Tíminn - 10.01.1984, Page 7

Tíminn - 10.01.1984, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 7 Draugurinn bar með sér Ijúfan ilm en var samt útskúfað þegar komst upp um innrætið ■ Hafí nýju eigendum hussins í Lampasas, Texas, þótt góð iyktin af iifur og lauk, sem fylgdi húsdraugnum þeirra, verða þeir nú samt að vera án hennar. Draugurinn, Adelaide Higdon, sem hafði búið í húsinu í 56 ár í lifanda lífi, flæmdist í burtu, þegar nýju eigendurnir hættu að tala við hana. Nýju eigendurnir, herra og frú Bradley, keyptu húsið, sem byggt var 1883, fyrir tveim árum og hófu að endurreisa það til fyrri dýrðar. í sambandi við þá vinnu, lá frú Bradley í bókum lon og don og kynnti sér sögu hússins og fyrri íbúa þess. Eink- um vakti Adelaide Higdon áhuga hennar, en fjölskylda hennar var þekkt þarna um slóð- ir fyrir áhuga sinn á menningu alls konar og mikla risnu. Frú Bradley tók því upp á því, að eiga langar „trúarviðræður" við Adelaide um húsið og forna frægðartíð þess. Það, sem frú Bradley var ókunnugt um, var, að Adelaide hafði verið tæp á geðsmunum og jafnframt geðrík. Þegar frú Bradley varð svo kunnugt um það, að Adelaide hafði átt í löngum og ströngum illdeilum við mann sinn og veigr- aði sér ekki vð að grýta í hann sínu besta postulíni, þegar henni fannst hann eiga það skilið, sleit hún öllum vinskap við frú Higdon. Síðan hefur þessi Ijúfi ilmur af lifur og lauk ekki fyllt húsið í tíma og ótíma. Lögreglumaðurinn í talstöðinni: „Það var keyrt yfir bíl—“ ■ Við höfum oft og mörgum sinnum heyrt þær sorglegu fréttir, að ekið hafi verið yfir mann (konu eða barn), - en lögregluþjónninn við talstöðina. á lögreglustöð nokkurri í Staff- ordshire nálægt Newcastle í Englandi, hváði og spurði hvort löggunni, sem var að tala í talstöðína hinum megin, hefði ekki orðið mismæli. „Hvað segirðu? Var keyrt yfir bíl? ... meinarðu ekki að bíll hafí ekið yfir einhvern?" Nei, málið var útskýrt í gegn- um talstöðina eftir því sem hægt var, en staðreyndir málsins voru þær, - að bíll ók upp á - og yfir - annan bfl. Sem betur fór slasað- ist enginn í þessu sérkennilega umferðaróhappi. að ég reyni, a.m.k. fyrst í stað að feta í fótspor hans. Auðvitað verða alltaf ein- hverjar áherslubreytingar, þegar mannaskipti verða, en égJí ekki von á að neinar meiriháttar breytingar verði á fréttunum.“ - Finnst þér spennandi að fara að vinna hjá sjón- varpinu? „Já, það finnst mér. Ég hef lengi haft áhuga á póli- tíkinni og mér finnst ágætt að vera kominn inn í þingið að þessu leyti.“ - Nú hefur þú orðið ansi víðtæka reynslu sem fjöl- miðlamaður: Blaðamaður, fréttastjóri, aðstoðarrit- stjóri og útvarpsmaður - heldur þú að það sé meira spennandi að vinna við sjónvarp, en aðrafjölmiðla? „Ég legg það nú alveg að jöfnu að vinna við útvarp og sjónvarp. Mér finnst mjög gaman að vinna við þetta, þar sem þetta er svona „spontant" miðill. Ég meina t.d. að þessir þættir okkar hérna í útvarpinu eru í beinni útsendingu, svona 80 til 90% og þar verður ekkert snúið aftur með það sem menn hafa sagt. Það er t.d. ekkert hægt að hringja eftir einn til tvo tíma og segja að maður sé hættur við að segja hitt eða þetta. Menn verða einfaldlega að standa við sín orð. Þetta verður því meira lifandi að þessu !eyti.“ - Þú ert ekki kominn með neinn sviðsskrekk, eða öllur heldur skjásskrekk? „Jú, ég er nú heldur taugaveiklaður út af því að koma fram á skjánum. Sér- staklega þó hvað seinni fréttirnar snertir, því þær verða alltaf í beinni útsend- ingu. Það er svolítill tauga- titringur í kringum það. Annars hlýtur þetta að venjast. Sem betur fer verð- ur þetta stutt í hvert skipti, því meiningin er að halda seinni fréttunum innan við fimm mínútur.“ -AB erlent yfirlit ■ Leiðtogar stærstu stjórnarflokkanna: Poul Schlúter forsætisráöherra, formaður Ihaldsflokksins og Henning Christophersen fjármála ráðherra, formaður vinstri flokksins. Dönsku stjórnarflokkun- um er ekki spáð meirihluta Stjórn Schliiters mun þó sitja áfram ■ MARGT þykir benda til, að þótt breytingar verði á fylgi flokkanna í kosningunum, sem fara fram í Danmörku í dag, muni verða lítil tilfærsla rnilli þess, sem talið er til hægri og vinstri í dönskum stjórnmálum. Líklega muni úrslitin þó treysta stöðu núverandi ríkis- stjórnar og tryggja henni völd áfram, þótt stjórnarflokkarnir fái ekki meirihluta á þingi. Samkvæmt Observers-skoð- anakönnunni, sem fór fram 30. desember, vinnur íhaldsflokkur- inn, sem er undir stjórn Pouls Schlúter forsætisráðherra, mik- inn sigur, en mest á kostnað hinna