Tíminn - 17.01.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.01.1984, Blaðsíða 10
ÍO 1'RIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 19X4 viðskiptalífið umsjón: Skafti Jonsson eigum líka í samkcppni viö innlenda aðila, en einnig við erlenda, því skipa- markaðurinn hér er opinn, þannig að erlendir aðilar geta komið hér inn. Einn þátturinn í okkar viðleitni er að búa þannig um nú og í framtíðinni, að við getum keppt við þessa erlendu aðila og að sjálfsögðu einnig við innlenda aðila. Ég held að samkeppnin í siglingunum sé af hinu góða, og ég hef ekki athugasemd- ir við hana eins og hún er í dag.“ - Eins og þú segir, þá miðast ykkar viðleitni að því að búa í haginn fyrir framtíðina, - viltu útfæra það aðeins nánar? „Við ætlum að gera það með því að halda áfram að endurnýja skipin. Við rekum í dag 19 til 20 skipað jafnaði. Við eigum 15 skip, þannig að við leigjum 4 til 5 skip. Okkar markmið er það að okkar skipafloti sé íslenskur en samt sem áður höfum við það sjónarmið að til þess að geta mætt árstíðarsveiflum, þá sé eðlilegt að nota erlend skip yfir háannatímann. Einnig höfum við farið þá leið, að þegar við höfum verið að þreifa okkur áfram með nýjar skipateg- undir, þá höfum við byrjað á því að leigja slík skip. Annar þáttur í þessu er sá, að vió viljum með tölvuvæðingu og endurnýjun á stjórnunarháttum tryggja okkur það að við séum í stakk búnir að veita þessa þjónustu. Ef ég nefni þér nokkur dæmi um hvað er á döfinni hjá okkur einmitt núna, þá erum við að vinna að endurskipulagningu frystiflutn- inganna. Við höfum unnið að þeirri endurskipulagningu sl. tvö ár, í sam- vinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Það er búið að ákveða það að allur frystur fiskur fer á palla í útflutningnum. Reyndar er hann kominn á pall aí frystihúsunum að langmestu leyti, en svo fer hann áfram á palla í skipunum. Við gerum jafnframt ráð fyrir því að töluvert stór hluti af frystum fiski verði fluttur út, bæði vestur um haf og austur, í frystigámum. Líklega verða um 40 til 45% kominn í frystigáma eftir örfá misseri, en við erum nú búnir að kaupa um 170 frystigáma til þess að búa okkur betur undir þetta verkefni. Þetta þýðir það að meira af frystum fiski fer í áætlunarskipin, sem þýðir aftur það að við getum tekið í hverri viku frystan fisk til meginiandsins og á 10 daga fresti getum við tekið frystan fisk í áætlunar- skipin til Bandaríkjanna, og í auknum mæli munum við safna fiski til Reykj- avíkur af Faxaflóasvæðinu og væntan- lega munum við einnig safna fiski af öðrum höfnum en nú erum við að undirbúa uppsetningu á lítilli frystigeym- slu í Sundahöfn, fyrir 1500 tonn eða svo, þannig að fiskurinn utan af landi komi til Reykjavíkur í litlu frystiskipi á pöllum, og sé síðan sorteraður þaðan út í frystigáma eftir hendinni, eða eftir því sem þarf að afgreiða hann. Þetta tekur allt sinn tíma, því hér er um talsverða breytingu að ræða, en þetta er allt á döfinni hjá okkur. Annað sem við erum að undirbúa er að endurnýja skipin sem eru í Skandinavíusiglingum, þannig að þau henti betur til gámaflutninga. Við erum að endurskoða flutningana til Skandinavíu í heild. Við vonumst til þess að sigla áfram á sömu hafnir, en með breytingum ogendurnýjun vonumst við til þess að ná meiri hagkvæmni í rekstrinum. Þá munum við halda áfram uppbyggingu okkar inn í Sundahöfn, en okkar markmið er að vöruafgreiðslan sé sem mest þar á einum stað. Meðal annars erum við nú að velta fyrir okkur hvernig hægt er að auka afköst við lestun og losun í Sundahöfn, skapa þar betra öryggi og auka hagkvæmni. I því sam- bandi erum við að hugleiða möguleika á gámakrana. Þetta eru aðeins dæmi um það sem við erum að starfa að um þessar mundir, en að sjálfsögðu enganveginn tæmandi upplýsingar." - Hvað starfa margir hjá fyrirtækinu nú? „Hér starfa um 700 manns. Um 300 eru skipverjar, um 280 eru starfsmenn í Sundahöfn, þ.e.a.s. bæði verkamenn og iðnaðarmenn, og hér á skrifstofu starfa um 120 manns, og þá er allt starfsfólk skrifstofunnar talið. Hér hefur fækkað starfsfólki á undanförnum árum, þannig að fyrir nokkrum árum var hér flest rúmlega 900. í því sambandi má geta þess að í dag erum við að flytja um 660 þúsund tonn með um 20 skipum, en skipin hafa verið upp í 26, þannig að í dag erum við að flytja sama magn eða meira en áður með færri skipum en áður var.