Tíminn - 10.01.1984, Qupperneq 3

Tíminn - 10.01.1984, Qupperneq 3
ÞRIÐJL'DAGUR 1«. JANÚAR 1984 3 Ákvörðun Coldwater um að lækka verð á afurðum sínum „STAÐFESIING Á WÍ SEM VIÐ GERDUM SÍDAST UMD SUMAR" - segir Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri lceland Seafood ■ „Ég er að sjálfsögðu algjörlega ó- sammála þessari fullyrðingu Þursteins Gíslasonar, forstjóra Coldwater að ekk- ert hafi fengist við lækkun okkar á fimm punda ftökum í ágúst sl. og ég held að það þurfi ekki ýkja mikla glöggskyggni, til þess að sjá að raunverulega er þessi nýi samningur hjá Sölumiðstöðinni og Coldwater ekkert annað en staðfest- ing á því sem við gerðum á sl. sumri,“ sagði Guðjón B. Olafsson forstjóri Ice- land Seafood Corporation m.a. í samtali við Tímann í gær, er Tíminn sló á þráðinn til hans og spurði hann álits á þeirri fullyrðingu Þorsteins Gíslasonar forstjóra Coldwater, sem birtist í Morg- unblaðinu sl. laugardag, að Iceland Sea- food hefði ckkert fengið fyrir lækkun þá sem fyrirtækið ákvað á fimm punda þorskflökum í ágúst sl. Guðjón sagði jafnframt: „Þessi niður- staða staðfestir, að sá hópur innan Sölumiðstöðvarinnar sem hefur verið sammála aðgerðum okkar í ágúst, hefur endanlega orðið ofan á í þessu máli. Við lækkuðum verðið til þess að mæta mjög harðri markaðssamkeppni og til að tryggja okkar stöðu og til að tryggja það, að magnið héldi ekki áfram að minnka. Við fengum vissulega út á það aukið magn. Við höfum verið að selja það mikið magn til Long John Silver’s síðan að við höfum selt allt sem við höfum haft til ráðstöfunar. Ég er því á því, að ef Coldwater hefði gert sama hlut og við á sama tíma, þ.e. í ágúst sl. þá hefði það kannski ekki dregist svona lengi hjá þeim að jafna stöðuna." Guðjón sagði að lceland Seafood hefði samning við Long John Silver’s þess efnis að fyrirtækið keypti allt það magn sem fyrirtækið hefði til ráðstöfun- ar, eins og verið hefði. -AB Kona slasaðist talsvert — er áætlunarbif- reið fauk út af véginum við Fnjóskárbrú ■ Kona slasaðist talsvcrtjiegar áætl- unarbíll frá Bjarna Sigurðssyni sérleyf- ishafa á Húsavík, fauk út af veginum við Fnjóskárbrú rétt eftir kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Konan, sem var far- þegi í bílnum, var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en 5 aðrir farþegar í bílnum, og bílstjórinn, sluppu ómeiddir. Mikil hálka var á veginum þar sem bíllinn fór út af og einnig var mjög hvasst. Þrátt fyrir að bíllinn væri með keðjur á öllum hjölum fauk hann beinlínis út af veginum og valt fram af 15-20 metra háum kanti. Um nóttina tókst að ná bílnum upp á veginn aftur , og reyndist yfirbýgging hans vera mik- ið skemmd en að öðru leyti var bíllinn heillegur. -GSH Dregið fímmtu- dagirnt Umboðsmeim í Reykjayik og nágreruni Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Umboðið Grettisgötu 26, sími 13665 Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 16814 Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 25966 SIBS- deildin Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, sími 42720 Vilborg Sigurjónsdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045 Lilja Sörladóttir,Túngötu 13, Bessastaðahreppi, sími 54163 Happdrætti SIBS u

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.