Tíminn - 10.01.1984, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Eriingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sameinumst
um afvopnun
■ Það voru ill tíðindi þegar Sovétmenn ruku í fússi frá
afvopnunarviðræðunum í Genf þar sem takmörkun á meðaldræg-
um eldflaugum, sem bera kjarnaodda, voru á dagskrá. Risaveldin
virðast kappkosta það eitt í samskiptum sínum að vera sammála
um að vera ósammála og er árangurinn eftir því.
Viðræður um takmörkun vígbúnaðar hafa staðið linnulítið í
áratugi. Fyrir kemur að samningar nást um einstök atriði, svo sem
eins og bann viðkjarnorkusprengingum í andrúmsloftinu, en þá
færa meðlimir kjarnorkuklúbbsins sig yfir á önnur svið, og
niðurstaðan er sú að vígbúnaðurinn verður sífellt hrikalegri og allt
fer þetta fram undir því yfirskini að verið sé að tryggja öryggi,
hvorir á sínu yfirráða- og áhrifasvæði.
Allt síðan viðræðurnar um meðaldrægu flaugarnar hófust var
það Ijóst að ríki Atlantshafsbandalagsins mundu setja upp slíkar
flaugar hjá sér ef Sovétmenn féllust ekki á að takmarka
ógnunarvopnin sem þeir beindu að Evrópu. Allan tímann sem
viðræðurnar hafa staðið hafa þeir bætt við og fullkomnað kerfi
sitt, og hætta síðan viðræðum þegar ljóst er að gagnaðilinn stendur
við hótun sína.
Hinn þekkti breski stjórnmálamaður Denis Healey, sem er
gagnkunnugur stimpingum herveldanna, sagði í síðustu viku, að
slit viðræðnanna ykju mjög á styrjaldarhættu, og var hún næg
fyrir. Hann skoraði á risaveldin að taka upp viðræður á ný og leita
leiða til að ná raunverulegu samkomulagi um afvopnun og bægja
hættunni frá.
Fjöldi vopna og eyðingarmáttur þeirra er orðinn slíkur, að það
sem við bætist er ekkert annað en ofhlæði, sem hvorki tryggir frið
né öryggi, og hefur reyndar verið svo lengi.
Þótt Genfarviðræðunum sé slitið í bili, að minnsta kosti, hafa
risaveldin trúlega samband sín á milli þótt óopinbert sé. Síðar í
þessum mánuði munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna hittast í Stokkhólmi og eru nokkrar vonir bundnar
við þann fund. Að minnsta kosti miðar það í rétta átt að menn
fari að tala saman í stað þess að senda hvor öðrum hnútur.í tíma
og ótíma.
Þá væri það spor í rétta átt að stórveldin gætu komið sér saman
um hver hin miklu ágreiningsefni eru, og hvort þau séu þess virði
að hóta að sprengja veröldina í loft upp ef þau telja hagsmunum
sínum og hugsjónum ógnað. Á yfirborðinu sýnist þetta vera
ágreiningur um hvort viðhafa eigi þetta hagkerfi eða hitt. Er ineira
í húfi en svo að slíkur barnaskapur fái staðist.
Sú kenning Leníns, að Sovétríkin eigi að hafa forystu um að
breiða sósíalismann út um veröldina er trúarsetning í hugum
arftaka hans. Þegar þetta blandast eðlislægri tortryggni Rússa
gagnvart öðrum þjóðum er varla á góðu von, og er þetta kveikjan
að hinni ógnvænlegu hernaðaruppbyggingu sem þar hefur átt sér
stað. Málvinir þeirra á Vesturlöndum hafa löngum skarað að
þessum glæðum.
Vestrænir leiðtogar hafa ekki ávallt borið gæfu til að skilja
rússnesku tortryggnina og oft orðið þess valdandi, viljandi eða
óviljandi, að ala á henni. Það hefur átt sinn þátt í að stuðla að
ógnarjafnvæginu svonefnda.
Það er ekki aðeins kjarnorkuvopnaógnin sem hætta stafar af.
Afskipti risaveldanna af málefnum í Austurlöndum nær og í
Mið-Ámeríku eru síst til þess fallin að draga úr óvissunni. Og það
er ekki víst nema að átök af þessu tagi geti breiðst út án þess að
nokkur fái við neitt ráðið.
Stjórnmál eru samkomulag. Þessi einföldu sannindi ættu
þjóðaleiðtogar að hafa í huga þegar þeir láta af hnútukastinu sín
á milli og hefja alvöruviðræður um samskipti sín á milli.
