Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984 9 íþróttir Watford vann Luton eftir framlengingu Enska bikarkeppnin: ■ Nokkrir leikir voru í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á þriðjudags- kvöldið. Aðalleikurinn var á milli Wat- ford og Luton og sigraði Watford 4-3, eftir framlengdan leik. Watford byrjaði vel og komst í 2-0 eftir mörk Nigel O’Callaghan og Geor- ge Reilly. Luton minnkaði síðan mun- inn með marki Mal Donaghy rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik bætti John Barnes við marki fyrir Watford, 3-1, þegar seinni hálfleiktírinn var nýhafinn en Paul Walsh jafnaði fyrir Luton með tveim mörkum með stuttu millibili og staðan var því jöfn að liðnum venjulegum leiktíma. I framlengingunni skoraði Maurice John- ston síðan 4. mark Watford. Birmingham tryggði sér sigur, 2-0, yfir Sheffield United, með mörkum Mick Harford og Billy Wright. Mörkin komu bæði í lok síðari hálfleiks. Swindon vann Carlisle 3-1, með mörkum James Ouinn, Paul Batty og Andy Rowland, og Notts County vann Bristol City 2-0. Þaðvoru Brian Cilecine og Ian McCullock sem skoruðu mörkin. Þá vann Plymouth nauman sigur á Newport, 1-0, meðmarki Andy Rogers. Tveir leikirenduðusíðan með jafntefli eftir tramlengingu og þurfa liðin því að leika aftur. Wolves og Coventry skildu jöfn, 1-1, og eins tókst Leeds ekki að vinná sigur á Scunthorpe. Sá leikur endaði einnig 1-1. Tommy Wright skor- aði fyrir Leeds en Jeff Day jafnaði skömmu síðar fyrir Scunthorpe. ■ Alfreð Gíslason Alfreð skoraði 9 mörk ■ Alfreð Gíslason, sem leikur með vesturþýska liðinu Essen, átti mjög góð- an leik þegar liðið mætti Barcelona á Spáni í Evrópukeppninni í handknatt- leik. Alfreð skoraði 9 mörk í leiknum en honum lauk meðsigri Barcelona, 19-13. Þetta var fyrri leikur liðanna í Evrópu- kepppninni en liðin mætast aftur í Essen á sunnudaginn. Til að komast áfram í keppninni þarf Essen að sigra með a.m.k. 6 marka mun. SEM GERIR ÞER /TTCT T?TT7TT7T I IVliiMJlvjl JvLclr 1, SEM AÐRIR100 KALIAR GETA EKKI að hefur alltaf kostað peninga að eignast peninga. I dag er ekki hægt að ætlast til mikils afeinum 100 kalli. Þú getur notað hann í tuttugu skipti í stöðumæla eða hann fer allur, ef tíminn rennur út á mælinum - og þú færð ekkert til baka. En það eru til 100 kallar, sem vinna vel fyrir sér. Sumirskila20þúsundum, aðrirminna, ogsvo eru nokkrir, sem skila heilli milljón. Þetta eru 100 kallarnir sem þú kaupir fyrir miða í Happdrætti Háskólans. O g það gerir þú hj á umboðsmanninum - dragðu ekki að líta við. VINNINGASKRÁ 9 @ 1.000.000 9.000.000 9 — 200.000 1.800.000 207 — 100.000 20.700.000 2.682 — 20.000 53.640.000 21.735 — 4.000 86.940.000 109.908 - 2.500 274.770.000 134.550 446.850.000 450 aukav. 15.000 6.750.000 135.000 453.600.000 Norræn trimm- landskeppni: ísland sigradi örugg- lega ■ ísland sigraði örugglega í Norrænni trimmlandskeppni fatlaðra sem fram fór í maí á síðasta ári. Úrslit keppninnar voru þessi: ísland 583.111 stig Færeyjar 292.149 stig Noregur 27.999 stig Svíþjóð 23.439 stig Danmörk 1.626 stig Eins og fram hefur komið var einnig um innanlandskeppni að ræða þar sem það héraðssamhand sem hlaut flest stig miðað viö íbúafjölda sigraði. I innan- landskeppninni sigraði UMSK með alls 17.579 stig en UMSE varð í öðru sæti með 11.012 stig. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS happ í hdlfa öld °

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.