Tíminn - 07.01.1984, Síða 5
„Reagan
er engin
tepra!“
— sagði Rebecca
og hélt sínu striki
■ Ekki reikna þeir með að
Reagan forseti sé mjög veraldar-
vanur, vinir hennar Rebeccu
Holden, sem réðu henni eindreg-
ið frá því að vera í uppáhalds-
kjólnum sínum í boði, þar sem
forsetahjónin áttu að vera heið-
ursgestir. En Rebecca lét
skoðanir vina sinna sem vind um
eyrun þjóta og ekki hefur heyrst
að forsetinn hafí hreyft neinum
mótmælum.
Rebecca Holden, ung stúlka
frá Texas, hefur á skömmum
tíma haslað sér völl meðal hinna
frægu og ríku í Hollywood. Hún
iauk háskólaprófi við North Tex-
as State háskóiann með söng og
píanóleik sem aðalfög. Þá lá
leiðin til New York, þar sem hún
lagði stund á nám í óperusöng og
sígildri tónlist. En ekki var hún
fyrr komin til heimsborgarinnar
en umboðsmaður nokkur rak
augun í hana og viidi endilega fá
hana til að koma fram í sjón-
varpsauglýsingum, þar biði
hennar áreiðanlega skjótur
frami. Og spádómur hans rættist
svo sannarlega, bæði fljótt og
vel.
En Rebecca setti markið hátt.
Hún sagði ekki skilið við tónlist-
ina, þó að hún hefði næg verk-
efni í fyrirsætustarfinu. Það varð
því úr, að hún stofnaði og ferðað-
ist um með sína eigin hljómsveit,
sem flutti dreifbýlistónlist í þeim
stíl, sem tíðkast í Texas. Ekki
leið á löngu þar til leíðin lá til
Hollywood og fljótfenginnar
frægðar í sjónvarpsmyndum og
m.a.s. aðalhlutverks í kvikmynd-
inni Síðasta hetjan (The Last
Hero), sem hlaut góða dóma og
hefur verið sýnd víða um lönd.
Þessi skjóti og góði frami
Rebeccu leiddi til þess að henni
var boðið að vera viðstödd boðið
með forsetahjónunum, sem áður
er getið. Til að vera sómasam-
lega til fara, réði hún einn helsta
kjólahönnuð Hollywood til að
gera sér viðeigandi kjól. Útkom-
■ Rebecca Holden þykir með
fegurri konum og bera föt sín
með reisn. Samt þótti sumum
fulUangt gengið þegar hún vildi
vera í þessum kjól í návist Reag-
ans forseta.
an varð hinn umdeUdi kjóll,
fleginn og með klauf í annarri
hliðinni langt upp á mjöðm.
Hann kostaði ekki nema S00
dollara (u.þ.b. 24.000 ísi. kr.)
sem ekki þykir mikið verð fyrir
slíka gersemi á þessum slóðum.
I
hann á nú hljóðfæri að verð-
mæti um 1,5 milljón kr. og
dugir ekki til“ sagði Sigurð-
ur Snorrason skólastjóri
Tónlistarskóla F.Í.H. í sam-
tali við Tímann.
„í lögum um tónlistar-
skóla er gert ráð fyrir að
þeir fái styrk til hljóðfæra-
kaupa en þessi skóli hefur
aldrei fengið neitt af þeim
peningum og með tilliti til
þess er þetta sérstaklega
velkomin gjöf“ sagði Sig-
urður.
Það kom fram hjá honum
að forráðamenn skólans
hefðu ákveðið að leggja
peninga í hljóðfærakaup'
fyrir jazzdeild skólans, hún
væri frekari á hljóðfæra-
kost.
„Við höfum einnig hugs-
að okkur að koma okkur
upp fullkomnu stúdíói og ég
get hugsað mér að þetta
verði svona einhverskonar
vísir að sjóði til kaupa á
tækjum í slíkt stúdíó“ sagði
Sigurður.
Hann sagði einnig að rekst-
urinn hjá skólanum hefði
gengíð mjög vel að undan-
förnu...“ fyrikomulagið er
þannig að ríkið og borg
greiða laun kennara og
skólastjóra en rekstrarfé
sem eru skólagjöld, stendur
undir öllum öðrum kostn-
aði, það er hljóðfærakaup-
um og daglegum rekstri."
sagði hann.