Fyrir Alþingi liggja nú nokkrar þingsályktunartillögur um
afvopnunarmál. Þótt þær séu ekki samhljóða liggur að baki þeim
öllum einlægur vilji um að dregið verði úr ógnarjafnvæginu og að
líkur aukist fyrir friði og öryggi. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefur sett fram þá ósk sína, að tillögur þessar
verði samræmdar og að Alþingi geti sameinast um eina ályktun
um afvopnunarmál.
Slík afgreiðsla er sæmandi fyrir sjálfstæða smá þjóð. Orðheng-
ilsháttur og sérþarfir einstakra þingflokka eiga ekki að koma í veg
fyrir að hægt verði að álykta um mál þessi af fullri reisn. OO
skrifað og skrafað
Áætlunargerðir
sveitarfélaga
til lengri tíma
I síðasta töluhiaði Sveitar-
stjórnarmála ritar Björn
Friðfinnsson um fjárhags-
áætlanir svcitarfélaga og tcl-
ur nauðsynlegt að langtíma-
áætlanir séu gerðar. Hann
skrifar
Sveitarstjórnir fjalla nú um
gerð fjárhagsáætlunar fyrir
árið 1984. Fjárhagsáætlunar-
gerðin er í eðli sínu ákvörðun
um ráðstöfun þeirra tak-
mörkuðu linda fjármagns,
vinnuafls, húsnæðis og bún-
aðar, sem sveitarsjóður hefur
yfir að ráða á næsta ári til
þeirra verkefna, sem fyrir
liggja, og víst er, að seint ,
verður hægt að fullnægja
öllum þörfum.
En til þess að fjárhagsáætl-
unin komi að fullunt notum,
þarf að setja hana í samhengi
við fjárhagsáætlun næstu ára.
Nauðsynlegt er, að menn
reyni að sjá fram á veginn og
meta áhrif fjárhagsáætlunar
næsta árs á fjárhag sveitarfé-
lagsins árin, sem á eftir
koma.
Menn'þurfa t.d. að gera
sér grein fyrir því, hvaða
áhrif ný stofnun hefur á
rekstrarútgjöld sveitarfélags-
ins á næstu árum eða hvernig i
afborgana- og vaxtabyrði
sveitarsjóðs breytist við nýjar •
lántökur á næsta ári eða upp-
grciöslu eldri lána.
Slík vinnubrögð hafa
reynst mörgum ofraun í óða-
verðbólgu síðustu ára, en nú
stefnir í þá átt í fjármálum
þjóðarinnar, að engin af-
sökun er lengur fyrir því að
viðhafa ekki skynsamleg
vinnubrögð í stjórn fjármála
sveitarfélaganna.
Til að byrja með er hægt
að stefna að því að vinna
jafnan eftir -þriggja ára fjár-
hagsáætlun þ.e. að gera ná-
kvæma fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár, en jafnframt gera
fjárhagsáætlun næstu tveggja
ára í megindráttum.
Slíkt er einkar mikilvægt
nú, þegar fyrirsjáanlegt er,
að tekjur sveitarsjóða
minnka að raungildi árið
1985 miðað við óbreytta
gjaldstuðla.
Síðar er hægt að lengja
áætlunartímabilið í 5 ár, en
gera þá jafnan stefnuáætlun
til 5 ára í viðbót.
Slíkar langtímaáætlanir
eru að sjálfsögðu ekki ófrá-
víkjanlegar, þegar þær hafa
verið settar. Sveitarstjórnir
eiga jafnan að fjalla reglulega
um endurskoðun þeirra, og
sjálfkrafa koma þær til með-
ferðar við gerð fjárhagsáætl-
unar hvers árs.
Langtímaáætlun tryggir
hins vegar bætt vinnubrögð
við fjárhagsáætlunargerðina.
og verður sérstaklega að
leggja áherslu á það. að gerð
hennar tryggir það, að sveit-
arstjórnarmönnum séu betur
Ijós áhrif aðgerða og ráðstaf-
ana, sem gerðareru á líðandi
stund á hag sveitarfélagsins
til lengri tíma litið.
Víða erlendis, t.d. í Finn-
landi, er lögð lagaskylda á
sveitarstjórnir að vinna eftir
langtímaáætlunum.
Ekki er ætlast til, að slíkar
áætlanir séu eingöngu óska-
listar, heldur eiga þær að
vera óskir sveitarstjórnar-
manna um þróun í sveitarfé-
laginu, rökstuddar með upp-
lýsingum um þróun að
undanförnu og um getu á
áætlunartímabilinu til fjár-
mögnunar jafnt uppbygging-
ar sem rekstrar nýrrar eða
breyttrar starfsemi i því skyni
að mæta kröfum íbúanna.
