Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 1
BSRB vil! strax 5% grunnkaupshækkun — Sjá baksíðy FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 12. janúar 1984 10. tölublað - 68. árgangur Siðumúla 15—Pósthólf 370Reykjavík—Ritstjórn86300—Auglýsingar 18300— Afgreidsla og áskrift 86300 — Kvoldsimar 86387 og 86306 VERKFAIL ER BODAÐ í AL- VERINU EFTIR TVÆR VIKUR — kröfurnar hljóða upp á sama kaupmátt og 1982 og mánadarlega verðbóta- útreikninga — „Hvorugt kemur til greina” segir Ragnar S. Halldórsson ■ Fclagar í 10 stéttarfélögum í Álverinu ■ Straumsvík hafa boð- að verkfall frá 27. janúar, ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Það eru aðeins félagar í Rafíðn- aðarsambandinu og Verslun- armannafélagi Hafnarfjarðar sem ekki hafa lýst yfír þátttöku í verkfallinu en í báðum félögum verða fundir í dag. Að sögn Arnar Friðrikssonar trúnaðarmanns starfsfólks í ál- verinu hafa samningaumleitanir staðið yfir síðan í september, síðasti sáttafundur var haldinn rétt fyrir áramót og eftir þann fund hefðu menn metið málin þannig að ekki væri ástæða til frekari fundahalda að óbreyttum aðstæðum. Starfsfólk við álverið hefur alltaf gert sérstaka samn- inga án samflots við önnur verka- lýðsfélög eða starfshópa og runnu samningar við ísal út í október síðastliðnum. Örn vildi ekki greina frá kröfu- gerðinni, en að sögn Ragnars S. Halldórssonar eru höfuðatriði hennar endurheimt kaupmáttar ársins 1982 og mánaðarlegar leiðréttingar vegna verðlags- breytinga. „Hvorugt er til um- ræðu af okkar hálfu," sagði Ragnar í samtali við blaðið í gærkvöldi. Hann sagðist ekki hafa neitt um verkfallsboðunina að segja, „Þeir ganga þá út ef þeir kjósa svo,“ sagði hann en bætti við að málið hefði ekki ennþá komið til kasta sáttasemj- ara ríkisins. Ef rafiðnaðarmenn í álverinu og félagar í Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar taka undir verkfallsboðunina verða það um 500 manns sem lcggja niður vinnu þann 27. janúar, hafi samningar ekki tekist. - JGK f m Heimilisraf- magn hækkad í H veragerði en lækkað á at- vinnurekstri: íbuum bent á að spara með því að leggj'a frysti- kistum ■ „Með þessari hreytingu eru það 100 þús. krónur á mánuði sem ihaldið í Hveragerði fíerir atvinnurekendum á kostnað heimilanna. miðað við taxtana eins og þeir voru áður. Ihaldið þekkir sina og vill verðlauna þá, enda eru 3 af þcssum 4 hrcppsnefndurfulllrúum þeirra i húpi atvinnurekenda", sagði Garðar Hannesson einn af 3 hreppsnefndarfulltrúum minnihlutans í Hverageröi. A hreppsnefndarfundi í Hveragerði var í fyrradag sam- þykkt af mcirihluta hrepps- nefndar að breyta töxtum Raf- magnsveitu Hveragcrðis á þann veg að luekka heimilis- taxtana um 8,13% og lækka taxta atvinnufyrirtækjanna um svipaða próscntu, að siign Garðars. Garðar sagði haröar deilur hafa orðið á fundinum, M.a. hefði þá einn af fulltrúum Sjálfstæðisfíokksins sagt aö fólk gæti sparaö rafmagn á heimilum, t.d. meö því að vera ekki með frystikistur. Breyting þessi var köiluð samræming á töxtum. Að sögn Garðars hafa tckjur Ralmagnsveitu Hveragerðis til þessa að hálfu komið frá heimil- unum og að hálfu l'rá atvinnu- rekendum. Miðaö viö sömu notkun breytast nú að hlutföll- in þannig að 58% teknanna komi frá heimilunum en aðeins um 42% frá atvinnurekendun- um. -HEl ■ Brim við Örfirisey Tímamynd Róbert Fólksfjölgun á íslandi á síðasta ári varð öll á Suður- og Suðvesturlandi: ÍBÚUM HAFÐI AÐEINS FJðLGAD UM131 ðBRUM IANDSHLUTUM! ■ Fólksfjölgun á íslandi á síðasta ári varð öll á Suður- og Suövesturlandi. Alls fjölgaði íslendingum um 2.914 manns frá 1. des. 1982 til 1. des. 1983 samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar, er það 1,24% fjölgun, sem er nokkru minna en árið 1982, en ann- ars meiri en á árinu 1974. Af þessari 2.914 manna fjölgun eru 2.357 á höfuð- borgarsvæðinu, þar af 1.324 í Reykjavík. Á Reykjanesi fjölgaði um 262 og á Suður- landi um 275. Á öllu landinu utan þessa svæðis fjölgaði íbúum aðeins um 13 manns. Þótt mannfjöldi á lands- byggðinni standi nánast í stað hefur töluverð breyting orðið milli staða. í sveitar- félögum með yfir 1.000 íbúa varð fækkun hlutfallslega mest 2,5% í Bolungarvík (38 manns), 1,5% á Siglu- firði (24) 1,3% í Ólafsvík (13), 1,2% á Eskifirði (16 manns) og minni fækkun á Patreksfirði, Höfn og ísa- firði. Á Seyðisfirði, Nes - kaupstað, Blönduósi,Akttr- eyri og Akranesi stóð mann- fjöldi svo að segja í stað. Sýslur þar sem fólki fækkaði eru: Borgarfjarðar-, Dala-, V-Barð.-, N-ís.-, Stranda-, Vestur- og Austur Hún.-, N-Þing. og A-Skaftafellss. Af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins með yfir 1.000 íbúa fjölgaði hins vegar mest í Hveragerði 5,9% (81 íbúa), um 3,7% í Stykkishólmi (43) og á Egilsstöðum (51). -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.