„Það má segja að fyrst á
þessu skólári höfum við rek-
ið skólann hallalaust. Nú
eru 160 nemendur sem
stunda nám við skólann.
Skólinn skiptist í tvær deild-
ir, það er almenna deild og
jazzdeild sem er sú eina
sinnar tegundar á landinu.
Það má segja að jazzdeildin
sé einna mest spennandi og
hefur vakið einna mesta at'
hygli" sagði Sigurður.
Hjá honum kom fram að
vinsælasta hljóðfærið, eða
það sem flestir vilja læra á,
er gítarinn, bæði jazz og
rafgítar.
Nú stendur yfir fjórða
starfsár skólans en hann hef-
ur aðsetur í Brautarholti 4.
erlent yfirlit
■ UM miðjan þennan mánuð,
eða nánar tiltekið 17. janúar,
mun hefjast í Stokkhólmi ráð-
stefna Evrópuríkja, Bandaríkj-
anna og Kanada um aðgerðir til
að draga úr spennu og tortryggni
og undirbúa þannig jarðveginn
fyrir afvopnun.
Ekki er búist við því, að mikill
árangur náist í fyrstu, enda er
ráðstefnunni ætlað að standa í
þrjú ár.
Jafnhliða ráðstefnunni eða
setningu hennar, munu hefjast
tveir fundir, sem eru líklegir til
að draga að sér miklu meiri
athygli.
Þetta er í fyrsta lagi fundur
þeirra Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Gromikos,
utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, en nú hefur verið ákveðið
að þeir ræðist við í Stokkhólmi í
sambandi við setningu ráðstefn-
unnar.
í öðru lagi er það svo fundur
utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsríkjanna, en þar munu
allir mæta við setningu ráðstefn-
unnar og nota tækifærið til frek-
ari viðræðna sín á milli.
Yfirleitt er ekki búist við mikl-
um árangri af fundi þeirra Shultz
og Gromikos að þessu sinni,
nema Shultz bjóði fram eitthvað
nýtt og áþreifanlegt. Af hálfu
Gromikos mun það ekki gert.
Hann hefur nýlega lýst yfir því,
að Sovétríkin setjist ekki aftur
að samningaborði varðandi af-
vopnunarmál, nema hætt verði
við staðsetningu bandarískra,
meðaldrægra eldflauga í Evr-
ópu.
Öllu meiri athygli mun því
sennilega beinast að fundi Nato-
■ Shultz mun vafalítið ráða mestu á Stokkhólmsfundi Nato-ráð-
herranna
má stöðva eða flytja þær brott
jafnskjótt og raunhæfur árangur
næst við samningaborðið. Njeð
þetta í huga er ósk okkar sú, að
samningaviðræður um meðal-
drægar eldflaugar, sem Sovétrík-
in hafa nú hætt, haldi sem fyrst
áfram.
(Danmörk og Grikkland
gerðu fyrirvara varðandi afstöðu
sína til þessarar málsgreinar.
Spánn var ekki aðili að ákvörð-
uninni 1979 og gerði fyrirvara
varðandi þessa málsgrein.)
Við hvetjúm aðildarríki Var-
sjárbandalagsins til að grípa þau
tækifæri sem við bjóðum til að
hefja uppbyggilegt samstarf þar
sem jafnvægi og sönn slökun
Tíkja. Árangur verður að nást
hjá þátttökuríkjum í öllum við-
ræðum um vopnatakmarkanir,
einkum í viðræðunum um:
- fækkun langdrægra kjam-
orkuvopna (START);
- meðaldrægar kjarnorkuflaug-
ar(INF);
- gagnkvæman og jafnan niður-
skurð venjulegra vopna
(MBFR);
- tilraunir til að koma á algjöru
banni við efnavopnum á veg-
um afvopnunarnefndarinnar.
Við erum einnig staðráðnir í
því að nota fyrirhugaða Stokk-
hólmsráðstefnu sem nýjan vett-
vang til að útvíkka viðræður við
Austur-Evrópuríkin, semja um
traustvekjandi ráðstafanir og
efla festu og öryggi í Evrópu
ailri.
Við munum halda áfram að
gera okkar ýtrasta til viðhalds
friði ogöryggi í framtíðinni. Við
bjóðum Sovétríkjunum og
öðrum ríkjum Varsjárbanda-
H vað gerist á Stokkhólms
fundi Nato-ráðherranna?
