Tíminn - 17.01.1984, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
fréttir
Reglur um aflamark
fiskiskipa tilbún-
ar í þessari viku?
■ „Eg vonast til þess að vikan endist
okkur til þess að Ijúka því að semja drðg
að reglum um atlamark á hvert skip, og
sem varareglu og að sumra hyggju sein
annan kost um úriausn í lieild, sóknar-
mark á hvert skip, sem er veruleg
skerðing á sókn Irá því sem verið hefur,“
sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags-
stofnunar er Tíminn spurði liann í gær
hvernig stórfum kvótanefndarinnar mið-
aði, cn Jón er formaður þeirrur nefndar.
„Við munum rcyna að koma þcssu til
ráðherra scm allra fyrst." sagöi .lón, „en
þar mcð cr málið auðvitað ckki búið,
því þá cr eftir að úthluta samkvæmt
þessum reglum og það verða mörg
álitamál cftir að ákvörðun hefur verið
tekin um livaða reglum veður beitt.“
Jón sagði að gert væri ráð fyrir að
úthlutun færi fram samkvæmt reglunum,
en síðan yrði skipuð nefnd með mönnum
sem hagsmunaaðilar myndu tilnefna.
ásamt sjávarútvegsráðuneytinu, sem
myndi úrskurða um álita- og ágrein-
ingsmál, auk þess sem ráðuneytið myndi
fylgjast með frarnkvæmdinni á þessu.
Jón sagði að nefndin sem myndi hafa
eftirlit með úthlutuninni yrði fámennari
en kvótanefndin.
-AB
Skorað á
almenn-
ing að
senda
skeyti
— til ad þrýsta
á að Mannrétt-
indanefnd El
Salvador missi
ekki húsnæði
sitt
að fyrst og fremst yrði að reyna að bæta
kjör hinna verst settu í þeim samninga-
viðræðum sem nú standa yfir. Því kemur
það eins og þruma úr hciðskíru lofti að
níu verkalýðsfélög skuli setja fram kröfu
um 40% launahækkun í fyrirtæki sem
grciðir ein hæstu laun í landinu. Kröfu-
gerð sem þessi, er árangursríkasta leiðin
til þess að auka enn frekar á erfiðleika
þeirra sem illa eru staddir í þjóðfélaginu
og yrði vafalaust til þess að fjölga þeim
einstaklingum sem ættu í miklum erfið-
leikum."
-AB
Leiðrétting
■ í frétt frá kynningu og fatasýningu
Iðnaðardeildar Sambandsins á bls. 2 í
Tímanum sl. laugardag varðslæm prent-
villa. Þar átti að standa: Starfsemi verk-
smiðja Iðnaöardeilda Sambandsins varð
60 ára á sl. ári. (- en varð í prentun: Stór
þemi... o.s.frv.).
■ Mannréttindancfnd El Salvador.
sem beitt hefur sér gegn mannréttinda-
brotum í landinu undanfarin ár, er nú
undir vaxandi þrýstingi í E1 Salvador.
Ofsóknir hafa aukist á hendur nefndar-
mönnum á undanförnum mánuðum og
hefur nú erkibiskupinn í San Salvador,
Rivera Y Damas óskað eftir því
efalaust að beiðni stjórnvalda, að
nefndin yfirgefi húsnæði það sem
nefndin hefur haft í skrifstofum bisk-
ups í höfuðborginni. Um árabil hefur
nefndin haft þetta húsnæði til afnota,
enda cr þar ákveðin vörn gegn ofbeld-
ismönnum lögreglu og hers, sem skirr-
ast við aö ráðast inn í skrifstofur í
húsnæði biskups. Þettaér t' þriðja sinn.
sent biskup óskar eftir því að nefndin
finni sér nýtt húsnæði í San Salvador
og hefur hann gefið nefndarmönnum
frcst fram í síðustu viku janúar.
Ef ncfndin missir húsnæði sitt við
biskupsstofu. þýðir það vaxandi erfið-
leika fyrir nefndarmenn, auknar of-
sóknir og hugsanlega draga mjög úr
starfi öllu á vegum Mannréttinda-
nefndarinnar.
Því er þeirri beiðni nú beint tii fólks,
að það sendi biskupnum í San Salvador
skeyti eða bréf, þar sem hann er
hvattur til að úthýsa ekki Mannrétt-
indanefndinni úr húsum sínunt, þar eð
húsnæði kirkjunnar sé ákveðin trygg-
ing fyrir öryggi nefndarmanna.
Skriftð til: '
MONS ARTURO Rivera Y Damas
Arzobispado dc San Salvador
1 Calle Ponienta 3412,
San Salvador, El Salvador
Bréf cða skeyti geta hljóðað á
þennan hátt: „Please do not press the
Human Rights Commission of El Sal-
vador to leave the archbiskop’s prem-
ises in San Salvador."
■ Umferðarslys varð á
Háteigsvegi aðfaranótt
laugardags er kona varð
fyrir strætisvagni sem
ekið var niður götuna.