“ -AB tryggja stofnun félagsins, en í hlutaút- boðinu skoraði bráðabirgðastjórnin sem kjörin var til þess aö undirbúa stofnun félagsins á íslendinga að kaupa hlut í' hinu nýja félagi fyrir 385 þúsund krúnur, en það var sú fjárhæö sem stjórnin taldi þurfa til að byggja tvö skip og hefja rekstur þeirra. Stofnfundir félagsins urðu tveir, 17. og 22. janúar, 1914, og í þcim síðari kom fram að innborgaö hlutafé var samtals 365 þúsund krónur og í árslok 1915 var innborgað hlutafé liðlega 711 þúsund krónur. I árslok 1917 nam hlutafé félagsins samtals 1.673.351 króna. Hlutatjárcigendur voru þegar þcir voru flestir um 14 þúsund, sem er geysilega góð þátttaka. Fyrstu skip félagsins voru Gulifoss, sem kom til landsins 15. apríl 1915 og Goðafoss sein kom til landsins 29. júní 1915. Hófu skipin þegar reglubundnar siglingar. 1 upphufi hlutaútboðsins segir svo: Islcndingar! Navigarc neccsse (siglingar cru nauösyn). Orð þessi ciga máske frekar viö oss Islcndinga cn um nokkra aðra þjóö Norðurálfunnar. Oss eru sigl- ingar fremur öörum nauðsyn vegna þcss að vér byggjum eyland, sem cigi liggja að aðrar lciðir en sjórinn. Okkar sam- göngumál eru því og verða fyrst og fremst skipamál." Á þessum merku tímamótum í sögu eins stærsta og rótgrónasta fyrirtækis landsins þótti Tímanum við hæfi að taka forstjóra Eimskips, Hörð Sigurgestsson tali. og spyrja nokkurra spurninga um fyrirtækið og stöðu þess í dag. - Hvcrnig er staða Eimskipafélags íslands í dag? „Aö mínu mati stöndum við þokka- lcga í dag. Við erum hér í miðju kafi að breyta í samræmi við nýja flutninga- hætti. Það hafa orðið miklar hreytingar í flutningum á stykkjavöru, og reyndar á allri vöru á undanförnum 10 til 15 árum, og meðal annars erum við að breyta skipastólnum vegna þess. Við erum komnir út í einingaflutninga á stykkjavörum til landsins, sem er mjög þýðingarmikill hluti af flutningunum. Á sl. ári fluttum við í kringum 660 þúsund tonn til og frá landinu og innanlands. Við crum cnnþá einu sinni að aðlaga okkur að nýrri tækni, endurnýja skipa- flotann og endurnýja og bæta aðstöðuna í landi, þannig að hún dugi okkur til nokkurrar framtíðar." 20 skip í förum - I lversu mörg skip eru í förurn hjá fyrirtækinu? „Við siglum með 19 til 20 skipum. Hclmingurinn af þeim er í áætlunarsigl- ingum og hin eru í alls konar stórflutn- ingum. 10 af þessum 20 skipum eru á sjö áætlunarleiðum í föstum siglingum með viðkomu í 23 höfnum í 15 löndum. Við fylgjum viðskiptunum við ísland, því ■ Stjórnarformenn og framkvæmdastjórar félagsins, að undanskildum þeim HalldóriH. Jónssyni núvcrandi stjómar formanni og Herði Sigurgestssyni, forstjóra. Tíniamyndir - G.E. við erum að sjálfsögðu að flytja til og frá þeim löndum sem cru okkar helstu viðskiptalönd. Þcssi skipafloti þarfnast að sjálfsögðu endurnýjunar við, cn það er sífcllt verkefni í fyrirtæki eins og þessu að endunýja og við leggjum áhcrslu á það núna að endurnýja skipa- tlotann, því mcðalaldur skipa okkar er nú um 11 ár.en það teljum viðof hátt." - Er rekstur fyrirtækisins með svipuðu sniði og verið hefur, cða hafa einhverjar áberandi breytingar vcrið gerðar? „Viö höfum á undanförnum árum gert talsvcrðar skipulagsbreytingar. Við höfum dreift valdinu innanhúss, þannig að í dag eru flciri aðilar sem hafa mögulcika á að taka ákvarðanir og afgreiða mál en áður. Auk þess erum við hér í miðju kafi tölvuvæðingar. Um áramótin voru t.d. tekin hér í notkun tvö ný tölvukerfi. Hér er um farntskrár- kerfi að ræða, sem felur það í sér, að þegar vara einu sinni er komin í okkar hendur, þá er hún bókuð inn í þessa tölvu og síðan er hægt að fylgjast með vörunni í gegnum