfa til stáls, en enginn við- mælenda Tímans vildi staðfesta þetta í samtölum í gær. Það sem einkum bar í milli á fundinum í gær, samkvæmt heim- ildum Tímans var í sambandi við mat á samkeppnisaðstöðunni, en Alusuisse- menn virðast vilja meina að hún sé mun lakari, en fulltrúar samninganefndar um stóriðju vilja meina. RagnarS. Halldórsson, forstjóri ÍSAL sagði í samtali við Tírnann í gær, er blaðamaður spurði hann hvernig hefði gengið á fundinum að hans mati: „Bara alveg prýðilega - alveg eins og til stóð. “ Loks ræddi Tíminn stuttlega við dr. Ernst, einn aðalforstjóra Alusuisse sem nú er í forsvari fyrir fulltrua Alusuisse í þessum viðræðum. Dr. Ernst var fyrst spurður hvort hann teldi þennan fund hafa verið árangurs- ríkan. „Já, örugglega," svaraði dr. Ernst. „Við höfum borið saman gögn okkar, og komist að þeirri niðurstöðu í meginatriðum, að við séum sammála um gildi þeirra gagna sem herramennirnir hér á fslandi hafa viðað að sér og þeirrg gagna sem við höfum lagt fram. Það held ég að sé þýðingarmikill áfangi fyrir áframhaldið". - Eruð þér þá bjartsýnn hvað áfrarn- haldið varðar? „Já, mjög svo,“ svaraði dr. ErnSt. „Það er enn langur v.egur framundan, áður en samningar eru í höfn, cn ég er bjartsýnn á að við náum endanlegu samkomulagi á þessu ári.“ -AB ■ Dr. Jóhannes Nordal formaður samninganefndar um stóriðju og Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL bera saman bækur sínar í lok álviöræðnanna. Tímamynd: Róbert. Fjárhagsáætlun fyrir Reykjavlk samþykkt lítið breytt frá 1. umræðu: ÚTSVflRSPRÓSENTAN VERÐUR 11% — nær aliar breytingartillögur minnihlutans felldar ■ Borgarstjórnarfundur þar sem fjár- hagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg var til síðari umræðu stóð frá kl. 17.00 á fimmtudag til kl. rúmlega 09.00 í gær- morgun. Þegar atkvæðagreiðslur voru yfirstaðnar var ljóst að sáralitlar breyt- ingar höfðu verið gerðar á frumvarpinu eins og það lá fyrir eftir fyrstu umræðu. Þó var ákveðin 10 milljón króna hærri Skóla- bílarnir ekki komist í sveitina ■ Skólabörn í Gaulverja- bæjarhreppi hafa fengiö fram- lengingu á jólafríinu, þar sem skólabílar hafa enn ekki komiö í sveitina vegna óveðursins á miðvikudaginn. Er nú áætlað aö skólar hefjist n.k. mánudag 9. janúar, aö sögn Stefán$ Jasonarsonar í Vorsabæ. Stefán sagöi veður hafa verið snarvitlaust þar um sióðir. Sem dæmi nefndi hann að frjótækn- irinn varð að láta fyrirberast í jeppa sínum á milli bæja í eina 3 klukkutíma s.l. miðvikudag, þar sem hann sá ekki veginn framundan. Fjórir bæir í Geng- ishólahverfi urðu rafmagnslaus- ir í nærri því sólarhring, sem kom til af því að nokkrir staurar brotnuðu í Holtslínunni. Að öðru leyti sagði Stefán fólk í Gaulverjabæjarhreppi hafa sloppið furðu ve! við rafmagns- leysi - aðeins hafi verið um smá truflanir að ræða öðru hvoru. -HEI fjárveiting til BÚR en gert hafði verið ráð fyrir og hækkað framlag til Æsku- lýðsráðs og Félagsmálastofnunar vegna aðgerða í fíkniefnamálum. Allar breyt- ingatillögur minnihlutaflokkanna voru felldar utan tillaga Alþýðubandalagsins um ráðningu baðvarða (baðkvenna) við þjónustuhúsnæði aldraðra við Norður- brún 1, Furugerði 1 og Lönguhlíð 3. Þá var samþykkt að hækka styrk til Taflfé- ■ „Samið hefur verið við fyrirtækið Long John Silver's sem undanlarin ár hefur verið langstærsti kaupandi þorsk- flaka frá íslandi um þriðjungs aukningu á sölu 5 Ib. þorskflaka næstu 15 mán- uði,“ segir in.a. í frétt frá S.H. um viðskipti Coldwater og Long John Silver’s, og þar segir jafnframt: „Jafn- framt hefur verið samið um 10 centa lækkun á hvert enskt Ib. eða sem svarar tæplega 6% frá gildandi verði. Gert er ráð fyrir að þetta leiði til aukinnar sölu til þessa fyrirtækis einnig á næsta ári.