Konan hlaut nokkur
meiðsl og var ekið á slysa-
deild. Akstursaðstæður
voru mjög erfiðar þar sem
slysið átti sér stað.
Tímamynd Sverrir
TOGARI ÓLAFSVf Kl NGA REKINN MEÐ 37
MILLIÓN KRÓNA TAPI Á SÍÐASTA ÁRI
■ „Verði veðráttan góð kvíði ég ekki
atvinnulc.vsi nú á næstu mánuðum. Við
kvíöum liins vegar samdrætti í afla í
kjölfar kvútaskiptingar verði hún tekin
upp. Ef vertíðin yði góö gæti það þýtt
að þeir færu langt með að veiöa upp í
kvótann og bátarnir yrðu þá jafnvel
bundnir í landi mest allt sumarið og
haustið, og þá mundi allt stöðvast hér á
ineöan", sagði Guðmundur Tómasson,
sveitarstjóri í Olafsvík, erTíminn spurði
hann hvort útlitið í atvinnumálum þar
væri álíka dökkt eins og hjá grönnum
þeirra í Grundarfiröi.
Guðmundur. kvað ennþá ekki hafa
komiö til stöövunar í Ólafsvík. Að vísu
sé það arviss viðburður að frystihúsinu
sé lokað og fólki sagt upp um áramót.
þannig að ntikill hluti starfsfólksins sé
atvinnulaus hálfan til einn mánuð. En
þegar sé farið að bæta við fólki þar á ný.
Vegna gæftaleysis fyrst og fremst hafa
bátarnir ekki getað róið að undanförnu
en Guðmundur kvaðst ekki vita til þess
að sjómönnum hafi verið sagt upp. Hins
vegar komi sala togara frá Ólafsvík á s.l.
sumri svolítið illa við Ólafsvíkinga.
Spurður um rekstrarörðugleika út-
gerðarinnar sagði Guðmundur ennþá
hafa tekist að yfirstíga þá þótt auðvitað
séu sömu vandamál til staðar í Ólafsvík
og annars staðar. Togarinn er í eign
bæjarins og fiskverkenda í sameiningu.
sem gerir það að verkum að hann er
látinn halda áfram lengur en kannski er
skynsamlegt, og ekki eins mikið horft í
að hann standi undir sér, sem hann gerir
ekki. Það var 37 milljóna króna halli á
rekstri hans á s.l. ári, sagði Guðmundur.
Togarinn aflaði um 3.500 tonna á síðasta
ári, en hefur mest komist upp í um 5.000
tonna afla áður.
Í samtalinu við Guðmund var vikið að
algeru símasambandsleysi við Snæfells-
nes hálfa síðustu viku. Hann kvað það
oft nánast neyðarástand þegar sam-
göngur eru engar vegna ófærðar og
síminn nánast óvirkur. Ástandið í síma-
málunum hafi verið mjög slæmt undan-
farna 2 mánuði. „Jafnvel þótt hægt sé að
ná í okkur er oft vonlaust að ætla að
hringja héðan. Það eraðeins með höpp-
um og glöppum að við náum sambandi
nt.a.s. hér milli húsa“, sagði Guðmund-
ur.
-HEI
Vinnuveitendasamband íslands:
„Verdbólgan 175% ef
laun haekka um 40%”
■ „Vinnuveitendasamhand íslands
hefur gert athugun á því hver þróun
verðbólgunnar og gcngisins gæti orðið ef
laun hækkuðu alnicnnt um 40% 1.
febrúar, og þau síðan endurmetin á
þriggja mánaða Iresti í samræmi við þær
kröfur sem gerðar eru viö ISAL. Niður-
staöan er sú að verðhólgan frá upphaii
til loka ársins 1984 yrði ekki undir 175%
og verðið á bandaríkjadollar yrði komiö
yfir 90 krónur um næstu áramót," segir
m.a. í fréttatilkynningu Vinnuveitenda-
sambands Islands í tilcfni þess að verka-
lýðsfélögin hjá ISAL hafa farið fram á
40% hækkun launa hjá ÍSAL, „þeim
vinnustað sem greiddi hæst laun 1982
skv. nýbirtum upplýsingum Fram-
kvæmdaslofnunar,“ cins og segir í frétt
VSÍ.
Þarsegir jafnframt að reiknaður kaup-
máttur þessa árs yrði eitthvað hærri en
fyrirliggjandi efnahagsáætlanir geri ráð
fyrir. en hann yrði samt sem áður um
20% lægri en að meðaltali 1982. í því
sambandi segir „Ljóst er að allir kaup-
máttarútreikningar eru nánast hlægilegir
í slíkri óðaverðbólgu, þar sem engin leið
væri til þess að koma í veg fyrir atvinnu-
brest.“
Lokamálsgrein fréttatilkynningarinn-
ar er svohljóðandi: „Vcrkalýðshreyfing-
in hefur látið í veðri vaka að undanförnu