Slík vinnubrögð auðvelda
forgangsröðun verkefna og
bæta árangurinn af starli
sveitarstjórna.
menn og málefni — leidrétting
UNNUDACtt«. JANtlAI M
nenn og málefni g
■■■■■
HVERNIG
ER GRÝT
Iróðan
■ ÞjðAarfrimleiðúa Ulendingi er ein
hin meua I vcrAldinni ié mihið við
hðfðilðlu. enda eni llfshjðe meí þvl
betti lem þekhiu. Þóii uundum U
lalað um mirhaðserfiðleihi enr þcir
hverfindi miðað við úifluinmg fleura
innarra þjðða. Á lúandi er frimleidd
|ðð vara o* auðteljanlet Við hðfum
komið upp e i gin mar kaðiherfi eriendis
oj lantmeuur hluri úlflumin|Uram-
leiðtlunnar tebt jafnl og þðn fyrir
i hverfandi og
univegileg. se i heihfinl Imð A
að kcmur túr ilt
tkrciáeða fengið
eynd að þjððarauðurinn nýtial ilia og
það er ekki vamalauu þcgar farið er
að bera okkur taman við tiórskuldug
utiu þjððir heims
Bænda-hagfrædi
séra Magnu&ar
Scra Magnút Bl Jrtmsorr i Vallameti
var mihill búhðldur og fjiraflamaður
grtður. Hafa komið úl tvö v*n bindi af
cfitðgu þctta mciha
nui ti gaumur er thyldi og ðnnur
ðmerkan bökverk tkyggl þar i.
Sfra Magnút hrausi iil mennia við
lilil cfni. Gifur hans og glðggtkyggni
við landbunaðmn að maikaðir fyril
dilkakjðl hurfu. og cintraka aivinnu-
greinar og þjððarbúið otðið fyrir
áfrtDum. En aðrar afurðir teljau fynr
Samr tem iður hafa hrannati upp
tkuldir eriendis. Elnahagtmihn voru
að komau i hcljaiþrðm þegir gnpið
var rötklega I laumana i t.1. vori. Enn
hlasa mikiir erftðleikar við. Clgerðar
fyriruki eni tkuldum vafin og verður
rikitvaldið að gen riðttafamr lil að
hirgt se að halda tjivarúrvegi og fitk-
vinnslunni gangandi Aðrar i
gremar bera tig cinnig illa
Selja verður kvölakerfi i útgerðma
Landbúnaðurinn hefur þegar dregið
úr framleiðtlunni. en leiuu nð að
knngum ug I uppveiúnum oghfr þvf
að hann skyldi ivalll vera efnalega
tjilfucður Það iðku honum og vcl
það
Fjármil vocu ofarlcga I huga séra
Magnúsar, en bratk og tkjrtnekinn
gróði voeu honum ekki að tkapi. Hann
gcrði tCr mjðg glögga grem fyrir bvað
það var tem tkapaði auðinn og nor-
ferði tír það. Magnút reyndi að kenna
ððrum hvcrnig þcir *nu að hagnatt.
i reip að draga.
_ ...... . i er hann nefmr
Arið 1899-1900. Brenda-hagfrreði. 1
Vallameti hðf hann bútkap 1892.
Hann lejur að i fardögum 1893 hafi
búð verið fullvauð Siðar uxkkiði
bann búið. c* þi kom i Ijrtt að það gaí
minm arð og mmnkaði hann þi við ug
fjiruofninn og þi gaftl br ‘
I kaílanuir
■ Sdra Magrtut Bl. Jonaaon.
En hvcrnia mi bað ve
■ Slæmur rugl-
ingur varð í
greininni „Hvern-
ig gróðanum er
grýtt í sjóinn^
sem birtist hér í
blaðinu s.l. sunnu-
dag. Ruglið kom
þar niður sem
síst skyldi, eða í
hagfræðilegum
útlistunum séra
Magnúsar Bl.