tölvuna og tölvan gctur veitt hvers konar upplýsingar um þessa vöruscndingu. Þá erum við að endurnýja skip okkar til þess að gera flutningana hagkvæmari og til þcss að standa okkur bctur í stykkinu til þess að flutningarnir henti okkar viðskiptavin- um sem best." Hagnaður á síðasta ári - Hvernig var afkorna fyrirtækisins á síðasta ári? „Afkoman var þokkaleg. Við erum ekki búnir að ganga frá okkar ársrcikn- ingum, en veltan á sl. ári var 1780 milljónir króna, scm er veltuaukning á milli ára upp á 86% Við munum svo gera grein fyrir afkomunni á okkar aðalfundi en þó liggur það ljóst fyrir nú, að hagnaður var á rekstri fyrirtækisins sl. ár." - Er það ekki einkennilcgt að á sama tíma og flutningar til og frá landinu fara minnkandi, skuli skipaflutningarfyrir- tækin skila auknum hagnaði? ■ Eimskipafélag íslands er 70 ára í dag, en það var stnfnað þann 17. janúar, 1914. Eimskipafélagið hefur í tilefni ufmælisins ákveðið aö láta Ijósprenta lítið upplag af hlutaútboðinu sem gefiö var út 1913, þar sem skoraö er á landsmenn að fylkja liði og kaupa hiut í fyrihuguðu gufuskipafélagi. í formáls- orðum er aðdragandinn að stofnun fé- lagsins m.a. rakinn. Þar segir m.a. „Engum einum veröureignuðhugmynd- in að stofnun íslensks eimskipaféiags. Umræður um hugmyndina höföu verið margar og langar á Alþingi og einnig meðal almennings. Frumkvæðið að því að hefjast handa iná rekja til hóps athafnamanna." Síöar í formálanum kemur fram, að til þess hóps töldust þeir Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður, Björn Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, Ludvig Kaaber, stórkaupmað- ur, Garðar Gíslason, stórkaupmaður og Thor Jensen, kaupmaður. Hófu þeir undirbúning að stofnun félagsins 1912, en héldu honuin lcyndum til að byrja með. Um mitt sumar 1913 var Ijóst orðið að nægt hlutafé myndi safnast til að Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands hf. á skrifstofu sinni. Tímamyndir - G.E. • höfum verið að hrinda í framkvæmd, orðið til þess að styrkja okkar rekstrar- stöðu. Þá nefni ég þær efnahagsráðstaf- anir sem komu til framkvæmda hér um og eftir mitt árið 1983, sem hafa orðið til þess að hjálpa til að skapa jafnvægi og átt þátt í því að afkoman batnar. Ég nefni einnig erlenda þætti eins og olíu. og erlenda vexti - sem hafa lækkað á undanförnum misserum. Þetta kemur okkur að sjálfsögðu til góða, því stór hluti af okkar fjármögnun er á erlendum mörkuðum, eins og kaup á skipum og tækjum." Samkeppnin er veruleg - Hvaða augum lítur .þú samkeppni skipafélaganna? „Það er veruleg samkeppni á milli félaganna, og það má út af fyrir sig skipta henni í tvennt. Það er annars vegar samkeppnin í áætlanasiglingum, þar sent við eigum í samkeppni við tvo innlenda aðila og síðan er það sam- keppni í stórflutningunum, þar sem við ■ Hús Eimskipafélags íslands. „Ée get ekki taiaö nema fyrir okkur. Okkar flutningar fóru ekki minnkandi á sl. ári. Við liuttum ú sl. ári meiri vörur til og frá landinu heldur en nokkru sinni áður. Það var um 4% aukning. Það hefur orðið svolítil breyting á samsetn- ingunni í okkar flutningum. þannig að flutningar á heföbundinni neysluvöru drógust saman, í samræmi við samdrátt þann sem varð í efnahagsmálum. Hins vegar hefur verulegur útflutningur veriö á árinu, en við fluttum t.d. út meira af frystum fiski sl. ár, heldur en árið áður. Auk þess gerðist það á síðasta ári. að fjörkippur kom í framleiðslu stóriðjufyr- irtækjanna, bæði álversins og járn- blendiverksmiðjunnar. þannig að við fluttum fyrir ÍSAL sl. ár meira magn hcldur en nokkru sinni áður og sömu sögu er að segja af Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga, en við fluttum fyrir þá meira magn, en undanfarin ár. Þannig að það hefur orðið aukning í stórflutningunum hjá okkur og þá m.a. fyrir þessa aðila sem ég nefndi. Auk þess hafa hagræðingaraðgerðir sem við EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Á 70 ÁRA AFMÆLI í DAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.