“ Tíminn rifjar í þessu sambandi upp fréttir sínar frá því haustið 1983, þar sem greint var frá því að Coldwater þrjóskað- ist við að lækka verð á þorskflökum, þegar lceland Seafood Corporation lækkað fimmpunda flökin um 10 cent, og varð þar með samkeppnihæfara á Bandaríkjamarkaði. Jafnframt greindi Tíminn frá því þá að ágreiningur væri innan stjórnar Coldwater um verðlagn- ingu þorsksins, og að margir stjórnar- manna, að nú ekki sé talað um frysti- húsaeigendur innan S.H. hafi viljað að Coldwater lækkaði verð sín til þess að lags Reykjavíkur vegna alþjóðaskák- mótsins sem halda á í febrúar, úr 50 þúsund krónum í 160 þúsund krónur. A móti þessari útgjaldaaukningu kemurað áætlaðar afborganir af lánum verða 190 milljónir í stað 220 milljóna eins og gert var upphaflega ráð fyrir í frumvarpinu að fjárhagsáætlun og vaxtagjöld lækka samsvarandi um úr 70.600 krónum í 64.600. verða samkeppnishæfara. Þá greindi Tíminn einnig frá því að bráðabirgða- samkomulag hefði tekist innan stjórnar S.H. og Coldwater að verð héldist óbreytt til síðustu áramóta, og eftir það mætti fara að huga að lækkun, hvað nú hefur komið á daginn að gert var. í frétt S.H. segir jafnframt að þessi ■ Skákþing Reykjavíkur 1984 hefst n.k. sunnudag, 8. janúar og verður teflt í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 46. í aðalkeppninni sem hefst á sunnudag- inn kl. 14.00 munu keppendur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Monradkerfi. Umferðir verða þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Bið- .skákadagar verða inn á milli. Tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um lækkun álagningarprósentu útsvars úr 11% í 10% var fclld en fékk atkvæði allra minnihlutaflokkanna. Álagningar- hlutfall útsvara vcrður því 11% í borg- inni næsta ár. Minnihlutaflokkarnir fluttu fjölmargar tillögur ýmist til út- gjaldaaukningar eða sparnaðar en þær voru allar felldar sem fyrr segir. JGK samningur feli í sér sölu á 25 milljónum punda (11320 smálestir) af þorskflökum á umræddu 15 mánaða tímabili. 20 milljónir punda verði afhent á þessu ári, en 5 milljónrr á fyrstu þremur mánuðunt næsta árs. Loks segir að sala Coldwater á 5 punda þorskflökum í Bandaríkjunum á sl. ári hafi verið 15.5 milljónir pund. -AB Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laugardag 14. janúar. Þar verða tefldar 9 umferðir eftir Monradkerfi umhugsunartími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppt verður þrjá laugardaga, þrjár um- ferðir í senn. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardag 7. janúar kl. 14-18. GSH Yfirtöku Nútfmans á rekstri Tímans frestað um 3 mánuði ■ „Ástæða þess að ákveðið var að framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins héldi áfram rekstri Timans þar til 1. april var fyrst og fremst sú, ^ð ekki hafði tekist að Ijúka stofnun fé- lagsins fyrir áramót, og einnig vegna þess að orðið hafði vart cinhvers kvíða hjá starfsmönnunum vegna uppsagn- anna,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, cinn stjórnarmanria í bráðabirgða- stjóm Nútímans, er blaðamaður Tímans spuröi hann hver orsök þess væri að starfsmönnum Tímans var í gær sent bréf frá framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins, þar sem m.a~. segir: „Framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins, samþykkir að Framsóknar- flokkurinn haldi áfrain útgáfu dag- blaðsins Tímans til 1. apríl 1984. Ber því flokkurinn alla ábyrgð á rekstri blaðsins til þcss dags.“ Jafnframt sagði Hákon að allur vafi hefði þar með verið tekinn af um það að Framsóknarflokkurinn , myndi út uppsagnarfrestinn standa við allar sín- ar skuldbindingar gagnvart starfs- mönnum blaðsins. Hákon sagði að stefnt væri að því að Ijúka framhaldsstofnfundi um miðja næstu viku, og upp úr því færu línur væntanlega að skýrast varðandi áfram- haldandi ráðningar. Er Hákon var spurður hvers vegna þessi breyting hefði verið ákveðin svo snögglega sem raun ber vitni, þar sem Ijóst hefði verið þegar uppsagnarbréfin voru rituð fyrir áramót að ekki hefði tekist að Ijúka stofnun félagsins, svar- aði hann: „Lögfræðileg spúrsmál lágu ekki nægilega Ijós fyrir, þannig aðvið nánari skoðun á málinu þá þótti þetta nauðsynlegt." -AB Coldwater sölufyrirtæki SH í Bandaríkjunum: LÆKKAR VERD Á WRSKFLÖKUM 0G EYKUR UM LEIÐ SÖLU SÍNA Skákþing Reykjavík- ur hefst á sunnudag

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.