Jónssonar um
hvernig bændur
stækkuðu bú sín
um of og hlutu af
skaða, en ekki
gróða eins og
þeir hugðu. Hér
verður brenglaði
kaflinn endur-
prentaður í þeirri
von að hann kom-
ist óbrjálaður fyr-
ir augu lesenda:
Óskiljanleg
biinda
„Úr því ég komst inn á
þetta efni. tel ég rétt að skýra
það nokkru betur. Ég gæti
ekki, þó ég vildi, bent á hvað
aðallega stæði bændum í
öðrum landshlutunt fyrir
efnalegum þrifum. En á Hér-
aði, þar sent þö var jafnbetri
búskapur en ég: hafði áður
þekkt, get ég sagt þetta skýrt
og ákveðið. Búskapur á Hér-
aði var mjög jafn, svo að þar
þekktist vart auður né fátækt.
Flestir höfðu sömu eða mjög
lík tök á rekstri búanna. Og
tökin voru yfirleitt rétt og
góð. Bændur þar höfðu því
að flestu leyti öll skilyrði þess
að verða efnaðir menn, í
stærri eða smærri stíl, nokk-
uð mismunandi eftir stærð
jarða o.fl. Ég segi: að flestu
leyti, af því að þeir virtust
allir vera svo merkilega sam-
taka um að láta sér sjást yfir
grundvallarskilyrðið: „að
nota jarðirnar rétt“. Þó þeim
væri bcnt á þetta, og þó þeir
sjálfir væru hartnær árlega að
fá sannanir fyrir því, þá var
alls ómögulegt að láta þá
skilja það. En hinaráþreifan-
legu sannanir, sem þeir voru
svo óskiljanlega blindir fyrir,
voru þessar. Nálega hver
bóndi hafði byrjað með sára-
lítinn bústofn 20-30 kindur,
er þeim höfðu safnazt í
vinnumennsku. sumir jafnvel
að verulegu leyti með leigufé.
Af þessum stofni koma þeir
upp fullum stofni á jörð sína,
flestir á sex til átta árum og
einna lengst á tíu árum, ef
bústofn var í minna eða jörð
í stærra lagi. Slíkur stórgróði
á hinurn litla stofni er næstum
lygasögulegur. En ennþá
lygilcgra er það, að þegar
þeir hafa komið upp fullri
áhöfn á jörðina, eru þessir
sömu menn harðánægðir, ef
þeir geta haldið henni við og
það sperrast þeir við alla sína
búskapartíð, allt að 40-50 ár
sumir.
Það virðist nú svo sent Ijóst
mætti vera hverjum manni,
að þegar litla byrjunar-hokr-
ið og litla búið hefur gefið
stórgróða ár eftir ár, en upp-
komna búið engan gefur, þá
sé orsökin sú. að það sé orðið
of stórt. ofviða jörðinni. Að
sæmilega greindir menn geti
ekki skilið svona einfaldan
sannleika, er í mesta máta
lygilegt, eða óskiljanlegt. og
það þó þeim sé bent á það.“
Síðar kemur séra Magnús
að því að á Héraði hafi menn
yfirleitt verið metnir cftir
hústærð en ekki eftir afkomu
búanna, og þótti sérviska
þegar hann vildi ekki meta
efnahag bænda eftir búastærð
lieldur þeirri arðsemi sem
búin gáfu af sér.
Gróðanum grýtt
í sjóinn
Hinn hagsýni prestur og
bóndi dregur kenningu sína
santan; síöar í kaflanum:
„Stærð bús má aldrei fara
fram úr því, sem er hæfileg
og eðlileg áhöfn jarðar. En
hæfileg áhöfn er sú, sem
mestan hreinan gróða gefur.
Það sem að var á Héraðint-
var það, að allir bændur þar.
stórir og smáir, með aðeins
einni undantekningu, voru
frá byrjun búskapar síns og
æfina út að koma búunum
upp. Þeir gáfu því cngan
gaum hvenær komin var full
áhöfn á jörðina fyrir áhugan-
um að stækka og stækka
búið. Þetta gekk oft 1-2-3 ár,
þegar vetur voru sérlega
góðir. En svo kom miðlungs-
vetur eða harðari, og þá fór
eigi aðeins hinn forsjárlausi
búsauki heldur stundum
miklu meira, í horfelli og
afurðatap af því, sem af lifði.
Þar fór í sjóinn 1-2-3-4 ára
gróðinn af búunum. En þetta
kom ekki nema rétt um stund
í veg fyrir takmark þeirra,
því að þegar búið var aftur
orðið hæfilega lítið fyrir jörð-
ina, hófst aftur sami gróðinn
sem í byrjun. Búið var aftur
komið í topp eftir tvö eða
þrjú ár og beið næsta fellis,
og svo koli af kolli æfina út.
Annað árið stórgróði, hitt
árið gróðanum grýtt í
sjóinn."