Verður hreyft nýjum hugmyndum um slökun og afvopnun?
ráðherranna. í mörgum Nato-
ríkjum er vaxandi áhugi á því,
að Nato bjóði fram eitthvað
nýtt, sem geti orðið til þess, að
Rússar fáist aftur að samninga-.
borði. í þessum ríkjum er það
vaxandi skoðun, að rétt hefði
verið að reyna frekari viðræður
áður en staðsetning bandarísku
eldflauganna var hafin.
Þetta mun hafa verið eitthvað
rætt í sambandi við fund ráð-
herra, sem haldinn var í Brússel
fyrrihluta desembers síðastlið-
ins. í yfirlýsingu fundarins, sem
birt var að honum loknum, kom
ekkert nýtt fram. Þar var fyrst og
fremst áréttað, að þeir væru fúsir
til áframhaldandi viðræðna, án
þess að nokkur ný tilboð væru
gerð.
YFIRLÝSING ráðherrafund-
arins var mun styttri en venja
hefur verið. Rétt þykir því að
birta hana hér í heilu lagi.:
„Við, fulltrúar hinna sextán
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins, lýsum á ný yfir því, að
samstarf okkar er helgað vernd
friðar á grundvelli frelsis.
Bandaiag okkar ógnar engum.
Við munum aldrei beita vopni
nema á okkur verði ráðist. Við
sækjumst ekki eftir yfirburðum,
en munum heldur ekki sætta
okkur við að aðrir nái yfirburð-
um yfir okkur. Réttmætir örygg-
ishagsmunir okkar verða aðeins
tryggðir með nánum tengslum
Evrópu og Norður-Ameríku.
Við hvetjum Sovétríkin til að
virða réttmæta öryggishagsmuni,
okkar eins og við virðum þeirra.
Við erum staðráðnir í að
tryggja öryggi með hernaðar-
jafnvægi og eins litlum herbún-
aði og mögulegt er. Þeirri hættu
■ Fundur Nato-ráðherranna í Stokkhólnii verður eitt síðasta
tækifæri Luns til að láta í Ijós sitt skína
sem sovésku SS-20eldflaugarnar
skapa hafa hlutaðeigandi aðild-
arríki bandalagsins mætt með
því að hrinda í framkvæmd hinni
tvíþættu ákvörðun frá 1979.
Lokamarkmiðið ér sem fyrr það,
að útrýmt verði bæði sovéskum
og bandarískum meðaldrægum
kjarnorkuflaugum á landi. Stað-
setningu bandarískra eldflauga
Þórarinn
Þorarinsson,
ritstjóri, skrifar
lagsins að taka höndum saman
við okkur um að koma á upp-
byggilegu og raunsæju framtíð-
arsamstarfi er byggist á jafnvægi
sem grundvallað verði á jafn-
ræði, hófsemd og gagnkvæmni.
í þágu alls mannkyns hvetjum
við til opinskárra alhliða um-
ræðna um stjórnmálaleg úr-
lausnarefni og samvinnu til gagn-
kvæmra hagsbóta.1'
EINS OG áður segir, felst
ekki neitt nýtt í þessari yfirlýs-
ingu, umfram það sem hefur
verið margsagt. Að því leyti er
hún neikvæð, að ekkert er að
finna í henni um kjarnavopn
Breta og Frakka. Aðeins er
minnzt á útrýmingu eldflauga
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna, en þetta myndi tryggja
yfirburði Natoríkjanna, þar sem
undan eru skilin kjarnavopn
Breta og Frakka.
Þá er því haldið opnu, að
Natoríkin gætu fyrst orðið til að
beita kjarnavopnum, ef eitthvert
þeirra yrði fyrir árás, sem gerð
væri með hefðbundnum
vopnum.
Það er nú vonað, að á fundi
Nato-ráðherranna í Stokkhólmi
verði ályktað skýrara um þessi
mál og helzt bryddað upp á
einhverju nýju, sem gæti leitt til
raunhæfari viðræðna um útrým-
ingu kjarnavopna og annarra
vopna jafnhliða eða í framhaldi
af því.
Hlutverk Nato er ekki aðeins
að efla varnir. Það er aðeins
annað hlutverk þess. Hitt hlut-
verkið er að vinna að spennu-
slökun og það er ekki minna
mikilvægt. Vonandi verður það
ekki sízt umræðuefni á Stokk-
hólmsfundi Nato«ráðherranna.