stjórnarflokkanna. Reyn- ist könnun þessi rétt, verður þingmannatala stjórnarflokk- anna þessi eftir kosningar (innan sviga núv. þingmannatala): íhaldsflokkurinn 51 (26), Vinstri flokkurinn 18 (20), flokkur mið- demókrata 7 (15) og Kristilegi flokkurinn 4 (4). Samkvæmt þessu fá stjórnar- flokkarnir 80 þingsæti og bæta við sig 13 þingsætum, sem öll fara til íhaldsflokksins. Þingmenn eru alls 175, þegar fjórir þingmenn Færeyinga og Grænlendinga eru ekki meðtaldir. Stjórnarflokk- ana mun því áfram vanta veru- legt þingfylgi til að hafa meiri- hluta á þingi. Það mun hins vegar tryggja stjórninni að hún heldur áfram, að engar líkur eru fyrir minni- hlutastjórn vinstri flokkanna. Þingmannatala þeirra verður samkvæmt áðurnefndri skoðana- könnun (innan sviga núverandi þingmannatala): Sósíaldemó- kratar 56 (59), Sósíaliski þjóð- arflokkurinn 19 (21), vinstri sós- íalistar 4 (5). Hugsanlegt væri visst samstarf milli sósíaldem- ókrata og Sósíaliska þjóðar- flokksins, en vinstri sósíalistar myndu ekki taka þátt í slíku samstarfi. Talið er fullvíst, að sósíaldemókratar muni ekki mynda minnihlutastjórn undir þessum kringumstæðúm. Því mun stjórn Schlúters vafa- laust sitja áfram. EF MIÐAÐ er áfram við niðurstöður áðurgreindrar skoð- anakönnunar, verða það þrír flokkar. sem fara með oddavald- ið í þinginu eða Radikali flokkur- menn kjörna. Að sjálfsögðu getur endanleg niðurstaða orðið önnur en fram- angreind skoðanakönnun gerir ráð fyrir. Þannig hafa ýmsar aðrar kannanir bent til þess, að hvorki Kristilegi flokkurinnn né Réttarsambandið fái menn kjörna. Schlútcr forsætisráðherra er sagður hafa miklar áhyggjur vegna líklegs fylgistaps sarn- starfsflokkanna. Einkum óttist hann hrun Kristilega flokksins. Yfirleitt skorar hann á kjósendur að kjósa stjórnarflokkana, en nefnir ekki íhaldsflokkinn sér- staklega. Þá hefur hann lýst yfir því, að ráðherratala flokkanna verði óbreytt, þótt breyting verði á þingmannatölu þeirra. ÞÓTT stjórn Schlúters haldi velli samkvæmt framansögðu, verður henni samt mikill vandi á höndum. Þingfylgið er líklegt til að verða ótraust og Schlúter þarf áfram að beita jafnt lagni og festu. Hin mikla fylgisaukning íhaldsflokksins stafar fyrst og fremst af því persónulega áliti, sem Schlúter hefur unnið sér. Þegar stjórn hans kom til valda 10. september 1982, var henni spáð fáum lífdögum og litlum árangri. Þegar hún féll rétt fyrir jólin, hafði hún setið miklu lengur en nokkur hafði reiknað með. Það skipti þó mestu máli, að hún hafði náð talsverðum ár- angri. Að vissu leyti stafar þetta af því, að efnahagsástandið hef- ur verið henni hagstætt. Sumt má hins vegar rekja til stjórnar- stefnunnar. Útlitið er samt frekar dökkt framundan. Efnahagsspáin, er nú sú, að hagvöxturinn verði mun minni 1984 en 1983 og verðlag fari aftur hækkandi. Mesti vandinn er svo óleystur, en það er atvinnuleysið. Atvinnuleysingjum hefur fjölgað um 20 þús. í stjórnartíð Schlúters og eru nú um 280-300 þús., eftir því hvað miðað er við. 280 þús. njóta atvinnuleysistyrks, en all- margir njóta annarrar aðstoðar. Svo getur farið, að batinn í stjórnartíð Schlúters verði að- eins til bráðabirgða. Þórarinn Þórarinsson, ritstjori, skrifar ■ Anker Jörgensen formaður sósíaldemókrata. inn, en honum er spáð 5 þing- mönnum í stað 9 nú. Réttarsam- bandið, sem fær4 þingmenn, en hefur engan nú, og Framfara- flokkurinn, sem fær sjö þing- menn og tapar 9. Stuðningur Radikala flokksins og -Réttarsambandsins mun nægja ríkisstjórninni til að fá fjárlagafrumvarpið samþykkt, en þingið var rofið vegna þess að vinstri flokkarnir og Framfara- flokkurinn felldu það. Radikali flokkurinn greiddi atkvæði með fjárlagafrumvarpinu. Réttar- sambandið hefur lýst yfir því, að það muni greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, ef það fær þingmenn kosna. Hins vegar hefur Réttarsam- bandið lýst yfir því, að það hafi svipaða stefnu í utanríkismálum og sósíaldemókratar og Radikali flokkurinn. Utanríkisstefna Danmerkur verður því óbreytt, enda þótt ríkisstjórnin sé að verulegu leyti ósammála henni. Meirihluti þingsins verður sam- kvæmt framansögðu andvígur staðsetningu bandarísku með- aldrægu eldflauganna í Evrópu. Auk þeirra 10 flokka, sem hér hafa verið taldir, hafa þrír flokk- ar menn í kjöri. Einn þeirra er Kommúnistaflokkurinn, sem oft áður hefur átt menn á þingi. Hinir eru sósíaliski verkamanna- flokkurinnn og Marx-lenínski flokkurinn. Enginn þessara flokka þykir líklegur til að fá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.